Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Fólksflótti og kreppa í vestfirsku atvinnulífi: Hér eru miklir burðarás- ar atvinnulífs í uppnámi „í mínum huga er ástandið mjög alvarlegt en það þýðir þó ekki að það sé allt komið í kaldakol. Við erum með einhver blóm í haga. Ég get nefnt Hrönn hf., Togaraútgerð ísafjarðar, Sléttanes hf., Bakka hf. og Hraðfrystihúsið í Hnífsdal. Það liggur þó fyrir að hér eru miklir burðarásar atvinnulífs í uppnámi. Mér er engin launung á því að þar er um að ræða íshúsfélag ísfirðinga og Norðurtangann sem bæði eru stór hluti af sögu ísafjarðar. Þeirra vandi er þó ekkert sérstakur að því leyti að hann er sá sami og í öðrum flakafrystihúsum, hvorki verri né betri en annarra," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri í ísafjarð- arbæ, um þann vanda sem steðjar að atvinnulífi í ísafjarðarbæ. í DV í gær var haft eftir Ásgeiri Guðbjarts- syni, útgerðarmanni á ísafirði, að hann hefði aldrei séö það eins svart í vestfirsku atvinnulífi og nú. Krist- ján Þór tekur undir það en segir að - segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri í ísafjarðarbæ til séu lausnir þar sem hafa verði hagsmuni fyrirtækja að leiðarljósi. „Þau ráð sem sveitarfélagið hefur eru í sjálfu sér almenns eðlis. Það er alveg ljóst að við höfum ekkert fiár- hagslegt bolmagn til þess að leggja fiármuni til atvinnulífsins; það kemur ekki til greina og verður ekki gert. í annan stað á bæjarsjóð- ur hlut í tveimur útgerðarfyrirtækj- um, Togaraútgerð ísafiarðar og Sléttanesi. Þau eru ágætlega stæð og það liggur fyrir að fulltrúar sveitar- félaganna hafa samþykkt að taka þátt í þessari samrunaáætlun sem er í gangi. Eftir eru hluthafafundir til endanlegrar samþykktar. Það er því fyrirliggjandi að sveitarfélagið er reiðubúið til að leggja fram sinn part til að koma þessum hlutum á hreyfingu," segir hann. „Ég sé fyrir mér öflugt fyrirtæki sem er með lögheimili í ísafiarðar- bæ. Ég horfi á sveitarfélagið sem eina heild. Þegnar sveitarfélagsins, Kristján Þór Júliusson segir Ijóst að bæjarfélag hans, Isafjarðarbyggð, hafi enga fjármuni aflögu til að koma vestfirsku atvinnulffi til hjálp- ar. Hann segir að bæjarfélagið geti iagt til tvö sterk fyrirtæki inn í stærri sameiningu fyrirtækja og það fyrir- tæki verði að ráð sjálft hvar og hvernig það vinnur. hvort sem þeir búa í Þingeyrar-, Flateyrar-, Suðureyrar-, ísafiarðar- eða Hnífsdalshverfi, eiga allir jafn- an rétt til þjónustu frá sveitarfélag- inu. Það sem sveitarfélagið er að vinna að á að vera með hagsmuni heildarinnar í huga. Fyrirtækið mun sjálft verða að meta það hvem- ig það hagar sínum rekstri. Það er ekkert vandamál fyrir íbúana að fara á milli staða vegna atvinnu sinnar, það virkar auðvitað í báðar áttir. Þingeyringar geta sótt vinnu til ísafiarðar og ísfirðingar ekkert síður til Þingeyrar," segir Kristján. - Nokkur uggur hefur verið með- al Þingeyringa vegna þess að frysti- togari þeirra, Sléttanes, er inni í sameiningarpakkanum ásamt Tog- araútgerð ísafiarðar á sama tíma og frystihús þeirra er lokað. Ætlar bæj- arfélagið að beita sér fyrir því að frystihúsið í Þingeyrarhverfi fari af stað aftur? „Sléttanes og Fáfnir eru óskyld Emma Bonino, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, vill aö sambandiö veröi beinn þátttakandi í síldarviöræöum íslendinga, Norömanna, Rússa og Færeyinga. DV-mynd Sveinn Sjávarútvegsstjóri ES: Vill beina aðild að síldarviöræðunum - fiskurinn virðir ekki landamæri Emma Bonino vill að Evrópusam- bandið verði fullgildur. aðili að samningum um nýtingu norsk- ís- lenska síldarstofnsins á við íslend- inga, Norðmenn og Rússa og Færey- inga. Hún telur þetta mun skynsam- legra heldur en að þjóðimar fiórar semji fyrst sín í milli og semji síðan við Evrópusambandið. Á blaðamannafundi í gær ítrek- aði Emma Bonino þessa skoöun sina og aðspurð um rök fyrir henni sagði hún: „Hvers vegna ekki?“ Hún sagði að fiskurinn virti ekki landa- mæri þótt ýmsir kannski óskuðu að svo væri. Auk þess ættu ríki Evr- ópusambandsins ríkan sögulegan rétt til veiða á N-Atlantshafinu. Það væri því mun vænlegra til árangurs að Evrópusambandið yrði beinn að- ili að síldarviðræðunum. -SÁ Ríkisendurskoðun tekur Byggðastofnun út: Telur Byggöastofn- un stefnulausa - viU svipta hana sjálfræði í nýrri sfiómsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðunar á Byggðastofn- un segir að verulega skorti á að Byggðastofnun hafi markað skýra stefnu um það hvar eigi að styrkja byggð í landinu, hvers vegna og með hvaða hætti. Ríkisendurskoöun telur að þar sem markmið laga um hlutverk og skyldur stofnunarinnar séu mjög al- mennt orðuð sé nauðsynlegt að stofnunin sjálf skilgreini nánar hin lögboðnu markmið. Það hafi hún hins vegar ekki gert á þeim 11 árum sem liðin era frá því að lögin voru sett og ekki skilgreint hvað felst i þjóðhagslega hagkvæmri þróun byggðar, hvað sé óeðlileg byggða- röskun eða hvar sé lífvænleg byggð. Stofnunin hafi því ekki skýr og mælanleg viðmið við úthlutun byggðastuðnings síns. Ríkisendurskoðun telur að leggja skuli af almenna lánastarfsemi Byggðastofnunar og í framhaldi af þvi sé eðlilegt að íhuga breytingar á stjómsýslulegri stöðu hennar í þá veru að hún fari í raun undir for- ræði forsætisráðuneytis, eða eins og það er orðað: „... Álmennu stjóm- sýslusambandi verði komið á milli forsætisráðherra og stofnunarinnar. Það feli m.a. í sér að forsætisráð- herra fari með yfirstjórn en stofn- unin og stjóm hennar beri ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum." -SÁ Liðvagn í gær var brotiö blaö í almenningssamgöngum á höfuöborgarsvæðinu. Þá tók SVR í þjónustu sína 150 farþega liðvagn. Vagninn er sá fyrsti sem SVR festir kaup á og sá eini sinnar tegundar á landinu. Vagninn mun fyrst í staö aka leiö 111, frá Lækjartorgi í Breiöholt. DV-mynd S Þú getur svarað þessari spurningu með því aö hringja í síma 9041600 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei M Styður þú kröfuna um tvöföldun lágmarkslauna? j rödd FOLKSINS 904 1600 fyrirtæki í dag. Það var tekin um það ákvörðun af Þingeyringum og fleirum fyrir tveimur árum að skipta upp fyrirtækinu. Sléttanes hefur ekki lagt upp ugga til vinnslu á Þingeyri í langan tíma og mér er kunnugt um að sfiórn fyrirtækisins hafði lagt drög að því að senda skip- ið á rækjuveiðar og ekki er rækju- vinnsla á Þingeyri. Það breytir því engu fyrir Þingeyringa í dag hvar Sléttanesið leggur upp sinn afla,“ segir Krisfián Þór. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir at- vinnulíf hér i ísafiarðarbæ að fyrir- tækin nái með einhverjum hætti að rétta úr kútnum. Bæjarfulltrúar verða að hugsa þessi mál með heild- arhugsmuni sveitarfélagsins í huga en ekki einstakra hverfa í heildinni. Þetta þýöir þó ekki að bæjarstjóm taki ekki með einhverjum hætti á vanda einstakra hverfa," segir Krisfián Þór. -rt stuttar fréttir ■ Aurskriða á ísafirði | Aurskriða féll ofan við ísaflörð laust fyrir klukkan I 14.30 í gær. Skurður ofan við byggðina tók við skriðunni en Ö litlu mátti muna að illa færi. | Engin hús skemmdust. Sjón- ? varpið greindi frá. Í Sjóvá-Almennar lækka 1 Sjóvá-Almennar hafa lækkað 1 bílatryggingar um 16%. Auk : þess býður félagið meðlimum :: stofiis eða þeim sem taka fleiri : tryggingar allt að 26% afslátt. Húsnæðisstofnun Félagsmálaráðherra telur að j endurskipuleggja verði Hús- næðisstofnun. Stjórnsýsluend- urskoðun Ríkisendurskoðunar j á stofhuninni er á lokastigi. RÚV segir frá. Ný ríkisstofnun Náttúruvemd ríkisins er ný , ríkisstofnun sem tekur til starfa um áramót. Stjórnarformaður I er Sigmundur Guðbjarnason prófessor. RÚV segir frá. ÍFótboitaglaðningur Stöð 2 og Sýn hafa tryggt sér einkarétt á útsendingum leikja í ensku úrvalsdeildinni á leikár- inu 1997-1998. Alls er um 90 leiki að ræða. Þá fékkst einnig einka- sýningarréttur á ensku bikar- keppninni 1998-2000 og leikjum í Kóka kóla bikarkeppninni og upphafsleik ensku knattspym- unnar sem kenndur ér við Góð- gerðaskjöldinn, Charity Field, 1997-1999. Leiðtogafundur 10 ára Forsætisráðherra og borgar- sfióri Reykjavíkur ætla að j halda tveggja daga málþing 2. i og 3. október nk. í tilefni af 10 1 i ára afmæli leiðtogafundarins í j Höfða. Þátttakendur verða bæði j j frá Bandaríkjunum og Rússl- í J andi og dóttir Reagans mætir ; fyrir hans hönd. Skyndiverkfall í MS l Dagsbrúnarmenn í Mjólkur- , | samsölunni gerðu í morgun : ! skyndiverkfall vegna óánægju f abónusgreiðslur og upp- ;mál og komst dreifing kur og mjólkurafurða ekki íg í verslanir á höfuðborg- æðinu fyrr en undir hádegi r. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.