Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996
Neytendur
DV kannar verð á verslunarmannahelgarmat í sjö verslunum:
Töluverður munur á
hæsta og lægsta verði
- verslunarmannahelgarkarfan ódýrust hjá Bónusi
Verslunarmannahelgin nálgast
óðum og margir hyggja á þriggja
daga ferðalag innanlands. Hvort
sem það verður sumarbústaðarferð
eða útihátíð, með tilheyrandi tjald-
legu, þarf alltaf að huga að matnum
sem taka þarf með. Neytendasíða
DV kannaði í nokkrum verslunum
verð á nokkurs konar verslunar-
mannahelgarkörfu. Innkaupakarfan
er ekki hefðbundin í þeim skilningi
að í henni séu lífsnauðsynjar heim-
ilisins heldur eru í henni vörur sem
mörgum finnst tilheyra, og finnst
sumum ómissandi, í útileguna og
sumarbústaðinn.
Verslanirnar og vörurnar
Könnunin fór fram sl. miðviku-
dag um hádegi. Á höfuðborgarsvæð-
inu var farið í Nóatún, Fjarðarkaup,
10-11, Hagkaup og Bónus. Einnig
var kannað verð í KÁ á Selfossi og
hjá KEA-Nettó. Allar þessar versl-
anir má með sanni flokka sem stór-
markaði. Könnunin er samt ekki
tæmandi hvað það varðar.
Eftirfarandi vöruflokkar voru
settir í innkaupakörfuna: hamborg-
arar (4 stk. með brauði), jöklasalats-
haus, tómatar (1 kg), íslenskur
camembert (150 g frá Mjólkurbúi
Flóamanna), Sprite (2 1), Pripps lét-
töl (0,5 1), kartöfluflögupoki (250 g),
stórt heilhveitibrauð, flatkökur (4
stk. í pakka) og hangikjötsálegg í
bréfi.
Ofangreindir vöruflokkar voru
til í öllum verslununum. Flestar
tegundir voru alls staðar til en
sumar búðir buðu upp á alveg sam-
bærilega vörú. Hamborgararnir
voru aldrei alveg eins milli versl-
ana. Kjötframleiðendur eru greini-
lega margir og að minnsta kosti
jafn margir og verslanirnar í könn-
uninni. Þyngd hamborgaranna var
á bilinu 70 g (KEA-Nettó) til 90 g
(Nóatún og 10-11). Bónus var með
75 g borgara, KÁ og Fjarðarkaup
voru með 80 g og Hagkaup með 84
g. Þeir voru alls staðar með brauði
nema hjá KÁ en þar var brauð þó
tekið með í reikninginn. Jöklasal-
IpvÍ!
j-Í¥®I tos^ar Ji-jmnf
■ krónur -
2129
2050
1812
Verðmunur
Slándi verðmunur milli verslana
er á sumum vöruflokkum. Kílóið
af tómötum var ódýrast hjá KEA-
Nettó, 158 krónur, en hæsta verð í
könnuninni var 87% hærra. Tölu-
verður munur var og á drykkj-
arfongunum. Hæsta verð á Sprite
var 38% hærra en það lægsta sem
var hjá Bónusi, 127 krónur. Hæsta
verð á Pripps var 27% hærra en
það lægsta. Mestur verðmunurinn
var þó á jöklasalatinu. Hæsta verð
var 124% hærra en það lægsta sem
var 80 kr. hjá Bónusi. í heildina
býður Bónus upp á ódýrustu körf-
una sem er 23% ódýrari en sú
dýrasta. Margir verslunarmenn
tjáðu blaðamanni DV að ýmis til-
boð tengd verslunarmannahelg-
inni yrðu í gangi í næstu viku.
Sjálfsagt taka neytendur vel í það
en augljóslega er full ástæða til að
kanna verð verslana áður en versl-
að er vilji maður vera hagsýnn.
-saa
Svona innkaupakarfa er ódýrust hjá Bónusverslununum. Þar er hún 21%
ódýrari en sú dýrasta.
A11
■ krónur-
»11
atið var víðast selt á krónuverði
hver haus nema í Bónusi og KEA-
Nettó sem selja á kílóverði. Til að
geta notað þennan vöruflokk var
því brugðið á það ráð að miða verð-
ið við 500 g salathaus sem er eðlileg
þyngd. Allar verslanirnar áttu
Maarud 250 g kartöfluflögupoka
utan Bónus sem selur þó sambæri-
legar flögur OWL, 300 g. Við sam-
anburð á matarkörfuverðinu þarf
því að hafa það í huga. Verðið á
hangikjötsáleggi var miðað við 100
g sem er eðlileg þyngd nokkura
sneiða í bréfi. Heilhveitibrauðin
voru ýmist frá Myllunni eða Sam-
sölubakaríi og algengt að verslan-
irnar bjóði bara upp á annan hvorn
framleiðandann. KEA verslar með
KEA brauð.
í könnun sem þessari er ekki
tekið tillit til gæðamunar enda
smekkur manna sjálfsagt misjafn.
Flatkökur Tömatar, 1 kg
58 296
Sprite 2 L Prippps 0.5 L
175 69
Isl. Cameitert, Hamborgarar
Heilhveitibrauð Jökklasalat, 500 g
DV
Nýjar myndavélar og filmur
Myndavélamarkaðurinn tekur
stööugum breytingum og nýjungar
skjóta af og til upp kollinum. Þær
eru þó misjafnlegá stórvægilegar.
Stundum eru settar á markað nýjar
tegundir myndavéla og muna flest-
ir eftir diskamyndavélinni svokall-
aðri sem Kodak setti á markað fyr-
ir um 10 árum en náöi ekki al-
mennri útbreiðslu. Nú er komið til
sögunnar APS (Advanced Photo Sy-
stem) Ijósmyndakerfi og í apríl var
það kynnt á heimsvísu af Kodak.
Kodak er hins vegar ekki eitt um
að hafa þróað og tekið upp þetta
nýja kerfi, ólíkt því sem var með
diskvélina, heldur eru stórir fllmu-
framleiðendur eins og Fuji og Kon-
ica með í markaðssetningunni. Að
auki tóku 29 myndavélaframleið-
endur og 24 framköllunarfyrirtæki
þátt í þróun þessa kerfis.
Það sem helst er nýtt í þessu
kerfi er IX (Information Exchange)
filman. Myndavélar voru svo hann-
aðar með hana í huga. Filman
geymir stafrænar upplýsingar á
segulrönd sem framköllunarvélin
getur svo lesið af. Þannig á að vera
hægt að leiðrétta „villur“ í mynda-
töku eftir á. Dagsetning er og
geymd á segulröndinni og prentast
hún svo aftan á myndina.
Myndavélarnar eru líka um
ýmislegt ólíkar hefðbundu vélun-
um. Ljósmyndarinn velur sjálfur
hvaða myndastærð verður fram-
kölluð og eru þrjár stærðir mögu-
legar, 10x15 cm, 10x17 cm og
Panóramastærð. Filman er þó ekki í panóramastærö heldur er þaö myndavélin sem stillir myndrammann.
Eins og sjá má eru myndavélaranar mjög litlar, jafnvel eitthvaö James
Bond-legt viö þær.
svokölluð panórama stærð, 6x9 cm.
Vélarnar eiga það allar sammerkt
að vera mjög litlar og handhægar.
Enn þá eru þær ekki til hér á landi
með skiptanlegri linsu en von er á
þeim innan skamms.
Hans Petersen hefúr sett upp
fyrstu APS-framköllunarvélina í
versluninni í Hamraborg, Kópa-
vogi. Einnig selja verslanimar
APS-myndvélar, bæði frá Kodak og
frá Canon. Verðið er frá 12.900 til
29.900.
„Til að byrja með bjóðum við
upp á ISO 200 og 400 litfilmur í 25
og 40 mynda rúllum. Fljótlega verð-
ur boðið upp litskyggnufilmur og
svarthvitar," segir Halldór Sig-
hvatsson, markaðsstjóri Hans Pet-
ersens. Framköllun verður 10-15%
dýrari en venjuleg hraðframköllun.
Þaö sem helst háir þessari nýju
tækni er að ekki verður hægt að
stækka myndirnar mikið. Fyrir er
filman lítil en er stækkuð í fram-
köllun svo að myndirnar eru tölu-
vert grófari en af 35 mm filmum.
-saa