Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 28
28 {fíelgarviðtalið LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Viðar Þór Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, varð fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum: Obótamenn komast upp með að eyðileggja framtíð ungra manna - segir Guðmundur Sigurðsson, íþróttaþjálfari og faðir Viðars Þórs Frænkur mínar hoppuðu frá en það var næstum því keyrt á hnéð á annarri þeirra. Þeir óku á mig og ég lá á húddinu á bílnum um 40-50 metra og datt svo af þegar þeir tóku skarpa beygju uppi á horni og lenti með andlitið beint á götunni," út- skýrir hann og bætir við að fjöldi vitna hafi verið að árásinni og at- burðarásinni allri. Lögreglumenn úr Breiðholtslög- reglunni voru að sjálfsögðu kaliaðir til og komu á staðinn innan nokk- urra mínútna en þá voru árásar- mennimir, ökumaðurinn og þrír farþegar, á bak og burt. Guðmundur gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að rannsókn málsins. Hann er til dæmis mjög ósáttur við að lög- reglumennirnir hafi valið Viðar Þór úr hópi vitna „þar sem fólkið stóð gapandi og vildu endilega yfirheyra hann þar sem hann stóð illa á sig kominn með sundurtætt fötin“ í stað þess að hefja strax eftirför eða ræða við vitnin. Eftir skamma stund yfirgaf lög- reglan stúdentsfagnaðinn til að leita að árásarmönnunum en það var ekki fyrr en fjórum dögum seinna sem þeir vora boðaðir til skýrslu- töku og það þó að vitnin gæfu upp bílnúmerið og aðrar ábendingar sem hefðu átt að leiða til handtöku. Sárkvalinn af verkjum Fjölskylda Viðars Þórs er mjög ósátt við hlut lögreglunnar og dóms- kerfisins í málinu. Guðmundur seg- ir að í lögregluskýrslu frá árásinni segi að Viðar Þór, „stórslasaður maðurinn með heilaáverka og taugaskaða, tvöfalt höfuð vegna bólgu og öryrki eftir árásina", eins og Guðmundur lýsir því, hafi virst drukkinn. Sannleikurinn sé hins vegar sá að hann hafi aðeins verið búinn Guðmundur Sigurösson segir að fjölskyldan sé mjög ósátt við hlut iögreglu í málinu. Hann bendir til dæmis á að fjórir sólarhringar hafi liöiö þar til lögreglan boöaði árásarmennina til yfirheyrslu og því hafi þeir haft nógan tíma til aö koma sér saman að skála tvisvar í freyðivíni þetta kvöld. Guðmundur telur að lögreglan hafi átt að kalla þegar í stað á sjúkrabíl með tilliti til atburða í stað þess að yfirheyra Viðar þarna á staðnum en ekki var kallað á sjúkrabíl. Foreldrar Viðars Þórs keyrðu hann upp á slysadeild um nóttina og fóru svo aftur með hann síðdegis á sunnudeginum. Hann var þá orðinn sárkvalinn af verkjum. Og átti eftir að fara í fleiri rann- sóknir næstu daga og vikur. Löggan vissi ekkert Furðulegur seinagangur ein- kenndi rannsókn árásarinnar strax frá upphafi, að sögn Guðmundar. Hann segist hafa hringt í lögregluna síðar um nóttina eftir að hafa keyrt Viðar Þór á slysadeildina til að inna eftir því hvort árásarmennirnir væru fundnir. Svörin hafi verið á þann veg að lögreglumenn hafi ekið hring um Breiðholtið sömu nóttina og svipast um eftir árásarmönn- unum en ekki séð þá - og það þrátt fyrir að hafa bílnúmerið. Guðmund- ur segir að sér hafi þótt þessi svör undarleg. „Auknar gi'unsemdir vöknuðu hjá mér snemma næsta morgun þeg- ar engin vitneskja fékkst um at- burði næturinnar hjá Breið- holtslöggunni. Dagvakt var tekin við og mennirnir á henni vissu ekk- ert um málið. Um hádegi var ég mættur á Hlemmstöð og þar urðu menn forviða við fyrirspum um eitthvert árásarmál um nóttina. Þeir töldu að það væri örygg- lega komið til RLR miðað við lýsingu atburða. Á þessari stundu vissum við foreldrar drengs- ins ekki hvort hann væri í lífshættu,“ út- skýrir Guðmundur. „Viö erum reiö vegna þess aö sonur okkar, ungur og efnilegur piltur meö framtíöina fyrir sér, er skaöaður til lífstíöar og árásarmennirnir ganga laus- ir,“ segir Guömundur Sigurösson. Viöar Þór er meö 25 prósenta varanlega örorku og metinn meö tímabundna 75 prósenta örorku hjá Tryggingastofn- un. Hann fær slæm höfuöverkjaköst og þarf aö taka inn mikið af lyfjum. „Ég hringdi í RLR og þá vissu þeir auðvitað ekkert frekar um þetta mál, tóku þó skýrslu og sögðu mér að slaka á, þeir myndu kíkja á þetta á þriðjudagsmorgun. Á mánudeginum fékk ég sömu svör, að ég ætti að slaka á og það yrði ör- ugglega bráðum far- ið að skoða þetta mál,“ segír hann og bætir við að lög- reglan hafi borið við að um hvíta- sunnuhelgi væri að ræða og fáir lög- reglumann þvi á vakt. Á mánudagskvöld- inu og þriðjudeg- inum eftir árás- sögðu fjöl- ma um einhverja „hlálega" samsuöu. miðlar frá árásinni að frumkvæði Guðmundar og segir Guðmundur að starfsmaður Lögreglustjóraembætt- isins í Reykjavík hafi hringt í sig á miðvikudeginum, beðist afsökunar fyrir hönd embættisins og lofað að rannsókn málsins og framvinda þess fengi algjöran forgang. Guð- mundur segir að starfsmaðurinn hafi einnig lofað sér að lögreglan myndi skoða sín innri mál í fram- haldi af þeim mistökum sem átt hefðu sér stað og því hafi hann lát- ið gott heita. Mistök viðurkennd i í DV 25. maí 1994 var greint frá árásinni á Viðar Þór og þar kom fram að hann hefði verið kinn- og rifbeinsbrotinn og borið aðra áverka. Þar segir einnig að lögregl- an hafi strax fengið uppgefið núm- erið á bítnum, sem árásarmennirnir óku, og sömuleiðis nafn á einum árásarmannanna. Þrátt fyrir þetta hafi þeir ekki verið handteknir. í DV daginn eftir segir Friðrik Gunnarsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, að málið hafi við fyrstu skoðun ekki litið alvarlega út og þvi hafi það ekki hlotið jafnhraða meðferð og ella. í fréttinni er haft eftir honum að vinnubrögð lögreglunnar innan- húss verði tekin til endurskoðunar til að menn læri af mistökunum. „Við erum reið vegna þess að son- ur okkar, ungur og efnilegur piltur með framtíðina fyrir sér, er skaðað- ur til lífstíðar og árásarmennirnir ganga lausir. Hann fær gríðarleg höfuðverkjaköst og er á stanslaus- um svefnlyfjum og flogaveikislyfj- um,“ segir Guðmundur Sigurðsson, íþróttaþjálfari hjá ÍR. Viðar Þór Guðmundsson, efnileg- ur knattspyrnumaður úr Fram, fyrrum leikmaður í drengja- og ung- lingalandsliðinu, varð fyrir stór- felldri líkamsárás fyrir nokkrum árum. Hann er með 25 prósenta var- anlega örorku og er tímabundið 75 prósenta öryrki að mati Trygginga- stofnunar. Vegna áverkanna fer hann nú á hægagangi gegnum sál- fræði við Háskóla íslands. Varla þarf að taka fram að hann neyddist til að hætta allri íþróttaiðkun strax eftir árásina. Það var á útskriftardaginn frá Verzlunarskóla íslands fyrir rúm- um tveimur árum, vorið 1994, að fjölskylda Viðars Þórs og vinir, rúmlega 20 manna hópur þegar árásin var gerð, voru saman komin á heimili hans í efra Breiðholti í Reykjavík til að samfagna þessum áfanga. Nýstúdentinn Viðar Þór gekk út í garð ásamt vini sínum og var þar á spjalli þegar hann sá mann á vappi fyrir utan húsið. Þar með var framtíð hans ráðin og líf þessa efnilega unga manns lagt í rúst á nokkrum augnablikum. Vmsamlegast beðinn að fara „Hann heyrði örugglega ein- hverja músík héðan og labbaði að húsinu. Ég kannaðist við andlitið á kauða þó að ég þekkti hann ekki neitt. Ég bað hann vinsamlegast um að fara en það fór illa í hann og hann rétti upp höndina og benti öðr- um að koma. Ökumaðurinn steig út úr hvítum Subaru og labbaði að húsinu og svo leið bara skammur tími þar til hann kýldi mig,“ rifjar Viðar Þór upp þetta örlagaríka kvöld fyrir rúmlega tveimur árum. Hann segir að auðvitað hafi strax verið hlaupið inn og kallað á fólkið og svo hafi hann verið tekinn afsíð- is af vinum sínum og ættingjum, um 10-15 metra frá bílnum. „Eftir stutta stund settust mennirnir aftur upp í bíl- inn og fyrr en varði óku þeir af stað. Hláleg samsuða „Meira en fjórir sólarhringar liðu frá árásinni þar til þessi skríll var tekinn til yflrheyrslu og það var hláleg samsuða þessa gengis sem varð til bjargar þeirra eigin skinni. Uppistaðan í málflutningi þeirra var að það hefði verið gerð árás á þá sjálfa," segir Guðmundur og er vel heitur yfir því að fjórmenningarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.