Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 19
3L>V LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 19 Emma Bonino segist viija lögleiða kannabis: Reykja hass á kaffi- húsi bæjarstjórans Emma Bonino, framkvæmda- stjóri sjávarútvegs-, mannúðar- og neytendamála hjá Evrópusamband- inu, vakti mikla athygli í sjónvarps- viðtali í vikunni þegar hún lýsti þeirri skoðun sinni að hún vildi lög- leiða kannabis. Sagði Bonino að timi væri kominn til að endurskoða þær aðferðir sem notaðar hefðu ver- ið til að takmarka útbreiðslu og neyslu fikniefna sl. 20 ár en þær hefðu falist í að banna efnin með lögum. Ljóst væri að sú aðferð hefði ekki borið tilætlaðan árangur. Ræktun eða framleiðsla fikniefna í heiminum hefði aukist og neyslan hefði aukist í öllum löndum Evrópu- sambandsins með tilheyrandi af- brotum. Því væri tímabært að end- urskoða þessi mál í ljósi reynslunn- ar og kanna nýjar leiðir með það fyrir augum að minnka neyslu og afbrot. En Bonino undirstrikaði að hún væri eftir sem áður á móti neyslu fikniefna. Ekki mætti túlka skoðun hennar þannig að hún væri hlynnt auknu frjálsræði í þessum efnum. Ekki einsdæmi Þó Emma Bonino hafi komið á óvart er skoðun hennar síður en svo einsdæmi. Þær raddir hafa gerst há- værari víða í Evrópu að endurskoða beri þær leiðir sem farnar eru til að stemma stigu við fikniefnaneyslu. Lögleiðing kannabisefna muni leiða til mikillar fækkunar afbrota og mun minni neyslu harðari efna. í Danmörku er á leiðinni frum- varp sem gerir ráð fyrir að ríkið annist fria dreifingu á heróíni til eiturlyfjasjúklinga. Þannig verði stemmt stigu við afbrotum sem þeirri neyslu tengjast og fótunum kippt undan sölumönnum dauðans. Þar er hassneysla útbreidd og frí- staðnum Kristjaníu ekki verið lokað þrátt fyrir að fikniefnaneysla þar sé yfirvöldum þymir í augum. í Sviss hefur lögleiðing kannabis- efna komið til atkvæða í nokkrum kantónum og er á góðri leið með að verða að veruleika i einni þeirra. í San Francisco í Bandaríkjunum er rekið „kaffihús" sem eingöngu er ætlað þeim sem þjást af banvænum sjúkdómum og geta sannað það. Þangað liggur stríður straumur sjúklinga sem kaupa hass og mari- júana til að taka með heim eða neyta á staðnum. Var litið á stofnun staðarins sem hagsmunamál fyrir þessa sjúklinga sem ekki þurfa leng- ur að pukrast með misindisfólki í húsasundum vilji þeir kaupa þessi efni. Hefur staðurinn fengið að starfa óáreittur. í Bandarikjunum er umræða um lögleiðingu kanna- bisefna alltaf í gangi. „Kaffihús" á vegum bæjarins En engir eru jafn frjálslyndir og umburðarlyndir og Hollendingar. Þó sala og neysla fikniefna sé þar bönnuð að lögum hafa yfirvöld um árabil lokað augunum fyrir slíkri iðju sé hún stunduð í smáum stíl. „Kaffihús“ í Amsterdam og víðar eru vel þekkt en þar neyta gestir kannabisefna. Er talið að um 5 pró- sent Hollendinga neyti kannabis- efna reglulega. Hefur neysla harðari efna snarlækkað þar undanfarin ár en eiturlyfjasúklingar þar eru helm- ingi færri en í öðrum Evrópulönd- um. En fáir hafa gengið jafn langt og bæjarstjórinn í bænum Delfzijl. Þar var gróskan á „kaffihúsum" bæjar- ins farin að verða áhyggjuefni, sér- staklega sú staðreynd að þar virtist höndlað með önnur og harðari efni en kannabis. Því lét bæjarstjórinn loka „kaffihúsunum“ í einni aðgerð og setti í staðinn eitt slíkt upp á veg- um bæjarins. Heitir það Paradox og er staðsett við hliðina á bókasafn- inu. Þar geta áhugasamir, 18 ára og eldri, sest niður og sogið að sér hinn forboðna reyk kannabisplöntunnar. Hass leysir engin vandamál Á Paradox er, hversu undarlega sem það hljómar, rekinn áróður gegn neyslu fikniefna. „Notið hass ánægjunnar vegna en ekki gegn streitu og óöryggi. Hass leysir engin vandamál," segir í dreifibréfi Para- dox. Forstöðumaðurinn segir að hin almennu skilaboð séu að nota ekki fíkniefni. En vilji menn það sé áhersla á að gera það á eins heil- brigðan og meðvitaðan máta og hægt er. „Eitt er víst. Þó hass verði bannað mun fólk samt vilja neyta þess,“ segir forstöðumaðurinn. Bæjarstjórinn segist tryggja að þarna fáist alltaf góð efni en segist ekki hugsa um hvernig þeirra er afl- að. Lögreglan lætur innkaup staðar- ins í friði. Ríkisstjórn Hollands fylgist náið með þróun mála á Paradox en litið er á stofnun þess sem jákvæða til- raun til að færa fikniefnaneyslu á jákvæðari brautir. Sams konar stað- ir eru í undirbúningi í fleiri bæjum og borgum. Umburðarlyndi Hollendinga hef- ur ekki átt upp á pallborðið meðal annarra Evrópusambandsríkja og hafa ráðamenn, sérstaklega ná- grannalandanna Þýskalands og Frakklands, beitt þá þrýstingi til að taka harðar á fiknefnamálum. Ný stefna Breta Þó Bretar beiti refsilögum gegn neylsu fikniefna og hafa, eins og aðrar Evrópusambandsþjóðir, beðið Hollendinga um að endurskoða um- burðarlynda afstöðu sína, hefur rík- isstjórn Breta viðurkennt að fyrri hræðsluherferðir skiluðu ekki til- ætluðum árangri. í tímaritinu Economist mátti í vor lesa grein þar sem nýrri stefhu breskra stjóm- valda gagnvart vandanum var fagn- að. í herferðinni sé einfaldlega við- Frá „kaffihúsi f Amsterdam þar sem kannabisefna er neytt án afskipta lög- reglu. Bæjarstjórinn í bænum Delfzijl hefur stofnsett eitt siíkt í von um aö koma fíkniefnaneyslu á jákvæöari brautir. %!önd Emma Bonino vill lögleiða kanna- bis. urkennt að fikniefnaneysla sé afar útbreidd meðal ungs fólks og verði það hvort sem menn vilja opna aug- un fyrir því éður ei. Og að sá hræðsluáróður sem stundaður hafi verið sé ekki vænlegasta leiðin til árangurs. Er vitnað í nýjar kannan- ir þar sem fram kemur að helming- ur 16-19 ára unglinga segist hafa neytt fikniefna. Samkvæmt niður- stöðunum hafa um 40 prósent karla á þrítugsaldri neytt fikniefna og fjórðungur kvenna. Hefur ríkisstjórnin því kúvent í afstöðu sinni. I nýju herferðinni er spjótunum beint að foreldrum í rík- ari mæli, þeir eigi að sýna gott for- dæmi, m.a. með því að drekka minna. Er grafið undan þeirri sann- færingu margra að hassreykingar leiði til neyslu „harðari" efna. „Reynið ekki að hræða börnin ykk- ar með hryllingssögum. Þær virka ekki og verða frekar ósannfærandi í eyrum þeirra sem prófað hafa fikni- efni og þekkja áhrif þeirra," segir í bæklingi stjórnvalda. Reuter, Herald Tribune, Economist o.fl. er eitt stærsta vandamál nútímans B-vítamín og C-vítamín eru nauð- synleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum, auk þess að vera undirstaða ótal annara þátta líkamsstarfseminar. Vítamín í B-STRESS eru sérvalin næringarefni fyrir taugarnar. Þau gegna auk þess mikilvægu hlutverki fyrir heilbrigð efnaskipti, hárvöxt, heilbrigt hörund og heilbrigða starfsemi hjarta og æða. Fœst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éh. iBÍIsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! TOPPGÆÐI A BOTNVERÐI Glettilega gott verð frá framleiðanda gerir okkur kleift að bjóða þér hágæða sjónvarp, nánast á verksmiðjuverði. Reynslan hefur leitt í Ijós aö betra er að vera fyrri til í svona tilfellum. Litasjúnvarp • íslenskt textavarp • Fullkomin fjarstýring • Black Line - svartur mvndlampi • 40w Nicam Stereo hljómgæði • Persónulegt mínní á llt, birtu og hljóði • Allar aðoerðir blrtast á skjá • Sjálfvirk stöðvaleitun • Svefnrofil5-120mín. • Tengi fyrir auka hátalara • Heyrnatólstengi • 40 stöðva minni • 2 Scart-tengi N t= sýnilegir yfirburdakastir TVC2B2 Tilboðsverð = Kr. 59.9DD stgr. Fullt verð kr. 69.900 stor ■= Umboðsmenn ■ U allrVESTURLAND: Hlióima Akianesi. tauplélig Borgtirðinga. Borgamesi. Blómsiunellir. Hellissandi. Euim Hallgrímssoa Gnindarfirli.VESlFIRDIH. Ralbiið Jónasar Þórs. Patrekstirði Póllina Isaliröi NDRBURLAIiD: Lf Sleingrimsljarðar. Hólmauik. II V-Húnvetninga. Hvammslanga. If Húnvetninga. Blönduósi. Skaglirðingabúð. Sauðárkrnki. HEA. Balvík. Hljómver. taeyii Öryggi Húsavik. Brð. Raulartióln. AUSIllRLAND: If Héiaðsbúa. Egilsslóðum. If Vopnlnðinga. Vopnaliiði. If Heiaðsbúa. Seyðisliiði. If fáskiúðsljaiðar. Fóskiúðsliiði. IASL Ojúpavogi. IASK. Hiln Homaliiði. SIIBURLAND: If Ainesinga .Hvolsvelli. Uosfell Hellu. Heimstikni. Selfossi. Radióiás. SeBossi. II Amesinga Sellossi. Rás. Móksóóln. Bnmnes, Veslmannaevjum. REYkJANES: Ralborg, Gríndavik Rafmæni. Hatnartiiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.