Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 UV Dag einn seint í júlí 1978 var iðn- aðarmaður á leið upp á þak á tólf hæða háu fjölbýlishúsi, Wyrley House, í Erdington, nærri Birming- ham á Englandi, þegar hann gekk fram á lík í stiganum milli tólftu hæðar og þaksins. Hann var næst- um því dottinn um það. Lögreglan kom von bráðar á vett- vang, og skömmu síðar varð ljóst að um var að ræða lík þrettán ára stúlku, Candice Williams, sem hafði átt heima við Montpelier-veg, um fimm kílómetra utan við Erdington. Ljóst var strax við aðkomuna hver var ástæða morðsins. Líkið hafði verið flett klæðum neðan mittis, og hluti pilsins hafði verið notaður til að kefla stúlkuna. Eftir að henni hafði verið naugðað var hún svo kyrkt með reim úr öðrum skó sín- um. Grunur vaknar Lögreglan í West Midlands hóf nú mikla leit að morðingjanum, en hún átti eftir að verða erfiö og ár- angurslítil. Jafnframt fór réttar- læknirinn Nick Prance að vinna að þeim verkefnum sem tengjast glæp- um af þessu tagi. Hann tók sýni af sæði sem fannst og tók til geymslu hár sem hann taldi vera af kynfær- um nauðgarans. Rannsóknarlögreglumenn fóru nú að yfirheyra þekkta kynferðisaf- brotamenn, og áður en lauk höfðu eitt hundrað fimmtíu og fimm þeirra verið spurðir í þaula. En því miður voru niðurstöður rannsóknar Prances læknis ekki á þann veg að þær yrðu notaðar sem beinar sann- anir í málinu. Ernie Robinson fulltrúi, sem stjómaði rannsókn málsins, hafði hins vegar ákveðnar grunsemdir um hver hinn seki væri. Hann grun- aði sterklega að Patrick Hassett, þá tvítugur, hefði unnið ódæðisverkið. Hassett var gamall kunningi lög- reglunnar og hafði fengið tvo dóma fyrir kynferðisafbrot. En rannsóknarlögreglan gat ekki ekki fundið nein þau sönnunargögn sem nægðu til handtöku. Frekari vísbending Þegar leið aö lokum áttunda ára- tugarins, þaö er um tveim árum eft- ir glæpinn, hafði ekki enn tekist að upplýsa hver hafði framið hann, en málsskjöl höfðu samt ekki verið lögð á hilluna. Þá hófst skyndilega alda kynferðisafbrota. I kjölfar þeirra sneri gömul vinkona Pat- ricks Hassett, Pamela Bradbury, sér til lögreglunnar og skýrði frá því að hann kynni að tengjast þessum glæpum. „Kannið líka hugsanleg tengsl hans við morðið á Candice Will- iams,“ sagði hún. „Rétt eftir það reyndi hann að fá mig til að veita sér tilbúna fjarvistarsönnun. Þá tók ég eftir því að hann var með sár á hálsinum, og þau gátu vel verið eft- ir neglur stúlkunnar. Hann hafði þá líka reynt að breyta útliti sínu með því að fá sér aðra klippingu og raka af sér skeggið sem gaf honum svo sérstakt útlit.“ Meö þessar upplýsingar i hönd- um var Hassett tekinn til yfir- heyrslu á ný. Það var í desember 1980. Voru þá tekin hársýni af kyn- færum hans, en þótt samanburður við hárin, sem fundust á líki Cand- ice Williams, gæti ekki útilokað aö Hassett væri hinn seki, sýndu þau ekki svo óygggjandi væri að hann hefði átt hlut að máli. Var hann því látinn laus. Og nokkru síðar var svo handtekinn maður sem fékk ákæru fyrir nýframin kynferðisafbrot og var hann síðan dæmdur fyrir þau. Settur inn „Þetta var erfíður tími fýrir okk- ur,“ sagði Robinson fulltrúi síðar. „En við komum þó höggi á Hassett. Árið 1983 var hann í sakadómi í Birmingham dæmdur til átján mán- aða fangelsisvistar fyrir að beita andlega hefta konu kynferðislegu of- beldi. Og vart hafði hann fengið frelsið aftur árið 1985 þegar hann var í sakadómi í Stafford dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir árás á þrettán ára gamla stúlku í Tamworth. En okkur tókst ekki að finna þær sann- anir sem tengdu hann morðinu á Candice Williams á óvéfengjanlegan hátt.“ Rannsóknarlögreglumennirnir voru ekki einir um að vera argir yfir því að geta ekki fengið Hassett dæmdan fyrir glæpinn sem hann var talinn hafa framið. Það var Prance réttarlæknir líka, og árið 1988, tíu árum eftir að ódæðið var framið, fékk hann nýtt rannsóknar- tæki, DNA-prófið, sem er einnig nefnt „leitin að genetísku fmgrafor- unum“. Ný aðferð Sæðissýnin frá því 1978 höfðu verið geymd í frysti, sem og hárin af kynfærum afbrotamannsins. Hvort tveggja var nú tekið fram á ný og til rannsóknar í hinum nýju tækjum sem lögreglan í West Midlands hafði fengið. Prance réttarlæknir gleymir aldrei deginum í apríl 1988 þegar hann framkallaði filmuna og sá DNA-einkennin. Þar eð tæknin var honum ný fékk hann annan sér- fræðing sér til aðstoðar, og brátt varð ljóst hve mikilvæg hin ný- fengna niðurstaða gat verið. Robinson fulltrúi fékk fréttirnar um þann áfanga sem náðst hafði þennan sama dag. Var nú ákveðið að nýta rannsóknina á eins víðtæk- an hátt og unnt væri. Fyrir lá niður- staða DNA-prófs á John Cannon, kaupsýslumanni frá Sutton Cold- fields, en hann var grunaður um morð á stúlku að nafni Shirley Banks. Hún hafði búið nærri Erdington, nærri staðnum þar sem morðið af Candice Williams hafði verið framið. í ljós kom að hægt að því að bíða eftir að hann yrði látinn laus.“ Sex ára bið Nokkru eftir miðjan febrúar 1991 var Patrick Hassett látinn laus til reynslu, en hann naut aðeins frels- isins í nokkur augnablik. Þegar hann gekk út um hlið fangelsisins biðu hans Robinson fulltrúi og Pet- er Higgins yfirlögregluþjónn rann- sóknardeildarinnar. Var Hassett sagt að hann lægi undir grun um morðið á Candice Williams og yröi færður á lögreglustöð. í viðurvist lögmanns var Hassett gerð grein fyrir þvi að hann gæti enn sem fyrr neitað að gefa sýni, en með tilvísun til heimildar sem veit- ir lögreglunn rétt til að leita sönn- unargagna mætti taka af honum sýni með valdi. Hinn handtekni lét undan. Og skömmu síðar gat Prance læknir farið með nýju sýnin á rannsóknar- stofuna. Niðurstaðan færði lögregl- unni þá sönnun sem hún hafði beð- ið eftir í þrettán ár. Patrick Hassett, enn með skeggiö. Higgins og Robinson með Prance á rannsóknarstofu hans. var útiloka að Canon hefði myrt hina síðarnefndu. „Cannon var hins vegar dæmdur fyrir morðið á Shirley Banks,“ sagði Robinson fulltrúi þegar hann ræddi þessi mál síðar, „en það leysti ekki okkar vandamál. Þann 5. júlí 1985 fórum við því í heimsókn til Pat- ricks Hassett þar sem hann sat í Wakefleld-fangelsi." Neitun Prance réttarlæknir vildi fá blóð- sýni, hársýni eða munnvatnssýni úr Hassett til þess að geta gert nauð- synlegan samanburð við þau sýni sem geymd höfðu verið í þau sjö ár sem liðin voru frá því Candice Williams var myrt. Bresk lög kveða hins vegar svo á að ekki megi neyða neinn þann sem situr í fangelsi til að gefa sýni af þessu tagi. Og Has- sett nýtti sér þann rétt. „Þótt við vektum athygli hans á að nota mætti neitun hans gegn honum ef málið kæmi fyrir rétt hélt hann fast við sitt,“ sagði Robinson. „Það eina sem við gátum gert var Málið kom fyrir sakadóm í Birm- ingaham í mars 1992 og í vitnastúk- unni skýrði Prance læknir svo frá að samanburður niðurstaðna á DNA-rannsókn sýna og samanburð- arsýna sýndu að líkumar á því að Patrick Hassett hefði nauðgað og myrt Candice Williams væru yfir- gnæfandi, eða 12.000 á móti einum. Dómurinn Kviðdómendur voru ekki lengi að komast að niðurstöðu. Hassett, sem var nú orðinn þrjátíu og þriggja ára, var því sendur aftur í Wakefield-fangelsið með lífstíðar- dóm. Að vísu er það svo að veita má þeim sem slíka dóma afplána reynslulausn við vissar aðstæður, en ýmsir telja að litlar líkur kunni að verða á því að Hassett fái nokkru sinni frelsið, ekki endilega af því að fullnustunefndin muni ekki telja það rétt, heldur af því að samfangar hans kunni að skerast í leikinn eins og stundum áður þegar í hlut eiga afbrotamenn af þessu tagi. Candice Williams. Hassett i samkvæmi með Pamelu Bradbury. Almennir fangar líta illu auga þá sem misþyrma bömum eða myrða þau, og stundum fá þeir engan frið í fangelsum. Ýmis dæmi eru um að þeir hafi verið drepnir eða limlestir, en það ér sem aldrei séu nein vitni að slíkum atburðum. Enginn kann- ast þá við að hafa séð eða heyrt neitt. Eins og flestir vísindamenn var Prance réttarlæknir ekki margorð- ur um mál Candice Williams þegar það hafði verið til lykta leitt. „Við gleðjumst fyrir hönd for- eldra Candice," sagði hann aðeins. „Morðingi dóttur þeirra er nú fund- inn og hefur fengið sína refsingu." Svo bætti hann því við að þaö sýndi sig að það hefði borgað sig að sýna þolinmæði, en auðvitað hefði aldrei tekist að fá sakfellingu í málinu án hinnar nýju DNA-tækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.