Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 16
16 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 I>"V Leikhópurinn Bandamenn flutti 170 ára gamalt leikrit fyrir frú Vigdísi á Bessastöðum: „Ég held að það hafl verið árið 1991 sem ég vakti athygli Vigdísar á því að til væri leikrit sem orðið hefði til á Bessastöðum. Það er búið að standa nokkuð lengi til að setja það upp eða leiklesa það eins og leikflokkurinn Bandamenn gerði fyrir Vigdísi. Þessi leiklestur var mest til gamans gerður en ekki til þess að kveðja Vigdísi á forsetastól. Það æxlaðist hara þannig að lestur- inn fór fram á síðustu dögum henn- ar í embætti. Bandamenn hafa hins vegar oft flutt verk í návist hennar. Til dæmis vígðum við leikhús í Finnlandi. Frú Vigdís flutti fyrir- lestur og viö tróðum upp þar á eftir og hún hefur oftar verið viðstödd sýningar okkar erlendis, t.d. á Lyric Theatre í London,“ sagði Sveinn Einarsson leikstjóri. Nemendur í Latínuskólanum „Þetta leikrit á sér langa og skemmtilega sögu. Gamli Latínu- og dómkirkjuskólinn í Skálholti, sem er sennilega frá því um 1100, flyst til Reykjavíkur undir aldamótin 1800. Hann er þá fyrst um sinn að Hóla- völlum og þá verða til fyrstu leiknu leikritin. Fram að því hafði verið lítið um leiklist en þó að minnsta kosti sú fræga Herranótt sem var skopleg krýningarathöfn skólapilta. Þessi leikrit, sem flutt voru á Hólavöllum, eru eftir Sigurð Péturs- son. Við vitum sem sagt að þau voru frumflutt héma í Reykjavík. Svo er skólinn fluttur aftur til Bessastaða. Þá var búið að banna þetta „Herranæturhald" af því að menn héldu að þetta væri orðið of pólitískt, kominn í það angi af frönsku byltingunni. Hefðin virðist þó ekki hafa dáið alveg út, það er alit sem bendir til þess að það hafi verið einhverjar leifar af henni í Bessastaðaskóla en þangað flutti skólinn 1805 eða 1806. Sömuleiðis er vitað að piltar á árunum milli 1820-30 eru að setja saman leikrit. Leikritið, sem við fluttum fyrir Vigdísi, heitir „Álfur í Nóatúnum" og fjaflar um hreppsstjóra, sem er hinn versti skúrkur, sennilega fyrsti skúrkurinn í okkar leiklistar- sögu. Hann hefur hugsanlega átt sér einhverjar fyrirmyndir en þó er það alls óvíst. Við vitum ekki hver samdi þetta leikrit en vitum hvenær það er samið og að það er sennilega samið sem einhvers konar fram- haldsleikrit, verkið sýnt t.d. árlega og alltaf bætt einhverju við eða breytt.“ Fleiri höfundar „Meðal þeirra sem geta um þetta leikrit er Jónas Hallgrímsson. í bréfum milli hans og Tómasar Sæ- mundssonar kemur þetta fyrir á einum þremur stöðum. Menn hafa verið að leiða getum að því að Jónas hafi verið einn af höfundunum. Það er ekki hægt að sanna það en hitt er annað mál að leikritið er samið af það öruggri málkennd að það er ekkert ólíklegt. Það er hægt að geta sér til um fleiri höfúnda. Þarna voru einnig menn eins og Lárus Sigurðsson frá Geiteyjum sem var mjög efnilegur og reyndi síðar að skrifa leikrit. Það virðist því allt benda til þess að höfundar Leikþátturinn Amlóöa saga er mjög fjörugur og líflegur eins og sést glögglega á þessari mynd úr verkinu. hafi verið fleiri en einn. Maður sér á því eina handriti sem varðveist hefur að orðalagi hefur verið breytt. Það bendir til þess að höfundar hafi verið að þróa verkið eitthvað áfram. Handritið er úr stílakompu sem Ög- mundur Sigurðsson, prestur á Tjöm, varðveitti. Handritið er nú á Landsbókasafhinu. Við fluttum verkið í Bessastaða- stofu sem er matsalur forsetaseturs- ins. Trúlegt er að leikurinn hafi orð- ið til þar. Milli þess að nemendur hafi verið að gleypa í sig latínu og grísku hafa þeir búið þetta til. Hins vegar kemur fram í leiknum orða- lagið „þeir færa sig að hennar rúmi“ sem bendir til þess að þeir hafi leikiö það að hluta til uppi á lofti þar sem vistimar voru. Það bendir til þess að þeir hafi leikið það samkvæmt gamalli miðaldahefð þar sem höfð era mörg leiksvæði samtímis. í verkinu em fleiri per- sónur en sem nemur fjölda leikara hjá Bandamönnum þannig að sumir léku fleiri en eitt hlutverk. Flutningurinn á Álfi í Nóatúnum er sögulegur því verkið hafði ekki verið flutt í 170 ár og á tímabili haldið að verkið væri týnt. Við urð- um að fá færustu menn til að lesa úr verkinu, menn sem vanir era að lesa skrift þessa tíma. Tilsvörin á handritinu eru með venjulegri skrift en allar ábendingar um leik- inn era með fljótaskrift. Við erum búnir að kynna okkur verkið vel en engar ákvarðamir hafa samt verið teknar um að flytja verkið á opin- beram vettvangi. Okkur er hins vegar ekkert að vanbúnaði að gera það.“ Næg verkefni „Leikhópurinn Bandamenn varð til í kringum Bandamanna sögu sem framflutt var í Norræna hús- inu 1992, þá sem framlag hússins til Listahátíðar í Reykjavík og nor- rænnar leiklistarhátíðar. Ástæða þess að Bandamenn fóra á flakk var fyrst og fremst sú að mikið af nor- rænu leiklistarfólki kom að sjá Bandamanna sögu og það bauð okk- ur síðar út. Við eru 8 talsins í Bandamönn- um. Ég leikstýri og sem yfirleitt texta með öðram í hópnum. Hin era Borgar Garðarsson, sem býr úti í Finnlandi, Þórunn Magnúsdóttir, Felix Bergsson, Jakob Þór Einars- son, Stefán Sturla Sigurjónsson, Ragnheiður Elfa Arnardóttir og Guðni Franzson sem er bæði tón- skáld og leikari í hópnum og hans hlutur í sýningunni ekki lítill. AUt eru þetta þekktir listamenn og eftir- sóttir og vinna hér og þar. Við þurf- um því alltaf að hafa töluvert fyrir þvi að ná hópnum saman en verk- efnin era alltaf að verða viðameiri. Ýmsir aðrir hafa svo lagt hönd á plóginn um dansspor, brúðugerð, búninga og ljóshönnun og tækni- stjóri hópsins er Ólafur Örn Thoroddsen. Við leitum mjög mikið uppi gaml- ar heimildir, vinnum úr þeim, spinnum úr þeim og efnistök okkar eru að mörgu leyti sérstæð. Við prófum margar aðferðir og það eiga allir mjög mikinn þátt í verkunum. Það sem við síðan sýnum er eitt- hvað sem allir eiga bæði í og vilja standa fyrir. Metnaðurinn er þá í samræmi við það. Við treystum öll hvort öðra og þetta er samheldinn og frjór hópur enda förum við alveg okkar eigin leiðir í þessari nýsköp- un okkar á fornum menningararfl. Bandamenn hafa næg verkefni. Við erum nú að undirbúa ferð til Finnlands með Amlóða sögu. Það verk var frumflutt af okkur á Hels- ingjaeyri í byrjun mars á þessu ári vegna tengslanna við Hamlet en þar verða í ár 5 sýningar með þessu þema. Við höfum áður flutt Banda- manna sögu í einum 7 löndum og þá fréttist að við værum að vinna að nýju þema. í framhaldinu kom fyr- irspurn og leikhópnum boðið að flytja Amlóða sögu. Síðan var okkur boðið til Kaupmannahafnar og þær sýningar voru liðir i hátíðahöldum vegna þess að Kaupmannahöfn er menningarhöfuðborg Evrópu. Við fengum einnig boð til Fær- eyja sem við þáðum og fluttum þar tvær sýningar. Síðan er einnig boð á listahátíðina í Helsinki. Þar erum við annar af tveimur erlendum leik- flokkum. Svo höfum við fengið fyr- irspumir frá öðrum löndum. Það eru því næg verkefni framundan hjá Bandamönnum," sagði Sveinn. sennilega einn höfunda Jónas Hallgrímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.