Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Page 22
Á hverju sumri koma þúsundir ferðamanna til Parísar til að vera við hátíðahöldin á Bastilludaginn, 14. júlí. Og rétt fyrir þann dag tekur rannsóknarlögreglan i frönsku höf- uðborginni fram skjöl i máli en- skrar stúlku ef vera skyldi að eitt- hvert atvik tengt hátíðahöldunum á þessum degi gæti varpað ljósi á það hver myrti hana. Stúlkan hét Fiona Topham og var aðeins nítján ára. Hún kom á jám- brautarstöðina Gare du Nord síð- degis þann 5. júlí en síðan var sem jörðin hefði gleypt hana. Og það kom í ljós að það hafði i raun gerst. 17. júlí rakst ungur maður af tilvilj- un á gröf hennar í Malun-la- chapelle, um þrjátíu kólímetra utan Parísar. Enginn vissi hvar Fiona hafði verið dagana eftir að hún hvarf en rannsókn leiddi í ljós að henni hafði ekki verið kynferðislega misboðið. Henni hafði hins vegar verið misþyrmt og hún barin. Á úlnlið líksins fannst armband. „Au pair" Fiona fór til Frakklands til að taka að sér að gæta bama hjá fjöl- skyldu í Montauban í suðvestur- hluta Frakklands. En hún hafði ákveðið að dveljast eina helgi hjá gamalli vinkonu sem bjó í París. Hún hét Seti Shans, var af írönsku bergi brotin og bjó í íbúð nærri Place Victor Hugo en það er nærri Montmartre og vinstri bakka Signu. Enginn vafi leikur á því að Fiona kom til Parísar en hún hafði ekkert samband við Seti Shans. Þegar Fiona kom ekki hélt Sheti að hin enska vinkona hennar hefði breytt ferðaáætlun sinni og farið beina leið til Montauban. En það reyndist ekki rétt. Lengi hefur verið ljóst að ungar stúlkur, sem koma einar síns liðs til Parísar, geta lent í höndum mann- ræningja sem stunda hvíta þræla- sölu. Er setið fyrir þeim, einkum á jámbrautarstöðvum, þær lokkaðar burt og þeim síðan gefin deyfilyf. Eru sumar stúlknanna neyddar til að starfa á hómhúsum í París, Márseilles eða öörum stórborgum en aðrar eru fluttar úr landi á laun og sendar til starfa í sams konar húsum í Norður-Afríku. Þriggja daga þjáningar Líkskoðun leiddi í ljós aö Fiona gæti hafa orðið fómardýr manna af því tagi sem stunda hvíta þræla- sölu. Allt benti til þess að henni hefði verið rænt og ástæðumar gátu ekki verið margar því ekki var Fiona fjáð og gekk ekki með dýra skartgripi. Þá hafði armband henn- ar ekki verið tekið. Á úlnliðum hennar og ökklum voru greinileg merki um að hún hafði verið bund- in á höndum og fótum og heftiplást- ur hafði verið límdur yfir munn hennar. Ljóst varð sömuleiðis að Fiona hafði barist mikið um eftir að bönd- in höfðu verið lögð á hana. Þegar réttarlæknar höfðu iátið uppi álit sitt um hvenær Fiona hafði dáið þótti víst að þrír dagar hefðu liðið frá því hún kom til Gare du Nord og þar til hún var kyrkt. Tæknimenn rannsóknarlögregl- unnar fundu með smásjám örsmáar rauðar trefjar á úlnlið Fionu. Frek- ari rannsókn á þeim leiddi í ljós að þæi^ vora úr reipi af þeirri tegund seni franskir leigubílstjórar nota þegar þeir binda niður farangur. Þessi niðurstaða þótti skref í þá átt að upplýsa morðið en jafhframt var ljóst að umfangsmikil rannsókn biði. Úleysanlegt verkefni? í París starfa að minnsta kosti sextán þúsund leigubílstjórar og hluti þeirra bíður alla jafna eftir viðskiptavinum við Gare du Nord. Að auki em í borginni nokkur hundmð ólöglegra leigubílstjóra og nota margir þeirra sams konar reipi og þeir löglegu. Þaö var því ljóst að hefði Fiona tekið leigubíl yrði að yfirheyra fjölmarga, hugsanlega svo marga að því yrði ekki við komið. Franska lögreglan hefur stundum verið sökuð um getuleysi en það verður ekki sagt að hún hafi legið á liði sinu við að reyna að upplýsa þetta morðmál. Byrjað var að ræða við alla leigubílstjóra sem hugsan- lega gátu hafa verið við Gare du Nord þegar Fiona kom þangað með lestinni. í bílum þeirra var leitað að reipum sem notuð era við að reyra niöur farangur ef vera mætti að. þannig mætti rekja sig fram til morðingjans. En skyndilega breytti óvænt atvik rannsókn málsins. Leigubílstjóri gaf sig fram og kvaðst hafa ekið Fionu Topham frá jám- brautarstöðinni. Saga sem dregin var í efa Leigubílstjórinn var fimmtugur, Pierre Boudal að nafni. Hann sagði rannsóknarlögreglunni að hann hefði ákveðið að gefa sig fram til þess að létta rannsóknina. Hann hefði lesið um hvarf ensku stúlkunnar og gæti upplýst að hann hefði tekið hana upp í bíl sinn við Gare du Nord og ekið henni til Place Victor Hugo. Þangað sagðist hann hafa komið með hana um sjöleytið að kvöldi 5. júlí og hefði hann séð hana hverfa þar inn um dyr. En vinkona Fionu, Seti Shans, haföi sagt, eins og áður kom fram, aö hún hefði aldrei komið til henn- ar. Frásögn Boudals þótti í fyrstu sennileg og líkleg til þess að leiða rannsóknarlögreglumenn á slóð morðingjans. En þegar fréttin um frásögn Boudals kom í blöðunum hafði maður einn samband við lög- regluna og skýrði frá því að hann hefði séð Boudal við gransamlegt at- hæfi þremur dögum eftir hvarf Fi- onu. Þá hefði leigubílstjórinn verið að þrífa bíl sinn að innan og hefði verið greinilegt að honum hefði ver- ið mjög í mun að gera það sem best. Þessi frásögn varð til þess að varpa grun á Boudal og var hann nú tek- inn til yfirheyrslu, enda ástæða til að ætla að hann hefði gefið sig fram við lögregluna vegna ótta við að ein- hver, sem hefði séð hann aka Fionu, gæfi sig fram og kæmi sér því betur að sýnast hafa áhuga á aö aðstoða við lausn málsins. Fjarvistarsönnun Bíll Boudals var tekinn til gaum- gæfilegrar rannsóknar. Tæknimenn fundu í honum reipi af þeirri teg- und sem Fiona hafði verið bundin með. Þá fannst rauð mussa í rasla- tunnu viö heimili leigubílstjórans og var hún sams konar og sú sem hún hafði veriö með á ferðalaginu. Á mussunni var mold og leifar af visnum blöðum sem gátu verið úr skóginum við Malun-la-chapelle. Boudal hélt fast við að hann væri saklaus og sagði sem fyrr aö hann hefði ekið ensku stúlkunni á Place Victor Hugo. Kona hans og böm gerðu tilraun til að veita honum fjarvistarsönnun og sögðu hann hafa komið heim um sjöleytið að kvöldi 5. júlí og ekki farið út aftur það kvöld. Rannsóknarlögreglu- menn drógu hins vegar í efa sann- leiksgildi yfirlýsingar ættingjanna og granuðu Boudal um morðið. Reyndar vora í hópi lögreglumann- anna þeir sem töldu nær fullvíst að Boudal væri morðinginn. Hann var því handtekinn, yfirheyrður hvað eftir annað og loks úrskurðaður í gæsluvarðhald sem stóð í þrjá mán- uði. Franskt ráttarafbrigði Á þeim tíma sem Boudal var í varðhaldi tókst ekki að afla full- nægjandi sannana fyrir sekt hans. Þá kom það til að ýmsir innan rétt- arkerfisins efuðust um sekt hans. Þegar Boudal hafði hótað hungur- verkfalli í fangelsinu var hann lát- inn laus gegn tryggingu þar til rétt- arhöld færa fram. Af þeim varð hins vegar ekki. Þess í stað var grip- ið til þess réttarafbrigðis sem í al- mennu tali nefnist „rannsóknar- dómarinn". í slíkum tilvikum er skipaður rannsóknardómari og í þetta sinn var það Maxime Duconte en þessir dómarar hafa á að skipa sérstökum rannsóknarmönnum. Þeir voru að störfum í tvö ár en að þeim tíma loknum lýsti Duconte yfir því að þar eð ekki hefði tekist að afla nægra sönnunargagna yrði ekkert af málshöfðun. Það er á valdi rannsóknardómara að taka ákvörö- un af þessu tagi og kemur málið því hvorki til kasta kviðdómenda né annarra. Þegar Duconte hafði tilkynnt ákvörðun sína létu margir rann- sóknarlögreglumenn í ljósi óá- nægju. Þótti sú fullyrðing konu og bama Boudals að hann hefði komið heim um sjöleytið þann 5. júlí, það er skömmu eftir að hann sagðist hafa ekið Fionu Topham til Place Victor Hugo, ósennileg og lík til- raun til yfirhylmingar. Hluti af stærra vanda- máli Starfsliði rannsóknardómarans hafði ekki tekist að varpa ljósi á ástæðu þess að til Boudals hafði sést þegar hann var önnum kafinn við að þrífa bíl sinn að innan án þess að geta gefið viðhlítandi skýringu á því hvers vegna nauðsynlegt hefði verið að gera á honum svo umfangsmikla hreingerningu. Pierre Boudal var laus allra mála en allt til þessa dags era ýmsir rannsóknarlögreglumenn þeirrar skoðunar að hann hafi sagt ósatt um það sem geröist að kvöldi 5. júlí og næstu tvo daga eða þar til Fiona Topham var kyrkt. Málið er því enn óupplýst en eins og fyrr segir tekur lögreglan fram skjölin árlega og ber einstök atriði saman við tilkynning- ar um mannshvörf fyrir Bastillu- daginn, ef vera kynni að hinn seki fremdi annað mannrán sem tengd- ist honum á einhvem óskýrðan hátt og eitthvað kæmi þá fram sem gæfi nýjar vísbendingar um hver hann er. En með hverju árinu verður að sjálfsögðu ólíklegra að mál Fionu verði nokkru sinni upplýst. Þá kem- ur til að það er aðeins hluti af stærra vandamáli því þótt ótrúlegt sé hverfa árlega um sjö þúsund ung- ar stúlkur í frönskum borgum og bæjum. Margar þeirra hverfa við jámbrautarstöðvar og fæstar þeirra finnast nokkra sinni aftur. LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 Fiona Topham. Hér rakst ungur maður á gröfina af tilviljun. Tveir rannsóknarlögreglumenn með mussuna. Fiona ætlaði að vera í Montmartre á Bastilludaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.