Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 52
60
tffvikmyndir
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 DV
Sími 553 2075
Frábær spennumynd í anda Chinatown meö úrvalsliði leikara.
Mullholland Falls er mynd sem enginn unnandi bestu
sakamálamynda má láta fram hjá sér fara. Aðalhlutverk: Nick Nolte,
Melanie Griffith, Chazz Palminteri, Michael Madsen, Chris Penn,
Treat Williams, Daniel Baidwin, Andrew McCarthy og John
Malcovich. Leikstjóri: Lee Tamahori (Once Were Warriors).
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B.i. 16 ára.
UP CLOSE & PERSONAL
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15.
NICK OF TIME
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.l. 16 ára.
VONIR OG VÆNTINGAR
Sýnd kl. 2.45. Miðaverð 300 kr.
THE CABLE GUY MRS. WINTERBOURE
Sýnd kl. 3, 5 og 11. Sýnd kl. 7 og 9.
Sýnd kl 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára.
Miðaverð 550 kr.
Þær eru ungar,
og kynngimagna
Þær eru vægsat
göldróttar
Það borgar sig
að fikta við óku
Yfimáttúrule
ögrandi og
tryllíngslei
spennumyd e
■ leikstjóra
„Threesome
,.The Craft“...
Sími 551 9000
THE TRUTH ABOUT
CATS AND DOGS
Abby er beinskeyttur og
orðheppinn stjórnandi
útvarpsþáttar. Noelle er
gullfalleg fyrirsæta með
takmarkað andlegt atgervi.
Ljósmyndarinn Ben verður
ástfanginn af persónutöfrum
Abby en útliti Noelle. Gallinn er
bara sá að hann heldur að þær
séu ein og sama manneskjan.
Aðalhlutverk: Uma Thurman
(Pulp Fiction), Janeane Garofalo
og Ben Caplin.
Sýnd 3, 5, 7, 9 og 11.
APASPIL
í BÓLAKAFI
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
„NÚ ER ÞAÐ SVART“
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
B.i. 14 ára.
SKÍTSEIÐI JARÐAR
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
Stranglega b.i. 16 ára.
Já J M J j
Fargo ★★★Á
Frábær mynd frá Coen- bræðrum þar sem þeir gera
sögu byggða á sönnum atburðum að listrænu skáld-
verki með dökkum húmor. Leikur mjög góður með
Frances McDormant fremsta meðal jafningja. -HK
Bréfberinn ★★★★
Mynd sem þrungin er miklum mannlegum tilfinn-
ingum, áhugaverðum persónum, hárfínum húmor og
frábærum leik er hvalreki á fjörur kvikmyndaáhuga-
manna og slík mynd er II Postino. -HK
Kletturinn ★★★
Rússíbanaferð frá upphafi til enda. Leikstjórinn
Michael Bay sýnir snilldartakta og er með nokkurs
konar sýnikennslu í því hvemig á að gera góða
spennumynd úr þunnri sögu. Sean Connery og
Nicholas Cage standa sig vel. -HK
Trufluðtilvera > <>
Nöturleg og áhrifamikil mynd um líf nokkurra
sprautufíkla í Edinborg, ástir og ævintýri þar sem
leikarar og leikstjóri fara á kostum. -GB
ToyStory ★★★
Vel heppnuð tölvuteiknimynd frá Disney sem segir
einstaklega skemmtilega og „mannlega" sögu af lífinu
í leikfangalandi. Aðaltöffaramir, Bósi og Viddi, ná
sterkum tökum á áhorfendum. íslensku leikaramir
komast vel frá sínu. -HK
Sérsveitin ★★★
Skemmtileg og spennandi mynd með snjallri úr-
vinnslu í átakaatriðum. Tom Cmise hefur ekki verið
betri í spennumyndum og Brian de Palma er í finu
formi og hefur ekki sýnt slíkan styrk við stjómvölinn
frá því hann gerði The Untouchables. Of áberandi
hversu sagan er götótt. -HK
Persónur í nærmynd ★★★
Vel gerð og dramatísk kvikmynd um tvær mann-
eskjur á fréttadeild sjónvarps. Michelle Pfeiffer og Ro-
bert Redford eins og sköpuð fyrir hlutverkin en
minna af tilfinningum og meira af fréttamennsku
hefði ekki skaðað. Einnig sýnd í Regnboganum. -HK
Fuglabúrið ★★★
Robin Williams gefúr Nathan Lane eftir sviðið en
Lane er óborganlegur í hlutverki „eiginkonunnar" í
fjörugum farsa frá Mike Nichols. Gene Hackman og
Hank Azara eiga einnig góðar stundir. -HK
Mullholand Falls ★★★
Sérlega vel stflfærð sakamálamynd um fjórar lögg-
ur í Los Angeles á fimmta áratugnum. Persónur
mættu vera skýrari og spennan aðeins meiri, en sag-
an er áhugaverð og kvikmyndataka, sviðsetning og
klæðnaður eins og best verður á kosið. -HK
Sannleikurinn um hunda og ketti ★★★
Sniðug saga og einstaklega heillandi leikkonur
(Uma Thurman og Janeane Garofalo) gera Sannleik-
ann um hunda og ketti að góðri skemmtun. Og boð-
skapurinn gæti verið: Ekki er allt sem sýnist. -HK
i Bandaríkjunum
- aðsókn helglna 26. til 28. júlí.
Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur.
Independence Day er nú orðin mest sótta kvikmynd ársins og er að
nálgast toppmyndirnar á listanum yfir mest sóttu myndir allra tíma.
Ekkert lát virðist vera á aðdókn að myndinni í Bandaríkjunum. Saka-
málamyndin A Time To Kill heldur að vísu fyrsta sæt-
inu og er aðsókn að henni með miklum ágætum, en
þrátt fyrir að hafa verið sýnd i rúman mánuð þá
er Independence Day örugg í öðru sæti listans
og það kæmi ekki á óvart þótt vinsældir mynd-
arinnar kæmu af stað skriðu af framtíðarmynd-
um eins og Star Wars gerði
á sínum tíma. í þriðja og
fjórða sæti listans eru nýj-
ar myndir. Matilda er
gerð eftir þekktri sögu
Roald Dahl um unga
stúlku sem notar hug-
arorku til að ganga frá
þeim fullorðnu sem hún
ekki þolir og er fjölskylda
hennar í þeim hópi. Ungu
stúlkuna leikur Mara Wil-
son, sem lék saklaus-
ari telpu í Mrs. Dou-
btfire. Danny
DeVito leikstýrir
myndinni og leikur
eitt aðalhlutverkið.
Einnig leikur stórt hlut-
verk eiginkona hans,
Rhea Perlman og sjást
þau hér á myndinni.í
hlutverkum sínum. í
fjórða sæti er svo
spennumyndin Chain
Reaction með Keanu
Reeves og Morgan
Freeman í aðalhlutverk-
um. -HK
Tekjur í milljónum dollara Heildartekjur
1. (1) A Time to Kill 13,26? 41,499
2. (2) Independence Day 10,996 241,874
3. (-) Matilda 8,208 8,208
4. (-) Chain Reaction 7,545 7,545
5. (3) Phenomenon 5,084 81,127
6. (5) Kingpin 4,502 13,685
7. (4) Courage under Fire 4,455 42,662
8. (7) The Nutty Professor 4,170 109,910
9. (6) Supercop 2,522 10,035
10. (8) The Adventures of Pinocchio 1,929 8,304
11. (9) Multiplicity 1,927 17,602
12. (11) The Frighteners 1,479 13,865
13. (10) Fled 1,424 13,990
14. (18) Trainspotting 1,402 3,201
15. (13) Eraser 1,356 93,272
16. (14) The Hunchback of Notre Dame 1,244 91,489
17. (12) Kazaam 1,888 15,789
18. (17) The Rock 1,055 126,531
19. (16) Harriet the Spy 1,026 23,767
20. (15) Joe’s Apartment 0,769 3,752
HVERNIG VAR
MYNDIN?
Black Sheep
Jón Þór Elfarsson:
Mér finnst myndin mjög góð.
Fyndin og skemmtileg.
Ásta Friðriksdóttir:
Mér finnst hún ágæt. Stund-
um of vitlaus samt.
Helgi Finnur Stefánsson:
Mér þykir þessi mynd mjög
góð. Alveg frábær.
Brynhildur Pétursdóttir:
Myndin er alveg ágæt. En ekk-
ert sérstök.