Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 10
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
- segir Steinþór Skúiason, íslandsmeistari í svifflugi
„SviBlugusportið er á uppleið og
er það svolítið í takt við nýja tíma.
Því fylgir enginn hávaði eða læti,
einungis kyrrð og friður. Svifflugan
mengar ekki. Maðurinn tekst á við
náttúruöflin og notar veðurkerfin
til þess að komast áfram án þess að
nota utanaðkomandi orkugjafa,"
segir Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands og nýbak-
aður íslandsmeistari í svifflugi.
Hann er sonur Skúla Steinþórsson-
ar, fyrrum flugstjóra, og bróðir
Ólafar Rúnar Skúladóttur. Yngri
systir hans heitir Brynja Sif.
Steinþór er kvæntur Hönnu
Kristínu Pétursdóttur fótaaðgerða-
fræðingi og eiga þau saman dæturn-
ar Snædísi, sjö ára, Hildi, sex ára,
og Steinunni, þriggja ára. Hann sett-
ist í forstjórastól Sláturfélags Suður-
lands fyrir átta árum, aðeins 29 ára
gamall, og vakti það talsverða at-
hygli á sínum tíma. Fyrirtækið átti
þá í erfiðleikum en honum og hans
fólki tókst að snúa vöm í sókn.
Steinþóri þykir svifflugið hæfa
sér vel og telur að allir þurfi að eiga
sér áhugamál, sama hvaða stöðu
þeir gegni. Sjálfur segist hann eiga
of mörg áhugamál til að geta sinnt
þeim öllum. Sviffluginu sinnir hann
á sumrin en dyttar að vélinni á vet-
uma og stundar skíði, vélsleða og
fótbolta. Eitthvað hefur hann komið
nálægt skotflmi líka en hefur þurft
að skera niður í áhugamálunum.
Sviffluguna TF SÍS á Steinþór ásamt
Magnúsi Óskarssyni, framkvæmda-
stjóra OS.
Samhæfing hugar og
handa
„Að fljúga svifflugu er eins og að
leysa þraut. Maður þarf að gjör-
þekkja flugvélina og þekkja bestu
leiðina sem maður ætlar að fara.
Svifflugið er samhæfing hugar og
handa og flugmaðurinn þarf að
finna út hvaða aðferðir hann á að
nota til þess að verða á undan hin-
um,“ segir Steinþór.
„Eins og alla flugsfjórasyni lang-
aði mig til þess að verða flugmaður.
Ég gat það ekki því ég greindist með
lítils háttar litblindu. Ég átti að sjá
myndir í bók en sá aldrei neitt því
var mér sagt að ég væri litblindur.
Það var sárt á sínum tíma en ég sé
ekki eftir því í dag,“ segir Steinþór
sem hefur flogið svifflugu í tuttugu
ár eða frá átján ára aldri. Hann er
meðlimur í Svifflugfélagi Is-
lands sem á sextíu
ára afmæli i dag
og í því tilefni '
verður haldin af-
mælisveisla á Sand-
skeiði kl. 13. Einnig
verður boðið upp á flug-
sýningu kl. 14.
Lent í kartöflu- og
kálgarði
„íslandsmótið var mjög óvenju-
legt og skemmtilegt. Við vorum
heppnir með veður og fengum fimm
gilda flugdaga. Fyrsta daginn var
flogið frá Hellu að Búrfellsvirkjun
yfir að Torfastöðum og til baka að
Hellu. Fjórir komust hringinn en sá
sem var í öðru sæti fékk ógilt því
myndavélarnar brugðust hjá hon-
um. Flugmaðurinn tekur myndir til
hafi verið svona jafnt og spennandi
áður,“ segir Steinþór.
Steinþór lenti í fyrsta sæti en í
öðru sæti varð Þorgeir Árnason og í
því þriðja Fannar Sverrisson. Stein-
þór segist geta haldið lengi áfram
því víða eru bestu svifflugumenn
ekki endilega mjög ungir heldur
menn um fertugt eða fimmtugt.
„Þetta er ekki líkamleg íþrótt
heldur samhæfing hugar og handa.
Ég horfi glaður fram á það að ég
geti átt minn besta tíma eftir. Ég hef
flogið erlendis en ekki keppt. Það er
erfitt að meta hvemig íslendingar
standa sig á alþjóðavettvangi því að-
stæður eru svo mismunandi. Við
búum við töluvert aðrar aðstæður
en gerist erlendis. Það er mjög langt
síðan íslendingar hafa keppt erlend-
is og við erum örugglega góðir mið-
að við okkar aðstæður," segir Stein-
þór.
í Sviffluguklúbbi íslands eru kon-
ur fáséðar en klúbburinn auglýsir
hér með eftir þeim. Steinþór segir
að þetta sé dæmigert sport þar sem
karlmenn þurfi ekki að hafa yfir-
burði.
Útskrifaður frá Stanford
Steinþór er menntaður vélaverk-
fræðingur frá Háskóla íslands og út-
skrifaðist með mastersgráðu úr iðn-
aðarverkfræði frá Stanford háskól-
anum í Norður-Kaliforníu. Hann
segir vélaverkfræðina á íslandi
mjög góðan bakgrunn að stjórnun i
fyrirtækjarekstri. I framleiðslufyr-
irtæki þar sem tæknivæðing er
mikil nýtist það mjög vel.
„Það er ekki hægt að ímynda sér
skemmtilegri stað heldur en Stan-
ford í Bandaríkjunum. Skólinn er
mjög góður og hann er orðinn nokk-
uð vinsæO meðal íslendinga."
-em
Steinþór með sviffluguna sína TF SÍS í baksýn ásamt dætrunum Steinunni, Snædísi og Hildi.
flug-
maður í
kálgarði
nálægt
Geysi.
Auðvitað
fékk hann
að heyra
sömu brand
arana og
við
Steinþór á skrifstofu sinni hjá Slát-
urfélagi Suðurlands.
Keppendur í svifflugi á móti sem haldið var á Sandskeiði 6.-14. júlí. Frá vinstri, efri röð, Theodór Bl. Einarsson,
Steinþór Skúlason, Sigmundur Andrésson, Þórður Hafliðason og Kristján Sveinbjörnsso. Fremri röð frá vinstri
Þorgeir Árnason, Fannar Sverrisson, Jón Sigurðsson og Karl Norðdahl.
vorum með á hreinu að þeir gætu
framleitt salat saman,“ segir Stein-
þór
Jöfn keppni
Síðasti dagur mótsins var mjög
sérstakur að mati Steinþórs. Fyrir
þennan dag voru þrír keppendur
mjög jafnir. Flugmenn fá þrjár tO-
raunir til þess að komast vegalengd-
ina á sem bestum tíma en það er
mjög sjaldgæft að þeir komist oftar
en einu sinni. Fyrsti flugmaðurinn
fór á 1 klst. og 50 mín. Þá kom Stein-
þór á 1 klst. og 2 mín. og hélt hann
að hann væri búinn að vinna mótið.
Svo reyndist þó ekki. Eftir það fór
Fannar á 53 mínútum, Steinþór á 52
mínútum og Þorgeir á 48 mínútum.
Þeir héldu allir að þeir væru búnir
að vinna.
„í síðasta fluginu fór ég á 40 mín-
útum en það réð úrslitum. Menn
muna ekki eftir því að íslandsmót
þess að sanna að hann hafi flogið
yfir svæðið sem tilgreint er.
Sigurvegari annars dagsins
komst næstum því aOa leið en lenti
í kartöflugarði frekar en að fljúga
mjög lágt að veOinum. garði. Félag-
amir gerðu grín að því að hann
hefði þurft að kaupa stóran hluta
uppskerunnar til þess að bæta fyrir
skemmdirnar á kartöflugarðinum.
Þriðja dag-
inn lenti
annar