Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Page 13
FÖSTUDAGUR 26. JULI 1996 13 Enn er lag til lagfæringar „Auðvitað er það alveg Ijóst að fjármagnstekjur fatlaðra eru hverfandi," segir Helgi. Sá sem daglangt vinnur að málefn- um fatlaðra á margan veg verður margs vísari um ævikjör ærið margra og aðstæð- ur allar. Það gleymist okkur afar oft hve fötlun- in sjálf getur á ýmsa lund valdið býsna tilfinnanleg- um aukakostnaði á margvíslegan veg eftir eðli fötlunar og því á hvaða stigi hún er. Á nýafstöðnu þingi Sjálfsbjargar var á þetta sem margt fleira minnt rækilega og m.a. kom þar fram að aldrei mætti lífeyrir öryrkja skerðast svo að ekki væri fullt tillit tekið til kostnaðar vegna fötlunar sem svo umtalsverður gæti orðið. í varnarbaráttu í varnarbaráttu þessara ára hef- ur þessum sannindum sannarlega verið á lofti haldið af samtökum fatlaðra en með of litlum árangri. Menn verða einfaldlega að átta sig á því að beinar tekjutölur trygg- ingabóta segja aldrei allt um að- stæður fólks sem fatlast hefur, það er einfaldlega ekki unnt eftir ein- hverri kaldri mælistiku að segja til um hver er verst staddur og hver betur en annar. Þar kemur svo ótalmargt inn í myndina. Þegar reglugerð vordag- anna frá ráðuneyti tryggingamála um nið- urfellingu frekari upp- bótar lífeyrisþega við ákveðin strangt tiltekin tekjumörk var ákveðin þá var einmitt varað hér við af framangreindum ástæðum, enda koma annmarkarnir glögglega fram við framkvæmd hennar. Tekjutölurnar einar gilda og þó er þess- ari frekari uppbót, alveg sér í lagi, ætlað að mæta aukakostnaði fólks af ýmsu tagi. Næsta aðgerð varðar bótaskerðingu af völd- um fjármagnstekna og þar mun þessi saga um tillitsleys- ið ugglaust endurtaka sig. Skattlagt á tvöfaldan máta Auðvitað er það alveg ljóst að fjármagnstekjur fatlaðra eru hverfandi, en ef svo vildi nú til að einhverjir hefðu einhverju önglað saman þá skal ekki einvörð- ungu lagður á fjármagnstekjur þeirra skattur s.s. um alla aðra mun verða, held- ur skulu bætur trygginganna skerðast veru- lega einnig, þannig að fatlaðir og aldraðir skulu á tvöfaldan máta skattlagðir af hinu opinbera. Það er svo alveg sérstakur kap- ítuli í þessum málum öllum að bótaskerðing lifeyrisþega skuli koma til framkvæmda löngu áður en raunverulegir fjármagnseig- endur fara að greiða eðlilegan skatt af sínum tekjum fyrir svo utan það að hjá þeim sem þar eiga mest og hafa bezt komið sér fyrir með fjármuni sína verður hrein og klár skattalækkun niðurstaðan. Þó enn sé ekki vitað hver fram- kvæmdin skuli vera þá er það ætl- unin að skerða tryggingabætur frá og með 1. sept. nk. af völdum þá fjármagnstekna ársins 1995. Hér er sem sagt ekki farið með slíkri var- úð og af þvílíkri tillitssemi sem með hina eiginlegu skatttöku sem skal vandlega undirbúin og í engu afturvirk, að sjálfsögðu. Það hlýtur að vera fólki ærið umhugsunarefni hvers vegna með- höndlun þessara tveggja mála sem tengjast fjármagnstekjum fólks er með gerólíkum hætti. Afturvirk skatttaka þykir sjálfsögð þegar líf- eyrisþegar eiga í hlut og þeirra fjármagnstekjur koma svo til tvö- faldrar skatttöku og ugglaust til- finnanlegri en hinna sem fengu skattalækkanir í forgjöf. Grimmileg hefnd Sannleikurinn er sá að við höf- um aldrei viljað trúa því að þessi yrði framkvæmdin, svo mikla rangsleitni gagnvart þessu fólki sem hún felur í sér, en nú verður ekki annað séð en lífeyrisþegar hljóti umtalsveröa launalækkun af völdum fjármagnstekna sinna, ef einhverjar reynast, löngu áður en hin almenna skatttaka hefst af raunverulegum eigendum fjár- magnstekna sem hefur svo í þokkabót verið færð skattalækkun á móti svo hvergi verði af tekjutap þeirra í raun. Endurtekið skal að í fjárhirzlum fæstra fatlaðra er að finna slíkar fúlgur, en ef sparsemin og ráð- deildin hafa verið slíkar að eitt- hvað hefur verið unnt að leggja til hliðar af litlum tekjum þá skal þess nú grimmlega hefnt. Er nema von við séum ekki enn farin að trúa aðgerðum af þessu tagi og á það bent í lokin að enn er lag, enn er möguleiki að snúa við, hverfa frá þessari aðgerð og snúa sér að þeim sem sannanlega mega missa. Helgi Seljan Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ „Afturvirk skatttaka þykir sjálf- sögö þegar lífeyrisþegar eiga í hlut og þeirra fjármagnstekjur koma svo til tvöfaldrar skatt- töku og ugglaust tilfinnanlegri en hinna sem fengu skattalækk- anir í forgjöf Netið, strengurinn og Jónas Mikill er máttur þinn, Jónas. Þú skrifar á laugardaginn pistil í blaðið þitt af þvílíkri snilld að ég minnist varla annars sem kemst í hálfkvisti notkun þína á íslensku ritmáli, já og endurbirtir hann án skýringa á mánudaginn. Ég fyrir- verð mig fyrir að vera að reyna af mínum auma mætti og allt of lítilli kunnáttu í meðferð íslenskunnar að svara þessum skrifum þínum. En mér er málið skylt og get ekki lengur setið þegjandi yfir sífelld- um árásum í blaðinu þínu á okkur sem störfum hjá Pósti og síma. Póstur og sími er auðvitað ekk- ert annað en það samviskusama og duglega starfsfólk sem þar starfar. Mestu verðmæti fyrirtæk- isins Pósts og síma eru þetta starfsfólk sem hefur á skömmum tíma byggt upp eitt fullkomnasta fjarskiptakerfi sem til er. Aðal- verðmæti fyrirtækisins liggja ekki í búnaði sem er í hraðri úreldingu heldur hæfileikanum til að nýta hann til hins ýtrasta og endur- bæta á sem hagkvæmastan hátt. Það kemur fram mikill mis- skilningur hjá þér, Jónas, þegar þú heldur því fram að Pósti og síma sé illa við INTERNETIÐ eða netið eins og þú kýst að kalla það. Allir sem nota það fara með sín fjar- skipti á einn eða annan hátt um okkar kerfi og við höfum af því tekjur. Upphaf eða endir? Ég held líka, Jónas, að þú sért allt of svartsýnn að halda þáð að við séum núna á endasprettinum. Þó við séum báðir famir áð eldast er ég viss um að við, og ekki síst unga fólkið sem er að feta sín fyrstu spor á INTERNETINU, erum varla farin af stað á þessari nýju upplýsingahraðbraut, við erum langt frá endasprettinum, reynum að hitta fyrst á byrjunar- hliðið. „Eigum við ekki frekar að halda áfram á þeirri braut sem við nú ioksins erum farin að feta, að draga sem mest úr ríkisafskiptum á öllum sviðum, jafnvel vegagerð líka?“ Mér líst ekkert á þessa hugmynd þína um að ríkisvaldið fari að koma að þess- um almennu fjar- skiptakerfum. Eigum við ekki frekar að halda áfram á þeirri braut sem við nú loksins erum farin að feta, að draga sem mest úr ríkisafskipt- um á öllum sviðum, jafnvel vegagerð lika? Ég held að með því ýtum við undir sjálfs- bjargarviðleitni sem löngum hefur verið á háu stigi hér á landi. Um þrengslin á netinu ætla ég ekki að fjölyrða hér en sé þó með því að skoða upplýsingarnar hjá Isnet að engin þrengsli eru þar núna. Hitt finnst mér verra að þú fullyrðir að við sinnum rekstrin- um með hangandi hendi. Ég veit að þetta er ekki rétt en hvernig á ég að geta þurrkað út þann vírus sem þú ert búinn að planta með þessari órökstuddu fullyrðingu í þínum pistli í einum máttugasta skoðanamyndandi fjölmiðli lands- ins? Ég er eins og hrópandinn í eyði- mörkinni, það heyrir enginn til mín. En fyrir þá sem áhuga hafa á hinu sanna þá geta þeir nálgast upp- lýsingar sem sýna að langtíma áreiðanleiki sambandsins við út- lönd er yfir 99% Varasambönd Auðvitað er hitt rétt að strengurinn til út- landa hefur bilað meira en góðu hófi gegnir. En gleymdu því heldur ekki að þrátt fyrir það eru varaleiðir okkar það margar fyrir almenna talsímakerfið að not- endur þess hafa sjald- an orðið varir við þessar bilanir. Vand- ræði INTERNETSINS felast í því að það hefur einungis eina leið til útlanda og allt dettur út ef hún bil- ar. Það eru tO ýmsar aðferðir til að betrumbæta þetta ástand með þeim kerfum sem fyrir hendi eru í dag og án þess að leggja í mikinn kostnað. Ein augljós væri til dæm- is sú að netið veldi sjálfvirkt eina eða fleiri samnetslínur (ISDN) til útlanda ef aðalleiðin rofnar. Jón Þóroddur Jónsson Kjallarinn Jón Þóroddur Jónsson yfirverkfræöingur hjá Pósti og síma Með og á móti „Halló Akureyri“-hátíðin um verslunarmannahelgina Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri „Halló Akureyri11. Rökin einföld „Rökin fyrir því að halda svona hátíð eru einföld. Ef ein- ungis er litið til efnahags- lega þáttarins er sá munur nú að við byggjum upp gleði- og skemmtibæ í stað þess að hér sé dauður bær eins og var um þessar helgar áður. Þetta hefur þýtt að þau fyrirtæki sem fóru halloka þessar helgar eru nú að taka inn mikla pen- inga sem kemur þeim til góða og öðmm íbúum bæjarins. í annan stað emm við að ræða um mynd- arlega fjölskylduhátíð sem mið- ast ekki einungis við unglinga. Við bjóðum upp á bestu mögu- lega heilsugæslu og eftirlit þar sem koma að aðilar eins og lög- regla og hjálparsveitir, og í stað þess að foreldrar séu í ótta um að böm þeirra fari á útihátíðir út um allt eru þau í bænum undir góðu eftirliti. Ég vil taka það fram að sá hópur sem að þessu kemur, hagamunaaðilar i ferða- þjónustu á Akureyri, hefur allan tímann lagt sig fram um að vinna í samvinnu við þá aðila sem að þessu geta komið og nefni ég þá slysadeild sjúkrahússins, félagsmálastjóra, íþrótta- og æskulýðsráð, lögreglu og héraðs- lækni sem jafnframt er formaður barnaverndarráðs Akureyrar- bæjar.“ Sumt fólk hrætt „Mér finnast þessar hátíðir oft hálfgerð vandræði það sem ég hef séð frá þeim og mér finnst ekki eftirsókn- arvert að kalla' unglinga á Bi ir Snæ. slikar skemmt- björnsson, pró- amr. En sumir fastur á Akur. vilja meina að eyrj betra sé að þeir séu þar sem eitthvert eftirlit er. Þetta þyrfti hins vegar að vera eitt- hvað öðmvísi og reyna þarf að sporna enn frekar við áfengis- drykkju en gert er. Þetta hlýtur að baka mörgum erfiðleikum því fólk kærir sig ekki um hávaðann sem þessu fylgir, t.d. við tjald- svæðin. Og sumt fólk er hrætt þegar hóparnir fara um bæinn með öskrum og óhljóðum. Ég hef sjálfur ekki farið inn á þessar há- tíðir, hef bara séð þetta í sjón- varpi og öðrum fjölmiðlum, en margt fólk er hrætt við þetta og telur þetta alls engan happafeng fyrir bæinn, sérstaklega fólkið í nærliggjandi húsum við tjald- svæðin. Mér finnst að þeir sem stofna til svona hátíða beri mikla ábyrgð og verði að reyna að axla hana betur en oft hefur verið. Það er skelfilegt þegar unga fólk- ið veltist um viti sínu fjær eins og maður hefur oft séð á mynd- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.