Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 19
JjV LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
sviðsljós 1»
vill vera heima og elda
pasta handa Pavarotti
Samband hins ástsæla söngvara
Lucianos Pavarottis og hinnar ungu
Nicolettu Mantovani hefur tekið
talsvert pláss í heimspressunni. Þau
virðast yfir sig hamingjusöm og
Nicoletta telur enga þörf á því að
reyna að grafast fyrir um ástæðuna
fyrir því að hún varð ástfangin af
stórsöngvaranum fræga. Hún heill-
aðist af sterkum persónuleika hans
og honum tekst enn þá að gera hana
orðlausa með gjöfunum sem hann
kemur henni á óvart með.
Hjónaleysin búa á sveitasetri fyr-
ir utan Modena á ítaliu þangað til
þau flytja inn á sitt eigið heimili á
næsta ári. Þau sjá enga ástæðu til
þess að fara í felur með ástarsam-
band sitt lengur og líður eiginlega
betur eftir að það varð opinskátt.
Fyrir tveimur árum fóru tilfinn-
ingar stórsöngvarans til Nicolettu
að aukast og blossuðu loks upp
þannig að hann gat ekki falið þær
lengur fyrir henni. Hann gat ekki
lengur logið að sjálfum sér og viður-
kenndi ást sína fyrir Nicolettu sem
tók því afar vel. Nú er hún umboðs-
maður tenórsins og stendur sig frá-
bærlega í því starfi, að hans sögn.
Það sem Pavarotti líkar best í fari
Nicolettu er hversu vel gefin og
blíðlynd hún er. Þegar hún á að lýsa
Pavarotti nær hún ekki andanum
yfir því hversu stórkostlegur og
sterkur persónuleiki hann er. Hon-
um tekst að koma henni á óvart á
hverjum degi með einhverjum
glaðningi.
Nicoletta kærir sig ekki um að
lifa eins og milljónamæringur held-
ur vill hún vera heima og elda pasta
handa stórsöngvaranum. Hún reyn-
ir þó, með misjöfnum árangri, að
halda í við hann. Það gengur lítið
því að Pavarotti segir hana hreina
hörmung í eldhúsinu, sem geri það
að verkum að hann eldi oftast nær
Carey otj Holly
saman á ný
Allt virðist vera fallið í ljúfa
löö hjá gamanleikaranum Jim
Carey og leikkonunni Lauren
Holly en þau slitu sambúð sinni
í þrjá mánuði. Þau felldu hugi
saman við upptökur á kvik-
myndinni Dumb and Dumber
fyrir tveimur árum og að sögn
Peters Fallellys, leikstjóra
þeirrar myndar, sem fylgdist
með ástinni blómstra flugu
neistar á milli þeirra. Carey
hefur skotið hratt upp á
stjörnuhimininn eftir kvik-
myndina Ace Ventura sem
hann sýndi frábæran leik í.
Nýjasta mynd hans var frum-
sýnd í júní, The Cable Guy. Um
er að ræða gamanmynd, hvað
annað? Carey þykir mjög fjöl-
hæfur leikari en bestur í gam-
anleik og er hann frægur fyrir
andlitsgrettur sínar. Carey er
yngstur í fjögurra systkina hópi
og var oft einmana. Foreldrar
hans voru fátækir og um tíma
voru þau heimilislaus. Carey
þarf ekki að kvíða peningaleysi
í framtíðinni þvi myndir hans
hafa gefið af sér dágóða summu
og hann fær talsvert í sinn hlut.
Carey var giftur Melissu
Womer Carey í sjö ár en skildi
við hana árið 1991, sama ár og
móðir hans dó. Árið 1994 lést
faðir hans skyndilega en þeir
voru mjög nánir þannig að Ca-
rey hefur fengið að kynnast ein-
manaleikanum.
sjálfur. Þeim líkar illa að borða á
veitingastöðum þar sem þau eru
sjaldan ein þar.
Pavarotti á tvö önnur heimili, í
New York og Pesaro, og honum líð-
ur best um þessar mundir í íbúð-
inni í New York. Húsið í Pesaro er
of uppfullt af minningum en þau
ætla að dvelja þar í sumar eftir að
tónleikmn tenóranna þriggja lýkur.
Nicoletta lítur helst á húsið í
Modena sem heimili sitt þar sem
verið er að gera það upp fyrir þau.
Gifting hefur ekki verið ákveðin
enda taka hjónaleysin einn dag fyr-
ir í einu og eru ekki komin svo
langt. Nicolettu langar til þess að
eignast börn en hún segist ekki vera
ófrisk eins og sums staðar hafa ver-
ið getgátur um.
STORBORGAR PLUS
NEWCASTLE EIN AF10 VINSÆLUSTU BORGUM HEII
- þegar skemmtanalífið er annars vegar!
MR ERl STÆRSTll VERSLIARMIBSTÖBVAR BRETLANÐS
Þessa borg verður maður að heimsækja.
Sagan, götulífið, verslanimar, veitingahúsin,
krámar og skemmtistaðimir.
Það er allt sem mælir með þessari
sérstöku borg.
Fyrsta flokks hótel, víðfræg söfn og
skoðunarferðir á spennandi staði.
- þegar gera á góð kaup.
Fl ugfj/tf? Gisting
Verð pr. mannfrá kr:
Ógleymanleg ferð, ótrúlegt
verð, hvort heldur sem helgar-
eða vikuferð.
Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting (2ja m. herb.með morgunverði
2 fullorðnir, 3 nœtur. Brottfarir: 30. september, 7. og 14. október.
BILL UND
AIKAFLUC 4. SEPTEMBER
23.175.-
pr. mann, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára.
Innifalið: Flug og flugv.skattar.
Flogið til Billund 4. sept og heim frá
Kaupmannahöfn í september
pr. mann, 2 fullorðnir.
27.41-
Innifalið: Flug ogflugv.skattar.
Flogið til Billund 4. sept og
heim frá Kaupmannahöfn
í september
V/SA
SJÓVÁ-ALMENNAR
(S)
Nánari upplýsingar hjá
sölumönnum.
OPIÐ
ÁLAUGARDÖGUM
kl.: 10-14
Farþegar PLÚSferða fljúga
eingöngu með Flugleiðum.
FERÐIR
Faxafeni 5 108 Reykjavík. Stmi: 568 2277 Fax: 568 2274