Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Page 24
36 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 nn Jóhann Bergþórsson er enn einu sinni orðinn miðpunktur deilna í hafnfirskum stjórnmál- um. Hætta þessu hægra vændi „Það er löngu orðið tímabært að hætta þessu hægra vændi.“ Sverrir Ólafsson, stjórnarmað- ur í Alþýðuflokksfélaginu í Hafnarfirði, í Alþýðublaðinu. Ábyrgð á Jóhanni „Það er Alþýðuflokkurinn sem verður að svara þvi hvort hann tekur pólitíska og siðferðilega ábyrgð á Jóhanni Gunnari Berg- þórssyni." Magnús Jón Árnason, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, í Tímanum. Ummæli Ekki nógu mikið rok „Annars var ekki nógu mikið rok fyrir mig í dag og það rigndi líka allt of lítið." Þorsteinn Hallgrímsson, fyrr- um íslandsmeistari í golfi, í Morgunblaðinu. Vinstri kirsuberin „Veldi dagblaða og ljósvaka- miðla sogar til sin athygli lands- manna. Á þeirri köku eru vinstri menn orðnir eins og kirsuber til skrauts." Tryggvi V. Líndal, í DV. QS£5=> Fyrsta Ólympíuþorpið Ólympíuleikarnir aldamotaárið í París voru Frökkum til skamm- ar. París fékk annað tækifæri 1924 og þá tókst þeim að bæta fyrir það og voru Ólympíuleikamir hinir glæsilegustu. Ein nýjungin var að gera sérstaka íbúðarskála sem reistrn voru fyrir keppendur og varð það fyrsti vísirinn að Ólymp- íuþorpi sem síðan hefur alltaf ver- ið byggt. Víða léttskýjað sunnanlands Minnkandi lægðardrag fyrir vestan land, en við austurströndina er 998 mb lægð sem þokast aust- norðaustur þegar líður á daginn. í dag verður norðvestangola eða Veðrið í dag kaldi um mestallt land. Víða verður léttskýjað um sunnanvert landið, en skýjað að mestu og dálitil rigning eða súld með köflum norðanlands. í kvöld léttir til um norðanvert land- ið. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á Suð- austurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt í fyrstu, en norð- vestangola þegar liður á daginn. Skýjað með köflum. Hiti 9 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.50 Sólarupprás á morgun: 4.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.46 Árdegisflóð á morgun: 3.09 Veörið kl. 6.00 i morgun: Akureyri rigning 10 Akumes skýjað 9 Bergsstaðir rigning 9 Bolungarvik skúr á síó.kls. 9 Egilsstaðir alskýjað 10 Keflavíkurflugv. léttskýjað 9 Kirkjubkl. léttskýjað 7 Raufarhöfn rigning 9 Reykjavík léttskýjað 7 Stórhöföi léttskýjað 8 Helsinki léttskýjaö 18 Kaupmannah. skýjað 14 Ósló þokumóða 16 Stokkhólmur skýjað 18 Þórshöfn skýjað 11 Amsterdam þokumóóa 14 Barcelona mistur 22 Chicago heiðskírt 17 Frankfurt þokumóóa 15 Glasgow skýjað 13 Hamborg alskýjað 14 London skýjað 16 Los Angeles léttskýjað 22 Lúxemborg þokumóða 13 Madrid skýjað 18 Mallorca þokumóóa 25 Paris léttskýjað 15 Róm þokumóða 24 Valencia þokumóða 22 New York þokumóða 22 Nuuk þokuruöningur 4 Vín rign. á síð.kls. 17 Washington rigning 21 Winnipeg heiðskírt 11 Veðriö kl. 6 í morgun Steinþór Skúlason, íslandsmeistari í svifflugi: Að stjórna svifflugu er eins og að tefla „Mótið stendur í níu daga, tvær helgar og vikuna á milli og er keppt þegar flugveður er. Til þess að hægt sé að keppa þarf að vera bjart og smásól en þá myndast hitauppstreymi. Lagðar eru braut- ir sem keppendur eiga að fljúga á sem skemmstum tíma,“ segir Steinþór Skúlason sem nýverið varð íslandsmeistari í svifflugi. ís- landsmótið ér haldið annað hvert ár og var það haldið á Hellu eins og oftast áður. Átta keppendur tóku þátt í íslandsmótinu að þessu sinni. Maður dagsins Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinþór verður íslandsmeistari: „Ég sigraði einnig árið 1986 en ég hef veriö í sviffluginu í um tutt- ugu ár og fjórum sinnum tekið þátt í íslandsmóti.“ Steinþór á litháenska svifílugu með öðrum: „Svifflugurnar eru mismunandi og það getur verið verulegur munur á milli gerð Steinþór Skúlason. þeirra og til að jafna þeim í keppni er notaður forgjafarstaðall." Steinþór segir að keppnin hafi verið jöfn og spennandi: Við voru þrír sem vorum á sama róli og réö- ust ekki úrslitin fyrr en í síðasta flugi á síðasta degi.“ Steinþór tók síðast þátt í ís- landsmótinu fyrir fjórum árum, en þá varð óvæntur endir á þátt- töku hans: „Á síðasta keppnisdegi var ég með góða forystu og eigin- lega unnið mót en ég misreiknaði siðasta hluta leiðarinnar og lenti á mel um einn kílómetra frá mark- jnu og kom því gangandi í mark og missti því af sigrinum. Þegar svona gerist verður maður heim- spekilegur og segir að þetta hafi verið lærdómsríkt en auðvitað er hundfúlt að tapa á þennan hátt.“ Steinþór var spurður hvað þyrfti til að vera góður svifilugs- maður: „Svifílug er fyrst og fremst að geta flogið svifílugunni og svo er þetta að vissu leyti eins og að tefla, það þarf að meta aðstæður, læra á veðrið, meta þessa hlið eða hina, svo eitthvað sé nefnt." Steinþór, sem er forstjóri Slátur- félags Suðurlands, segir að svifflugið sé aðalsumaráhugamál hans, á veturna séu það skíðin en einnig séu boltaiþróttir áhugamál hjá honum. Eiginkona Steinþórs er Hanna Kristín Pétursdóttir og eiga þau þrjár dætur. -HK DV Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er glæsilegur völlur í hrauni, grýttu landslagi, með sjóinn í næsta nágrenni eins og sjá má á myndinni. Landsmót í golfi Hátt á þriöja hundrað kylfing- ar eru nú að heyja harða baráttu á golfvellinum í Vestmannaeyj- um, en þar fer fram landsmót í golfi þessa dagana og stendur nú baráttan sem hæst. í meistara- flokki karla eru búnar tvær um- ferðir og er alls ekki neitt hægt að spá um úrslit í þeim flokki. Það eru margir sem koma fil greina en aðeins einn þeirra stendur uppi sem íslandsmeist- ari. Keppni hófst í landsmótinu á sunnudaginn og hafa golfarar verið ræstir út frá morgni til kvölds og er nú keppni lokið í íþróttir einstaka flokkum. Það kemur samt ekki í ljós fyrr en annað kvöld hver verður íslandsmeist- ari karla og kvenna. Afhending verðlauna og lokahóf verður haldið um borð í Herjólfi annað kvöld. Fyrir þá golfara sem ekki taka þátt í landsmóti verða nokkur golfmót. Hjóna- og parakeppni verður á Hellu, hjá Keili í Hafn- arfirði verður opið mót, Merild, og í Grafarholti fer fram tveggja daga mót fyrir öldunga, Fannars- bikarinn. Annað öldungamót er á Flúðum á sunnudaginn. Bridge Spilin í sumarbridge í Reykjavík eru alltaf forgefm og umræður oft fjörlegar að lokinni spilamennsku þegar menn bera saman bækur sínar. í sumarbridge í gærkvöld spiluðu flestir í AV 4 spaða, en einu pari tókst að klifra alla leið upp i 6 spaða. Sagn- ir gengu þannig, austur gjafari og NS á hættu: 4 94 * KG10985 ♦ D5 * 974 4 D83 «4 ÁD62 ♦ 1093 * ÁKG 4 G106 «4 1A ♦ KG876 4 D83 Miklir hitar Það er mikið kvartað yfir hitan- um í Atlanta, en hann hefur verið þetta frá 30-34 stig um miðjan dag- inn. í París 1924 var þetta sama vandamál og komst hitinn upp undir 40 stig suma keppnisdaga. Þegar 10000 km hlaupið fór fram var til að mynda 36 stiga hiti og luku aðeins 15 af 38 keppendum hlaupinu. Blessuð veröldin „Nurmi-leikarnir" Maður Ólympiuleikanna 1924 var finnski hlauparinn Paavo Nurmi og var frammistaða hans slík að leikamir voru lengi eftir kenndir við hann og kallaðir „Nurmi-leikarnir". Nurmi var 27 ára gamall í París og vann hann til fernra gullverðlauna, i 1500, 5000 m hlaupi, 3000 m sveita- keppni og 10000 m víðavangs- hlaupi. Hann hefði örugglega einnig unnið 10000 m hlaupið ef honum hefði verið leyft að keppa í því. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1570: Austur Suður Vestur Norður 14 pass 24 pass 3* pass 3* Dobl 34 pass 54 6* pass 64 p/h Kerfi AV var eðlilegt og vestur ákvað að krefja til úttektar (game) með 2 laufum. Hendi austurs versnaði ekki við þá sögn og sagnir eftir það keyrðar upp í slemmu. Útspil suðurs var hjartasjöan og sagnhafi sá strax að það gæti orðið þungt að vinna þennan samning. En hann var fljótur að setja lítið spil í blindum, í þeirri von að norður myndi setja kónginn (ef hann ætti ekki gosann). Norður yf- irdrap á áttuna og datt ekki annað í hug en að sagnhafi ætti tvíspil, úr því að hann setti lítið spil í blindum. í trausti þess spilaði hann hjartafim- munni til baka. Sagnhafi fékk nú óvænt slag á hjartasexuna og gat nú unnið spilið. En sagan hafði ekki góð- an endi fyrir sagnhafa. Hann taldi að hann gæti ekki unnið spilið nema laufdrottning lægi fyrir svíningu en taldi líklegt að suður ætti fjórlit í laufi frekar en þrílit. í tilraun sinni til að vinna spilið í þeirri legu eyðilagði hann samgang handanna og fór einn niður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.