Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 29
S3 V LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 helgarviðtalið hafi komist upp með að tala sig út úr vandræðunum eftir að hafa eyðilagt líf Viðars Þórs. Guðmundur bætir við að hvorki hann né fjölskylda hans hafi allt fram á þennan dag haft neinar áhyggjur af framgangi málsins því að þau hafi talið að sökudólgamir fengju makleg málagjöld fyrr eða síðar. Síðustu daga hafi hins vegar komið í ljós að svo verði sennilega ekki. Viðar Þór hafi haft samband við Elínu Hallvarðsdóttur, lögfræð- ing hjá Lögreglustjóraembættinu, og hún hafi sagt að orð stæðu gegn orðum og ekkert yrði að gert. „Við erum fyrst og fremst að varpa fram harðri gagnrýni á lög- regluna í Reykjavik og ákæruvald- ið vegna þess að óbótamenn í þjóð- félaginu komast upp með að eyði- leggja framtíð ungra efnilegra manna í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið, fúskið við rann- sóknina og loforð um að skoða innri mál og fjóra sólarhringa fyr- ir árásarmennina að sjóða saman eitthvert þvaður þá erum við, fólk- ið á þessu heimili, ábyrgðaraðili fyrir óboðinni heimsókn þessara manna hingað," skýúu' Guðmund- ur inn í. Telur árásina Viöar Þór æföi knattspyrnu meö Fram. Hann var í drengja- og unglingalandsliði íslands og fór meö því í keppnis- feröalög til útlanda. Hann er hér í hópi landsliösmanna ásamt Kristni Lárussyni, lengst til vinstri, Friöriki Þorsteins- syni, fjóröa frá vinstri. Fyrir framan hann er Þálmi Haraidsson. Frá hægri er Matthías Ásgeirsson, annar frá hægri er Davíð Þór Hallgrímsson og þriöji er svo Viöar Þór Guömundsson. Ekki er vitað um nöfn hinna í hópnum. minni háttar Viðar Þór segist hcifa rætt málið fram og til baka við Elínu því að hann hafi átt erfítt með að skilja að ijórmenningamir myndu virkilega sleppa. Elín hafi tjáð sér að árásin hafi verið flokkuð sem minni hátt- ar líkamsárás skv. 217. grein al- mennra hegningarlaga. Það eru feðgamir ósáttir við og telja að um meiri háttar líkamsárás hafi verið að ræða enda ungur maðurinn orð- inn öryrki fyrir lífstíð. Viðar segir að aðspurð hafi Elín útskýrt fyrir sér að árásir væru flokkaðar í meiri háttar eða minni- háttar eftir því hvort bein væra brotin og hvort afleiðingarnar væru langvarandi. Ef um beinbrot væri að ræða og langvarandi meiðsl flokkist árásir sem meiri háttar. Viðar Þór rifbeinsbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði auk þess sem hann fékk langvarandi tauga- og heilaáverka og er þvi spurning hvort árásin á hann ætti ekki að flokkast sem meiri háttar. Viðar Þór segist hafa sagt Elínu frá meiðslum sínum og segir að þá hafi hún orðið hissa og spurt hvort hann væri með læknisskýrslur sem sýndu þetta. „Ég er með þær í bunkum," segir hann. Guðmundur bætir við að í kjölfarið á samtali Viðars Þórs við Elínu hafi lögmað- ur Viðars skrifað bréf og ítrekað fyrri fyrirspum sína um það á hvaða stigi málið sé og hvenær vænta megi ákvörðunar um sak- sókn í því. „Okkar möguleiki í málinu er náttúrlega nýr tilbúnaður lög- mannsins með rökstuðningi að vísa málinu til saksóknara þrátt fyrir að lögreglan skuli stoppa þarna,“ segir Guðmundur. Hann segir að hann og fjölskylda hans séu orðin óþreyjufull og bíði eftir því að eitthvað gerist í málinu. Guðmundur minnir á að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hafi ekki alls fyrir löngu skorað á dóm- ara landsins að herða refsingar við ofbeldisverknaði því að enginn viti hvenær næsta líkamsárás verði gerð og hver lendi í henni. Það geti verið hver sem er. -GHS Árásarmennirnir keyröu á Viöar Þór og hann lá uppi á húddinu á bílnum um 40-50 metra eftir götunni. Þegar þeir tóku skarpa beygju uppi á horni datt hann af og skall meö andlitiö í götuna. DV-myndir Þjetur *&&&**• «■>■'22!*»'$ to^rvo otoas' ^ssvt 5®! elt- **!$IS&J%***S& V.oto Elín Hallvarðsdóttir, lög- fræðlngur hjá Lögreglu- stjóraembættinu: Málið er komiðtil ríkissak- j sóknara „Það vora teknar margar skýrslur í af kærðu og gestum í veislunni. | Skemmst er frá því að segja að gest- irnir eru ekki sammála um málsat- ; vik og að mínu mati er ekki hægt að : reisa saksókn á þvi því að málið | hefði ekki verið sannað fyrir dómi,“ | segir Elín Hallvarðsdóttir lögfræðing- ur hjá Lögreglusfjóraembættinu í I Reykjavik, og segir að kærðu hafi svo i komið með enn eina söguna. Kærðu hafi þótt sér mjög ógnaö af mann- : fjöldanum og verið að flýja þegar þeir I keyrðu af stað. Málið sé því í raun s óupplýst. s Elín segist hafa útskýrt stöðu mála ; fyrir Viðari Þór og bent honum á að tala við sinn lögmann til að fá nánari upplýsingar um málið. Hún segir að í j þeim læknisvottorðum, sem hafi leg- J ið fyrir, hafi ekkert komið fram um I nein kinnbeinsbrot eða alvarlega áverka. Það hafi bara komiö fram að Viðar Þór hafi verið vankaður. Hann hafi hins vegar gefið sér upplýsingar sem teljist nýjar í málinu. „Síðan er ég búin að vera í sam- ! bandi við lögmann hans og fa senda álitsgerð læknis vegna örorkumats l og málið er nú komið til ríkissak- ; sóknara eða er á leið þangað í pósti ef S það er ekki þegar komið þangað. Hann mun svo taka ákvörðun um það hvort hægt er að reisa saksókn á þessu og undir hvaða grein þetta heyrir," segir hún. Sekt þarf að sanna -Sönnun er þá grundvöllur fyrir því að meira gerist í málinu? „Já. í lögum um meðferð opinberra mála er ætlast til þess að það sé ekki ákært nema mál séu líkleg til sakfell- i; is. Við verðum að meta það hvort við | teljum málið sannað eða ekki. Ef við teljum þaö síður líklegt megum við í rauninni ekki ákæra i því. Ákæra ein og sér er mjög alvarlegur hlutur fyr- ir ákærða. Svo er enginn sekur fyrr l en sekt er sönnuð,“ svarar Elin. Hún segir að ef hægt sé að sanna að það, sem komi fram í nýjum vott- orðum í málinu, eigi rætur að rekja til atburðarins þá séu forsendur breyttar og þá geti vel verið að lík- amsárásin heyri undir grein 218, það er að hún flokkist sem meiriháttar líkamsárás. Sanna verði að þeir áverkar, sem koma fram á nýju vott- | orðunum, eigi rætur að rekja til árás- arinnar því að vottorðin hafi komið svo löngu síðar. Hefðbundin meðhöndlun Elín telur að mál Viðars Þórs hafi hlotið hefðbundna meðhöndlun hjá j lögreglunni. Viðar Þór hafl veriö að spjalli á vettvangi þegar lögreglan hafi komið á staðinn. Ekki sé farið með menn sem ekki virðist slasaðir með sjúkrabíl á sjúkrahús. Það sé heldur ekki vani lögreglunnar að fara með forgangi í handtökur eftir svona árás. „Það var bent á ákveðið bílnúmer og það var nokkuð klárt að það yrði haft upp á mönnunum," segir hún. „Rannsóknin leiddi það annars vegar í ljós að atburöarásin var ekki eins og pabbi stráksins skýrði frá í blöðunum. Það var ekkert sem kall- aði á innanhúss skoöun eða breyt- ingu á vinnubrögðum lögreglunnar," segir Friðrik Gunnarsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.