Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996
37
Stone Free
Leikfélag ís-
lands sýnir í
kvöld Stone
Free. Þrátt fyr-
ir að dómar
um leikritið
hafi verið frek-
ar slakir þá er
aðsókn mjög
góð. Stone Free
er um hippana
og gerist á
rokkhátíð og er
mikið um tón-
list í verkinu.
Ingvar Sigurös-
son hefur feng-
iö góða dóma
fyrir frammi-
stööu sína.
Lögin eru öll frá sjöunda áratugn-
um og tekin sitt úr hverri áttinni
en eiga það sameiginlegt að vera
þekkt og táknræn fyrir hippa-
menninguna.
Leikhús
Ingvar Sigurðsson fer með tvö
hlutverk, ferðalangs sem hefur séð
allt, gert allt og prófað allt, og vit-
isengils sem er martröð hvers
tengdafóður. Eggert Þorleifsson
leikur stuðbolta sem er kynnir á
rokkhátíðinni, Margrét Vilhjálms-
dóttir túlkar hina bráðfjörugu
Patsy, Emilíana Torrini leikur
hina fógru Celiu, Daníel Ágúst
Hauksson er skáldið Jay, Gísli
Rúnar Jónsson fer með hlutverk
hins íhaldssama og fégráðuga
landeiganda, Kjartan Guðjónsson
leikur spjátrunginn Tod, Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir leikur hina
sveimhuga Lolu og Jóhann G. Jó-
hannson leikur óframfærinn blikk-
smið. Leikstjóri er Magnús Geir
Þórðarson.
Fjallamaraþon
Fjallamaraþon Landsbjargar
hefur verið tekið upp að nýju eftir
nokkurt hlé. Maraþonið fer fram í
nágrenni Úlfljótsvatns, samtímis
landsmóti skáta. Fyrstu keppend-
urnir verða ræstir út kl. 14.00 í dag
og gera má ráð fyrir að fyrstu
keppendurnir komi í mark 10-14
klukkutímum seinna. Á leiðinni,
sem er 45 kílómetrar (loftlína), eru
nokkrir póstar þar sem keppendur
leysa mismunandi verkefni, til
dæmis bjargsig, róðrarrall,
skyndihjálp og rötun. Hægt er að
komast akandi að öllum póstunum
þennig að auðvelt er að nálgast
pósta þar sem eitthvað spennandi
er að gerast. Vegleg verðlaun eru
fyrir fyrstu þrjú sætin.
Útivera
Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu um bæinn í
fyrramálið kl. 10.00. Farið verður
frá Risinu, Hverfisgötu 105. Kaffi á
eftir.
Leo Gillespie
og Þorleifur
bassi
Það verður írsk krárstemning
á Café Roýal í kvöld þegar þar
kemur fram Leo Gillespie. Hon-
um til aðstoðar er Þorleifur
Guðjónsson bassaleikari.
Beisikskemmtun
Beisikskemmtun verður á
Gauki á Stöng í kvöld. Tilefniö
er koma DJ’sins Tony. Munu
Maggi og Kári aðstoða hann við
tónlistargjöming.
Samkomur
Kynningarfundur
fyrir þá sem vilja flytja út
vömr til Þýsklands á íslans-
dsviku í Saarbrucken verður í
húsakynnum Bændasamtak-
anna, þriðju hæð, í dag kl. 13.00.
Gengið er inn um norðurinn-
gang Hótel Sögu.
Fjölbreytt
gönguleið
á há-
lendinu
Ein af þeim ferðum sem Ferðafé-
lag íslands býður upp á er göngu-
ferð frá Snæfelli í Lónsöræfi. Mæt-
ing í slíka göngu er á Egilsstöðum.
Ekið er inn að Snæfellsskála og gist
þar. Daginn eftir er ekið inn fyrir
Bjálfafell og gengið yfir Eyjabakka-
jökul í Geldingafellsskála. Á þriðja
degi er ganga á Geldingafell og
Umhverfi
Grjótfell, daginn eftir er gengið inn
að fossinum í Vesturdal þar sem
upptök Jökulsár í Lóni em. Næstu
tvær nætur er gist við Kollmúla-
vatn. Á fimmta degi er dagsganga í
Víðidal, daginn eftir er gengið í
Múlaskála og á sjöunda degi er far-
ið heim með jeppum frá Illakambi.
Næsta ferð er 3. ágúst. Sextán
manns komast með í hverja ferð.
Snæfell
Snæfellsskáli
Eyja-
bakkar
IJálfafell
Geldingafell
Kollumúla-
hraun
Hraun
Lelrás
Vatnajökull
Hofs-
jökull
Egllssel | \
''Vsfc
Kollumúli
Múlaskáli
Sauðhamars- a ////
tlndur £
vr
5 10 km
-l---------1
Stjórnin í Þjóðleikhúskjallaranum:
Stuð á afmæli Siggu Beinteins
Stjórnin hefur verið á faraldsfæti
í allt sumar og leikið á öllum lands-
hornum og hefur verið gerður góð-
ur rómur að leik þeirra. Stjórnin er
meðal þeirra hljómsveita sem hafa
hvað mesta reynslu á sviði og eru
orðin nokkur árin sem hún hefur
starfað. í sumar hafa Stjómarmeð-
limir fylgt eftir nýrri plötu og leik-
ið lög af henni og eldri lög sem all-
ir þekkja.
Stjomin verður sem sagt í höfuð-
Skemmtanir
borginni í kvöld og leikur fyrir
gesti i Þjóðleikhúsinu. Afmælis-
barn kvöldsins er sjálf Sigga Bein-
teins en það eru hún og Grétar Örv-
arsson sem hafa verið undirstöð-
urnar í hljómsveitinni og í tilefni
afmælisins lofar Stjórnin stuði
fram á rauðanótt.
Á laugardagskvöld verður þekkt-
ur diskótekari í búrinu í Þjóðleik-
húskjallaranum.
Sgríöur Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson hafa verið meginstoöir í
Stjórninni í mörg ár.
Hálendisvegir
víðast vel færir
Þeir sem ætla á hálendið um
helgina geta reiknað með ágætri
færð víðast hvar, en þó er betra að
hafa bílana vel útbúna fyrir slíka
ferð. Helstu þjóðvegir landsins eru
vel færir, en þó verður að taka tillit
Færð á vegum
til þess að vegavinnuflokkar eru
víða að lagfæra vegi. Þar sem vinna
við vegi fer fram eru yfirleitt hraða-
takmarkanir og ber bílstjórum að
virða þær.
Ný klæðning hefur verið sett á
marga vegarkafla og getur hún vald-
ið steinkasti ef hratt er farið og
steinkast þýðir einfaldlega skemmd-
ir á lakki bílanna sem hægt er að
losna við ef hægt er ekið.
Ástand vega
[3 Hálka og snjór ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir
Cb LokaörStÖÖU 0 Þungfært 0 Fært fjallabílum
Dóttir Kristínar
og Rúnars
Litla stúlkan, sem á myndinni
lætur vita af sér, fæddist á fæðing-
ardeild Landspítalans 1. júlí kl.
Barn dagsins
17.49. Hún var við fæðingu 3290
grömm að þyngd og mældist 50
sentímetra löng. Foreldrar hennar
eru Kristín Dóra Kristjánsdóttir og
Rúnar Guðjónsson og er hún fyrsta
bam þeirra.
dag
Steve Buscemi leikur annan glæpa-
mannanna.
Fargo
Háskólabíó hóf um síðustu helgi
sýningar á nýjustu kvikmynd
Coen-bræðra, Fargo, sem hefur
fengið mjög góðar viðtökur hvar
sem hún hefur verið sýnd. Um er
áð ræða sakamálamynd sem byggð
er á sönnum atburðum og gerist í
Minnesota árið 1987. Jerry Lund-
gren er bílasali sem hefur komið
sér í mikla fiárhagserfiðleika. Til
að bjarga sér úr óreiðunni ræður
hann tvo krimma til þess að ræna
eiginkonu sinni og er ætlunin að
láta ríkan tengdafóður borga
lausnarféð. Áætlun fer úrskeiðis
þegar krimmarnir bana lögreglu-
manni og tveim vegfarendum í
smábæ einum. Lögregluforinginn
Marge Gunderson tekur að sér
rannsókn málsins en þetta er
fyrsta morðmálið sem hún fæst
við.
Kvikmyndir
Með aðalhlutverkin fara
Frances McDormant, William H.
Macy, Steve Buscemi, Peter Storm-
are og Harve Presnell. Leikstjóri
er Joel Coen en þeir bræður Joel
og Ethan skrifa handritið saman.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Fargo
Laugarásbíó: Persónur i nærmynd
Saga-bíó: í hæpnasta svaðl
Bíóhöllin: Algjör plága
Bíóborgin: Kletturinn
Regnboginn: I bólakafi
Stjörnubíó: Algjör plága
Krossgátan
f ll \ n 6 ?
s 1 rr
10 i "
/3 W* i r
mmm W mmmt
1 w 23 n \
2T J
Lárétt: 1 lán, 5 óhreinindi, 8 spýja,
9 kvendýr, 10 slota, 11 oddi, 13
bikkja, 15 stofu, 16 heitmey, 19 baga,
20 púkar, 22 hagnaður, 23 mora.
Lóðrétt: 1 lofuðu, 2 fæðir, 3 skógar-
púki, 4 skinnpoki, 5 krot, 6 spil, 7
skóli, 12 lá, 14 vanþóknun, 17 kross-
gátu.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 dunk, 5 ósk, 8 æla, 9 Æsir,
10 stuna, 11 gá, 12 aumingi, 14 Emil,
15 nón, 17 súr, 19 muna, 21 stjama.
Lóðrétt: 1 dæsa, 2 ultum, 3 naumir,
4 kæn, 5 ósannur, 6 sigg, 7 kráin, 13
ilma, 14 ess, 16 ónn, 18 út, 20 AA.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 156 26.07.1996 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollaenqi
Dollar 65,900 66,240 67,300
Pund 102,500 103,030 104,220
Kan. dollar 47,880 48,180 49,330
Dönsk kr. 11,5710 11,6320 11,4770
Norsk kr 10,3710 10,4280 10,3630
Sænsk kr. 10,0370 10,0920 10,1240
Fi. mark 14,7170 14,8040 14,4950
Fra.franki 13,1600 13,2350 13,0780
Belg. franki 2,1660 2,1790 2,1504
Sviss. franki 54,7200 55,0300 53,7900
Holl. gyllini 39,7500 39,9900 39,4500
Þýskt mark 44,6700 44,8900 44,2300
ít. líra 0,04327 0,04353 0,04391
Aust, sch. 6,3460 6,3860 6,2890
Port. escudo 0,4335 0,4361 0,4299
Spá. peseti 0,5249 0,5281 0,5254
Jap. yen 0,60760 0,61130 0,61380
írskt pund 106,670 107,330 107,260
SDR 96,07000 96,65000 97,19000
ECU 83,9000 84,4100 83,89000
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270