Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Side 11
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996
11
Menning
Nýtt íslenskt leikrit, unniö upp úr sögu Gunnlaugs ormstungu:
Unglingasaga frá
þjóðveldisöld
Nú eru hafnar æfingar á nýju ís-
lensku verki sem er unnið upp úr
Gunnlaugs sögu ormstungu og er fyr-
irhuguð frumsýning 1. ágúst nk.
Um er að ræða fjörugan gleðileik
með tragískum endi, byggðan á ný-
fundnu handriti Gunnlaugs sögu sem
fannst seint á siðasta ári í Kaup-
mannahöfn. Leikarar eru einungis
tveir, Benedikt Erlingsson og Halldóra
Geirharðsdóttir sem einnig sér um all-
an tónlistarflutning.
Leikurinn gerist á þjóðveldisöld og
segir frá örlögum ungra ísiendinga er
þá voru uppi. Um er að ræða nokkurs
konar einleik.eða öllu heldur dúett
tveggja leikara sem bregða sér í fjöl-
mörg hlutverk og leitast við að færa á
svið með öllum meðulum leiklistar-
innar í þesari víðfrægu ástarsögu um
þau Gunnlaug, Helgu fógru og Hrafn
Önundarson.
íslenskar spennusögur
DV spjallaði við Benedikt Erlings-
son og spurði hann um verkið.
„Við erum búin að ganga með hug-
myndina í maganum í eitt ár. Afi
minn sagði mér alltaf spennusögur
þegar ég var lítill og það var ekki fyrr
en seinna sem ég vissi að þetta voru
íslendingasögur. Þegar ég var að leika
mér í götunni og hinir strákarnir voru
Prins Valíant, Superman eða Sþiderm-
an þá vildi ég vera Grettir sterki. Ég
sagði strákunum sögurnar af Gretti
sterka með saxið og hann varð alveg
jafngildur Superman og Spiderman.
íslendingasögurnar okkar eru frá-
sagnabókmenntir, þær eru skrifaðar
niður á skinnhandrit til að segja þær
og á okkar hátt erum við einmitt að
Aðstandendur sýningarinnar slappa af á milli æfinga, Benedikt Erlingsson,
Peter Engkvist og Halidóra Geirharðsdóttir.
reyna það. Þetta er gömul saga um ís-
lenska drauminn um að verða stór
fiskur í litlu vatni. í dag vilja menn
standa sig vel en í þá daga vildu menn
það líka en höfðu ekki mjög margar
leiðir til þess.
Þetta er saga um unga menn að
reyna að verða eitthvað, reyna að berj-
ast fyrir virðingu. Þeir eru, eins og
forsætisráðherrann orðaði það 17.
júní, að etja kappi við erlendar þjóðir.
Er á gingsengi!
Annars erum við svolítið að fíflast
með þessar sögur og sýna að þær eru
ekkert heilagar. Þetta eru sögur sem
við getum sagt hvert öðru, notað og
haft gaman af. Hvers vegna ekki? Við
erum alltaf að horfa á gamlar erlendar
sögur í sjónvarpi og kvikmyndum.
Þetta er klassísk saga um ástarþrí-
hyrning, eiginlega unglingasaga. Hún
er um unglinga á þjóðveldisöld sem
lenda í ástarþrihyrningi þar sem
metnaður þeirra spilar inn í.“
Benedikt leikur 16 hlutverk og Hall-
dóra er í 7 hlutverkum. Er það ekki
erfitt? „Jú, óttalega. Nú er ég á gings-
engi!“
Comedía del arte
Þetta leikhúsform er íslenskt af-
brigði af hinu svokallaða Comedía del
arte leikhúsi og skandinavísku ein-
leiksformi sem sænski leikstjórinn og
leikhússtjóri Peros leikhússins í
Stokkhólmi, Peter Engkvist, hefur þró-
að með góðum árangri ásamt leikaran-
um Roger Westberg en þeir félagar
komu með sina margverðlaunuðu
Hamlet „stand- up“ sýningu á Listahá-
tíð 1992.
Peter Engkvist er einmitt leikstjóri
þessarar sýningar og hefur hann tekið
sér frí frá leikhússtjórn í Stokkhólmi
til að vinna hér i Reykjavík að þessu
verkefni og er hann hingað kominn
meðal annars fyrir tilstuðlan Teater
og Dans í Norden.
Leikurinn verður sýndur í
„Skemmtihúsinu“ sem Brynja Bene-
diktsdóttir og Erlingur Gíslason hafa
reist í garði sínum við Laufásveg 22.
-ggá
hagstæðu
verði
9"m/snúningi
2.690 kr.
10' an snúnings
1.990 kr.
12"m/snúningi
3.290 kr.
16' 'm/snúningi
4.290 kr.
Heimilistæki hf
TÆKNI-OC TÓLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SlMI 56915 00
umboösmenn um land allt
Haukur Tómasson tónskáld.
Sverrir Guðjónsson söngvari.
Blóðbað Guðrúnar
10 metra undir sjávarmáli
- Haukur Tómasson höfundur tónlistar og Sverrir Guðjónsson söngvari
uppfærslunni en verkið er sam-
Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn
Fjórði söngur Guðrúnar var
frumfluttur í Kaupmannahöfn í
fyrradag, en verkið er byggt á hin-
um íslensku Eddukvæðum. Sverrir
Guðjónsson er í einu aðalsönghlut-
verkinu og Haukur Tómasson er
höfundur tónlistar. Á frumsýning-
ardaginn tók Haukur einnig við
bjartsýnisverðlaunum Brostes. Allir
söngvar í verkinu eru á íslensku.
Þetta er gríðarlega viðamikil tón-
listaruppfærsla og er í tengslum við
að Kaupmannahöfn er menningar-
borg Evrópu þetta árið. Alls kostar
uppfærslan 8 milljónir danskra
króna eða rétt tæplega 100 milijónir
íslenskra króna. Verkið er sett upp
undir beru lofti, 10 metra undir
sjávarmáli í yfirgefinni skipakví
hersins í Kristjánshöfn. Alls taka
yfir 150 óperusöngvarar, tónlistar-
menn, leikarar og statistar þátt í
bland söngs, tónlistar og leikrits.
Verkið fer fram fyrir ofan, neðan og
umhverfis áhorfendur sem flytja sig
um set í skipakvínni eftir fram-
vindu verksins. Allt er gert til að
magna upp áhrifin með notkun
byggingarkrana, kvikmynda, ljósa-
dýrðar og eldhafs auk áhrifamikilla
slagsmála inn á milli áhorfenda.
Einnig má nefna að 400 lítrar af
leikhúsblóði eru notaðir til að auka
áhrif blóðbaðsins og verkinu lýkur í
Ragnarökum þegar sjórinn flæðir
inn á sviðið og fyllir skipakvína.
Verkið er um konungsdótturina
Guðrúnu og hjúskap hennar við Sig-
urð Fáfnisbana og konungana Atla
og Jonaker. Hér er fjallað um morð-
in, ástríðuna, græðgi, öfund og
hefndarþorsta. Undirritaður sá
rennsli á verkinu í vikunni og er
ljóst að sýningin á eftir að vekja
geysilega athygli. -pj
I BODI COCA-GOLA
ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV A HVERJUM LAUGARDEGI
OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ
KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS-
KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22.
Kynnir: Jón Axeíl Olafsson
E
V
ÍSLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á (SLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM-
KVÆMDAF MARKAÐSDEILD DV íHVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 30&-400, Á ALDRINUM14-35 ÁRAAFÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK-
N Á ÍSLENSKUM UTVARPSSTÖÐVUM. fSLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUQARDEGI f DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á
LAUGARDÖGUM KL 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTAI TEXTAVARPI MTV SJÓNVARPSSTÖOVARINNAR. ISLENSKIUSTINN TEKUR ÞÁTTIVAU „WORLD
F Á EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER f TÓNLISTARBLAÐ-
ILUTi
'RESSILO;
kRlSKA TOf