Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 16
28
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996
íþróttir
■
.
Arnar Gunnlaugsson leikur ekki
knattspyrnu á næstunni, jafnvel
ekki næsta árið.
Arnar frá
í heilt ár?
- minnst í 5-6 vikur
Svo kanna að fara að Arnar Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, verði frá æfmgum og keppni í heilt ár. Það er mat læknis franska
knattspyrnufélagsins Sochaux sem Arnar leikur með en hann hefur sam-
þykkt að hann fari í aðgerð á fæti í dag eða á morgun.
Að sögn læknisins kemur það í ljós í aðgerðinni hversu slæm meiðslin
eru. Hann gæti sloppið með 5-6 vikur en annars missir hann líklega af
öllu næsta tímabiii.
Hvort heldur sem er verður það mikið áfall fyrir Arnar. Það getur
reynst honum dýrkeypt að missa af undirbúningstímabilinu sem nú er
langt komið þar sem Sochaux hefur keypt marga nýja leikmenn fyrir átök-
in í vetur.
-DÓ/VS
Morkin komu i lokin
- Keflavík náöi stigi af KR öðru sinni, 1-1 á KR-vellinum
KR (0)1
Keflavík (0)1
1-0 Óskar Hrafn Þorvaldsson
(87.) með skalla af markteig eftir fyr-
irgjöf Heimis Guðjónssonar frá hægri
eftir hornspymu og þunga pressu
KR. Fyrsta mark Óskars í 1. deild.
1-1 Jóhann B. Magnússon (89.)
með skalla úr markteignum eftir
hornspyrnu Kristjáns Jóhannssonar.
Lið KR: Kristján Finnbogason -
Sigurður Örn Jónsson © Þormóður
Egilsson @, Þorsteinn Guðjónsson,
Bjami Þorsteinsson (Þorsteinn Jóns-
son 72.) - Hilmar Bjömsson, Heimir
Guðjónsson @, Brynjar Gunnarsson
@, Einar Þór Daníelsson (Ámi Ingi
Pjetursson 72.) - Ríkharður Daðason,
Ásmundur Haraldsson (Óskar Hrafn
Þorvaldsson 72.)
Lið Keílavikur: Ólafur Gott-
skálksson @ - Jakob Jónharðsson,
Guðmundur Oddsson, Gestur Gylfa-
son @, Kristján Jóhannsson - Ragn-
ar Steinarsson, Jóhann B. Guð-
mundsson @, Jóhann B. Magnússon,
Eysteinn Hauksson - Haukur Ingi
Guðnason @ (Róbert Sigurðsson 71.),
Adolf Sveinsson (Ragnar Margeirs-
son 63.)
Markskot: KR 14, Keflavik 8.
Horn: KR 12, Keflavík 6.
Gul spjöld: Heimir (KR), Bjarni
(KR), Adolf (Kefl.), Gestur (Kefl.)
Rautt spjald: Kjartan Másson,
þjálfari Keflavíkur.
Dómari: Guðmundur Stefán Marí-
asson, þokkalegur.
Skilyrði: Ágætt veður en skúrir af
og til, völlurinn nokkuð góður.
Áhorfendur: 626.
Maður leiksins: Gestur Gylfa-
son, Keflavík. Batt saman vörn
Keflvíkinga og var sú hindrun sem
KR-ingar voru í mestum vandræð-
um með að komast fram hjá.
Ólafur gegn ÍBV
Ólafur H. Kristjánsson lék ekki með
KR gegn Keflavík í gærkvöld vegna
meiðsla en verður tilbúinn i bikar-
leikinn viö ÍBV á sunnudag.
Óvænt í liðið
Kristján Jóhannsson, 17 ára piltur frá
Keflavík, fór með liðinu sem 17. maö-
ur í KR-leikinn í gærkvöldi. Síðan
kom í ljós að Kristinn Guðbrandsson
gat ekki leikið vegna meiðsla og
Kristján var ekki aðeins tekinn í hóp-
inn, heldur fór hann beint i byrjunar-
liðið og lék sinn fyrsta leik í 1. deild.
Þorlákur í Mozyr
Þorlákur Björnsson, framkvæmda-
stjóri KR, fór í gær til Hvíta-Rúss-
lands þar sem hann fylgist með FC
Mozyr, mótherjum KR í Evrópu-
keppni bikarhafa, í deildaleik um
helgina.
Kjartan óhress
Kjartan Másson, þjálfari Keflavíkur,
var rekinn af bekknum strax á ,3.
mínútu í gærkvöld. Kjartan var mjög
óhress með þaö. „Ég sagði bara við
línuvörðinn að vera ekki með þessa
KR-hræðslu en svo átti ég að hafa
sagt eitthvað miklu verra. Það var
fjöldi manns til vitnis um að ég sagði
ekkert annað," sagði Kjartan.
Meiddist í upphitun
Kristján FinnbogaSon, markvörður
KR, meiddist í upphitun og á tímabili
var útlit fyrir að Guömundur
Hreiðarsson varamarkvörður, þyrfti
aö standa í markinu. Kristján var
hins vegar klár þegar á reyndi og
kom langsíðastur inn á völlinn áður
en leikurinn hófst.
Grindavík (1)2
Valur (0)0
1- 0 Zoran Ljubicic (44.) hamraöi
boltann i netið inni í vítateig eftir
sendingu frá Ólafi Ingólfssyni frá
vinstra kanti.
2- 0 Siusa Kekic (87.) fékk send-
ingu frá Gunnari Má Gunnarssyni
og skoraði með stórglæsilegu skoti
frá vítateig í þverslána og inn, alveg
út viö samskeytin.
Lið Grindavíkur: Albert Sævars-
son - Guðlaugur Jónsson, Guðjón Ás-
mundsson @, Ólafur Örn Bjarnason
@, Júlíus Daníelsson @ - Zoran Lju-
bicic @, Hjálmar Hallgrímsson @,
Siusa Kekic, Sigurbjöm Dagbjartsson
(Óli Stefán Flóventsson @ 28.), Ólaf-
ur Ingólfsson (Gunnar Már Gunnars-
son 86.) - Grétar Einarsson @ (Vign-
ir Helgason 89.)
Lið Vals: Lárus Sigurðsson @ -
Bjarki Stefánsson, Jón Grétar Jóns-
son @, Gunnar Einarsson, Kristján
Halldórsson © - Nebojsa Corovic,
Jón S. Helgason (ívar Ingimarsson
46.), Salih Heimir Porca, Sigþór Júlí-
usson @ - Anthony Karl Gregory
(Sigurður Grétarsson 65.), Arnljótur
Davíðsson.
Markskot: Grindavík 16, Valur 8.
Horn: Grindavík 6, Valur 6.
Gul spjöld: Grétar (Grindavík),
ívar (Val).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Sæmundur Víglundsson,
dæmdi mjög vel í heildina og lét vita
af því hver réöi á vellinum.
Skilyrði: Frábært veöur, sól og
smágola, völlurinn fagurgrænn og
mjög góður.
Áhorfendur: Um 200.
Maður leiksins: Zoran Ljubicic,
Grindavík. Skoraði gott mark og
lagði upp önnur stórhættuleg færi.
Batt miðjuna vel saman, hefur
geysilega gott auga fyrir spili og á
sendingar sem splundra vörn and-
stæðinganna.
Guðmundur meiddur
Guðmundur Torfason, þjálfari Grind-
víkinga, gat ekki leikið með liði sínu
í gærkvöld. Hann er með brákuð rif-
bein eftir leikinn gegn Keflavík á dög-
unum.
Breiðablik vann
Breiðablik vann öruggan sig-
ur á baráttuglöðum Eyjastúlk-
um, 3-0, í 1. deild kvenna á
Kópavogsvelli i gærkvöld. Ást-
hildur Helgadóttir, Stojanka
Nikolic og Katrín Jónsdóttir
skoruðu mörkin.
Afturelding efst
Afturelding komst í efsta sæti
A-riðils 4. deildar í gærkvöld
með 3-2 sigri á Framherjum.
Bolungarvík vann Reyni frá
Hnífsdal, 6-0, í V-riðli.
1. deild
KR 10 8 2 0 28-7 26
ÍA 10 8 0 2 26-10 24
Leiftur 10 4 4 2 20-18 16
Valur 10 4 2 4 8-9 14
ÍBV 9 4 0 5 15-18 12
Grindavík 10 3 3 4 12-17 12
Stjarnan 10 3 2 5 10-19 11
Keflavík 8 1 4 3 8-14 7
Fylkir 9 2 0 7 13-15 6
Breiöablik 10 1 3 6 10-23 6
Hvernig svo sem tímabilið endar
hjá Keflvíkingum geta þeir státað af
einu fram yfir önnur lið 1. deildar:
Þeir þurftu ekki að lúta í lægra
haldi fyrir KR-ingum. Átta leikja
sigurgöngu Vesturbæinga lauk
óvænt í gærkvöld þegar þeir gerðu
1-1 jafntefli við Keflavík á KR-vell-
inum en liðin hafa átt ólíku gengi
að fagna síðan þau skildu jöfn í
fyrstu umferðinni. KR-ingum
mistókst þar með að ná fjögurra
stiga forystu í deildinni og eru að-
eins tveimur stigum á undan Skaga-
mönnum á toppnum.
Leikurinn endaði á óvæntum nót-
um eftir 87 mínútna baráttu KR-
inga af síminnkandi þolinmæði við
að brjóta niður kraftmikla Keflvík-
inga sem léku af meira og meira
DV, Suðurnesjum:
„Þetta var tvímælalaust langbesti
leikur okkar í sumar og kemur á
þvílíkt réttum tíma. Það eru bara 10
umferðir búnar hjá okkur og við
verðum að vera með báðar fæturna
á jörðinni. Þetta var fyllilega verð-
skuldaður sigur og hefði getað orðið
mun stærri," sagði Guðmundur
Torfason, þjálfari Grindvíkinga, eft-
ir sigur á Val í gær.
Grindvíkingar léku mjög vel og
án efa sinn besta leik á mótinu til
þessa. Með frammistöðu eins og í
sjálfstrausti eftir því sem á leið.
Varamaðurinn Óskar Hrafn skall-
aði þá boltann í mark Keflavíkur -
sigurmarkið virtist komið og gleði
KR-inga var mikil - en 97 sekúndum
síðar og 113 sekúndum fyrir leiks-
lok jafnaði Jóhann B. Magnússon og
þá var komið að Keflvíkingum að
fagna gífurlega.
„Ég var hræddur um að þetta
væri búið eftir að KR skoraði en þá
var ekki annað að gera en að setja
allt í sóknina. Það bregst ekki að
þegar Óli Gott fer fram í hornum
gerist eitthvað. Strákarnir stóðu all-
ir fyrir sinu og börðust, auðvitað
gátum við ekkert annað. Það var
gaman að þessu og sætt að ná jöfnu
gegn þeim öðru sinni,“ sagði Kjart-
an Másson, þjálfari Keflvikinga, við
þessum leik geta önnur lið farið að
varast Grindvíkinga sem hafa verið
að eflast að undanfórnu og þeir eru
sannarlega staðráðnir í að kveða
niður spádóma sparkfræðinga sem
spáðu þeim neðsta sæti.
Valsmenn áttu í vök að verjast í
fyrri hálfleik og voru heppnir að
vera ekki nema einu marki undir.
Þeir hressust aðeins i síðari hálfleik
en það var ekki nóg til að vinna bug
á baráttuglöðum Grindvíkingum.
Óli Stefán var mjög sprækur þeg-
ar hann kom inn á í fyrri hálfleik
fyrir Sigurbjöm sem meiddist og
DV eftir leikinn en hann var rekinn
af varamannabekknum strax á 3.
mínútu leiksins.
KR-ingar sköpuðu sér fá afger-
andi færi í leiknum þrátt fyrir að
þeir réðu ferðinni nánast allan tím-
ann. Þeir reyndu og reyndu en réðu
ekki við Gest Gylfason og félaga í
vörn Suðurnesjaliðsins. Keflavik
fékk engin opin færi og leikurinn í
heild fær ekki háa einkunn, nema
síðustu þrjár minúturnar.
Sex leikmenn 21 árs og yngri
voru í byrjunarliði Keflavikur og
Kjartan hefur teflt fram hverjum
stráknum á fætur öðrum í sumar.
„Ég á marga á lager enn þá!“ sagði
Kjartan eftir leikinn og glotti.
-VS
gerði oft usla í vörn Vals.
Valsmenn voru bitlausir í öllum
sínum aðgerðum og náðu aldrei að
brjóta niður sterka vörn heima-
manna.
„Við vorum ekki á vellinum í
fyrri hálfleik og vorum heppnir að
vera ekki nema marki undir í hálf-
leik. í þeim síðari náðum við betri
tökum á leiknum en það nægði ekki
til að skora. Þeir voru að spila vel,“
sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari
Vals, eftir leikinn.
-ÆMK
„Sá langbesti í sumar“
- Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Val, 2-0
%
A
CQO
VERTU MEO I SPENNANPI
ÓLYMPÍULEIKPV OC
BRÆP RANNA ORMSSON
ÞAÐ EINA 5EM ÞÚ ÞARETAÐ
GERA ER AÐ SVARA ÞREMUR
1AUFLÉTTUM SPURNINGUM OG
SENDA SVARSEÐILINN TIL DV.
ÞÁ ERTU KOMINN I POTTINN
OG 0ETUR ÁTT MÖGULEIKA Á
AÐ VINNA 0L/ESILE0A
VINNINGA.
7) nn Rnp<fin R í\n (\n
Lr □i3ULv'cy u> Lkj Lnj
CLÆSILECIR VINNINCAR í BOPIFYRIR ÞA
HEPPNUFRÁ SHARP OC TEFAL
DRE0IÐ VERÐUR ÚR INNSENDUM SEÐLUM
í LOK ÓLYMPÍULEIKANNA OO HLÝTUR
VINNIN05HAFINN CLÆ5ILE0T 5HARP 29’
SIÓNVARPSTÆKI AÐ VERÐ/AÆTI KR. 149.900.
ÞAÐ ER MEÐ 100. RIÐA (HZ) DIOITAL SOAN
TÆKNI SEM GEFUR OLAMPAFRÍA MYND ÁN
TITRINOS. HÆOT ER AÐ HORFA Á TVO ÞÆTTI I
EINU ÞAR SEMMINNI MYND BIRTISTÁ SKIÁNUM
HUÓÐTÆKNIN ER DIOI TURBO SOUND.
ÞRIR AUKAVINNINCAR
ÞRÍRAÐRIR ÞÁTT-
TAKENDUR
EIGA
MÖOULEIKA
ÁAÐ VINNA
OLÆSILEO TEFAL
RAFASACNSCRILL
TILAÐ NOTAINNI AP
VERÐMÆTI KR.9JS50 FRA
BRÆÐRUNUM ORMSSON.
HVAR VORU SÍPUSTU ÓLYMPÍULEIKARNIR HALPNIR (1992)? ___
í HVAPA ÍÞRÓTTACREIN KEPPIR EYPÍS KONRÁPSPÓTTIR Á ÓL?_
HVAP KEPPA MARCIR ÍÞRÓTTAMENN FYRIR ÍSLANPS HÖNP Á ÓL?
BRÆDURNIR
DJORMSSONHF
Lágmúla 8 - Stml 533 2800
Sendlst tll DV merkt: Ólympíulelkur DV,
Þverholtl 11,105 Reykjavík.
Skllafrestur er tll 6. ágúst.
NAFN: _
SÍMI: _
HEIMILI:
PÓSTNR.: