Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 1 J~\y Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. Fyrstu skrefin fram á veg Ný stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málum upplýs- ingasamfélags nútímans er markverð af tveimur ástæð- um. Annars vegar var kallaður fjöldi áhugamanna til verksins og hins vegar urðu niðurstöður vinnunnar töluvert aðrar en hefðbundið er í slíkum tilvikum. Verkið var unnið á vegum Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra og formaður var Tómas Ingi Olrich al- þingismaður. Fengnir voru um 20 manns úr þjóðlífinu til að skipa yfirnefnd. Rúmlega 100 manns skipuðu níu hópa, sem fjölluðu um nokkra helztu þætti málsins. Niðurstaðan var ekki hin hefðbundna óskhyggja um ótakmörkuð fjárráð ríkisvaldsins með nýjum íjárfesting- arsjóði og nýju skömmtunarkerfi að hornsteinum, held- ur var reynt að finna, í hvemig andrúmslofti hin nýstár- lega atvinnugrein gæti dafnað af eigin rammleik. Þrjú forgangsverkefni af hálfu stjórnvalda koma skýrt fram í niðurstöðu þessarar ánægjulegu stefnumótunar ríkisstjórnarinnar. Eitt þeirra er á sviði menntamála, annað á sviði framkvæmda- og innkaupasýslu stjórn- valda og hið þriðja á sviði tölvusamgöngumála. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir breytingum í skólakerf- inu. Þær eiga að stuðla að almennu tölvulæsi þjóðarinn- ar, svo og getu hennar til að vinna raunsætt úr upplýs- ingum og til að meta gagnsemi þeirra. Enn fremur eiga þær að stuðla að aukinni þekkingu á íslenzku og ensku. Allir eru þættirnir jafnir að mikilvægi. Tölvulæsi er augljós forsenda og enskan veitir ein aðgang að um- heimi tölvualdar. Jafnframt er minnt á, að um leið þurfa menn að fá þjálfun í að kunna að vinna úr upplýsinga- flóði nútimans og að geta greint kjarnann frá hisminu. íslenzk tunga skipar sérstakan sess í stefnumörkun- inni, enda er hún ein helzta forsenda þess, að sérstök þjóð býr í landinu. Margt hefur verið gert til að auka getu tungunnar til að taka upp ný hugtök, til dæmis í tölvufræðum, en efla þarf þá vinnu á nýjum sviðum. Enn fremur má vænta þess, að sá ósiður leggist af, að menntaráðuneytið og Ríkiskaup láti kaupa skólatölvur, sem hvorki hafa íslenzkt stýrikerfi né helztu forrit á ís- lenzku, á sama tíma og önnur eru á boðstólum á ís- lenzku, jafngóð, jafnfjölbreytt og jafnódýr. í öðru lagi er í stefnumörkuninni gert ráð fyrir út- boðsstefnu i hugbúnaðarkaupum ríkisins og öðrum við- skiptum þess á upplýsingasviðum, eins og á öðrum svið- um viðskiptalífsins. Aukin verði þátttaka hugbúnaðar- fyrirtækja í þróunarverkefnum á vegum ríkisins. í þriðja lagi gerir hin nýja stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar ráð fyrir, að flutningsgeta og flutningsöryggi samgönguæða fyrir tölvutækar upplýsingar verði í senn fullnægjandi og anni ört vaxandi notkun þeirra, bæði innanlands og milli landsins og annarra landa. Lögð er áherzla á, að kostnaður almennings og fyrir- tækja af gagnaflutningi verði í lágmarki. Með þessu er í rauninni verið að leggja áherzlu á notkun Internetsins og ódýran aðgang allra aðila að því. Það þýðir um leið afnám einokunar, svo og nokkra fjármögnun ríkisins. Ríkið þarf að líta á þetta samgöngukerfi eins og vegi landsins. Það þarf að tryggja, að á hverjum tima sé til bandvídd til að mæta viðbótarálagi, sem búizt er við á næstunni, þótt ekki séu enn komnir viðskiptavinir til að nýta hana. Annars verður sífellt umferðaröngþveiti. Ef ríkisstjórnin stendur við þessa stefnu sína, getur þjóðin senn farið að stíga fyrstu og mikilvægustu skref- in í átt til upplýsingasamfélags framtíðarinnar. Jónas Kristjánsson Egnir Palestínumenn til að máta Clinton Að skipun Benjamins Netanya- hu, forsætisráðherra ísraels, var fyrir síðustu helgi rutt hafti úr jarðgöngum undir stað þann í Jerúsalem sem gyðingar nefna Musterishæð en Palestínumenn Haram as Sharif. Þar eru í námunda hvort við annað Grát- múrinn, síðustu leifar musteris gyðinga sem Rómverjar brutu nið- ur, og bænhúsið A1 Aqsa, þriðji mesti helgidómur íslamstrúar- manna rnn víða veröld. Netanyahu var bersýnilega Ijóst að hann var ekki að fyrirskipa neina hversdagslega jarðvinnu. Hann lét ryðja göngin á laun og að næturþeli. Enda hafði verið hætt við að opna þau árið 1988 vegna mótmæla Palestínumanna sem telja gerð þeirra helgispjöll. Enda hefur þetta framtak for- sætisráðherra ísraels nú orðið til þess að komið hefur til bardaga milli Palestínumanna og ísraels- hers dag eftir dag með miklu mannfalli. Þar hafa ísraelskir her- menn og menn úr 30.000 manna lögregluliði yfirstjórnar sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna skipst á skotum í fyrsta skipti. Þegar þetta er ritað var tala fall- inna komin á sjötta tuginn, fjórir Palestínumenn á móti hverjum einum ísraelsmanni. Bardagarnir nú eru harðari en nokkru sinni í intifada, sex ára uppreisn Palestínumanna gegn ísraelskri hemámsstjórn sem stóð frá 1987 til 1993. Henni lauk með samningi þáverandi stjómcir isra- els og Frelsissamtaka Palestínu- manna um friðargerð. Stjórn Verkamannaflokksins, sem þá stýrði ísrael, féllst á með Óslóarsamkomulaginu og samn- ingsgerð í Washington, sem á því var byggð, að láta af hendi hertek- ið land fyrir frið. Þegar stjóm Likudbandalagsins og flokka bók- stafstrúaðra gyðinga tók við á þessu ári undir forustu Netanya- hu lýsti hún sig ekki bundna af reglunni um land fyrir frið. Friðarviðræður stöðvuðust. Netanyahu lýsti yfir að hann vildi helst ekki þurfa að hitta Jasser Arafat, yfirmann stjómar Palest- ínumanna, og lét ekki af því verða fyrr en Ezer Weixman, forseti ísraels, hafði kunngert að hann myndi bjóða Arafat á sinn fund, vildi forsætisráðherrann ekki við hann tala. En nýja stjórnin í ísrael lét ekki sitja við táknrænar athafnir. Hún neitaði að framfylgja gerðum samningum fyrri stjórnar, svo sem að aflétta hernámi af borg- inni Hebron sem átti að eiga sér stað í vor en hefur ekki skeð enn. Palestínumenn vona aö geta með tíð og tíma stofnað eigin ríki með höfuðstað i Austur-Jerúsal- em, en ákveðið var að ræða stöðu Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson borgarinnar á síðasta stigi samn- ingaferlis. Likudstjórnin hefur lýst yfir að í því efni sé ekki um neitt að ræða, Palestínumenn fái aldrei eigið ríki og afdrei nein ítök í Jerúsalem. Því hefur borginni, þar á meðal helgistöðum múslíma, verið lokað fyrir Palestínumönnum af öðram hernumdum svæðum. Nýbygging- ar Palestínumanna á eigin landi í austurhluta borgarinnar hafa ver- ið jafnaðar við jörðu, þar á meðal félagsheimili fyrir fatlaða sem reist hafði verið fyrir gjafafé frá Kanada og Sviþjóð. Til þess verks var jarðýtu lyft yfir borgarmúrinn af því slíkt tæki kemst ekki um borgarhliðin fomu. Síðast en ekki síst var hafist handa að færa út landnemabyggð- ir herskárra gyðinga á hernumd- um svæðum. Jitzhak Mordechai landvamaráðherra tilkynnti ljár- veitingu til að reisa 900 íbúðir strax og 906 síðar í landnema- byggð bókstafstrúarmanna, Kirjat Sefer, rétt við palestínsku borgina Ramallah. Það var einmitt í Ramaliah, við varnarstöð ísraelshers mifli borg- arinnar og Kirjat Sefer, sem átök bmtust út fyrir alvöru á miðviku- dag og palentínskir lögreglumenn féllu fyrir kúlum ísraelsher- manna. Atburðarásin öll, og sér í lagi hvernig Netanyahu stóð að því að storka Palestínumönnum með opnum jarðganganna, ber vott um að hann hefur sett sér að ónýta í raun friðargerð fyrirrennara sinna. Til þess velur hann tímann þegar Bandaríkjaforseti, ábyrgð- araðili friðarsamningsins, er að hans dómi bundinn í báða skó til raunhæfra aðgerða til að halda ísraelsstjórn við efnið vegna kosn- ingabaráttu þar sem atkvæði bandarískra gyðinga vega þungt. Að auki er Netanyahu að hefna sin á Bill Clinton fyrir að hafa lagt andstæðingi sínum, Shimoni Per- es, úr Verkamannaflokknum lið í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Palestínumenn bera á brott félaga sinn sem oröiö hefur fyrir skoti ísrael- skra hermanna í Jerúsalem. Símamynd Reuter skoðanir annarra i Halflömuö samskipti „Samskipti stjórnvalda í Washington við Moskvu eru nú þegar hálflömuð vegna valdatómsins í | Kreml. Þau munu aðeins versna ef valdalínurnar verða ekki skýrðar frekar og Tsjernomyrdíin (for- sætisráðhema) tekst ekki að beita hinu nýja valdi sem hann hefur. Rússar gætu þurft að gjalda þessa óljósu stöðu dým verði. Rússlandi hefur miðað svo vel í lýðræðisátt á síðastliðnum fimm árum að ekki á að líða bakslag vegna þess að leiðtogar landsins glíma um völdin sakir veikinda forsetans." Úr forustugrein New York Times 25. september. Aö vita eða vita ekki „Ekki er hægt að halda uppi neinum vörnum fyr- ir sprengjutilræðin og morðin sem framin voru um áratugaskeið í Suður-Afríku til að styrkja valdaein- okun hvíta mannsins og kúga svarta meirihlutann. Fyrrum lögregluforingi og dæmdur morðingi, Eu- gene de Kock, hélt þvi fram í rétti að hann hefði að- eins verið að sinna starfl sínu. Hann bendlaði fyrr- um forseta og aðra leiðtoga stjómar hvítra manna í Suður-Afríku við málið og sakaði þá um að hafa samþykkt skítverk sín. Hvernig má það vera að for- ustumenn stjórnarinnar hafi ekki vitað um þau, eins og þeir halda nú fram?“ Úr forustugrein.Los Angeles Times 25. september. Góð kosningaúrslit „Kosningaúrslitin í Grikklandi vora hreinn sigur fyrir Kostas Simitis forsætisráðherra og flokk hans. Eftir nokkur ár með þjóðrembu og'lýðskmmi Andr- easar Papandreousar og heldur léttvæga efnahags- stefnu er tími til kominn að Grikkir skapi sér stöðu í evrópsku samstarfi. Simitis, sem er menntaður lögfræðingur í Bretlandi og Þýskalandi, býr ekki yfir útgeislun Papandreousar en hefur rökræn og hófsöm viðhorf til málefna bæði heima fyrir og í út- löndum.“ Úr forustugrein Politiken 24. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.