Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 35
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 199.6
imglinga
Önnum kafinn unglingur í spjalli hjá DV:
Skemmtilegt að hafa mikið að gera
Undanfamar vikur hefur mikið
verið rætt um unglinga og atvinnu-
leysi ásamt drykkju um verslunar-
mannahelgina og fleira í neikvæð-
um dúr. Það gleymist stundum í
umræðunni að margir unglingar
vinna hörðum höndum í sumarfrí-
inu og með skólanum og komast
ekki á útihátíðir vegna vinnu eða
hreinlega langar ekki til að veltast
um í misjöfnu ástandi.
Guðbjörg Guðmundsdóttir er ný-
orðin sextán ára en hún hvorki
reykir né drekkur og fór ekki á úti-
Guðbjörg Guömundsdóttir er önn-
um kafin sextán ára stúlka sem nýt-
ur þess aö hafa mikið aö gera.
hátíð um verslunarmannahelgina
heldur þjónaði í brúðkaupi ættingja
sinna. Guðbjörg er ímynd heil-
brigðra unglinga en hún vann í
unglingavinnunni í sumar, passar
börn eftir að henni lauk, þjálfar tvö
lið í fótbolta auk þess að æfa sjálf
fótbolta með Fjölni í öðrum flokki
meistaradeildar. Guðbjörg leikur
þar hægri bakvörð.
„Það hefur hist þannig á að ég hef
verið beðin um að hjálpa til í brúð-
kaupum hjá ættingjum mínum.
Stundum koma tímabil þegar ég hef
mjög mikið að gera. Mér þykir það
mjög skemmtilegt því annars leiðist
mér. Ég hef náttúrlega minni tíma
til þess að sinna félögunum en það
gerir ekki mikið til þar sem ég fæ
félagsskap í gegnum fótboltann,"
segir Guðbjörg.
Guðbjörg þjálfar, auk þess að æfa
knattspyrnu, sjöunda flokk karla og
sjötta flokk kvenna i sumar. Hún
hefur þjálfað annað liðanna í eitt ár.
Hvernig lítur annasamur dagur
Guðbjargar út?
„í sumar fór ég í unglingavinn-
una á morgnana og beint þaðan til
þess að þjálfa annan flokkinn. Strax
þar á eftir þjálfaði ég hinn flokkinn.
Þá hafði ég rétt tíma til þess að fara
heim og skipta um föt til þess að
fara sjáif á fótboltaæfmgu. Á kvöld-
in fór ég síðan út til þess að hitta
vini mína. Ég hef oftast nær haft
svona mikið að gera. Það koma
einnig tímabil þegar ég passa börn,
til dæmis þegar dagheimili eru lok-
uð, en það geri ég núna í tvær vik-
ur. Þess á milli passa ég stundum á
kvöldin.
-em
M
Guöbjörg passar þá Alexander og Atla Geir Lárussyni á meöan dagmamman er í sumarfríi.
DV-myndir JAK
Endalaust
framhjáhald
- hjónaband Micks Jaggers stendur á brauðfótum
Mick Jagger er nú hundeltur af
einkaspæjara því eiginkonu hans,
Jerry Hall, er farið að ofbjóða fram-
hjáhald kappans. Einkaspæjarinn
hefur þegar skrifað þykkar skýrslur
um ferðir stjörnunnar og eru þar
m.a. lýsingar af ferðum hans í næt-
urklúbba Londonborga'r í fylgd sér
mikiu yngri
kvenna.
Fyrir ein-
ungis tveim-
ur vikum
sást til hans
yfirgefa dýrt
og fínt hótel
eftir að hafa
eytt þar
nóttinni
með fyrir-
sætu. Hann
skráði sig
undir folsku
nafni en
einkaspæj-
arinn náði
mynd af
honum
brosandi út
að eyrum
við að
snæða
morgunverð
á hótelinu.
„Jerry lít-
ur út fyrir
að verða
óhamingjusamari með hverjum deg-
inum sem líður. Maður sér hana
orðið aldrei brosa,“ er haft eftir ná-
granna þeirra hjóna en sagt er að
hún sé að fá alveg nóg af kappanum
þrátt fyrir að hafa á sínum tíma
skrifað Jagger bréf þar sem hún lof-
ar að elska hann að eilífu án allra
skuldbindinga og gefur honum leyfi
til að sænga hjá öðrum konum.
„Ég vonaði alltaf að þetta myndi
eldast af honum og að hann myndi
ekki halda fram hjá mér aftur. Við
höfum virkilega lagt okkur fram en
það er ekkert jafn niðurlægjandi og
að elska hann svo mikið að maður
fyrirgefi þessa
lesti hans,“
sagði Jerry í
viðtali nýlega.
Hinn 52 ára
Mick, sem er
fimm barna
faðir og á tvö
barnabörn,
hafði lofað að
hætta að fara
á bak við konu
sína eftir
framhjáhaldið
með hinni
gullfallegu
ítölsku fyrir-
sætu, Cörlu
Bruni, sem er
12 árum yngri
en kappinn.
Hann flaug
m.a. til
Taílands til að
hitta Cörlu
daginn eftir að
Jerry fæddi
dóttur þeirra,
Georgiu. Þá
hringdi Jerry í Cörlu og sagði henni
að láta eiginmann sinn í friði en sú
síðarnefnda skellti á. Haft var eftir
Jerry að henni fyndist lágmark að
eiginmaður væru við hlið konu
sinnar þegar hún væri nýbúin að
eignast barn.
Þótt Mick Jagger hafi veriö með eiginkonu
sinni í næstum 20 ár er ekki þar meö sagt
aö hann hafi verið henni trúr.
w hliðin
Ég hata að tala í símann
- segir Emilíana Torrini
Emilíana Torrini er eitt
„heitasta" poppgoðið
þessa dagana en hún
syngur eitt aðalhlut-
verkið í söngleiknum
Stone Free sem notið
hefur gífurlegra vin-
sælda. Geisladiskurinn
rýkur út eins og heitar
lummur og Emilíana
hefur i nógu að snúast.
Hún sýnir hér á sér
hina hliðina.
Fullt nafn: Emilíana
Torrini.
Fæðingardagur og ár:
16. maí 1977.
Maki: Enginn.
Börn: engin.
Bifreið: engin.
Starf: Tónlistarmaður.
Laun: Voðalega mis-
jöfn. Stundum ekkert
og stundum fullt.
Áhugamál: Útilegur og
allur matur, gaman að
prófa eitthvað nýtt.
Hefur þú unnið í
happdrætti eða lottói?
Já fullt. Ég vinn alltaf
ef ég tek þátt. Ég vann
einu sinni rúmar 6 þús-
und krónur þrisvar í
röð og einu sinni tólf
þúsund. Ég er þó alfarið á móti
þessu.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Borða mat, fara í útileg-
ur og vera með skemmtilegu fólki.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Tala við leiðinlegt fólk,
versla og að tala í síma. Ég hata að
tala í sima og sjá ekki fólkið sjálft
og viðbrögð þess. Ég fríka alveg út.
Uppáhaldsmatur: Kolkrabbi i
tómat á ítalska vísu.
stjórninni? Bæði og.
Hvaða persónu langar
þig mest til að hitta?
Divine.
Uppáhaldsleikari: Eng-
inn.
Uppáhaldsleikkona:
Engin.
Uppáhaldssöngvari:
Tom Waits.
Uppáhaldsstjórnmála-
maður: Enginn.
Uppáhaldsteikni-
myndapersóna: Ég man
ekki hvað hún heitir.
Hún er í japönsku teikni-
myndunum.
Uppáhaldssjónvarps-
efni: X-Files og dýralífs-
þættir.
Uppáhaldsmatsölu-
staður/veitingahús:
ítalia og Thailand.
Hvaða bók langar þig
mest að lesa? Kóraninn
á íslensku. Ég er að ljúka
við Hringadróttinssögu.
Hver útvarpsrásanna
finnst þér best? X-ið.
Uppáhaldsútvarpsmað-
ur: Fossi.
Hvaða sjónvarpsstöð
horfir þú mest á?
Discovery Channel.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Enginn.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Proto-X í Frankfurt, Þýskalandi.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: Ekk-
ert.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Að syngja.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Ég fór til Napólí og Frankfurt í
mai.
-ingo
Uppáhaldsdrykkir Emilíönu Torrini eru vatn, léttvín og viskí.
DV-mynd PÖK
Uppáhaldsdrykkur: Vatn, léttvín
og viskí.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Ég er
antisportisti.
Uppáhaldstímarit: Ég les yfirleitt
aldrei tímarit, bara bækur.
Hver er fallegasti karl sem þú
hefur séð? Alexander Nemov,
einn af Rússunum á Ólympíuleik-
unum, og leikarinn Tim Roth.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkis-