Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Side 31
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
fréttir39
Fátt hefur meira
verið talað um síðustu
daga en úrslitaleikinn
á íslandsmótinu í
knattspyrnu á milli
Akraness og KR á
Akranesi á morgun,
sunnudag. Spennan
um titilinn hefur ekki
verið jafn mikil í háa
herrans tíð og þarf
fara allar götur til árs-
ins 1972 til finna hlið-
stæðan leik sem sker
úr um hvaða lið
hreppi íslandsmeist-
aratitilinn í knatt-
spymu 1996. Að vísu
háttar málum svolítið
öðruvísi nú en fyrir 24
árum.
Leikurinn á Akra-
nesi er ekki bara eina
viðureignin sem skipt-
ir máli heldur er sama
uppi á teningnum i öll-
um hinum fjórum
leikjum síðustu um-
ferðar mótsins. Staðan
er nefhilega sú að fjög-
ur lið gera allt það sem
í valdi þeirra stendur
til að forðast fall í 2.
deild. í dag, laugar-
dag, kemur í ljós
hvaða lið halda sér
áfram í 1. deild en tvö
þeirra af ijórum, sem
heyja baráttuna um
áframhaldandi veru í
1. deild, þurfa að lok-
um að bíta í það súra
epli að falla niður um
deild.
Helgin er engu lík í knattspym-
unni og það hefur liklega fáa órað
fyrir því að úrslit myndu ekki ráð-
ast á toppi og botni deildarinnar
fyrr en í lokaumferðinni. Spennan
er jú það sem allir sækjast eftir og
hana vantar ekki að þessu sinni.
Það er óhætt að segja að tímabil
knattspymumanna þetta árið kveðji
með miklum hamagangi. Ekki geta
ailir sigrað þótt það sé markmiðið
hjá öllum sem taka þátt í íþróttum
af einhverri alvöru. Þegar helgin er
að baki verður ljóst að sumir gráta
af gleði en aðrir gráta yfir
ósigrinum.
Akurnesingar og KR-ingar hafa
fylgt hvorir öðram eins og skugginn
frá því að boltinn fór að rúlla sl. vor
eins og glöggt kemur fram í grafinu
hér til hliðar. Menn minnast varla
eins mikillar spennu í gegnum tíð-
Slagurinn um 1. sætið
ma.
í upphafi mótsins var það tilfínn-
ing knattspyrnuáhugamanna að
þessi félög myndu að öllum líkind-
um herjast um titilinn. Það hefur
orðið reyndin og ætti að koma fæst-
um óvart þegar mannskapurinn,
sem þessi lið húa yfir, er skoðaður.
I liðunum báðum er að finna marga
af hestu knattspymumönnum lands-
ins. Eins og allar vita hafa Skaga-
menn hin síðustu ár borið ægis-
hjálm yfír önnur lið en því til stað-
festingar hefur liðið unnið íslands-
meistaratitlinn fjögur ár í röð.
Er 28 ára bið KR-inga
loks á enda runnin?
KR-ingar hafa á hinn bóginn
ekki unnið titilinn í 28 ár. Mönnum
þar á bæ finnst því svo sannarlega
Fréttaljós
Jón Kristján Sigurifsson
vera kominn tími til að bikarinn eft-
irsótti fái að verma eina hilluna í
bikarsafni félagsins næsta árið vest-
ur í Frostaskjóli. KR-ingar hafa síð-
ustu ár lagt grunninn að stöðu sinni
í islenskri knattspyrnu sem hún er
í dag. Starfið í yngri flokkunum hef-
ur verið öflugt og yngri og óreyndir
leikmenn hafa í auknum mæli
öðlast meiri reynslu í meistara-
flokki. Enn fremur hafa leikmenn
verið fengnir annars staðar frá til
að styrkja liðið eftir bestu getu.
Lúkas Kostic var ráðinn þjálfari fyr-
ir yfirstandandi tímabil og hefur
hann haldið liðinu á sömu braut og
fyrirrennari hans, Guðjón Þórðar-
son, sem nú er við stjórnvölinn uppi
á Skaga.
KR-ingar hafa unnið sigur í
Mjólkurbikarnum tvö ár í röð en
herslumuninn hefur vantað á ís-
landsmótinu. Áhangendur KR bíða
eflaust allir með öndina í hálsinum
eftir stóra deginum á Akranesi á
sunnudag. Liðin tvö standa svo til
hnífjöfn upp á kommu ef svo er
hægt að komast að orði. Það sem
skilur þau að er markamunurinn
þar sem KR-ingar hafa vinninginn
sem nemur einu marki. Jafnara get-
ur þetta varla verið.
Guðjón Þórðarson hefur náð frá-
bærum árangri á ferli sínum sem
þjálfari. Glæsileg þjálf-
arasaga hans hófst á Ak-
ureyri þegar hann stýrði
KA-mönnum til sigurs á
fslandsmótinu 1989.
Fannst mörgum það
kraftaverk en sýndi svo
ekki var um villst að hér
fór þjálfari sem kunni
sitt fag. Þetta var aðeins
byrjunin og framhaldið
þekkja allir sem fylgst
hafa með íslenskri knatt-
spymu síðan. Það hefur
verið Guðjóni til tekna
að efniðviðurinn, sem
hann hefur úr að spila á
Skaganum, er að mestu
byggður upp á heima-
mönnum.
Þegar Akranes kemur
upp i hugann hjá fólki er
knattspyrnan umsvifa-
laust tengd við bæinn.
Sumir hafa gengið svo
langt að segja að á Akra-
nesi vaxi knattspymu-
menn á trjánum og þeg-
ar sú líking er skoðuð
nánar er sannleikskom í
henni. Ofan af Skagan-
um hafa komið fram í
sviðsljósið frábærir
knattspyrnumenn svo
það er engin furða að ÍA-
liðið hafi verið í fremstu
röð eins og raun ber vit-
ini.
Eftirvænting fyrir úr-
slitaleiknum er ekki síð-
ur á meðal leikmanna.
Taugaspennan hlýtur að
stigmagnast eftir sem
nær dregur leiknum.
Draumur knattspyrnuáhugamanna
að sjá hreinan úrslitaleik á íslands-
mótinu hefur verið uppfylltur.
Hvernig svo sem lyktir leiksins
verða verður þessi atburður ávaUt
ofarlega í minningunni. Það er því
von allra að fram fari drengilegur
leikur þar sem markmið beggja liða
verður sama. Liðin er svo áþekk að
getu að ómögulegt er að spá fyrir
um úrslitin. Tölfræði liðanna i um-
ferðunum á undan er áþekk þegar
hún er skoðuð.
KR-ingar hafa skorað flest sín
mörk frá 46.- 60. mínútu en Skaga-
menn frá 61.-75. mínútu. Ríkharður
Daðason er markahæstur KR-inga í
deildinni með 13 mörk og Bjarni
Guðjónsson hefur skorað 11 mörk
fyrir ÍA. Á morgun er öruggt að
hjörtu áhangenda eiga eftir að slá
hraðar en þau gera dagsdaglega.
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Fyrirtæki - skólar - stofnanir - félagasamtök - klúbbar - starfsmannafélög
Upplýsingar og pantanir
alla virka daga og laugardaga
ísíma: 557-9119
GSM: 898-3019
Upplýsingar:
Miðlun - Gula línan: 562-6262
Einnig uppl. á Internetinu:
http://www.midlun.is/gula/
Ferdadiskotekið-Rocky
Takið eftir Ferðadiskótekið
Rocky er tekið til starfa á ný
með nýjum, vönduðum og glæsilegum
hljómtækjum sem ætluð eru til nota fyrir
skemmtanahald í samkomuhúsum og í veislu,
og veitingasölum fyrir:
árshátfðir, einkasamkvæmi, þorrablót,
skólaböll, sveitaböll, afmælis- og
brúðkaupsveislur, starfsmannafagnaði
og alia almenna dansleiki.
í boði er mikið úrval af fjölbreyttri danstónlis
íslenskri og erlendri, fyrir alla aldurshópa.
ATH.
Sjá smáauglýsingar DV
mánud., fimmtud.
og laugard. í dálknum
Skemmtanir
og upplýsingar
hjá Gulu línunni.
nzzzmzzzzzzi
DISKÓTEKARC
Grétar LaufdaI
FERÐADISKOTEKIÐ - ROCKY
R ^
MÉUÉUÉUlUMMÉUfeyðke
*
■K
*
*
*
■K
■K
■K
■K
■K
■K
■K
■K
*
■K
■K
•K
*
■K
■K
*
■K
■K
■K
■K
■K