Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Qupperneq 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996
Helgarblað DV:
Fjögur mara-
þonhlaup
á einu ári
í helgarblaði DV á morgun er
opnuviðtal við Sigurð Gunnsteins-
son sem hlaupið hefur fjögur mara-
þonhlaup á einu ári. Sigurður segir
frá tvenns konar lífi sínu, drykkju-
mannslífinu og því sem hann lifir
núna.
Sagt er frá giftingu íslenskrar
stúlku inn í norsku konungsfjöl-
skylduna og rætt er við íslenskan
hönnuð kjóls sem Björk klæðist á
tónleikum. Einnig eru viðtöl við
Stefán Jankovic knattspyrnumann
um lífiö í Grindavík og stríðið á
Balkanskaga og Kára Stefánsson
prófessor um rannsóknarstöð í
mannerfðafræði á íslandi.
Ýmis annar fróðleikur er að sjálf-
sögðu í blaðinu, eins og fréttaskýr-
ingar, Internetsíða og umfjöllun um
Ólympíuleikana. -IBS
Konráð Eggertsson:
Fullt af
hrefnum
„Já, það er fullt af hrefnum,“
sagði Konráð Eggertsson hrefnu-
veiðimaður með talsverðum trega í
röddinni þegar blaðamaður spurði
hann hvernig umhorfs væri á
haffletinum úti á Djúpi, en þar má
ekki veiða hrefnur lengur. Konráð
var á rækju í vetur og sagði hann að
vel hefði gengið. í vor var bátnum
síðan breytt fyrir túristana og eru
nú sæti, borð og huggulegir blóma-
pottar á aðgerðardekkinu á aftur-
skipinu. Á myndinni mundar Konni
byssuna sem vakið hefur óskipta at-
_hygli ferðamanna. -Ótt
I3ARA \JpV\ AÐ
VyEIÐA TURISTA! J
Tveggja skipverja enn leitað eftir að Æsa sökk:
Með ólíkind-
um dularfullt
- sagði Sigurjón Hallgrímsson skipaskoðunarmaður
„Æsa var með haffærisskírteini
út þennan mánuð. Það var búið að
framlengja það og því var þetta
nokkurs konar bráðabirgðaskir-
teini. Ástæðan er sú að það var
ekki búið að láta skoða gúmbátana
en það var verið að vinna í því.
Skipið var í mjög góðu standi, að
því er ég best veit, og með bolskoð-
un fram til 1997. Skipið var búið
að vera á veiðum í allan vetur og
var vel útbúið og alveg sérhannað
fyrir skelfiskveiðar. Skipið átti að
þola þó að það fylltist alveg af sjó
í öllum lestum og því er þetta með
ólíkindum dularf'ullt," sagði Sig-
urjón Hallgrímsson, skipaskoðun-
armaður á ísafirði, við DV í gær-
kvöld vegna sjóslyssins.
Sjálfvirkur sleppibúnaður virð-
ist ekki hafa virkað á Æsu því
einn skipbrotsmannanna fjögurra,
Jón Gunnar Kristinsson, varð að
kasta sér í sjóinn af kili skipsins
og kafa á þriggja metra dýpi til að
leysa gúmbjörgunarbátinn frá með
handafli. Þama drýgði Jón Gunn-
ar mikla hetjudáð. Aðrir sem
björguðust voru Kristján Torfi
Einarsson, Önundur Pálsson og
Hjörtur Guðmundsson vélstjóri
sem er móðurbróðir Önundar.
Hjörtur var niðri í koju þegar
bátnum hvolfdi en tókst á ótrúleg-
an hátt að komast upp og á kjöl
skipsins. Allir skipbrotsmennirnir
eru um tvítugt. Skipstjóra og stýri-
manns á Æsu er enn saknað en
ekki er unnt að birta nöfn þeirra
að svo stöddu.
Mjög afmarkaö svæöi
„Skipulagðri leit var hætt á mið-
nætti en hún hefst aftur um há-
degi í dag. Þetta er mjög lítið og af-
markað svæði og það er búið að
leita mjög vandlega en því miður
hefur það engan árangur borið.
Það er beðið eftir djúpsjávar-
myndavél sem mun mynda flakið
sem liggur á 76 metra dýpi. Við
munum síðan senda kafara niður
en þetta er djúpt og því erfið köfun
og krefst mikils búnaðar. Fjörur
verða gengnar áfram," sagði Jónas
Sigurðsson, aðalvarðstjóri á Pat-
reksfirði, sem rannsakar málið.
Skipbrotsmennirnir fara í yfir-
heyrslur á ísafirði í dag. Þangað
koma menn frá Rannsóknarnefnd
sjóslysa og munu þeir rannsaka
málið ásamt lögreglu. Sjópróf fara
síðan fram á ísafirði. Sjá nánar á
bls. 2 -RR
Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður hefur sett byssuna upp á ný í stafni báts síns, Halldórs Sigurðssonar ÍS 14,
en hann hefur nú vent kvæði sínu í kross og siglir með ferðamenn frá ísafirði út í Vigur og einnig um Jökulfirði og
Hornstrandir. Hér mundar hann byssuna sem vekur óskipta athygli ferðamanna. DV-mynd Hörður Kristjánsson
EM í bridge:
Sveiflur hjá
íslensku
sveitinni
Það eru talsverðar sveiflur hjá ís-
lensku sveitinni á EM yngri spilara
í Wales. í 12. umferð vann ísland
Spán, 21-9, síðan Portúgal, 17-13, en
tapaði í gær fyrir Ítalíu, 12-18, og
Hollandi, 11-19. Sveitin er í 7. sæti
26 þjóða með 250 stig. Noregur er
efstur með 309, þá Danmörk með 300
stig, Rússland 282, ísrael 272, Sví-
þjóð 261 og Pólland 251 stig. -hsím
Ógnaði stúlku
með hnífi
Karlmaður réðst með hnífi að
stúlku í sölutumi í Mjóddinni í gær-
kvöld og hótaði því að meiða hana
ef hún gerði eitthvað sem honum
ekki líkaði. Talið er að hann hafi
náð að hrifsa til sin um 40 þúsund
krónur áður en hann skar á sím-
asnúru og hljóp á brott. Maðurinn
gerði enga tilraun til þess að dyljast
og kannaðist lögreglan við lýsing-
una á honum. Hann mun hafa kom-
ið við sögu lögreglunnar áður og er
hans nú leitað. -sv
Veðrið á morgun:
Víðast
léttskýjað
Á morgun verour fremur
hæg vestlæg eða breytileg átt
og skýjað með köflum allra
vestast en víðast léttskýjað ann-
ars staðar. Hiti verður á bilinu
9 til 18 stig, hlýjast suðaustan-
lands.
Veðrið í dag er á bls. 36
SKMOIÐll
533-1000
/
Ertu búinn aö panta?
dagar
til Þjóðhátíðar
FLUGLFIDIR
Innanlandssími 50 - 50 - 200