Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 26
 Fljótir að aðlagast vestrænum venjum Brúöur og minjagripir eru mjög áberandi verslunarvarningur í Prag. 26 Heilahimnubólga Heilhimnubólgufaraldur virð- ist vera í uppsiglingu í Rúmen- íu. Tuttugu og fjórir hafa látist úr sjúkdómnum og smit hefur greinst hjá 417 einstaklingum. Af þeim eru 49 börn. Fargjaldastríð Mikið far- gjaldastríö er nú haflð í innanlands- I flugi í Banda- ríkjunum. Flugfélögin | USAirog American Airlines hafa auglýst 45% lækkun á flugleiðum sínum innan- lands og Trans World Airiines hefur tilkynnt áform um að lækka fargjöld um 55% á þeim flugleiðum þar sem samkeppni ríkir við hin flugfélögin. ÍErfitt fyrir nýliða Nokkurrar óánægju gætir vegna nýrra laga sem banda- rísk flugfélög hafa sett til að auka öryggi í flugi. Nýju lögin gera smærri flugfélögum og ný- liðum í bransanum erfitt um vik og mörg þeirra sjá fram á aö fara á hausinn. Yfirflug leyfilegt Um árabil | hefur stjórn N-Kóreu ekki leyft | flugfelögum annarra landa að fljúga í sinni lofthelgi en i næsta mánuði verður breyting á þvi. Það eru aðallega flugfélög sem fljúga á milli Kína og Bandarikjanna sem munu hagnast á þessari breytingu því þau hafa þurft að leggja lykkju á leið sína fram að þessu. Það eru ekki mörg lönd í Evrópu sem státa af meðaltalshagvexti upp á 5,2% mörg undanfarin ár, aðeins 3% atvinnuleysi og einkafyrirtæki velta meira en tveimur þriðju þjóð- arframleiðslunnar. Atvinnuleysi í höfuöborg landsins er ekki einu sinni mælanlegt. Þessu státar Tékk- land af og höfuðborgin Prag. Lánshæfi landsins á alþjóðamark- aði er með því hæsta sem gerist og efnahagslífið þykir byggja á traust- um grunni. Forsætisráðherrann, Vaclav Haus, hefur það á yfirlýstri stefnuskrá að stefna að háþróuðum kapítalisma í ætt við stefnu Thatcher í Bretlandi. Landið er galopið fyrir erlendu fjármagni og talið er að um 400 milljaröar króna hafi runnið í upp- byggingu frá erlendum fjárfestum frá því jámtjaldið féll. Tékkland gekk inn í OECD fyrir tæpu ári, fyrst allra austantjaldslandanna. Talið er að Tékkland hafi hagnast mjög á að slíta stjómmálatengslum sínum við Slóvakiu, en þar em mál- efni mun skemur á veg komin. Slóvakar era á mun hægari siglingu til markaðsvæðingar. Benzar og BMW Allt hjálpast að við efnahagsupp- bygginguna. Ferðamenn fengu skyndilega áhuga á landinu og ekki síst á höfuðborginni Prag, sem þyk- ir með þeim áhugaverðari í Evrópu í dag. Á tímum kommúnistastjóm- arinnar þótti borgin ekkert sérstak- lega spennandi, grá, líflaus og hafði upp á lítið að bjóða. Nú spretta upp eins og gorkúlur verslanir, veitinga- staðir og áhugaverðar byggingar. Fyrir nokkrum áram vora Tra- bantar og aðrar austantjaldsbifreið- ar algengar á götum Prag, en nú eru þær óðum að hverfa og í staðinn renna glæsireiðar um strætin, Benz- ar og BMW-bifreiðar. Menn mega ekki gleyma því að þrátt fyrir að vera fyrram kommún- istaríki, var Tékkóslóvakía frekar vel efnað ríki og gegndi reyndar mikilvægu hlutverki í heimsveldi Austurrikis-Ungverjalands og því allar forsendur fyrir hendi þegar járntjaldið loksins féll. Tékkar era í nánum tengslum við frændur sína í norðri, Þjóðverja. Verslun landsins, bæði út- og innflutningur, er einna mest við Þýskaland og einnig Aust- urríki. Flestar fjárfestingar utan frá koma frá Þýskalandi en einnig tölu- vert frá Bandaríkjunum. Fyrir áratug var ekki mikið um að vera á götum Prag. Núna yfir sumartímann er krökkt af ferða- mönnum, svo mikið að mörgum þykir nóg um. Fjöldi ferðamanna jókst um heil 13% í sumar miðað við síðasta ár. Umferðarþunginn í borginni er orðinn mikill, sérstaklega yfir há- annatímann, og nú era uppi hávær- ar raddir um að banna bifreiðar í miðhluta borgarinnar. En Tékkar hafa takmarkaðar áhyggjur af þeirri þróun og finnst hún vera lít- ið gjald fyrir nýfengið frelsi. Dekstur í mat Þeir sem farið hafa til Prag era flestir sammála um að matur er af- skaplega góður, en hætt er við að menn verði að fara í megrun eftir smádvöl í borginni. Þykkar sósur, krem, kökur og ísar eru mjög áber- andi í mataræðinu. Það er engin til- LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Alltá uppleið ííákklandi: viljun að 56% dauðsfalla í Tékk- landi má rekja til hjartasjúkdóma enda eru Tékkar sjálfir lítið fyrir það að halda aftur af sér í mat og drykk. Engin þjóð í heiminum drekkur eins mikið af bjór og Tékk- ar. Veitingastaðir eru af mörgum gerðum og stærðum og misgóðir eins og gengur. Ekkert vandamál er að leita uppi góða veitingastaði og verðið er - enn sem komið er - lægra en Evrópubúar eiga að venj- ast í álfunni. Venjan er að bæta um 10% þjórfé á reikningana. Heldur erfiðar gæti reynst að finna góða gistingu. Þar era Tékkar nokkuð aftarlega á merinni, en ný hótel spretta upp hvaðanæva um borgina, nánast í hverri viku og þau nýju eru flestöll aðlöguð kröfum V-Evr- ópubúa. -ÍS Dublin: Beint leiguflug - frá 6 þáttbýlisstöðum á íslandi Þeir sem búa ekki á höfuðborgar- svæðinu þurfa oftast nær að hafa meira fyrir utanlandsferðunum en þeir sem era búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Þeir veröa í flestum tilfell- um að leggja fyrst á sig ferðalag á suðvesturhorn landsins áður en lagt er í hann til útlanda. En vísir er kominn að jöfnuði í þessum málum. Ferðaskrifstofan Ratvís býður beint leiguflug til Dublin á írlandi frá Pat- reksfirði, ísafirði, Vestmannaeyj- um, Egflsstöðum, Akureyri og Reykjavík. „Flogið verður með nýlegum 80 sæta flugvélum írska flugfélagsins CityJet. Það flugfélag var valið besta flugfélag ársins í Bretlandi og írlandi 1994-95 og hefur auk þess hlotið ótal önnur verðlaun fyrir þjónustu og gæði,“ sagði Einar Ólafsson, markaösstjóri Ratvíss. „Flugeiginleikar vélanna gera þær ákjósanlegar fyrir íslenskar að- stæður þar sem þær hafa fjóra hreyfla og geta því flogið mjög hægt og bratt. Þessar vélar era notaðar mikið í Færeyjum þar sem aðstæð- ur eru svipaðar og á íslandi. Flug- tími til Dublinar er 2,5-3 klst. Af- greiðslutími vélanna hér heima er mjög stuttur og því er bið farþega í algjöru lágmarki." Afsláttarmiðar „Ferðimar til Dublin eru annars vegar þriggja daga helgarferðir frá fimmtudegi til sunnudags og fjög- urra daga ferðir frá sunnudegi til fimmtudags. Hótelin eru í háum gæðaflokki og íslensk fararstjórn. Farþegar Ratvís fá í hendur afslátt- armiða fyrir vörur og þjónustu, ferðapeninga (vacation money) frá írskum ferðamálayfirvöldum. Vert er að minnast á það að fé- lagasamtök og starfsmannafélög hafa nú möguleika á að fara í einka- ferð úr sinni heimabyggð þar sem vélamar era aðeins 80 sæta. í tengslum við slíkar ferðir er unnt að bjóða upp á ýmsa valkosti, svo sem sérstakar skemmtiferðir, árshá- tíðarkvöldverð og fleira. Verðið á mann miðað við tvo í herbergi er 31.302 krónur miðað við staðgreiðslu. Innifalið í því er flug, gisting í 3 nætur (eða fjórar í miðri viku), akstur til og frá flugvelli er- lendis og íslensk fararstjórn. Hótel- in era í háum gæðaflokki nálægt miðbæ Dublinar. Þau eru Parli- ament, 5 stjörnu hótel við helsta verslunar- og veingahúsahverfið, Hotel Montrose nálægt háskólanum, Tara Towers við Dublin-flóa og skammt frá verslunarhverfinu og einnig er mögulegt að gista á Berkeley Court, 5 stjörnu hóteli við Landowne Road.“ Gestrisni og glaðværð „Dublin er borg fyrir þá sem vilja skemmta sér. Tónlistin dunar og verslanir bjóða upp á vörar á heimsmælikvarða á mjög hagstæðu verði. Veitingastaðimir í Dublin era ófáir og bjóða rétti fyrir þá allra kröfuhörðustu. Ekki má gleyma írum sjálfum. Þeir eru frægir fyrir gestrisni sína og glaðværð og ekki spillir fyrir að þeir era einna líkast- ir okkur íslendingum í háttum og venjum. Það er engin tilviljun að mörgum íslendingum finnst eins og þeir séu að koma „heim“ þegar þeir heimsækja Dublin. Frá því að kynningin fór af stað hefur aðsóknin í ferðimar verið geysilega góð og greinilegt að lands- byggðarfólk tekur svona nýbreytni í ferðamáta fegins hendi. Það er þó rétt að -taka fram að þeir sem vilja tryggja sér sæti þurfa að gera það sem allra fyrst, því fyrstir koma - fyrstir fá,“ sagði Einar. -ÍS .y-'Ý'-'l 1ps-1 'rt' Þaö er ekki að ástæðuiausu sem írland er kölluö eyjan græna. Náttúrufeg urö og gróandinn blasir ails staöar við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.