Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 Spurningin Hverjir veröa bikarmeistarar í knattspyrnu? Brynja Pétursdóttir: KR. Björn Sigurðsson, vinnur við pípulagnir: ÍBV, ekki spurning. Erla Guðmundsdóttir skrifstofu- maður með Diljá Hebu: Guð, ég hef ekkert vit á fótbolta. Hjalti Sigurjónsson nemi: Ég hef ekki hugmynd. Halldór Guðmundsson: IA, held ég. Lilja Oddsdóttir: Valur. Lesendur Hvað er frettnæmt og hvað ekki? Konráð Friðfinnsson skrifar: Það er fullkomlega kristlegt að vilja koma fréttum til almennings og flalla um líðandi stund, heima og heiman. Taka þá bæði fyrir óhroðann jafnt og jákvæðari hluti sem sem betur fer er hægt að finna í veröldinni. Hins vegar má sífellt spyrja hvað sé fréttnæmt og hvað ekki. Er til dæmis slúður, umtal í bænum eða óröskstuddar fullyrð- ingar eitthvað sem ílokka má und- ir fréttir? Allt þetta gefur að líta í öllum þeim aragrúa fréttamiðla sem starfræktir eru á íslandi og víða um heim. Taka má þessu til staðfestingar hina endalausu fréttarunu um raunir Díönu prinsessu og Karls Bretaprins. Varla verður blað svo opnað að ekki sé mynd af prinsess- unni ásamt ítarlegri umfjöllun. Ég er að vísu ekki fróðastur um „sápuna" Díönu og Karl, og taldi því í fáfræði minni að þessi hjóna- korn hefðu skilið fyrir nokkrum árum. En svo sá ég á dögunum að nýbúið væri að ganga frá skilnaði þeirra. í sömu umfjöllun komu fram í senn sleggjudómar, bæjar- umtal og staðreyndir. í febrúar á þessu ári hófst mikiil darraðardans á okkar landi. Bisk- upsmálið. Hvaða niðurstöðu höfum við lesendur, heyrendur og áhorf- endur fengið í því máli? Enga. Stað- an er hin sama og í upphafi, og efn- ið komst aldrei nema á byrjunar- reit. Og er þar enn, orð á móti orði. Löggilt dómsvald fékk kæruna til umfjöllunar en vísaði henni frá. Vegna þessa máls hefur bisk- upinn sagt af sér embætti. Þótt ég geti að vísu skilið þessa afstöðu hans harma ég engu að síður að þessi skyldi verða útkoman hjá herra biskupnum yfir íslandi. Og menn fullyrða að kirkjan hafi beð- ið hnekki vegna málsins. En trúir því einhver að nóg sé að losna við biskupinn og þá falli allt í ljúfa löð innan þjóðkirkjunnar? Það sem kirkjunnar menn og söfnuðirnir þurfa er fyrst og fremst trú sem starfar í kærleika. En þannig trú hefur í það minnsta ekki verið sýnileg í biskupsmálinu, Langholtsmálinu eða í öðrum mál- um er upp hafa komið að undan- fórnu og orðið fréttamatur. Þetta er ekki gott. Ég veit að trúin er þarna til staðar í mörgum tilfellum. Trú sem ekki er sýnileg öðrum mönn- um er lítt fýsileg eða eftirsóknar- verð fyrir leitandi fólk. Lífseigt fréttaefni hér og þar. - Af Karli og Díönu í Bretlandi og biskupsmáli á Islandi Komandi kjarasamningar - afnám verðtryggingar lána Kristján Jónsson skrifar: Nú er hafinn undirbúningur hjá Verkamannasambandinu fyrir kom- andi kjarasamninga. Krafan um launahækkun er nú sögð eiga að hafa algeran forgang. En hver hefur niðurstaðan orðið eftir kröfur um al- geran forgang launahækkunar í samningamálunum? Jú, launþegarn- ir almennt fá einhverja launahækk- un, en svo koma allir aðrir og fá, þetta 10-20% meiri launahækkun. Verkamenn og aðrir láglaunahópar ryðja brautina fyrir hina. Nú segi ég: Krefjist forystumenn launþegasamtakanna ekki afnáms verðtryggingar lána eða að öll laun verði vísitölutengd á ný eru þeir að svíkjast undan merkjum og þeir geta þá sagt af sér, allir sem einn. Launahækkanir eru góðar en aldrei gildar, því þær gufa upp. Nið- urfelling verðtryggingar og/eða vísitölutengd laun er það sem gildir fyrir okkur launafólkið. Það er númer eitt. Annað má svo ræða í kjölfarið. í umhverfi blökkumanna - svar vegna lesendabréfs í DV Sólborg Þórisdóttir skrifar: Lesendabréf Jakobs í DV hinn 22. þ.m. „Ekki svertingja yfir oss“), gef- ur mér tilefni til að segja honum og öðrum lesendum DV frá „hinni hlið- inni“ á kynþáttahatri. Ég bjó í Washington DC í eitt ár. Á þeim tíma eignaðist ég þó nokkra bandaríska vini. Þeirra á meðal voru svertingjar sem voru í lágstétt- inni svonefndri. Þeir bjuggu þó ekki i suðausturhverfí borgarinnar, sem er „svarf ‘ hverfi og mesta glæpa- hverfi borgarinnar. í þessu hverfi mínu var diskótek. Þar var leitað á fólki við inngöngu og látið ganga í gegnum málmleitartæki. Þar voru a.m.k. 4 lögreglubílar fyrir utan [LlililM þjónusta allan síma i kl. 14 og 16 vegna þess að oft voru framin morð á þessu svæði að kvöld- og nætur- lagi. í raun er stórhættulegt að ganga um í þessum hverfum og einkum fyrir hvita, þá má gera ráð fyrir hinu versta, jafnvel að vera skotinn. Bandarísk hvít stelpa sem ég kynntist var með svertingja. Hún sagði mér að oftar en ekki væru hrópuð ókvæðisorð á eftir þeim, og væru það undantekningarlaust svertingjar sem það gerðu. - Nú skalt þú ekki segja mér, kæri Jakob (bréfritari), að við, hvíti kynstofn- inn, séum eina fólkið með fordóma. Ég fullvissa þig um að svertingjar eru jafn miklir kynþáttahatarar og hvítt fólk. Nú segir e.t.v. einhver að það sé nú ekki skrýtiö miðað við hvernig hvíti kynstofninn fór með þeldökkt fólk. En þeir svertjngjar sem hafa hæst um ánauðina og þrældóminn fyrrum eru að tala fyrir forfeður sína en ekki sjálfa sig. Við, nú á dögum, og í öllum kynþáttum, meg- um ekki velta okkur upp úr syndum feðranna. Þá upprætum við aldrei fordómana. Við vitum betur en for- feður okkar. Ekki rétt? Hins vegar er of mikið um kynþáttahatur hjá hvitu fólki. Það sem ég er þó að reyna að segja er, að t.d. íslensku lögreglumennirnir í Atlanta voru Það er ekkert grfn að vera hvítur maður f svörtu umhverfi, segir hér m.a. örugglega ekki hræddir við að um- gangast svertingja, þeir voru ein- faldlega hræddir um líf sitt fyrir hverjum sem er, og full ástæða til. Það er ekkert grín að vera hvítur maður í svörtu umhverfi. DV Þjóðarheildin eða greifarnir? Hannes skrifar: Ég las fróðlega grein eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason í Mbl. sl. mð- vikudag. Hann ræddi sjávarút- veg og hagnýtingu fiskstofna. Mér kom mest á óvart sú stað- hæfing hans að ekkert ábyggilegt mat væri til um það hver fiskarð- urinn hefði verið undanfarin 10 til 15 ár! Og þó hefði hann numið ótöldum milljörðum króna. Einnig að engin tilraun hefði verið gerð til að áætla hversu háar fjárhæðir hafa farið milli útgerðarfyrirtækja við sölu og leigu veiðileyfa. Gylfi heldur þvi og fram að íslendingar hefðu að miklu leyti getað losnað við að greiða tekjuskatt hefði veiðigjald verið innheimt frá upphafi nú- verandi fiskveiðistjórnunar. - Er ekki mál að staldra við? Bravó, Fram- sókn -1200 ný störf út á land Ásbjöm hringdi: Öllum Reykvíkingum blöskrar sú ákvörðun umhverfisráðherra að ætla að rústa hagi 70-80 manna - eða réttara sagt u.þ.b. 200 manns ef fjölskyldur eru meðtaldar. Fólk þetta, sem vinn- ur hjá Landmælingum ríkisins, er ekki spurt, heldur látið vita um ákvöröunina. Það er ekki nýtt að þingmenn eða utanbæj- arráðherrar sjái ofsjónum yfir öllu í höfuðborginni og hreinlega vilji veg Reykvíkinga sem minnstan. Segir enda Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi að fólkinu sé engin vorkunn að fara upp á Skaga. Segir þetta enn fremur lið í því að skapa 1200 ný störf úti á landi. Skipta ráðherr- ann engu 20 milljónir? Vantar ekki einhvern spítalann 20 millj- ónir eða meira? Það er svo sem ekki nýtt að utanbæjarþingmenn sýni Reykvíkingum lítilsvirð- ingu. - Davíð Oddsson, hvar ertu?? Embættis- tökubruðl Lárus skrifar: Ég var að lesa listann sem for- sætisráðuneytið hefrn' sent frá sér yfir boðsgesti við embættis- töku Ólafs Ragnars Grímssonar, hins fimmta forseta lýðveldisins. Þarna má sjá nöfn í hópi fyrrver- andi oddvita ríkisstjórna okkar, alþingismenn, embættismen Al- þingis, embættismenn ríkisins, forstöðumenn ríkisstofnana, svo og sveitarfélaga, kirkju og félaga- samtaka og svo vinnumarkaðar- ins og sendimenn erlendra ríkja. - Mér finnst hér um hreint bruðl aö ræða þótt forsetinn sé settur inn í embætti. Þetta og annað þessu líkt á að afnema hið fyrsta. Jóhann G. Bergþórsson Hafnfirðingur skrifar: Ég á ekki orð yfir hneykslan mína á því ef Hafnfirðingar standa ekki með Jóhanni G. Bergþórssyni bæjarfulltrúa, sem hefur allt frá því hann kom frá námi verið tengdur Hafnarfirði og veitt fjölda manns atvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn skuldar Jó- hanni einnig stuðning sinn þótt hann hafi lent illa í veraldarvefn- um eins og getur gerst með okk- . ur alla. - Ég vænti a.m.k. stuðn- ings Hafnfirðinga. Endursýn I staö Sýnar María hringdi: Ég er orðin svo þreytt á öllum endursýningimum hjá Sýn, aö ég legg til að þessi sjónvarpsstöð verði endurskírð Endursýn í stað Sýnar. Þaö er ekkert ljótt við þá nafngift úr því hún er staöreynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.