Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 21
JLÞ\í LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 21 r m Vilhjálmur Einarsson hefur náð bestum árangri íslendinga á ÓL: Silfurverðlaun í Melbourne Enginn íslenskur íþróttamaður hefur náð jafn góðum árangri á Ólympíuleikum og Vilhjálmur Ein- arsson gerði í Melboume í Ástralíu árið 1956. Þar náði hann silfurverð- launum og bætti meðal ann- ars Ólympíumet. Vilhjálmur var spurður að því hvemig hann hefði hagað undirbún- ingi sínum fyrir leikana. „Þegar ég var við nám í Dartmouth College í New Hampshire i Bandaríkjunum fékk ég styrk síðara árið vegna íþróttaiðkunar. Það gerði mér afskaplega gott og stuðlaði mjög að framfórum hjá mér í greininni. Það var allt annað líf að geta stundað æfingar nánast allt árið um kring og skipti sköpum fyrir mig. Ég var því að vissu leyti undanfari allra íslenskra íþróttamanna sem verið hafa við nám í háskól- um í Bandaríkjunum og feng- ið íþróttastyrk, svipað og Guðrún Arnardóttir nú og Einar Vilhjálmsson, sonur minn, á sínum tíma,“ sagði Vilhjálmur. Vinna og æfingar „Þegar heim er komið um sumarið fer ég að vinna hjá húsameistara ríkisins á dag- inn og kvöldvinnu á ágætum urne. Stökkið mældist 15,83 metrar en íslandsmetið var 15,25 fyrir þann tíma. Ég fékk Ólympíunefndina og ÍR, sem hafði góð sambönd í Sviþjóð, til Vilhjálmur Einarsson í lok frægasta stökks lífs síns þegar hann setti Ólympíumet meö 16,26 metra þrístökki. ísbar í Reykjavík. Þar kynntist ég minni góðu konu. Síðan kostaði ég nú því til að hætta allri vinnu á miðju sumri til aö einbeita mér að æfmgum og keppni. Það byrjaði á því að íslenskum iþróttamönnum var boðið á alþjóðlegt mót í Rúmen- íu í júli ’56. Ég æfði mjög stíft og með þeim ár- angri að ég setti Norðurlandamet í Karlsberg í Svíþjóð. Með því stökki tryggði ég mér þátttökurétt í Melbo- að styðja mig til að fá inni fyrir okk- ar Hilmar Þorbjömsson (sem var annar íslensku keppendanna í Syd- ney) á þjálfunarstöð í Svíþjóð. Þar fékk ég aðstoð hjá Gösta Holmer, sem skrifað hafði fræga bók um frjálsar íþróttir. Ég hagaði minni þjálfun eftir bók hans og hafði tröllatrú á aðferðum hans. Svo gerist það sem ef til vill er kunnara að ég stekk 16,26 metra á Ólympíuleikunum og set Ólympíu- met. Þá var ég búinn að bæta þrí- stökkið um rúman metra á einu hausti. Síðan gerist það i fimmtu umferð að einn keppendanna nær 16,36 metra stökki. Ég náði því silf- urverðlaunum í Melbourne." Fjögur ár í bætingu „Síðan bíð ég í ein fjögur ár eftir bætingu. Ég gifti mig árið á eftir og stofnaði heim- ili og hafði nú ekki góðar að- stæður til æfinga. Sama dag og Einar sonur minn fæddist, 1. júní, náði ég ólympíulág- markinu til Róm. Seinna um sumarið stökk ég 16,70 á Laugardalsvellinum og jafn- aði gildandi heimsmet. En viku áður hafði Pólverji stokkið 17,03 en ekki var búið að staðfesta það met enn. Síðan var nokkurt basl að komast í úrslitakeppnina í Róm, en það tókst og ég stökk 16,36 i úrslitum sem nægði í fimmta sætið og var næst- besta stökk lífs míns. En það þótti engum merkilegur ár- angur, menn hafa sjálfsagt búist við gulli. Síðasta stór- mót sem ég keppti í var Evr- ópumót 2 árum seinna þar sem ég endaði í 5. sæti. Þó að ég hafi eytt mikilli orku og tíma í þrístökkið er greinilegt að í dag eyða menn KENWOOD kraftur, gœði, ending Ármúla 17, Reykjavík, sími 568.r8 840 GeisJandi BÓKASUJVIAR f i r \ . & « ®:1 miklu meiri tíma í þetta og betur er stutt við bakið á íþróttamönnum í dag. En menn eru raunsærri í kröf- um og sjá nú betur að erfitt getur verið fyrir smáþjóðir að eignast íþróttamenn í fremstu röð,“ sagði Vilhjálmur. -ÍS Valbjörn Þorláksson rifjar upp Ólympíuleikana 1964: Gutla til þess að halda mér lifandi „Eg er nú stundum að gutla við þetta enn þá til þess að halda mér lifandi,“ segir Valbjöm Þorláksson, fyrrum tugþrautarmaður, sem lenti í sama sæti og Jón Amar Magnús- son árið 1964 eða fyrir 34 áram. Á þeim tíma var ekki mikið gert úr því að menn lentu í tólfta sæti og varla minnst á það hér heima á Fróni. Valbjörn keppti á þrennum Ólympíuleikum, Róm 1960, Tokyo árið 1964 og Mexíkó árið 1968. Hann átti * ^ einnig rétt á að fara til Melbourne en þá voru ekki til pening- ar til þess að senda hann. Árið 1968 togn- aði Valbjörn á kviðnum og varð að hætta keppni í heilt ár. „Menn eru auðvitað spennt- ari fyrir því að vera í þessu eftir að farið var að styrkja íþróttina al- mennilega. Ég þurfti að leggja miklu meira á .|js mig. Ég fór í ™ vinnu og fór á æfingar á kvöldin. Maður þakkaði bara fyrir að fá að fara til út- landa,“ segir Valbjörn. Stuðningur við íþróttamennina var enginn en þeir fengu frítt far á Ólympíuleikana ásamt fæði á ’meðan á leikunum stóð. Þeir þurftu að útvega sér vasapen- inga sjálfír. „Það var varla minnst á það héma heima þegar ég varð í tólfta sæti en nú ætlar allt að verða vitlaust þegar Jón Arnar lendir i tólfta sæti. Maður varð að lenda í einu af fyrstu sætunum til að vera hampað. Mér fannst þetta ekki vera neitt til þess að tala um eða gera veður út af á sínum tíma en það hefði verið gaman að æfa áfram þar sem maður var með þeim bestu í heiminum. Þegar við vorum í Tokyo árið 1964 var ausandi rign- ing og við urðum renn- andi blautir. Keppt var á malarbraut- um þegar ég keppti á Ólymp- íuleikunum. Þegar ég lenti í tólfta sæti sigraði ég í hundrað metr- unum í mín- um riðli, fjögur hundruð metrunum og stangarstökkinu. Mig minnir að ég hafi verið sjötti í fimmtán hundruð metr- unum því ég var svo ofsa- lega slappur í því. Ég held að keppend- urnir hafi verið í kringum 36 þá,“ segir Valbjörn. Valbjörn fylgist að sjálf- sögðu með tugþrautinni í dag. Að hans mati hefði Jón Arnar átt að gera betur og hefði hæglega getað lent í fimmta eða sjötta sæti. -em Valbjörn Þorláksson lenti í tólfta sæti í tugþraut á Ólympíuleikunum í Tokyo áriö 1963. DV-mynd Pjetur Hirzlan á nýjum stað! OPIÐ UM LAU.kl.10-18 SUN.kl. 13-16 HELGINA Auðbrekku 19 Kópavogi Veggsamstæða kr. 33.250 (eins og á mynd) Margir möguleikar á uppsetnlngu Skúffuskápur á hjólum 47x45x63 kr.11.500 Skrifborð 160x80x75 kr.10.900 Hornbord 80x80x75 kr.8.950 Skrifborð 120x80x75 kr. 9.500 Vélritunarborð á hjólum 105x40x69 kr. 5.950 Bókahillur verð frá kr. 3.3Q0 Svart / hvítt / beyki/futa Kommóður verð frá kr. 8.700 Svart / Hvítt / beyki Skrífboið verð frá kr. 8.600 Svart / hvítt / beyki/fura Sjónvaipsskápar verð frá kr. 5.900 Svart / hvítt / beyki /fura / mahoni Hirzlan Auðbrekku 19 ■ Sími 564 5040 200 Kópavogur ■ Fax 564 5041 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.