Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Síða 34
42
\tánlist
Fimmtu vikuna er hún í
fyrsta sæti. Hún hefur sýnt fram
á að hún er ein besta söngkona
sem þjóðin hefur átt og er þar
að auki ansi myndarleg. Hver er
konan? Auðvitað hún Emilíana
Torrini. Hún er á toppnum með
lagið Lay Down úr leikritinu
Stone Free.
Hástökkið
Greifarnir gáfu nýlega út
plötu, Dúkka upp, og hefur þeim
gengið ansi vel að endurheimta
sess sinn sem ein vinsælasta
hljómsveit landsins. Enn ein
sönnunin fyrir þessu er að þeir
eiga hástökk vikunnar, Sumar-
nótt, sem geysist upp um 13 sæti
og kemur sér fyrir í 13. sætinu.
Vonandi eru þeir Greifar ekki
hjátrúarfullir.
Hæsta
nýja lagið
Jarvis Cocker og félagar hans
í Pulp stökkva beint upp í 3. sæt-
ið með lagið Mile End. Þeir eru
greinilega staðráðnir í að
hnekkja veldi hennar Emilíönu
Torrini. Ef þeir halda þessari
siglingu gætu þeir jafnvel unn-
ið slíkt stórvirki.
Prinsinn
slapp
Listamaðurinn sem eitt sinn
kallaði sig Prince vann á dögun-
um mál sem ung stúlka hafði
höfðað gegn honum. Söngkonan
Nikki Shau fór í mál vegna þess
að Prince notaði mynd af henni
utan á plötu sína með laginu The
Most Beautiful Girl in the
World, án hennar samþykkis að
hún hélt. En rétturinn var á
öðru máli vegna þess að Shau
hafði sent Prince snældu með
lagi eftir sig og umræddri mynd,
eftir að Prince hafði auglýst eft-
ir myndum af fallegum stúlkum
í New York Times. Þar með,
sagði rétturinn, afsalaöi Shau
sér rétti til myndarinnar og
Prince því heimilt að nota hana
að vild.
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 3
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
ís / L EI CSKI LISTINN NR. 182 v ikuna 10.8. - 16.8. ' 8 6
ÞESSI VIKA SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKURÁ LISTANUM r 4 & pr 46 í
QD 1 1 6 ...5, VIKA NR. f... LAY DOWN EMILIANA TORRINI (UR STONE FREE)
<D 2 3 6 GIVE ME ONE REASQN TRACY CHAPMAN
Cjp 1 ... NÝTTÁ USTA ... MILE END PULP
NÝTT
4 7 14 4 MINT CAR CURE
5 3 5 5 OPNAðU AUGUN þlN KOLRASSA KROKRIðANDI
G) 6 9 4 WHERE IT'S AT BECK
7 4 2 6 NO WOMAN NO CRY FUGEES
8 5 4 5 BORN SLIPPY UNDERWORLD (TRAINSPOTTING)
G) 15 23 3 GOLDFINGER ASH
13 - 2 BOOM BIDDY BYE BYE CYPRESS HILL & FUGEES
11 10 11 4 FREE TO DECIDE CRANBERRIES
12 9 19 4 WHAT GOES AROUND COMES AROUND BOB MARLEY
Cl3) 26 2 ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... SUMARNOTT GREIFARNIR
19 20 3 A DESIGN FOR LIFE MANIC STREET PREACHERS
05) 14 17 4 CANDY MAN EMILIANA TORRINI
CjD 11 8 5 ONLY HAPPY WHEN IT RAINS GARBAGE
© 20 21 3 CHANGE THE WORLD ERIC CLAPTON (THE PHENOMENON)
18 11 7 12 TONIGHT TONIGHT SMASHING PUMPKINS
(5a) 20 - 2 MISSING YOU TINA TURNER
•<S> 21 NÝTT 1 WANNABE SPICE GIRL
16 | 16 12 THEME FROM MISSION: IMPOSSIBLE ADAM CLAYTON 8. LARRY MULLEN
© 1 WILD DAYS FOOL'S GARDEN
23 12 8 10 SOMEBODY TO LOVE JIM CARREY
<S) 24 - 2 IN TOO DEEP BELINDA CARLISLE
(25) 30 31 8 MYSTERIOUS GIRL PETE ANDRE
26 21 18 7 THAT GIRL MAXI PRIEST & SHAGGY
27 18 15 11 CHARITY SKUNK ANANSIE
NÝTT 1 KAFFI TIL BRASILIU STEFAN HILMARS & MILUONAMÆRINGAR
29 28 30 7 DON'T STOP MOVIN' LIVIN'JOY
30 25 27 4 ROCK WITH YOU QUINCY JONES
© 32 _ 2 SPINNING THE WHEEL GEORGE MICHAEL
32 17 13 3 BLURRED PIANOMAN
33 22 10 10 UNTIL IT SLEEPS METALLICA
© NÝTT 1 BARA þU STJORNIN
© 36 _ 2 DAY WE CAUGHT THE RAIN OCEAN COLOUR SCENE
36 23 12 7 ILLUSIONS CYPRESS HILL
37 27 24 6 TAKE A RIDE ROB'N'RAZ
38 NÝTT 1 TWISTED KEITH SWEAT
39 31 22 6 LIGHT MY FIRE MIKE FLOWERS POPS
40 39 33 4 DINNER WITH DELORES PRINCE
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenskilistinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmdaf markaðsdeild DVihverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
a hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekur pátt i vali "World Chart" sem framleiadur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
989
BYLGJAN
GOTT ÚTVARPI
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla:,Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backrr
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Bannað að herma
eftir Jackson
Kona nokkur 1 Bretlandi,
Mikki Jay að nafni, hefur um
nokkra hrið haft það fyrir at-
vinnu að herma eftir Michael
Jackson. Hefur hún gert mikla
lukku enda nær hún öllum tökt-
um stórstjömunnar svo vel að
sumir segja að hún sé jafnvel
betri en Jackson sjálfur! Nú á
dögunum hugðist Jay koma
fram í gervi Jacksons í sjón-
varpsþætti á Granada sjónvarps-
stöðinni. Húsbændur þar á bæ
vildu hins vegar alls ekki sjá
slíkt guðlast í sínum húsum að
kona kæmi fram í gervi karl-
manns og það sjáifs erkiengils-
ins Michaels Jacksons. Nei ó nei,
ekki til að tala um; henni væri
hins vegar velkomið að koma
fram í gervi einhverrar konu, en
alls ekki karlmanns. Jay ætlar
ekki að láta þetta yfir sig ganga
og hefur nú hótað Granada-
mönnum málaferlum alla leið til
Evrópudómstólsins ef með þarf.
Björk í
barnahjálpina
Björk Guðmundsdóttir kemur
fram á stórri tveggja daga tón-
leikahátíð í Lundúnum 13. og 14.
september næstkomandi ásamt
mörgum af vinsælustu hljóm-
sveitum Bretlands. Hátíðin nefn-
ist Top of The Pops Weekend og
rennur allur ágóði af henni til
barnahjálpar. Meðal þeirra sem
þarna koma fram ásamt Björk
eru Cast, Sleeper, Ocean Color
Scene, Terrorvision. Boyzone,
East 17 og The Outhere Brothers.
Rick James
sloppinn út
Funkarinn og rokkarinn Rick
James er kominn af Hrauninu
eftir að hafa afplánað tvö ár af
fjögurra ára fangelsisdómi sem
hann hlaut fyrir kynferðislegt of-
beldi gegn tveimur konum á sín-
um tíma. Hann er hinn brattasti
eftir tugthúsvistina og segist
ætla að taka upp þráðinn þar
sem frá var horfið í tónlistinni
auk þess sem hann ætlar að gifta
sig. James segist hafa notað tím-
ann í fangelsinu til að semja lög
og texta og eigi nóg af efni á plötu
sem hann reiknar með að komi
út í byrjun næsta árs.
-SþS-
• • • • . . - ■- .• ■ ..
1