Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Page 14
14
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 I iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóii: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Aukin skattpíning
Hlutfall skatta af launum fer vaxandi hér á landi. Svo
hafa mál þróast mörg undanfarin ár. Formaður Verka-
mannasambandsins telur að verulegar skattahækkanir
hafi orðið meðal verkamanna frá árinu 1988. Ráðstöfun-
artekjur meðalfjölskyldna innan sambandsins hafi rýrn-
að um 18 prósent á þessum tíma vegna skattahækkana.
Sighvatur Björgvinsson alþingismaður benti á það í
viðtali í gær að skattbyrði á þjóðinni væri að þyngjast
vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að festa per-
sónuafslátt. Persónuafsláttur hefur lengst af fylgt laun-
um eftir. Þegar laun hækka þá hækkar persónuafsláttur.
Með því helst skattbyrði óbreytt komi annað ekki til.
Með því að festa persónuafsláttinn við ákveðna upphæð
hækka skattleysismörk ekki lengur þótt fjölskyldutekjur
hækki. Formaður Verkamannasambandsins er sama
sinnis. Hann segir beinlínis að föst skattleysismörk séu
liður í því að halda niðri kjörum verkafólks.
Staðgreiðsla skatta hófst hérlendis árið 1988. Þá var
staðgreiðsluprósentan 35,2. Frá þessum tíma hefur þró-
unin sífellt verið launþeganum í óhag. Strax ári síðar
hækkaði staðgreiðsluprósentan í 37,7 og enn fór hún upp
á við. Árið 1990 var staðgreiðsluprósentan komin í 39,80.
Örlítil breyting varð síðan tveimur árum síðar þegar
39,85 prósent voru tekin.
Skattabreytingar urðu á árinu 1993. Tekjuskattur
lækkaði en útsvar hækkaði meira en nam tekjuskatts-
lækkuninni. Þá fór staðgreiðslan í 41,3 prósent. Ári síð-
ar hækkaði hlutfallið enn og fór í 41,8 og á liðnu ári var
enn höggvið í sama knérunn. Þá hækkaði staðgreiðslu-
prósentan í 41,9. Það má því segja að staðgreiðslupró-
senta hafi hækkað nær árlega frá skattkerfisbreyting-
unni 1988. Ef dæma má af þessari þróun heldur hún
áfram. Fjármálaráðherra sagði nýlega að frekar væri
ástæða til þess að hækka skatta en lækka þótt tekjur rík-
isins væru að aukast nú þegar menn eru að komast út
úr kreppunni.
Þetta er háskaleg þróun. Hún leiðir til þess að laun-
þegar sem vilja vinna meira draga úr vinnu. Þeim finnst
ekki taka því að afla meiri tekna ef svo stór hluti þeirra
gengur beint i hina opinberu hít. í annan stað veldur
þessi skattpíning þvi að aukin hætta er á skattsvikum og
eru þau þó ærin fyrir.
í nýju sumarhefti Úrvals fjallaði ritstjórinn, Haukur
heitinn Helgason, um skattpíningu sem gengið hefur út
í öfgar hérlendis, einkum skattar af tekjum. Þar kemur
fram að best sjáist skattpíningin þegar litið er á skatta
af viðbótartekjum, það er að segja hlutfall viðbótartekna
sem fer í skatt. Þessi jaðarskattur er stundum yfir 70
prósent. Þá er tekið tillit til þess sem fólk missir af
greiðslum frá ríkinu þegar tekjur þess hækka umfram
ákveðin mörk. Þetta kemur harðast niður á fólki með
miðlungstekjur en ekki hátekjufólki.
í Úrvalsgreininni er það nefnt, sem löngum hefur ver-
ið vitað, að tekjusakttur er ranglátur launþegaskattur.
Þann skatt væri best að skera niður eða afnema jafnvel
alveg af venjulegum launatekjum. Undir þetta skal tek-
ið.
Sanngjarnasti skatturinn er skattur á eyðslu. Þá ræð-
ur fólk hversu miklu það vill verja til skattgreiðslna.
Þeir sem hafa úr miklu að spila og eyða miklu greiða því
hærri skatta en hinir, eins og vera ber. Að mörgu leyti
á hið gagnstæða við í dag.
Síaukin skattpíning launþega lamar vilja fólks til
vinnu. Hún er óhagstæð einstaklingnum og um leið sam-
félaginu því skattpíningin dregur úr framleiðslunni.
Jónas Haraldsson
Blóðbað í Grosní ásamt
ráðaleysi í Kreml
Langt er liðið á tuttugasta mán-
uðinn síðan Borís Jeltsín skipaði
Rússlandsher að ráðast á
Tsjetsjena í trú á fyrirheit Pavels
Gratsjevs landvarnaráðherra og
annarra í stríðsflokkunum í
Kreml um að innan hálfs mánaðar
skyldi unninn fullnaðarsigur á að-
skilnaðarsinnum í Kákasuslýð-
veldinu. Raunin er sú að þriðja
stórorustan um höfuðstaðinn
Grosní er háð einmitt þegar
Jeltsín á að taka við forsetaemb-
ætti í annað sinn.
Enn getur Jeltsín sjálfum sér
um kennt. Hann lét herforustu
Rússa í Tsjetsjeníu haldast það
uppi að ónýta valta friðargerð,
sem ekki síst var komið á til að
greiða fyrir endurkjöri forsetans,
um leið og honum hafði tekist að
vinna sigur í síðari umferð for-
setakosningannna.
Á grundvelli þess friðarsam-
komulags hafði Mintimer
Shæmíjev, forseti Tatarstans, ann-
ars sambandslýðveldis sem byggt
er múslímum, boðist til að annast
milligöngu um frekari friðar-
samning. Upp úr miðjum síðasta
mánuði afsagði Shæmíjev að taka
frekari þátt 1 hráskinnsleik rúss-
neskra stjórnvalda og herforustu
gagnvart Tsjetsjenum.
„Ég hef komist að raun um,“
sagði hann, „að rússneskir leið-
togar hafa enga sameiginlega af-
stöðu til tsjetsjenska vandans, og
ég vil ekki koma þar nærri fram-
ar.“ Þá hafði rússneskur flugher
haldið uppi vikum saman loftárás-
um á bæi og þorp á yfirráðasvæði
aðskilnaðarsinna um landið sunn-
anvert.
Hertaka Tsjetsjena á þriðjudag
á miklum hluta Grosní og umsát-
ur þeirra um aðalstöðvar rúss-
neskra stjómarfulltrúa í borginni
er svar við þessari árásahrinu
Rússa. Verið er að sýna Jeltsín og
herforingjum hans fram á að þeir
eru litlu bættari þótt þeir sýni
mátt sinn til að murka úr lofti líf-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
iö úr vamarlausum íbúum fjalla-
byggða í Kákasus.
Sérstaklega er þessum boðum
beint til Anatólí Kúlíkovs innan-
ríkisráðherra, sem ráðið hefur frá
upphafi yfir mestöllum liðsafla
Rússa í Tsjetsjeníu. Hann hefur
frá öndverðu verið framarlega í
stríðsflokknuin og átti manna
mestan þátt í að ónýta framgang
friðarsamkomulagsins eftir að
Jeltsín hafði náð endurkjöri.
Það er til marks um ófremdar-
ástandið í stjórn aðgerða rúss-
neska heraflans í Tsjetsjeníu, að
þegar Tsjetsjenar lögðu á þriðju-
dag til atlögu við stöðvar her-
sveita innanríkisráðuneytisins í
Grosní, hreyfðu sveitir Rússlands-
hers í nágrenninu ekki legg né lið
til að veita þessum löndum stnum
fulltingi.
Leiða má að því getum að
ágreiningurinn í Rússlandsstjórn
um stefnu í Tsjetsjeníu sé einkum
á milli Kúlíkovs og Alexanders
Lebeds, hershöfðingjans sem
Jeltsín hafði fyrir bjarghring i síð-
ari umferð forsetakosninganna og
gerði þá formann í Öryggismála-
ráði sínu. Lebed hefur gagnrýnt
hernaðinn í Tsjetsjeníu frá upp-
hafi, og eftir síðustu atburði sagði
hann að tvær leiðir hefðu komið
til greina út úr ógöngunum. Önn-
ur væri að bæla alla andstöðu nið-
ur með enn harðari árásum.
Henni hefði þegar verið hafnað,
vegna blóðsúthellinganna sem
slíku hlytu að fylgja.
Hin leiðin, sagði Lebed, er að
koma á viðræðum á breiðum
grundvelli um frið, þar sem sam-
an koma aðilar allra Tsjetsjena,
oddvitar héraða, leiðtogar mis-
mundandi stjórnmálahreyfinga og
trúarleiðtogar. Kvaðst hann
myndu vinna að lausn í þá veru.
Meðan nánustu samstarfsmenn
Jeltsíns tala þannig sinn í hvora
átt, er forsetinn sjálfur nánast
óvirkur. Á annan mánuð hefur
hann mátt heita í felum, lengst af
á hressingarhæli, og aðeins verið
sýndur í sjónvarpi á vandlega
klipptum myndum með einum
manni öðrum eða örfáum.
Undirbúningi embættistöku
Jeltsíns er stöugt verið að breyta,
og bersýnilega vegna þess að nán-
ustu samstarfsmenn hans hafa
fengið fyrirmæli um að haga svo
athöfninni að forsetinn þurfi sem
allra skemmstan tima að vera fyr-
ir almanna augliti. Þar að auki
segir talsmaður Jeltsíns að hann
mundi fara í fulla hvild strax eftir
embættistökuna.
Sú skoðun verður æ útbreiddari
meðal þeirra sem best þykjast
fylgjast með í Moskvu, að Jeltsín
hafi fengið alvarlegt þung-
lyndiskast eftir áreynslu kosn-
ingabaráttunnar, og væri það þá
ekki i fyrsta skipti sem hann verð-
ur óvirkur um tíma eftir hörð
átök. Silalegar hreyfingar hans og
stirt mæli er skýrt með töku geð-
lyfja. Sé þetta rétt er ekki að
vænta skjótra úrskurða frá hans
hendi í ágreiningsmálum meðal
Kremlverja.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti (t.h.) ræðir í Kreml við Anatólí Tsjúbæs, starfsmannastjóra sinn, um undirbún-
ing embættistökunnar. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Tudjman gegn málfrelsi
„Tudjman forseti er ekki eini andstæðingur
frjálsrar blaðamennsku sem er við völd i gömlu
Júgóslavíu. Milosevic, forseti Serbíu, er tryggur fé-
lagi hans í því að kreista frelsið út úr fjölmiðlunum.
Og Júgóslavía er ekki eina fyrrum kommúnistarík-
ið þar sem nýir leiðtogar hafa fallið þægilega aftur
í gamla háttu.“
Úr leiðara The Washington Post 4. ágúst.
Frelsi fjölmiðla í Austur- Evrópu
„Hinir nýju valdamiklu leiðtogar í Austur-Evr-
ópu munu líklega ekki tryggja frelsi fjölmiðla af
sjálfsdáðum. En sumir þeirra, sérstaklega þeir sem
hafa mikinn áhuga á að taka þátt í ýmiss konar
samstarfi við Vestur-Evrópu, munu láta undan
þrýstingi. Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evr-
ópu verða aö heimta að óheft blaðamennska sé skil-
yrði fyrir samstarfí.“
Úr leiðara The New York Times 7. ágúst.
Hryðjuverkahætta
„Svo lengi sem Bandaríkin og bandamenn þeirra
eru háð olíu frá Persaflóanum verða bandarískir
hermenn að taka þá áhættu að þjóna i Sádi-Arabíu.
Það er skylda Washington og Ryadh að tryggja að
hættan sé eins lítil og mögulegt er með því að starfa
saman að öryggismálum og einnig með að minnka
pólitíska ólgu í konungsríkinu."
Úr leiðara The New York Times 5. ágúst.