Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 12
12
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 500Ó
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hættulegur hávaði
Einn af mörgum hættulegum fylgikvillum þeirra
miklu tækniframfara sem einkenna tuttugustu öldina er
stóraukinn og hættulegur hávaði.
Þar sem áður ríkti sú kyrrð sem er náttúrunni eðlileg
verður maðurinn nú fyrir sífellt auknu áreiti frá hávær-
um tækjum og tólum sem hann hefur sjálfur búið til og
verða stöðugt fyrirferðarmeiri í þjóðlífmu.
Bílum og öðrum farartækjum á landi fylgir mikill há-
vaði, einkum vegna þess hversu bifreiðum hefur fjölgað
gífurlega síðustu áratugi á sama tíma og ökuhraði hefur
aukist. Flugvélar gera mörgum manninum hávaðasamt
ónæði, einkum þeim sem lifa eða starfa í nágrenni við
flugveUi landsins.
Hávaðamengunin nær hins vegar miklu víðar. Lengi
hefur verið deUt á þann gífurlega hávaða sem tíðkast á
ýmsum skemmtistöðum, ekki síst þar sem dægurtónlist
er flutt með heymarskemmandi styrkleika. Víða er ekki
lengur hægt að bíða eftir að fá samband við væntanleg-
an viðmælanda í síma án þess að dembt sé yfir hringj-
andann tónlistaráreiti af ýmsu tagi.
Sérfræðingum hefur lengi verið ljóst að óeðlUega mik-
Ul hávaði telst ekki aðeins tU alvarlegra umhverfis-
spjaUa heldur er beinlínis hættulegur heilsu fóUcs. Það
er hins vegar fyrst nú upp á síðkastið að stjórnvöld eru
farin að reyna að hemja hávaðamengun í íbúðarhverfum
en um það eiga að gUda tUtölulega strangar reglur.
í Reykjavík hefur verið gerður listi yfir þær íbúðir í
borginni þar sem hávaði af völdum umferðar er svo mik-
iU að hann telst heUsuspiUandi - en þá er miðað við að
hávaði við húsvegg fari aldrei yfir 65 desíbel og ekki yfir
55 desíbel í nýrri byggð.
Þessi úttekt Reykjavíkurborgar sýnir að vandamálið
er útbreitt í höfuðborginni. Þar kemur fram að fólk sem
á heima í tæplega sautján hundruð íbúðum við um
fimmtíu götur býr við heUsuspiUandi hávaða. Þetta mun
vera um fjögur prósent íbúða í borginni. Hliðstæð
vandamál má án efa finna við umferðargötur í öðrum
bæjum.
í reynd þýðir þetta að mörg þúsund íslendingar líða
nú þegar fyrir þann óskaplega hávaða sem berst utan af
götunni inn tU þeirra. Mörg dæmi eru um mikla vanlíð-
an fólks af þessum sökum. Hér er því um að ræða vanda-
mál sem mikUvægt er að stjómvöld jafnt hjá ríki og
sveitarfélögum taki á af festu og ábyrgð.
DeUan um fyrirhuguð háhýsi við Kirkjusand í Reykja-
vík er líklega fyrsti prófsteinninn á hvemig ráðamenn
hjá borginni hyggjast bregðast við þessum vanda. Eftir
miklar umræður hefur skipulagsnefnd hafnað fyrirliggj-
andi hugmyndum um háhýsin þar sem hljóðmengunin
yrði þar meiri en mælt er fyrir um í reglugerðum. Þrátt
fyrir þetta var byggingarfyrirtækinu ÁrmannsfeUi veitt
leyfi fyrir mörgum mánuðum tU að hefja jarðvegsfram-
kvæmdir á staðnum. Þótt það leyfi hafi verið veitt með
fyrirvörum er vart hægt að draga af því aðra ályktun en
að borgaryfirvöld hafi talið hávaðamengunina minna
mál þá en nú er komið á daginn eftir mikU mótmæli íbú-
anna í grenndinni. Það ber að fagna niðurstöðu skipu-
lagsnefndar nú en hún hefði auðvitað átt að liggja fyrir
strax og fjaUað var um fyrrnefnt leyfi.
Borgarráð hefur samþykkt aukaíjárveitingu tU að
flýta gerð tUlagna um hvemig rétt sé að bregðast við
óleyfilegri hávaðamengun við ýmsar helstu umferðar-
götur og eiga tUlögur að liggja fyrir í haust. Vonandi fela
þær í sér að tekið verði á málinu af fullri alvöm.
Elías Snæland Jónsson
í
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996
Endemis vitleysa aö hægt sé aö meöhöndla amfetamínfíkla sem eru yngri en 25 ára á göngudeildum, segir Þór-
arinn m.a. í grein sinni.
Ulfur, ulfur!
Ársskýrsla SÁÁ
fyrir árið 1995 er
nýkomin út og í
henni birtist lítill
hluti af viðamestu
rannsóknum sem
gerðar hafa verið á
vimuefnaneyslu
landsmanna. Rann-
sóknir þessar eru
byggðar á um 23
þúsund sjúkra-
skýrslum um 12
þúsund vímu-
efnafikla sem leitað
hafa sér meðferðar
hjá SÁÁ.
Niðurstööur
þessara rannsókna
sýna skelíllegar af-
leiðingar vímuefna-
neyslu og geigvæn-
lega þróun frá
miðju ári 1995.
Þessar niðurstöður
voru að hluta
kynntar á blaða-
mannafundi sem
SÁÁ hélt 23. janú-
ar 1996. Þá var sagt
að útlitið væri
dökkt og ástandið
hefði aldrei verið
verra.
Lítil viöbrögö
Kjallarinn
Þórarinn
Tyrfingsson
yfirlæknir á sjúkrahús-
inu Vogi og formaöur
svipað, eða heldur að
lagast, frá ári til árs. Til
grundvallar þeim mál-
flutningi hafa legið
sömu rannsóknamiður-
stöður og segja okkur
nú að ástandið hafl
versnað um allan helm-
ing á skömmum tíma.
Það er full ástæða að
taka mark á niðurstöð-
unum og bregðast við.
Sívaxandi vandi
Rétt er hér að telja upp
nokkrar staðreyndir en
vísa að öðru leyti til
ársskýrslu SÁÁ fyrir
árið 1995. Amfetamín-
faraldur geisar nú á ís-
landi. Amfetamín er
jafn hættulegt vímuefni
og kókaín og helmingur
„Taka þarfstjórn þessara mála úr
höndum þeirra sem ekki hafa til
þess menntun eða reynslu. Byrja
verður á að gera áætlun um með-
ferð þeirra sem í vanda rata, um
leið og forvarnastarfinu í landinu
verður gjörbreytt."
Viðbrögð við
þessum upplýsingum hafa til
þessa verið lítil, rétt eins og ráða-
menn geri sér afls ekki grein fyrir
því hversu alvarleg tíöindin eru.
Skýringin gæti verið sú að lengi
hafa sumir í þjóðfélaginu talað um
að allt væri að fara norður og nið-
ur og kallað svo oft „úlfur, úlfur“
að loks þegar úlfurinn birtist
bregst enginn við.
Talsmenn SÁÁ hafa haldið því
fram í að minnsta kosti 6 ár að
ástandið í vímuefnamálum væri
amfetamínfiklanna sprautar efn-
inu í æð. Ólögleg amfetamínneysla
hófst á íslandi 1983 og náði
ákveðnu hámarki 1985. Eftir það
dregur úr þessum vanda fram til
ársins 1990. Vandinn fer síðan
vaxandi að nýju og frá miðju ári
1995 mjög hratt með tilkomu E-
piflu og stóraukinni neyslu á am-
fetamíni hjá ungu fólki á aldrinum
18 til 25 ára.
Sprautufíklar sáust ekki á ís-
landi fyrir 1983, en með am-
fetamíninu urðu þeir til og eru nú
hluti af þjóðfélagi okkar. Vandi
þeirra verður meiri og sýnilegri
með hverjum mánuðinum sem líð-
ur. Á síðustu fimm árum hafa
komið 532 einstaklingar á Vog sem
hafa sprautað sig með vímuefnum
í æð og 223 þeirra hafa fengið C
lifrarbólgu. Á síðasta ári höfðu
16% sjúklinganna sprautað sig í
æð einhvern tíma á ævinni og 125
þeirra sprautuðu sig reglulega.
Fjöldi sprautufíkla hefur því
aldrei verið meiri og margir þess-
ara sprautufíkla eru uppalendur
og sumir barnshafandi konur.
Ekki á göngudeildum
Fjöldi unga fólksins sem leitar
sér meðferðar hjá SÁÁ hefur
stöðugt aukist, einkum 3 undan-
farin ár og 1995 varð aldurshópur-
inn 20 til 24 ára í fyrsta skipti
stærstur í sjúklingahópnum eða
alls 262 einstaklingar. Nú er svo
komið að 7% af öllum íslenskum
piltum koma að minnsta kosti
einu sinni á Vog áður en þeir
verða 25 ára gamlir og 3% af stúlk-
unum.
Við þessu verður að bregðast.
Taka þarf stjórn þessara mála úr
höndum þeirra sem ekki hafa til
þess menntun eða reynslu. Byrja
verður á að gera áætlun um með-
ferð þeirra sem í vanda rata, um
leið og forvarnastarfinu í landinu
verður gjörbreytt. Hætta þarf að
halda fram þeirri endemis vit-
leysu að hægt sé að meðhöndla
amfetamínfíkla sem eru yngri en
25 ára á göngudeildum. Göngu-
deildir eru fyrir aðra sjúklinga.
Það verður að auka meðferðar-
starfið og aðlaga það þeim vanda
sem fyrir er. Slíkt kostar mannafla
og fíármuni. Þessi vandi verður
ekki leystur með forvörnum.
Hann er skollinn á og gufar ekki
upp. Þórarinn Tyrfíngsson
Skoðanir annarra
Hallalaus ríkisrekstur
„Takist ríkisstjóminni að standa við þaö yfirlýsta
markmið að reka rikissjóð án hafla á næsta ári
verða það tvímælalaust ein merkustu tíðindi áratug-
arins af vettvangi efnahagsmála. Víðtækur niður-
skurður ríkisútgjalda gæti haft hamlandi áhrif á
hagvöxt til skamms tíma litið en út frá langtímasjón-
armiði myndi hallalaus rekstur skila sér í lægri
vöxtum og auknum hagvexti. . . Hallarekstur ríkis-
ins hefur hins vegar verið svo langvarandi að ekki
verður umflúið lengur að stöðva hann og ná jafn-
vægi í ríkisbúskapnum."
KjM í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 25. júlí.
Úthafsveiðar og offjárfesting
„Ef úthafsveiðin bregst, mun koma í ljós að flotinn
er of stór og óþarflega afkastamikill og offíárfesting-
arnar ofboðslegar. Þá verður þrýst mjög á að kvót-
inn við ísland verði aukinn tU að bjarga útgerðum
sem standa höllum fæti. .. Dragist svo togaraaflinn
verulega saman, þegar úthafsveiðin gefur minna í
aöra hönd en áætlað var, hlýtur umræðan um ofljár-
festinguna að skjóta kollinum upp aftur. Þá segja
þeir gráðugu og skammsýnu eins og venjulega: Það
er enginn vandi að vera vitur eftir á.“
Úr forystugrein Tímans 26. júlí.
Spariskírteini ríkissjóðs
„Langflestir þeirra sem spara reglulega - en þeir
eru því miður alltof fáir - kjósa að ávaxta fé sitt í
spariskírteinum rikissjóðs ... Líklega má leita skýr-
inga á vinsældum spariskírteina til tima óðaverð-
bólgu þegar sparifé var brennt upp og fáir aðrir kost-
ir fyrir fólk en að setja fíármuni i steinsteypu eða
spariskírteini. Sá tími er sem betur fer liðinn óg
vonandi á hlutur spariskírteina eftir að minnka í
samræmi við það. Ríkissjóður getur ekki gert út á
sölu spariskírteina í framtíðnni líkt og hann hefur
gert.“
Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 24. júlí.