Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 9
LAUGARDAGUR 10. AGUST 1996 's/yös Lan i olani hjá Kerri NORRÆNA AFRÍKUSTOFNUNIN auglýsir hér meö FERÐASTYRKI til rannsókna I Afríku. Síöasti umsóknardagur 16/9 '96 NÁMSSTYRKI til náms viö bókasafn stofnunarinnar tímabilið janúar—júní '97. Síöasti umsóknardagur 1/11 '96. Umsóknum skal skilað á þar til gerö- um eyðublööum sem fást hjá: Nordiska Afrikainstitutet Sími 00-46 18 56 22 00 Box 1703, SE-751,47 Uppsala, Sweden. I mörg ár hefur hin 18 ára flm- leikakona Kerri Strug staöið í skugga skærari stjama innan hóps bandarískra fimleikakvenna. Hún hefur alltaf fallið í skuggann; fyrir Kim Zmeskal fyrir fjórum árum á Ólympíuleikunum í Barcelona og í ár var talið að hin smávaxna Dom- inique Moceanu myndi einnig stela senunni frá henni. En það fór á ann- an veg. Frammistaða Moceanu olli nokkrum vonbrigðum og lengi vel leit út fyrir að Kerri Strug næði ekki að greypa nafn sitt í huga fólks. En bandarisku stúlkurnar stóðu sig mjög vel í liðakeppninni og voru í harðri baráttu um gullið á leikunum. í siðustu greininni, stökki yfir hest, átti Kerri Strug að stökkva og þurfti helst að ná 9,7 í einkunn til að tryggja sigur sveitar- innar. Hver keppandi fær tvær til- raunir og samanlagður árangur gildir. Fyrra stökkið gekk ekki of vel, en áhorfendur tóku ekki eftir því að Kerri Strug meiddi sig illa. Hún harkaði hins vegar af sér og fór í annað stökkið með miklum glæsi- brag og lenti nánast á öðrum fæti - þeim heilbrigða, áður en hún féll saman af kvölum. Hún tryggði sigur bandarísku stúlknanna með saman- lagðri einkunn, 9,712 og varð þjóð- hetja á sekúndubroti. Með hugrekki sínu er hún nú orðin þekktara nafn en allar hinar stórstjömumar í lið- inu, Shannon Miller, Moceanu og allar hinar. Frést hefur að hún hafi gert auglýsingasamning upp á millj- ónir dollara í kjölfarið. Það má því segja að meiðslin hafi verið lán í óláni fyrir Kerri Strug. Tommy Lee Jones og nýja kærast- an, Dawn Laurel. Tommy Lee Jones eltist við geimverur Leikarinn Tommy Lee Jones var ekki fyrr skilinn við eiginkonu sína en hann var búinn að stofna til sam- bands við aðra. Hin lukkulega heit- ir Dawn Laurel, en parið sást sam- an þegar þau voru áhorfendur á pólóleik í New York ríki. Tommy Lee Jones, sem núorðið er með tekjuhæstu leikuram vestanhafs, hefur nýlokið við leik í kvikmynd. Það er myndin Men In Black, sem er vísindaskáldsaga. Hún gæti orðið mjög vinsæl ef hún er eitthvað í líkingu við aðal sumarsmell ársins vestanhafs, vís- indatryllinn ID4. Tommy Lee Jones og Will Smith era í hlutverkum tveggja lögregluþjóna sem eltast við geimverur. Myndin, sem sögð er æsispennandi, verður ekki frum- sýnd fyrr en næsta sumar. Kerri Strug vann hug og hjarta áhorfenda, en hér veifar hún til áhorfenda í örmum þjálfara síns, Bela Karolyi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.