Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 Fréttir Afkoma ríkissjóðs á fyrri hluta ársins: Tekjurnar miklu meiri en gert var ráð fyrir - heildarútgjöldin samkvæmt áætlunum Rekstrarhalli ríkissjóðs á fyrra helmingi ársins er aðeins 600 millj- ónir króna. Tekjur sjóðsins eru 4,5 milljörðum króna hærri en áætl- anir og efnahagsspár gerðu ráð fyr- ir en útgjöld hins vegar í samræmi við þær. Heildartekjur ríkissjóðs á tímabilinu urðu 64,7 milljarðar í stað 60,2 milljarða samkvæmt áætl- unum. Hin bætta afkoma þýðir að lánsfjárþörf ríkisins er um fjórum milijörðum minni en hún ella hefði verið. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kynnti í gær afkomutölur ríkissjóðs. Hann sagði þessa góðu afkomu vera helst að þakka aukn- um umsvifum á öllum sviðum þjóð- arbúskaparins: Fiskafli væri mun meiri en á sama tíma í fyrra, kaup- máttur heimilanna hefði aukist um nálægt 5%, dregið hefði úr atvinnu- leysi og hagvöxtur verið mun meiri en áður. Bætt afkoma ríkissjóðs helst í hendur við aukin umsvif í efna- hagslífinu og betri efnahagsskil- yrði sem hefur í för með sér aukna almenna neyslu. Neysluaukningin leiðir aftur til aukinna útgjalda þjóðarinnar, t.d. með innflutningi dýrra neysluvara eins og bíla og heimOistækja sem nú er mun meiri en á sama tíma i fyrra. Hinn aukni innflutningur skilar sér einmitt í auknum tekjum ríkissjóðs vegna vörugjalda. Dregur úr tekjunum tii áramóta Fjármálaráðherra reiknar með að draga muni úr afkomubata ríkis- sjóðs á síðari helmingi ársins og út- gjöld aukast en engu að síður stefni í að markmið fjárlaga um fjögurra milljóna rikissjóðshalla náist. Heild- arútgjöld ríkissjóðs það sem af er árinu nema 65,2 milljörðum króna sem er í samræmi við greiðsluáætl- anir. Flestir þættir í ríkisrekstrin- jr - í janúar-júní 1995 og 1996 í milljónum króna - 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Rekstrargjöld Rekstrartilfærslur Vextir Viöhald Stofnkostnaöur PV 61.632 Helldarutgjold 30.000 20.000 10.000 Fjármálaráðherra, Friðrik Sophus- son, kynnir stórbætta afkomu ríkis- sjóös það sem af er árinu og horfur þá mánuöi sem eftir eru af því. DV-mynd Pjetur ■ * — í janúar—júní 1995 og 1996 í milljónum króna - 40.000 30.000 20.000 — 14.994 11.994 10.000 Tekjuskattur Skattar á vöru og þjónustu 70.000 64.657 Heildartekjur um standast útgjaldaáætlanir, nokkrir eru með verulega minni út- gjöld en ráð var fyrir gert og gera það að verkum að áætlanir standast þrátt fyrir að menntamálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti fara verulega fram úr áætlun- um um útgjöld. Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir því að heldur hægi á vexti tekna ríkissjóðs á síðari helmingi ársins en viðbótartekjur fram yfir það sem áætlanir gerðu ráð fyrir verði þó ekki undir þremur milljörðum króna. Ástæðu þess aö úr tekjun- um dregur er að rekja til lægri vörugjalda. Þá er reiknað með því að útgjöld til heilbrigðis- og trygg- ingamála aukist þrátt fyrir sparn- aðaraðgerðir sem þegar eru í gangi. Enn fremur gerir ráðherra ráð fyrir viðbótarútgjöldum vegna framkvæmda, vegna reksturs grunnskóla og vegna kjarasamn- inga, en fyrir þessum þáttum var ekki gert ráð i fjárlögum. Þessi aukaútgjöld segir hann vega upp á móti auknum tekjum ríkissjóðs og því verði niðurstaðan sú í árslok að áætlanir um ríkissjóðshalla árs- ins muni standast. Fjármálaráðherra segir afar brýnt að auknar tekjur verði nýtt- ar til þess að treysta afkomu ríkis- sjóös og vinna þannig á móti áhrif- um viðskiptahalla. Jafnframt sé eðlilegt að leita leiða til að halda aftur af útgjöldum ríkisins, ekki síst til framkvæmda, nú þegar framkvæmdir og fjárfestingar einkaaðila fara vaxandi. Með því móti verði hamlað gegn því að auk- in þjóðarútgjöld og viðskiptahalli leiði til vaxtahækkunar sem aftur leiði til minna svigrúms fyrirtækja til fjárfestinga og tefur fyrir því að hér verði varanlegur hagvöxtur og aukin atvinna. Einmitt þetta verði haft að leiðarljósi við gerð halla- lausra fjárlaga fyrir næsta ár. -SÁ Tekjuauki ríkissjóðs: Verði nýttur til heil- brigðismála - segir Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ Hallalaus ríkissjóður lífsnauðsyn: Á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar - segir framkvæmdastjóri VSÍ „Samfélagið er að taka við sér og horfurnar í ríkisfjármálum eru mun bjartari en þær hafa verið,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri ASÍ, um góð- ar afkomutölur ríkissjóðs. DV spurði Ara um markmið fjár- málaráðherra um hallalaus fjárlög næsta árs og sagði hann að léttara yrði að nálgast það markmið nú en undanfarin ár vegna þess að tekjumar væru að aukast. Höfuðfor- senda þess að það tækist væri sú að hafa hemil á útgjöldum en þar yrði við ramman reip að draga fyrir fjár- málaráðherra: „Það er búið að keyra útgjöldin í botn, eins og t.d. í heilbrigðismálunum, eins og gefur að líta á hverjum einasta degi þegar gamalt fólk og geðfatlað er á göt- unni og maður spyr sig til hvers eigi að nota þá möguleika sem eru að skapast með batnandi þjóðar- hag.“ ■ Ári Skúlason segir að nú, þegar atvinnulífið og hinn almenni vinnu- markaður sé að taka við sér með framkvæmdir og fjárfestingar, mæli skynsemis- og fræðirök með því að ríkið slaki á í framkvæmdum og það verði síðan metið í hvað nota eigi tekjuaukann. Hjá launþega- hreyfingunni hefði ekki verið ályktað sérstaklega vegna þessara nýjustu talna um afkomu rikissjóðs. „En auðvitaö liggur það beint við aö þessi gegndarlausi niðurskurður á þjónustu er ekki talinn góðs viti og það er eflaust þar sem menn vildu helst nota tekjuaukann, t.d. í heil- brigðismálum," segir Ari Skúlason í samtali við DV. -SÁ Formaður VMSÍ Hafa þegar skammt- aö sjálf- um sér - segir Björn Grétar Sveinsson „Eg verð að minna á að þeir hafa þegar skammtað sjálfum sér væna sneið af batanum með kjaradómi. Þeir hafa séð efna- hagsbatann fyrr en aðrir og byrjað að hrifsa til sín á undan öðrum og við hljótum að hafa það í huga þegar við fórum að meta hlutina saman,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins. Bjöm Grétar segir að umræöa og fyrirætlanir um haUalaus fjárlög feli ekki í sér stórasann- leika en muni þvert á móti skapa fleiri vandamál í t.d. heil- brigðisgeiranum og hinunm fé- lagslega. „Ég held að menn ættu að horfa opnum augum á þá hlið og meta afkðmu ríkisins út frá ástandi þeirra mála en ekki bara út frá köldum tölum í bók- haldi,“ segir Björn Grétar Sveinsson við DV. -SÁ „Bætt afkoma ríkissjóðs er fagnaðarefni þótt hún hefði vissu- lega mátt verða enn betri. Það hefur allt of oft verið tilhneiging- in með auknar tekjur ríkissjóðs að þeim hafa fylgt stóraukin út- gjöld á móti, þannig að útkoman hefur ekki orðið sem skyldi," seg- ir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands. Þórarinn telur að nú reyni mjög á hagstjórn á þessu ári og meira en gert hefur lengi. At- vinnulífið muni kaUa mjög hart eftir því að ríkissjóður verði rek- inn hallalaus í það minnsta og eðlilegt væri við þær aðstæður sem núna séu að skapast að byrj- að verði að' greiða niður af skuldasöfnun liðinna ára, bæði hjá ríkissjóði og sjóðum sveitarfé- laga. „Það eru engin efni til þess að hið opinbera sé að halda uppi þensluútgjöldum við þær aðstæð- ur sem nú eru. Það er fullkomlega í höndum ríkisstjórnarinnar nú að halda jafnvægi í efnahagslífinu og að fullu á hennar ábyrgð. Það gerir hún best með því að draga saman seglin og að reka ríkissjóð með greiðsluafgangi," segir Þór- arinn V. Þórarinsson í samtali við DV. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.