Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 15
14 íþróttir Birgir Leifur Hafþórsson, GL, lék stórkostlegt golf í Eyjum í gær og hefur náö yfirburöaforskoti í meistaraflokki karla. Birgir Leifur setti glæsilegt vallarmet í gær og lék á 66 höggum. DV-mynd ÞoGu Birgir að stinga af DV, Eyjum: Birgir Leifur Hafþórsson úr GL, lék án efa besta golfhring í lífí sínu í gær. Hann lék á 64 höggum sem er aö sjálfsögðu vallarmet og jafnframt lægsta skor sem fengist hefur á landsmóti frá upphafi. Þegar mótiö er hálfnað í meistaraflokkunum hefur Birgir Leifúr 8 högga forystu á Björgvin Þorsteinsson, GA. Birgir hefur leikið á 133 höggum en Björgvin á 141 höggi. Þorsteinn Hallgrímsson, GV, kemur svo í þriöja sætinu, lék á 74 höggum í gær og er á samtals 144 höggum. Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, lék vel í gær, kom inn á 71 höggi og bætti sig um 10 högg frá fyrra degi. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að hinn 19 ára gamli Skagamaður verði íslandsmeistari í fyrsta sinn. Hann kórónaði hringinn með því að fara 18. holuna á tveimur undir pari. Birgir fékk fímm fugla (einn undir pari), á 1. 5. 8. 10. og 16. holu. Allt getur gerst „Það gekk altt upp hjá. mér, ég lék alveg eins og ég geri hest, sérstaklega gekk vel að pútta. En mótið er bara hálfnað og allt getur gerst. Ekkert er hægt að bóka fyrirfram," sagði Birgir eftir hringinn í gær. Birgir á titilinn skilinn Björgvin Þorsteinsson sagði að Birgir hefði spilað stórkostlega og erfitt væri að eiga við hann í þessum ham. Birgir ætti titilinn skilinn og því setti hann stefnuna á 2. sætið. Björgvin hélt í við Birgi framan af en gaf eftir á seinni níu holunum þar sem hann fékk skolla á 11. 14 og 15. holu. Meistarinn frá því í fyrra, Björgvin Sigurbergsson, GK, lék á 75 höggum og er í 6. sæti á 146 höggum. Staða efstu manna: Birgir L. Hafþórsson, GL .........133 Björgvin Þorsteinsson, GA ........141 Þorsteinn Hallgrímsson, GV.......145 Þóröur E. Ólafsson, GL ...........145 Kristinn G. Bjamason, GL .........145 Björgvin Sigurbergs, GK ..........146 Viggó H. Viggósson, GR ...........147 Guðmundur Hallgríms, GS..........147 örn Æ. Hjartarson, GS.............148 • Hjalti Pálmason, GR...............149 Sveinn Sigurbergsson, GK .........149 Ivar Hauksson. GKG................149 Gunnlaugur Sævarss, GG............150 Þorkell S. Sigurðsson, GR.........151 Ásgeir J. Guðbjartsson, GK.......151 Karen langt frá sínu besta Hjá meistaraflokki kvenna er Karen Sævarsdóttir, GS, með forystuna þrátt fyrir að vera langt frá sínu hesta í gær. Hún lék á 80 höggum og er meö samtals 155 högg. í 2. sæti er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, á 159 höggum en hún lék á 74 höggum í gær og átti frábæran dag. Staðan í kvennaflokki: Karen Sævarsdóttir, GS ............155 Ragnhildur Sigurðard, GR...........159 Ólöf M. Jónsdóttir, GK ............160 Þórdis Geirsdóttir, GK ............161 Herborg Amarsdóttir, GR............164 Hildur og Kjartan Islandsmeistarar Kepnni lauk í 2. flokki kvenna í gær og í 3. flokki karla. Hildur Rós Símonardóttir, GA, sigraði í 2. flokki kvenna. Hún sigraði Sigrúnu Rögnu Sigurðardóttur, GG, í bráðabana en báðar léku þær - á 392 höggum. í 3. sæti varð Kristín Guðmundsdóttir, GR, á 403 höggum. í 3. flokki karla varð Kjartan S. Kristjánsson, GKG, íslandsmeistari. Hann lék á 341 höggi. í 2. sæti var Ólafur Jónsson, GR, á 342 höggum og í 3. sæti hafnaði Hjörleifur Þórðarson, GV, á 342 höggum en Ólafur vann hann í bráðabana um 2. sætið. Staðan í 2. flokki karla: Davið Viðarsson, GS...............240 Andri G. Viöarsson, GHD...........241 Guðjón Grétarsson, GV.............244 Bjöm Halldórsson, GKG.............244 Egill Þ. Sigmunds, Gí.............246 Þrjú högg uröu aö sex Fram að þessu höfum við einungis birt hrakfallasögur af kylfingum úr lægri flokkum. En sjálfir meistaraflokksmennirnir geta einnig gert rósir eins og geröist í gær. Þá var einn úr þeirra hópi búinn að slá fallega inn á flöt, svo sem þrjú fet frá holu, og bjó sig undir að að pútta fyrir fuglinum sínum og fá töluna þrjá á skorkortið. En púttið rataði ekki ofan í og boltinn staðnæmdist tæplega fet frá holu. Okkar maður ætlaði að reka endahnútinn á þetta og tryggja sér parið en þá vildi ekki betur til en svo að hann, í einhverju kæruleysi, púttaði boltanum í tána á skónum sínum og fékk þar með þrjú högg til viðbótar í víti. Ekki fór boltinn að heldur niður í því höggi en vel var vandað til næsta pútts sem rataði rétta leið. En súrt þótti okkar manni að fá töluna 6 skráða á kortið sitt í staðinn fyrir 3 eins og allt stefndi að í upphafi. -ÞoGu 8,4 milljónir miða hafa verið seldar Skipuleggjendur Ólympíuleikanna segja að 8,4 milljónir miða hafi verið seldar fram til þessa á hina ýmsu íþróttaviðburði í Atlanta. Bara í þessari viku hafa verið seldir miðar fyrir 458 milljón Bandaríkjadali og búist er við að heildarsalan á miðum verði 1,7 milljarðar dollarar. Mutombo kom til hjálpar Dikembe Mutombo körfuknattleiksmaðurinn snjalli sem leikur með Atlanta Hawks í NBA- deildinni, kom löndum sínum til hjálpar. Mutombo, sem er frá Zaire, og gerði nýverið samning við Atlanta upp á 56 miÚjónir dollara, ákvað að gefa kvennalandsliði Zaire í körfúknattleik íþróttafatnað og skóbúnað fyrir 15.000 dollara. Michelle Smith með hreint borð Niðurstaða er kominn úr lyíjaprófi sem írska gulldrottningin Michelle Smith gekkst undir eftir að. hún nældi sér í sín fyrstu gullverðlaun á leikunum. Ekkert kom fram í prófinu sem bendir til lyfjaneyslu en margir keppinautar hennar hafa talið fullvíst að hún væri ekki með hreint borð í þessum málum. Hitinn leggur marga í rúmið Hinn mikli hiti sem hefur verið í Atlantaborg síðan leikamir hófust hefúr komið mörgum í rúmið. Bæði áhorfendur og keppendur hafa fengið hitakrampa og sumir hafa átt erfitt með öndun. 35-ÁO stiga hiti hefur verið í Atlanta undanfama daga og rakinn rnikill. Fer allt í steik um helgina? Umferðin í Atlantaborg hefur ekki gengið sem skyldi frá því leikamir hófust og miklar tafir orðið á samgöngum. Skipuleggjendur hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir skipulagsleysi en allra síðustu dagana hefur þeim tekist að greiða að mestu úr flækjunni. Menn óttast nú að allt fari í steik um helgina en þá hefst keppnin í frjálsum íþróttum. Þrisvar á dag mun frjálsíþróttavöOurinn fyllast, 80.000 manns, og þegar þeir koma og fara má búast við umferðaröngþveiti. Engir stórglæpir Lítið hefur verið um stórglæpi í Atlanta frá því leikarnir vom settir um síðustu helgi, að sögn lögregluyfirvalda. Svo virðist sem glæpamennimir í borginni uni hag sínum vel innan allt ólympiustússiö og fylgist frekar með keppninni en að stimda vafasama iðju. Svíar ætla sér gullverðlaunin Æðsti draumur Bengts Johannssonar, landsliðsþjálfara Svía í handknattleik, og strákanna hans í landsliðinu er að hampa ólympíugullinu. Johannsson og flestir leikmenn liðsins eiga þennan titil bara eftir í saftiið og þeir geta ekki skiliö sáttir við liðið nái þeir ekki takmarki sínu. Svíar vom ekki ýkja bjartsýnir fyrir leikana vegna meiðsla lykilmanna en eftir úrslitin í gær, þar sem þeir unnu Svisslendinga á ömggan hátt, gæti draumur þeirra orðið að veruleika. -GH FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 DV I>V Popov einstakur - fyrsti sundmaðurinn í sögu ÓL sem vinnur 50 og 100 m skriðsund tvenna leika í röð Á næstsíðasta keppnisdegi í sundi á Ólympíuleikunum í Atlanta í nótt unnu Bandaríkjamenn og Ungverjar til tvennra gullverðlauna. Rússinn Alexander Popov undirstrikaði enn eina ferðina að hann er einn sterkasti sprettsundsmaður sem uppi hefur verið. Hann hefur sigrað í 50 og 100 metra skriðsundi á leikunum í Atlanta og það gerði hann einnig í Barceloma fyrir fjórum árum. Þetta voru fimmtu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Popov sigraði örugglega í 50 metra skriðsundinu en hann hefur ekki tapað sundi í fjögur ár. Þetta er íþróttamaður í fremstu röð. Hann ætlaði að bæta heimsmet sitt en það gekk ekki eftir í þetta skipti. Hin 16 ára gamla bandaríska stúlka Brooke Bennett sigraði með yfirburðum í 800 metra skriðsundi kvenna. Sundið var vel útfært hjá henni og áttu keppinautar hennar aldrei möguleika í hana. Janet Evens má mun sinn fifil fegri. Evans, sem á heimsmetið í greininni, varð að gera sér sjötta sætið að góðu. Frammistaða hennar á heimavelli hefur valdið löndum hennar miklum vonbrigðum. Krisztina Egerszegi frá Ungverjalandi sigraði í 200 metra baksundinu þriðju Ólympíuleikana í röð. Hún var 14 ára gömul á leikunum í Seoul þegar hún sigraði í fyrsta sinn. Ástralska sundkonan Dawn Fraser lék sama leik í 100 metra skriðsundi á leikunum 1956, 1960 og 1964. í sundinu í nótt voru merki á lofti um tíma að hún ætlaði að bæta heimsmet sitt frá Evrópumótinu í Aþenu 1991. Hún var ekki svo fjarri því en það hefði örugglega gerst ef hún hefði fengið meiri keppni, yfirburðir hennar í súndinu komu i veg fyrir það. Finnar voru fiölmargir á áhorfendapöllunum þegar að 200 metra fiórsundinu kom. Þar var þeirra maður Jani Sievinen mættur til leiks og báru Finnar þá von í brjósti að hann yrði annar Finninn sem ynni til gullverlauna í sundi á Ólympíuleikum. Finnum varð ekki að ósk sinni heldur stal Ungverji nokkur, Atilla Czene, senunni með því að sigra öllum að óvörum. Flestir tippuðu á heimsmethafann frá Finnlandi enda synti hann mest allra í undanrásum fyrr um daginn. Sievinen synti einfaldlega illa í úrslitasundinu og það viðurkenndi hann einnig eftir sundið. Finn.ar áttu þá von heitasta að Sievinen kæmi heim frá Atlanta með gullverðlaun um hálsinn. Sievinen var óánægður með sjálfan sig eftir sundið. „Ég synti fyrstu 200 metrana alls ekki nógu vel og það kom í veg fyrir að ég sigraði í sundinu," sagði Finninn. Bandarísku sundmennirnir halda áfram að sópa til sín verðlaunum. í nótt bættu þeir tvennum gullverðlaunum í safnið sitt og eru því gullpeningamir orðnir tíu talsins. Tíunda gullið vann bandaríska kvennaboðsundssveitin í 4x200 metra skriðsundi. Þýska sveitin tók forystu í byrjun en bandarísku stúlkurnar tóku síðan forystuna og sigruðum að lokum mjög örugglega. -JKS Körfubolti kvenna Rússland-Ítalía.............75-70 Bandarlkin-Zaire ..........107-47 S-Kórea-Úkraína ............72-67 Ástralía-Kúba ..............75-63 Brasilia-Japan ............100-80 Handbolti karla: A-riðill: Svíþjóö-Sviss ............26-19 Kúveit-Króatía............22-31 B-riðill: Frakkland-Alsir...........33-22 Spánn-Þýskaland...........22-20 Egyptaland-Brasilía.......31-20 Rússland-Bandarikin.......31-16 Blak karla: Argentína-Búlgaria..........3-1 Italía-Holland .............3-0 Brasilía-Pólland ...........3-0 Knattsovma kvenna: Sviþjóð-Danmörk ............3-1 Bandaríkin-Kina.............0-0 Brasilia-Þýskaland .........1-1 Noregur-Japan ..............4-0 Knattsnvrna karla: Brasilía-Nígería ...........1-0 Japan-Ungverjaland .........1-1 Ítalía-Suður-Kórea..........2-1 Ghana-Mexíkó................1-1 Magnus Wislander og Staffan Olson taka hér á Svisslendingnum Roman Brunner í leik þjóðanna í nótt. Símamynd Reuter Handknattleikur karla: Sprækir Svíar Svíar sýndu og sönnuðu í gær að þeir ætla sér langt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Svíar unnu sann- færandi sigur á Svisslendingum, 26-19, eftir að hafa haft yfir í hálfleik, 14-8. Króatar unnu öruggan sigur á Kúveit, 31-22, þar sem Patrík Javar skoraði átti mjög góðan leik og skor- aði 10 mörk fyrir Króata. Alsírmenn komust í 5-1 gegn Frökkum en þá tóku heimsmeistar- amir loks við sér. Þeir náðu yfir- höndinni, höfðu yfir í hálfleik, 13-10, og sigmðu með 10 marka mun, 33-22. Markvörður Frakka setti í lás og Al- sírmenn skoruðu aðeins 3 mörk fyrsta korterið í síðari hálfleik. Stephane Stoecklin skoraði 9 mörk fyrir Frakka. Spánverjar héldu sér inni í keppn- inni með því að bera sigurorð af Þjóðverjum í hörkuleik, 22-20, eftir tap í fyrsta leik gegn Frökkum. -GH Aleksandr Popov, fyrir miðju, með gulliö í Atlanta í nótt. Silfrið vann Gary Hall frá Bandaríkjunum og bronsið fór til Fernando Sherer frá Brasilíu. Krisztina Egerszegi frá Ungverjalandi fagnar mikum yfirburöasigri í 200 metra baksundi kvenna í nótt. Símamyndir Reuter Knattspyrna: Brasilíumenn lögðu Nígeríu Brasilíumenn komust í 8-liða úr- slitin í nótt þegar þeir sigruðu Ní- geríu, 1-0, í lokaumferð D-riðils. Hinn 19 ára gamli Ronaldinho skor- aði sigurmarkið eftir korter. Brasilía og Nígería halda því áfram úr riðlinum en þjóðirnar fengu 6 stig hvor. Japan, sem vann Brasilíu í fyrstu umferðinni, gerði 1-1 jafntefli við Ungverja og situr eftir með 4 stig en Ungverjar fengu eitt stig. ítalir kvöddu með sigri í C-riðlin- um, 2-1 gegn Suður-Kóreu. Marco Branca skoraði bæði mörkin. Kóreubúunum dugði jafhtefli til að komst í 8-liða úrslitin en verða nú að hverfa heim eins og Ítalír. Mexikó tryggði sér sigur í riðlinum með 1-1 jafntefli við Gana og stigið reyndist duga Gana til aö ná öðru sætinu fyrst Suður-Kórea tapaði. Mexíkó fékk 5 stig, Gana 4, Suð- ur-Kórea 4 og Ítalía 3 stig. í knattspyrnu kvenna gengur Evrópuliðunum illa og eru öll úr leik nema eitt, Noregur. Norsku stúlkurnar unnu Japan í nótt, 4-0, og fara áfram úr sínum riðli. Þýska- land gerði jafntefli við Brasilíu, 1-1, og þar með komust brasilísku stúlk- urnar áfram, á kostnað þeirra þýsku. Bandaríkin og Kína fara áfram úr hinum riðlinum en Dan- mörk og Svíþjóð hverfa heim á leið. -VS Miskunnarlaus dagblöð Dagblöð um allan heim fara ekki ljúfúm höndum um skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Atlanta. Ian Macleod hjá the London Daily Telegraph sagði að hið almenna viðhorf í Atlanta væri „að ástandið hlyti að batna“. Fyrirsögn blaðsins var: „Hjólin rúOa af Ólympíuleikunum". Britains Daily Express hafði þetta að segja: „Skipuleggjendumir göbbuðu heiminn þegar þeir sögöu að þessi „gamli kántríbær" gæti hald- ið stærsta íþróttaviðburð í heiminum." Þýska blaðið Sueddeutsche Zeit- ung hafði lika sitt að segja. „Þúsundir sjálfboðaliða, sem eru jafn vinsam- legir og þeir em utan við sig, hafa ekki hugmynd um hvert starf þeirra er.“ The Indian Express, „Klúðurveisla á ziOjón doOara Ólympíuleikun- um.“ Dagblaöið franska, France-Soir, sagði: „GuOverðlaun fyrir ringul- reið,“ og bættu þeir einnig við: „RútubOstjórar segja upp, símar bOa, rútustöðvar era yfirfuOar og tölvurnar þola ekki álagiö." AOt saman satt, játa yfirmenn leikanna, en þeir era að vinna í því að leysa vandamálin. -JGG íþróttir Sund: 800 m skriðsund kvenna: 1. Brooke Bennett .8:27.89 2. Dagmar Hase . 8:29.91 3. Kirsten Vlieghuis 8:30.84 4. Kerstin Kieglass, 8:31.06 5. Trenft Dalhv 50 metra skriðsund karla: 1. Alexander Popov . . 22.13 2. Gary Hall . . 22.26 3. Femando Scherer . . 22.29 4. Chegji Jiang . . 22.33 5. Brendon Dedekind . . 22.59 200 metra baksund kvenna: 1. Krisztina Egerszegi .... 2:07.83 2. Whitney Hedgepeth .... 2:11.98 3. Cathleen Rund 2:12.06 4. Anke Scholz 2:12.90 5. Miki Nakao 2:18.57 200 metra fjórsund karla: 1. Atilla Czene 1:59.91 2. Jani Sievinen 2:13.00 3. Curtis Myden 2:01.13 4. Marcel Wouda 2:01.45 5. Matthew Dunn 2:01.57 4x200 m boðsund kvenna: 1. Bandaríkin .........7:59.87 2. Þýskaland . 3. Ástralía ... 4. Japan . ... 5. Kanada . .. . 8:01.55 8:05.47 8:07.46 8:08.16 Boðið til veislu Guðrún Cliusield, aðalfylgdar- maður íslensku íþróttamann- anna í Atlanta, bauð hópnum tO mikillar veislu á heimilinu sínu í gær. Guðrún hefur búið í Atl- anta í áratugi. Clinton fór víða BiO Clinton, forseti Bandaríkj- anna, fór víða um á ólympíu- svæðinu í Atlanta í gær. Hann fylgdist meðal annars með fimleikum og sundi. Hann tók fólk að tali en þeim hópi voru Logi Jes Kristjánsson sund- maður og Magnús Tryggvason sundþjálfari. 4 Voíðlatm 'CQp' - eftir Þjððum - j» a i m Þjoðir W W W Rússland 13 7 5 Bandarikin 12 16 4 Frakkland 7 4 7 Kina 5 5 6 Pólland 5 3 2 Ítalía 5 4 4 Kúba 3 4 5 Suður-Kórea 3 4 2 Ástralía 3 2 7 Tvrkland 3 0 1 írland 3 0 0 Ungverjaland 3 2 5 Þýskaland 3 8 11 Japan 2 3 2 Belgia 2 1 2 Nýja-Sjáland 2 0 1 Suður-Afrika 2 0 1 Úkraína 2 0 2 Rúmenía 1 2 3 Júgóslavía 1 0 1 Armenía 1 0 0 Kosta Rika 1 0 0 Kasakhstan 1 1 1 Hvíta-Rússland 0 3 2 Grikkland 0 2 0 Búlgaría 0 2 4 Brasilía 0 1 4 Kanada 0 1 3 Norður-Kórea 0 1 1 Spánn 0 1 1 Svíþjóð 0 1 1 Austurriki 0 1 0 Bretland 0 1 0 Finnland 0 2 0 Úsbekistan 0 1 0 Holland 0 0 5 Georgia 0 0 1 Moldavia 0 0 1 Slóvakía 0 0 Ath.: 2 brons í júdó og hnefaleikum. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.