Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 5 + Fréttir Lögreglan lokaði eiturlyfjabælinu í Mjölnisholti í gær: Þetta er alls ekki mannabústaður - segir fulltrúi Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík „Hingað fóru tveir fulltrúar frá okkur inn á dögunum og 1 kjölfar þeirrar heimsóknar látum við loka þessu húsnæði nú. Þetta er fyrir neðan allar hellur og það leikur enginn vafi á því að þetta er alls ekki mannabústaður. Það eru ákvæði í heilbrigðisreglugerð um íbúðarhúsnæði og viö fylgjum þeim ákvæðum eftir," sagði Ómar Logi Gíslason, heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, við DV í gær en þá var hafist handa við að hreinsa út úr fíkniefnabælinu við Mjölnisholt sem lögreglan hefur vaktað undanfarna daga. Lögreglan í Reykjavik hafði sent eiganda hússins, Friðriki Stefáns- syni fasteignasala, bréf þar sem honum var tilkynnt að húsinu yrði lokað af heilbrigðisástæðum. íbú- amir voru flestir þegar fluttir út þegar lögreglan knúði dyra í gær til þess að framfylgja úrskurðinum. „Við erum hér í raun aðeins að aðstoða Heilbrigðiseftirhtið við að koma þessu fólki héðan burt svo hægt verði að loka húsinu og skipta um lása á öllu. Fólkinu var kunnugt um að þetta yrði gert í dag og því er það flestallt farið, þrír eða fjórir flytja út nú,“ sagði Jónas Hallsson aðstoðaryfírlögregluþjónn við DV á vettvangi í gær. Lögreglan framfylgdi f gær úrskuröi Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavik um aö loka eiturlyfjabælinu viö Mjölnisholt. Flestir íbúarnir voru þegar fluttir út í gær. Húsið verður lokað, skipt veröur um læsingar og séö verður til þess að enginn óboðinn fari þar inn. DV-myndir S Jónas sagði engin vandræði hafa hlotist af þessari aðgerð lögregl- unnar og fólkinu yrði gefinn ein- hver tími til þess að taka dótið sitt. Það myndi svo eflaust fá inni hjá vinum og vandamönnum. Eins og DV hefur sagt frá hefur Mjölnisholtið verið undir stöðugu eftirliti lögreglunnar síðustu daga. Leitað hefm- verið á öllum sem þar hafa fariö um og hafa aðgerðimar miðast við að reyna að halda ungl- ingum frá staðnum. En má ekki bú- ast við að vandinn færist bara um set? Lögreglan hefur undanfarna daga leitað á öllum sem um húsnæöi Mjölnisholtsins hafa fariö. Hér er genglö úr skugga um að tveir ungir menn beri ekkert óæskilegt inn í húsið. „Við gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir því að við leysum ekki vandann með því aö loka þessu húsi en hér er ástandið þannig að ekki er hægt að réttlæta að hér búi fólk. Það eru vissulega aðrir staðir sem við þurfum að taka á og mun- um gera það,“ sagði Jónas Halls- son. Hann sagði að lögreglan myndi halda áfram að fylgjast með húsnæðinu í Mjölnisholtinu til að tryggja að fólk færi ekki þarna inn. Einn af íbúum Mjölnisholtsins var ekki alveg sáttur við fulltrúa Heilbrigðiseftirlitsins í gær og sagði ástandið víða eins og hjá þeim, sums staðar meira að segja verra. Er þaö tilfellið? „Ég þori ekki sverja fyrir að svo sé ekki en það réttlætir ekki ástandið hér,“ sagði Ómar Logi Gíslason við DV. -sv VESTURBÆR • HOFÐABAKKI • KOPAVOG'' eitt símanúmer 18 tommu Pizza með 2 áleggstegundum kr. t 290 16 tommu Pizza með 2 áleaasteaundum kC 1180 12 tommu Pizza með 2 áleaasteaundum Maiavsvlu OPIO til kl. 01:00 virka daga og til kl. 05:00 um helgar ■jjölskylda aj tomatröriun lOlUÍjllQl t sér um Wakanii! ^on Bakan 2 lítrar á aðeins 150 kr. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.