Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Page 9
HUSASMIÐJAN ^ Skútuvogi 16 * Sími 525 3000 DUNDUR-UTSALA Grillstrompurmn er frábaert kolagrill, sem tekur aöeins 18 min, fyrir kolin að verða sem ekki þarf að tæma nema öðru hvoru Jk W 1 FÖSTUDAGUR 26. JULI 1996 Utlönd Leitaö að morðingja í Svíþjóð: Líkamsleifum dreift úr bíl á ferð Svíar fylltust óhugnaði i gær þeg- ar hlutar af mannsholdi fundust dreifðir með fram vegi nálægt bæn- um Sigtuna, um 10 km frá Stokk- hólmi. Lögregluhundar voru fengn- ir til að leita að frekari líkamsleif- um í skurðum með fram þjóðvegin- um en líkamsleifunum hafði verið dreift á stóru svæði. Virðist sem þeim hafi verið hent út um bíl- glugga á ferð. Talsmaður lögreglunnar tilkynnti í gær að um 70 stykki af mannsholdi hefðu fundist á 12 mismunandi stöð- um á svæði sem nær yfir 12 kíló- metra. Lögreglan handtók 38 ára mann grunaðan um morð en sá hef- ur áður fengið dóm fyrir manndráp og líkamsárásir. Þá var 24 ára mað- ur handtekinn fyrir að hafa ólöglegt vopn í fórum sínum og var hann yfirheyrður vegna likamsleifanna. Eitthvað af fataleifum fannst einnig við leit á svæðinu. Leitin að mögulegum morðingja hófst fyrr í vikunni þegar hjúkrun- arfræðingur í hjólreiðaferð fann stykki af^holdi í sveitasælunni. Talsmaður lögreglunanr sagði að ef hún hefði ekki strax verið látin vita um fund líkamsleifanna væri líklegt að fuglar og önnur villt dýr hefðu etið þær og eytt öllum sönnunar- gögnum um að glæpur hefði átt sér stað. Samkvæmt blaðafregnum í Svi- þjóð getur verið um líkamsleifar af þremur manneskjum að ræða og svo virðist sem þeim hafi verið rennt í gegnum vélhakkara. Reuter Myrtu tvo og særðu þann þriðja Byssumenn af arabískum upp- runa myrtu tvo ísraelsmenn og særðu þann þriöja um 24 kílómetra fyrir sunnan Jerúsalem í morgun. Morðingjamir skutu á bíl sem í voru hjón ásamt syni sínum og tengdadóttur. Faðirinn og tengda- dóttirin létust og sonurinn er lífs- hættulega særður. Lögregla hefur sett upp vega- tálma og mikil leit stendur nú yfir að morðingjunum. Vesturbakkan- um hefur verið lokað. Reuter Nítján látnir í aurskriðu Að minnsta kosti nítján suður- kóreskir hermenn létust þegar skriða féll yfir bústað þeirra við bæinn Cholwon í nótt. Alls gróf- ust tuttugu og fimm hermenn undir jarðvegi en mikil rigning hefur verið á þessum slóðum að undanfornu. Tuttugu og tveimur hermönn- um tókst að koma sér undan skriðunni á síðustu stundu áður en grjót og mold lögðu skála þeirra í rúst. Þá fann lögregla í Suður-Kóreu norður-kóreskan hermann á reki í fljóti við landamærin í gær. Hann hélt sér í viðarbút en ekki er enn vitað hvort hann var að flýja Norður- Kóreu viljandi eða datt bara í ána sem var óvenju- vatnsmikil vegna rigninganna. Hann hefúr samt þegar beðið um pólitískt hæli í Suður- Kóreu og er þetta þriðji Norður- Kóreumað- urinn sem biðst hælis í Suður- Kóreu á flórum dögum. Þekktasti vítisengill Danmerkur helsærður eftir tilræði: Beittu handsprengju og skutu af byssum DV, Kaupmannahöfn: Tveir til fjórir óþekktir aðilar réð- ust inn í ríkisfangelsið í Jýderup og köstuðu handsprengju að Jörn „Jön- ke“ Nielsen, einum þekktasta félaga í mótorhjólagenginu Hells Angels eða Vitisengla, í fyrrinótt. Skutu tilræðis- mennimir einnig ítrekað með byssum. Jönke var fluttur á sjúkrahús nær dauða en lífi en seint í gærkvöld var tilkynnt að hann væri úr lífshættu. Árásin er gerð nákvæmlega ári eftir að forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Svíþjóð var drepinn og þykir því ekki um neina tilviljun að ræða. Jönke er langþekktasti félaginn í Vítisenglum í Danmörku og hefur ver- ið talsmaður þeirra um árabil, þrátt fyrir að hann sitji í fangelsi. Hefur hann gefið út bækur og haldið fjölda fyrirlestra í skólum landsins auk þess að mennta sig í fangelsinu. Hann hlaut fangelsisdóm fyrir að drepa forseta mótorhjólagengisins Bullshit, Makríl- inn, í maí 1984 en þessir tveir hóapr börðust um yfirráðin í Danmörku fyr- ir um áratug. Lauk þeirri baráttu með því að Bullshit-genginu var nánast út- rýmt. Jönke flúði til Kanada en gaf sig fram fjórum árum siðar og hlaut þá 16 ára fangelsisdóm. Tildrög árásarinnar í fyrrinótt eru óljós og lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári tilræðismann- anna. Handsprengja var notuð til að sprengja upp klefadymar og 25 skot- um skotið. Minnst þrjú þeirra særðu Jönke í maga. Sambærileg árás var gerð á Bandi- dos-meðlimi í fangelsi í apríl sl. en Jönke neitaði ætíð að láta flytja sig í öruggara fangelsi. Ekki er talið útilok- að að árásin tengist komu fimm sér- fræðinga frá Bandidos í Bandaríkjun- um sem heimsóttu Danmörku á þriðjudag. -pj Chelsea Clinton, dóttir Bills Clintons Bandaríkjaforseta, er hér í fylgd meö hinum þekkta söngvara George Clinton baksviðs í House of Blues næturklúbbnum i Atlanta í nótt. Söngvarinn er óskyldur forsetafjölskyldunni þó hann beri sama ættarnafn. Chelsea hefur oft fylgst meö keppninni á Ólympíuleikunum, bæöi einsömul og meö pabba og mömmu. Símamynd Reuter Aukablað um TÓMSTUNDIR OG ÚTIVIST Mibvikudaginn 7. ágúst mun aukablað um tómstundir og útivist fylgja DV. í þessu blaði verður fjallað um Reykjavíkur- maraþonið 18. ágúst, viðtöl við keppendur, kort af hlaupaleið, upplýsingatöflur og fl. Fjallað verður um tómstundir fyrir alla aldurshópa m.a. hjólreiðar, veiði, gönguleiðir og margt fleira. Engar kosningar verði Karadzic handtekinn Jimmy Carter, fyrr- verandi for- seti Banda- ríkjanna, hef- ur lýst því yfir, að þó hann voni að stríðsglæpa- maðurinn Radovan Karadzic verði Jimmy Carter. að lokum færður fyrir stríðglæpadómstól- inn í Haag þá myndi þaö setja í hættu kosningamar, sem áætlað- ar eru í landinu í september, aö láta handtaka hann núna. Carter sagði að sú ákvöröun Bandaríkjamanna og Evrópubúa að handtaka ekki Karadzic og Mladic, glæpafélaga hans, hefði aukið verulega líkur á því aö kosningamar færu fram á réttum tíma. „Von mín er samt sú að hinn al- þjóðlegi stríðsglæpadómstóll fái fullan stuðning allra ríkja heims- ins og að hinum meintu glæpa- mönnum verði komið í hendur réttvísinnar og að þeir fái réttlát réttarhöld,“ sagði Carter. Teg. 373 Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. GrisporP Þægilegir Ð I R N A R Skipbohi 19 Grensósvegi 11 Símt 552 9800 Smt58W8W AUKIO ÚRVAL - BCTRA VCRÐ / azc Umsjón efnis hefur Gyða Dröfn Tryggvadóttir blaðamaður. Þeir auglýsendur sein hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 á auglýs- ingadeild DV. Vinsamlega athugið a5 síðasti shiladagur auglýsinga er miðvihudagurinn 31. júlí. Mmaán 'LJ' HmgagnahöIIUuti ^BIMshðlða 20-112 Reykjavlk - Slml 5871410y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.