Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Síða 4
4
éttir
j
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 3D"V
Rækjuveröiö:
Farmanna-
samband-
ið mót-
mælir
Stóöhesturinn Baldur frá Bakka fyljar illa:
Margar hryssurnar
geldar eftir folann
Stóðhesturinn Baldur frá Bakka
hefur að undanfomu valdið óá-
nægju meðal hrossaræktenda á
Vesturlandi. Hrossaræktarsamband
Vesturlands bauð Baldur til afnota
fyrir hrossaræktendur eitt tímabil
fyrr i sumar. Tuttugu hryssum var
haldið undir hann en í júlí hafa
flestar hryssumar verið sónarskoð-
aðar og í ljós kom að þær eru allar
geldar.
„Það er rétt að þær hryssur sem
haldið var undir Baldur og hafa ver-
ið sónaðar em galtómar. Það er auð-
vitað slæmt þegar svona kemur fyr-
ir en þetta getur alltaf gerst. Við
fengum stóðhestinn frá eigendum á
Húsavík í vor. Á fyrra tímabili
hestsins fyrir norðan í vor veit ég
að aðeins tvær hryssur af 25, sem
voru settar undir hann, reyndust í
lagi við sónarskoðun. Hinar voru
flestar tómar en einhverjar höfðu
ekki fengið niðurstöður úr skoðun-
inni,“ sagði Bjami Marinósson, for-
maður Hrossaræktarsambands
Vesturlands, við DV um málið.
„Það geta verið margir þættir
sem koma til greina. Það er spurn-
ing hvort þetta er hesturinn sjálfur
eða af mannavöldum, t.d. hvort
hesturinn var rétt fóðraður. Það er
spuming hvort þetta er ættgengt í
hrossastofninum og það þarf að
rannsaka nánar. Það er skiljanlegt
að fólk sé óánægt með aö flestar
hryssur sem koma i sónarskoðun
séu tómar. Ég vil þó taka fram að
þessi sónarskoðun pfur ekki alveg
öruggar niðurstöður. Þetta er annað
árið í röð sem viö lendum í þessari
stöðu. í fyrra var það stóðhesturinn
Viðar frá Viðvík sem gagnaðist
hryssunum ilia. Það sem er jákvætt
við þetta er að þaö verður ekki of-
fjölgun á meðan,“ sagði Bjami.
Feiknavinsæll stóöhestur
„Baldur hefur verið feiknavinsæll
stóðhestur eftir að farið var að
temja afkvæmi hans. En nú lítur út
fyrir að það sé eitthvað mikið að
stóðhestinum. Það þarf að taka sæði
og rannsaka betur og við munum fá
færustu dýralækna til að aðstoða
okkur við að koma hestinum í lag.
Það geta verið ýmsar ástæður og við
ætlum að fínna þær og laga. Við höf-
um lent í sömu vandræðum og þeir
á Vesturlandi með stóðhestinn og
hann fyljaði einnig illa hér fyrir
norðan. Við höfum í mörg ár endur-
greitt félagsmönnum okkar folatolla
ef hryssurnar reynast ekki með fyli
við sónarskoðun og gerum aö sjálf-
sögðu svo áfram,“ sagði Guðmund-
ur B. Þorkelsson, formaður Hrossa-
ræktarsambands Eyfirðinga og
Þingeyinga, en þeir eiga helming í
Baldri á móti Hrossaræktarsam-
bandi Dalamanna.
-RR
Benedikt Valsson, fram-
kvæmdastjóri Farmanna- og
fiskimannasambands íslands,
segir það ekki rétt að rækja
;i hafl lækkað um allt að 33,8 pró-
sent á einu ári eins og kom
t fram i samtali við Pétur Bjarna-
| son, framkvæmdastjóra Félags
rækju- og hörpudisksframleið-
enda í DV.
Benedikt segir að meðaltals-
1 lækkunin sé 12 prósent ef allt
;j er talið. Hann segir að nú séu
: rækjuverkendur að reyna að fá
j hráefnisverð til sjómanna
i lækkað. Hins vegar hafi það
verið svo að þegar rækjuverðið
hækkaði jafnt og þétt árin 1993
og 1994 hafl verð til sjómanna
| ekki hækkað í takt við afurða-
: verðshækkunina. Það hafi tekið
marga mánuði að hreyfa hrá-
j efnisverðið upp á við.
-S.dór
Vinna við Blöndulón á undan áætlun:
Nær helmings-
stækkun lónsins
að Ijúka
- markar verklok við Blönduvirkjun
Steypuvinnu við Blöndulón lauk
nú í vikunni eftir mikla töm, en
verkið hófst þremur vikum síðar en
áætlað var, en lauk viku fyrr en
áætlun gerði ráð fyrir. Nú er því
búið að hækka stíflugarðinn og yfir-
fallið við enda lónsins og aðliggj-
andi garða, en alls eru þeir 420
metrar aö lengd og þriggja metra
háir. Sjálf steypuvinnan tók alls
þrjár og hálfa viku.
Verktaki við þessar framkvæmd-
ir er Völur hf. i Reykjavík og að
þeim loknum stækkar Blöndulón úr
220 gígalítrum í 400 og meiri orka
næst út úr Blönduvirkjun með því
að mun meiri vatnsforði verður til-
tækur allan ársins hring, að sögn
Ingvars Björnssonar, verkfræðings
hjá Landsvirkjun.
Á sínum tíma voru uppi deilur
um Blönduvirkjun og þegar hún var
byggð fékkst ekki heimild fyrir
stærra lóni en verið hefur við hana
fram til þessa. „Með stækkun ísal
var hægt að sýna fram á að þörf
væri fyrir meiri orku og þá fékkst
heimild til að ljúka við virkjunina,
en með þessari framkvæmd er nán-
ast verið að ljúka við hana,“ segir
Ingvar og bætir við, að með þessu
aukist afköst Blönduvirkjunar um-
talsvert.
Nú, þegar steypuvinnunni við
garöinn er lokið, er eftir að fylla
upp við hvorn enda hans, en því
verki og öllum frágangi á að vera
lokið 17. september nk. og þá verður
hægt að fylla lónið alveg.
-SÁ
Samherjamenn að kaupa á Eskifirði:
Samningar langt
j komnir en ekki
frágengnir
- segir Ragnhildur Kristjánsdóttir
„Það er mikið í gangi hjá okk-
ur við að selja fyrirtækið. Samn-
| ingar eru langt komnir að ég tel
I en málið er samt ekki frágengiö.
Og á meðan ekki hefur verið
skrifað undir er svo sem lítið
|| meira um það að segja,“ sagði
j Ragnhildur Kristjánsdóttir,
l í framkvæmdastjóri Friöþjófs hf,
sem er útgerðar- og fiskviimslu-
fyrirtæki á Eskifirði. Það eru
þeir Samherjamenn á Akureyri
sem eru að kaupa fyrirtækið.
Friðþjófur hf. á eitt skip,
Sæljón SU, sem er 250 tonn og
hefur stundað mest rækju- og
síldveiðar.
Skipið á rækjukvóta, sildar-
kvóta og svolítinn bolfiskkvóta.
Hann er þó svo lítill orðinn að
það var ekki talið taka því að
gera bátinn út á vetrarvertíð í
vetur er leið að sögn Ragnhildar.
Auk þess rekur fyrirtækið
saltfiskverkun og mikla síldar-
verkunarstöð á Eskifirði. Hefur
síldarverkunarstöðin verið rekin
af miklum krafti undanfarin ár.
-S.dór
íoooo 9.580
'
Þýskaland Frakkland Bandarikin Bretland Danmóik Svíþjóö Noregur Sviss Holland Austurríki Ítalía Taiwan
________________________________________________________________________________________________________
Þarf verulega aukn-
ingu ferðamanna
- til að ná nauðsynlegum árangri, segir ferðamálastjóri
„Tölurnar um komu erlendra
gesta eru ekki stóri sannleikurinn
um afkomuna en þær eru vissulega
vísbendingar. Það sem skiptir höf-
uðmáli þegar upp er staðið eru tekj-
umar og afkoman en niðurstöður
um það fáum við ekki fyrr en í árs-
lok,“ sagði Magnús Oddsson ferða-
málastjóri við DV í gær, aðspurður
hvemig ferðamannasumarið hafi
verið á íslandi í ár.
Samkvæmt tölum frá útlendinga-
eftirlitinu komu 43.206 útlendingar
til landsins í júlí sl. en á sama tíma
í fyrra voru þeir 41.569. Þrátt fyrir
að um aukningu sé að ræða segir
Magnús að þessar tölur hringi
ákveðnum viðvörunarbjöllum því
það þurfi enn verulega aukningu
ferðamanna til að ná þeim árangri
sem nauðsynlegur sé í þessari at-
vinnugrein.
„Það er alveg ljóst að það er um
samdrátt að ræða á þeim stóra er-
lendu markaðssvæðum sem hafa
gefið okkur mest undanfarin ár sem
eru Þýskaland og Norðurlöndin.
Það þarf aukinn árangur ár frá ári
til að ná viðunandi og ásættanlegri
nýtingu í allar þær auknu fjárfest-
ingar sem er búið að setja í þessa at-
vinnugrein. Þetta gefur okkur
Erlendir feröamenn í rigningunni í
Reykjavík. Verulega aukningu ferða-
manna þarf til að nauösynlegur ár-
angur náist í íslenskri ferðaþjón-
ustu, segir Magnús Oddsson ferða-
málastjóri. DV-mynd JAK
ákveðnar vísbendingar að við séum
ekki að ná þeim árangri sem við
þurfum og það hlýtur að vera alvar-
legt áhyggjuefni.
Það eru ýmsar ástæður að baki
eins og að veðurfar erlendis var
mjög óhagstætt á stærsta sölutíman-
um fyrir íslandsferðir. Efnahagsá-
stand hefur líka sitt að segja og það
er líka gífurleg samkeppni sem er á
markaðnum í framhaldi af því að
nýir ferðamannastaðir og lönd eru
að opnast.
íslendingar meira á ferðinni
Það sem er ánægjulegast þegar
þessar tölur eru skoðaðar er að við
virðumst vera að ná góðum árangri
á öðrum svæðum, t.d. Bandaríkjun-
um, Frakklandi, Bretlandi og
Hollandi.
Við höfum líka ástæðu til að ætla
að íslenski markaðurinn sé að skila
meira en áður. íslendingar virðast
vera meira á ferðinni innanlands og
hafa tekið vel þeirri áskorun að
sækja ísland heim. Það er mjög
ánægjulegt þegar horft er yfir feröa-
sumarið," sagði Magnús.
-RR