Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 3 Fréttir Viðgerðin á Klakki við Noregsstrendur: Þaulskipulögð hernaðar- aðgerð sem gekk upp - vona að atvikið ýti við stjórnkerfinu, segir Ólafur Guðmundsson, viðhaldsstjóri útgerðar Klakks Viðgerðin á hinu bilaða spili í togaranum Klakki utan við strend- ur Norður-Noregs, sem framkvæmd var nánast fyrir framan nefið á Norðmönnum sem sett hafa hafn- bann á íslenska togara í Smugunni, var verulegt áfall fyrir Norðmenn og að sama skapi sigur fyrir áhöfn Klakks og íslenska úthafsveiðisjó- menn. Klakkur var kominn til veiða í Smugunni þegar rafknúin hraða- stýring í spilkerfi togarans bilaði. Ólafur Guðmundsson, vélstjóri og tæknifræðingur, er viðhaldsstjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings og stjórn- aði hann ásamt Ingimar Jónssyni, fjármálastjóra Fiskiðjunnar Skag- firðings, hinni þaulskipulögðu og vel heppnuðu aðgerð. LKhýst úr norskri höfn í einkaviðtali við DV segir Ólafur að boð hafi borist frá vélstjórum Klakks um bilunina fimmtudaginn 11. júlí sl. og að engir varahlutir væru til um horð til að koma kerf- inu í lag á ný. Áhöfn togarans og starfsmenn útgerðar hans á Sauðár- króki samræmdu aðgerðir sínar þegar í stað og eftir að vélstjórarnir voru búnir að greina bilunina ná- kvæmlega var, ásamt sérfræðingi frá Rafboða/Raftíðni, farið í það að afla réttra varahluta. Samtímis hafði skipstjóri Klakks, Jóhannes Þorvarðarson, samband við hafnayfirvöld í Noregi og sótti um leyfi til að koma til hafnar í Tromsö til að gera við spilið. Hann fékk í fyrstunni það svar að það yrði í lagi en þaö svar var svo dreg- ið til baka af norsku strandgæsl- unni skömmu síðar. „Þá sögðum við skipstjóra Klakks að stöðva skipið og höfðum sam- band við utanríkisráðuneytið fóstu- daginn 12. júlí og heyrðum strax á tóninum í þeim að þetta yrði allt heldur þungt í vöfum,“ segir Ólafur. Tii Noregs með varahluti „í framhaldinu var farið í að út- vega flugfar fyrir mig og Ólaf Magn- ússon hjá Rafboða í Garðabæ en auk þéss hafði ég samband við fólk á Tromsösvæðinu um að fá bát til að flytja okkur út í Klakk þegar til Noregs væri komið. Þegar við kom- um til Tromsö laugardaginn 20. júlí var báturinn klár en Klakkur hins vegar talsvert langt í burtu, en við höfðum látið hann sigla fram og aft- ur fyrir utan fjögurra mílna mörk- in,“ segir Ólafur. 40 mílna sigling til Klakks „Við sáum Klakk ekki þegar við sigldum út,“ segir Ólafur, „en eftir eins tíma siglingu gat Klakkur „plottað" okkur á radarnum og var stefnan eftir það klár. Öll samskipti milli okkar og Klakks fóru fram í gegnum GSM-síma sem ekki verða hleraðir. Talstöð var aldrei opnuð.“ Siglingin fyrir þá Ólaf á norska bátnum var um 40 mílur en þegar út í Klakk var komið tók sjálf viðgerð- in þrjá og hálfan tíma sem var nokkru lengri tími en þeir höfðu reiknað með og þrátt fyrir að vél- stjórar skipsins væru búnir að vinna alla þá forvinnu sem þeir mögulega gátu unnið. Upphaflega gerðu menn ráð fyrir að sjálf ísetn- ing varahlutanna sem þeir Ólafur komu með frá íslandi tæki um tvo tíma. „Ég yfirgaf aldrei norska bátinn í varúðarskyni ef strandgæslan skyldi koma að okkur,“ segir Ólafur og viðurkennir að allur leiðangur- inn hafi tekið nokkuð á taugar manna, ekki sist eftir á, þegar allt var afstaðið. Fiskiðjan Skagfirðingur er nú með fjóra togara þarna á svæðinu og oft verða ýmsar uppákomur í vél- búnaði skipanna, eins og gerist og gengur. Við erum með mjög færa vélstjóra á okkar skipum og oft og tíðum er það hreint ótrúlegt hvað þeir ná að lagfæra þarna í Smug- unni,“ segir Ólafur. Meðal sjómanna og útgerðar- manna úthafsveiðiskipa sem DV hefur rætt við er mikil ánægja með hversu vel tókst til með viðgerðina á Klakki og hve leiðangurinn allur var þaulskipulagður af hernaðar- lega mikilli nákvæmni. Þá vonast sömu menn til þess að þessir at- burðir verði stjórnvöldum lærdóm- ur og ýti við þeim um aðgerðir því Gert við spil Klakks SH um 12 mílur vestnorð- vestur af Söröya og hann hélt siðan í Smuguna Noregshaf Elvebakken Leið sem starfsmenn Klakks sigldu á sportbát til Klakks SH. að það sé óþolandi að sæta hafn- banni af þessu tagi sem sé einsdæmi í samskiptum þjóða á friðartímum. „Stjórnmálamenn okkar fara von- andi að átta sig á því hvað það er al- varlegt að við íslendingar höfum ekki aðgang að neinni höfn, gagn- stætt öllum öðrum þjóðum, að því er virðist," segir Ólafur. Hann segist vonast til að þessi at- burður sýni fram á við hvað er að fást og það sé nokkuð víst að Klakksmálið verði ekki síðasta vandamálið hjá íslenska flotanum í Smugunni nú. Þar séu þegar komin til veiða á fjórða tug íslenskra skipa og ólíklegt annað en að bilanir og vandamál eigi eftir að koma upp aft- ur. -SÁ ACCENT 5 dyra, 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlitum stuðurum og lituðu gleri. Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið. Gerðu kröfur Hyundai uppfyllir þær! @> Aksturseiginleikar <S) Rekstrarkostnaöur Oryggisbúnaður Þótt gerðar séu mismunandi kröfur til bíla eru líklega allir á sama máli um að nokkur atriði vegi þyngst. 0 Útlít <5> Búnaður Endursöluverð SONATA 2000 sm3, 140 hestöfl. Hyundai stenst vel samanburð við aðra bíla hvað varðar öll þessi atriði og þá er bara eitt eftir, verðið sem er aðalatriðið þegar allt annað stenst samanburð ocj nú býðót Hyunðaí á ótórlcekkuðu verðí Leitið upplýsinga hjá sölumönnum og umboðsmönnum um allt land HYunoni til framtíðar ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINNSlMI: 553 1236 ELANTRA 1800 sm3, 128 hestöfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.