Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Side 22
34 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 Afmæli Guðjón Ólafur Hansson Guðjón Ólafur Hansson frá Barði í Ólafsvík, ökukennari og leigubíl- stjóri, Skúlagötu 40A, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðjón fæddist í Ólafsvík. Hann var tveggja ára er hann missti móð- ur sína en ólst upp hjá ömmu sinni, Ingibjörgu Pétursdóttur, og síðar einnig hjá Konráði Benónýssyni, skipsfjóra í Ólafsvík, og k.h., Jónínu Pétursdóttur húsmóður. Guðjón fór tólf ára að Grímars- stöðum í Borgarfirði til Símons Teitssonar og Unnar Bergsveins- dóttur þar sem hann var í eitt ár en var síðan á Stað í Borgarhreppi hjá Guðbimi Helgasyni en þar var Guð- jón til 1941. Guðjón stundaði almenn sveita- störf í Borgarfirðinum. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann í Reyk- holti 1938-41 og flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hann hefúr búið síðan. Guðjón var m.a. í Breta- vinnunni fyrstu árin í Reykjavík en hóf leigubíla- akstur hjá Litlu-Bílastöð- inni 1944 og keyrði síðan um árabil hjá Hreyfli frá 1950. Hann hefur auk þess verið ökukennari frá 1955 en hann hefur kennt um þrjú þúsund og sjö hundr- uð nemum. Á yngri árum var Guð- jón í ungmennafélaginu Borg í Borgarhreppi og stundaði síðan frjálsíþróttir Guðjón O. son. hjá Glímufélaginu Armanni. Hann sat i stjóm frjálsíþróttadeildar Ármanns og síðar í aðalstjóm Ármanns en hann hefur verið sæmdur silfur- og gullmerki félagsins fyrir vel unnin störf. Guðjón keppti á bridgemótum fyrir Hreyfil. Hann sat í varastjóm Hreyfils nokkur ár og hefur starfað i fjölda nefnda á vegum félagsins. Þá var hann í stjórn Frama, félags leigubifreiðarstjóra í mörg ár, sat í stjóm Öku- kennarafélags íslands, var formaður þess í tólf ár og er nú heiðursfélagi þess. Þá hefur Guðjón starfað mikið á vegum Sjálfstæð- isflokksins. Hann sat í stjóm Óðins í mörg ár og var gjaldkeri félagsins, hefur verið í verkalýðs- ráði flokksins og fulltrú- aráðinu í áratugi og setið fiölda landsfunda. Fjölskylda Guðjón kvæntist 1950 Guðrúnu Brynjólfsdóttur, f. 24.3. 1931, hús- móður, dóttur Brynjólfs Guðmunds- sonar, b. í Sólheimum í Hruna- mannahreppi, og k.h., Líneyjar Elí- asdóttur húsfreyju. Guðjón og Guð- rún skildu. Böm Guðjóns og Guðrúnar em Hans Kristbjörg, f. 4.7. 1950, kaupmaður í Reykjavík, og á hún tvö böm; Brynj- ólfur, f. 14.8.1953, viðskiptafræðing- ur og heildsali í Reykjavík, kvæntur Valgerði Jónsdóttur bankastarfs- manni og eiga þau tvö böm, auk þess sem Brynjólfur á dóttur frá því áöur; Guðjón Birgir, f. 30.10. 1962, markaðsfræðingur í Reykjavík, kvæntur Hönnu Ólafsdóttur versl- unarkonu og eiga þau eina dóttur; Gunnar, f. 28.5. 1966, prentari í Reykjavík, en kona hans er Eflen Gísladóttir og á hann eina dóttur og eina fósturdóttur. Sambýliskona Guðjóns er Lára Guðmundsdóttir húsmóðir. Móðir Guðjóns var Kristín Bjamadóttir frá Barði í Ólafsvík, húsmóðir. Guðjón verður að heiman á cif- mælisdaginn. Marteinn Hólm Hólmsteinsson Systkini Marteins eru Sigrún Inga Marteinsdóttir, f. 9.5. 1945, verkakona á Dalvík; Bergur Ragnar Hólmsteinsson, f. 9.1. 1947, búsettur að Silfurtúni í Skagafirði; Anna Sig- ríður Hólmsteinsdóttir, f. 16.10.1952, fóstra á Siglufirði. Foreldrar Marteins: Hólmsteinn Sigurðsson, f. 27.1.1924, fyrrv. bóndi að Ytri-Hofdölum í Skagcdirði, nú búsettur á Sauðárkróki, og k.h., Guðrún Bergsdóttir, f. 19.2. 1922, d. 26.2. 1996, húsfreyja. Andlát Hringur Jóhannesson Marteinn Hólm Hólm- steinsson húsasmíða- meistari, Hlíðarvegi 20, Hvammstanga, er fer- tugur í dag. Starfsferill Marteinn fæddist á Sauðárkróki en ólst upp á Ytri-Hofdölum i Við- víkursveit í Skagafirði. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Sauðár- króki, lauk þaðan próf- um og lærði húsasmíði hjá Eggert Bergssyni í Kópavogi. Marteinn flutti til Marteinn Hólm Hólm- steinsson. Hvammstanga 1979 og hefur unnið við smíð- ar hjá kaupfélaginu þar síðan. Marteinn hefur starfað mikið í björgunar- sveitinni Káraborg, m.a. við að smíða hús björgunarsveitarinn- ar, Húnabúð. Þá hefur hann verið sjúkrabíl- stjóri með smíðastarf- inu síðustu árin. Fjölskylda Marteinn kvæntist 1978 Stellu Báru Guðbjörns- dóttur, f. 17.10. 1960, nuddara og starfsstúlku við Sjúkrahúsið á Hvammstanga, en hún sér um íþróttir fyrir aldraða á Hvamms- tanga. Foreldrar Stellu Báru eru Guðbjörn Breiðfiörð, verkamaður hjá Hvammstangahreppi, og Sigur- laug Helga Árnadóttir sundlaugar- vörður. Börn Marteins og Stellu Báru eru Guðrún Helga Marteinsdóttir, f. 15.11. 1978, sjúkraliðanemi við Fjöl- brautaskólann í Ármúla, en unnusti hennar er Hörður Gylfason, nemi við Fjölbraut í Ármúla; Hólmfríður Rósa Marteinsdóttir, f. 11.10. 1981; Ævar Smári Marteinsson, f. 16.5. 1990. Hringur Jóhannesson listmálari, Óðinsgötu 30, Reykjavík, lést á Landspítalanum 17.7. sl. Hann var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í gær. Starfsferill Hringur fæddist í Haga í Aðaldal 21.12. 1932. Hann stundaði nám við Handiða- og myndlistarskóla Is- lands og lauk þaðan teiknikennara- prófi 1952. Hringur var listmálari frá 1960 en hann var í hópi þekkustu myndlist- armanna þjóðarinnar. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína 1962 en alls urðu þær tæplega fiörutíu. Þá tók hann þátt í um sjötíu samsýn- ingum hér á landi og erlendis. Hringur myndskreytti fiölda bóka, blaða og tímarita. Hann hannaði minnispeninga, bókamerki og aug- lýsingar og myndskreytti ýmis mannvirki. Hann var t.d. höfundur veggskreytinga á Hótel Holti, í Gagnfræðaskóla Húsavikur, í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal og í Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum. Verk eftir Hring eru í öll- um helstu listasöfnum landsins. Hringur vann við keramikmálun hjá Gliti 1962-66, var kennari við Breiðagerðisskóla 1960-62, kennari við Handíða- og myndlistarskóla ís- lands 1959-62 og við Myndlistaskól- ann i Reykjavík frá 1962. Hringur sat í stjórn Myndlista- skólans í Reykjavík frá 1965, sat í stjóm og sýningamefndum FÍM um fimmtán ára skeið, í stjórn og full- trúaráði SÍM 1984-88 og sat í safn- ráði Listasafns íslands 1981-88. Hringur var valinn fúlltrúi ís- lands á sýningunni Accenter í nor- disk konst í Sveaborg í Finnlandi 1980, hlaut starfslaun listamanna 1982 og þáði listamannalaun um árabil. Fjölskylda Hringur kvæntist 23.6.1959 Sigur- björgu Guðjónsdóttur, f. 23.6. 1939, húsmóður. Þau skildu 1989. Börn Hrings og Sigur- bjargar eru Dögg, f. 26.11. 1959, bókasafns- fræðingur, gift Sigurði Jakobi Vigfússyni; Heiða, f. 25.2. 1961, hjúkrunarforsfjóri, gift Magnúsi Ásgeiri Magn- ússyni og eiga þau einn son auk þess sem Heiða á dóttur frá því áður; Hrafh, f. 2.6. 1963, verka- maður; Þorri, f. 9.9. 1966, myndlistarmaður, en samhýliskona hans er Sigrún Halla Halldórsdóttir og eiga þau eina dótt- ur. Sambýliskona Hrings sl. sex ár var Bryndís Halldóra Bjartmars- dóttir, f. 17.4. 1944. Systkini Hrings em Hugi, f. 24.7. 1923, brúarsmiður; Snær, f. 10.11. 1925, bókbindari; Heiður, f. 28.3. 1928, húsmóðir; Völundur, f. 23.8. 1930, smiður; Fríður, f. 29.1. 1935, húsmóðir; Dagrn-, f. 26.3. 1937, odd- viti og bóndi; Freyr, f. 18.8. 1941, tæknifræðingur. Foreldrar Hrings voru Jóhannes Friðlaugsson, f. 29.9. 1882, d. 16.9. 1955, kennari og rithöfundur, og Jóna Jakobsdóttir, f. 8.1. 1904, d. 11.4.1983, húsmóðir. Ætt Jóhannes var bróðir Kristínar Sigurlaugar, móður Indriða Indriða- sonar, ættfræðings frá Fjalli. Jó- hannes var sonur Friðlaugs, b. á Hafralæk, bróður Friðjóns, föður skáldanna Guðmund- ar á Sandi og Sigur- jóns á Litlulaugum. Friðlaugur var sonur Jóns, b. á Hafralæk, bróður Péturs á Stóruvöllum, föður Baldvins, skálds í Nesi. Jón var sonur Jóns, b. á Hólmavaði, Magnússonar, ættföð- ur Hólmavaðsættar- innar, Jónssonar. Móðir Jóns Jónsson- ar var Jarþrúður Gísladóttir. Móðir Friðlaugs var Hólm- friður Indriðadóttir, b. á Þverá í Reykjahverfi, Illugasonar. Móðir Jóhannesar var Sigurlaug, systir Ingibjargar, ömmu Kolbeins Helgasonar, skrifstofustjóra DAS í Hafharfirði. Sigurlaug var dóttir Jó- sefs, b. á Jarlsstöðum í Bárðardal og að Kálfborgará, Þórarinssonar, b. á íshóli, Jónssonar. Móðir Sigurlaug- ar var Helga, systir Ásmundar, b. í Hvarfi, fóður Valdimars ritstjóra, fóður Héðins forstjóra og Laufeyjar. Helga var dóttir Sæmundar, b. á Arndísarstöðum, Torfasonar, bróð- ur Jóns, langafa Barða og Kristjáns Friðrikssona. Jóna var systir Jónasar veður- fræðings. Jóna var dóttir Jakobs, b. í Haga, Þorgrímssonar, b. í Nesi, Péturssonar, b. á Narfastöðum, Pét- urssonar. Móðir Jakobs var Hólm- fríður, systir Friðlaugs á Hafralæk. Móðir Jónu var Sesselja Jónasdótt- ir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig á áttrœðisafmœli mínu þann 20.júlí sl. með skeytum, blómum, gjöfum og kveðjum. Sérstakar þakkir til barna minna, tengdabarna og barnabarna, Kirkjukórs Ólafsfjarðar og Félags eldri borgara Ólafsfirði. Guð blessi ykkur öll. Björn Dúason Ólafsfirði Hringur Jóhannesson. Til hamingju með afmælið 26. júlí 85 ára Guðríður Pálsdóttir, Drápuhlíð 19, Reykjavík. 75 ára Hörður Sigurjónsson, Háaleitisbraut 81, Reykjavík. Karólína Hallgrúnsdóttir, Laugarvegi 33, Siglufirði. 70 ára Þuríður Egilsdóttir, Vogatungu 25, Kópavogi. Svavar Þór Sigurðsson, Birningsstöðum, Hálshreppi. Jakob Magnússon, Þinghólsbraut 80, Kópavogi. 60 ára Jón Grétar Guðmundsson, rafvirkja- meistari og raffræðingur hjá Reykjavíkur- borg, Miðhúsum 6, Reykjavík. Eiginkona hans er Sesselja Ó. Einarsdóttir sjúkraliði. Jón Grétar er að heiman. Einar Ólafsson, Gesthúsi, Bessastaðahreppi. Hjördis Sigurbjörnsdóttir, Skarði, Grýtubakkahreppi. Þóra S. Blöndal, Sólbraut 1, Seltjámamesi. Esther Sigurjónsdóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík. Júlíus Kolbeins, Lentersweg 44, D-22339, Hamborg. Eiginkona hans er Christa Anne Kolbeins. Júlíus tekur á móti gestum í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13A, Kópavogi, í kvöld, föstudaginn 26.7., kl. 18.00-20.00. 50 ára Bjami Krist- jánsson, bóndi á Þor- láksstöðum, Kjós. Kona hans er Unnur Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í Félagsgarði í Kjós í kvöld kl. 20.00. Hafsteinn Númason, Háaleitisbraut 30, Reykjavík. Guðrún Magnúsdóttir, Heiðvangi 8, Hellu. Gustav Þ. Ágústsson, Kvistalandi 13, Reykjavík. Sigurður G. Jóhannsson, Hegranesi 22, Garðabæ. 40 ára Björn Sigurðsson, Vesturholti 8, Hafnarfirði. Þórir Sigurjón Þrastarson, Fífurima 8, Reykjavík. Emma Jónína Axelsdóttir, Viðarási 69, Reykjavík. Þórir Kjartansson, Skeiðarvogi 31, Reykjavík. Guðmundur Arason, Kvistalandi 10, Reykjavik. Þórður Hjartarson, Fálkagötu 13A, Reykjavík. Guðlaug Katrín Þórðardóttir, Vesturási 28, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.