Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 25
Óöryggi í Evrópu Tryggingafélög í Japan birta 1 athyglisverðar tölur i síðustu fe viku. Samkvæmt þeim er mest e[ hætta á því að japanskir ferða- | menn verði fyrir barðinu á ræningjum í Evrópu. Næstmest Íer hættan í Bandaríkjunum en minnstar likur á ráni ef jap- anskir ferðamenn eru á leið um einhver landa Asíuálfu. Flug á ný Croatia Airlines flugfélagið hóf áætlunarflug milli borg- íi anna Sarajevo og Zagreb fyrr í I þessum mánuði en langt er síð- an áætlunarflug hefur verið á milli þessara borga. Flugiö tek- ur um 50 mínútur og kostar um I 15.000 krónur. Bæta flugöryggi Yfirvöld í Venesúela hafa gert ráðstafanir til að bæta flug- öryggi í landinu en bandarísk I flugmálayfirvöld höfðu gert at- Ihugasemdir og fellt niður flug til Venesúela. Óvíst er að bandarísk yfirvöld telji að að- ! gerðimar séu nægjanlegar til i að mæta ströngum öryggiskröf- I um þeirra. Sókn til austurs Skandinav- íska flugfélag- : ið hefur und- anfarið sótt á | markaði . í austantjalds- | löndunum. Nýjasti áfangastað- I urinn á þeim vígstöðvum er i Arkhangelsk í Rússlandi. 1|' Aukin hlutdeild SAS-flugfélagið hefur verið í önun vexti að undanfömu. Á fyrri helmingi líðandi árs fjölg- aði farþegum um 7% á flugleið- um SAS, þar af um 8% innan Evrópu. Boeing græðir Boeing flugvélafyrirtækið, sem glímdi við taprekstur fyrir nokkrmn ámm, blómstrar nú sem aldrei fyrr. Pantanir streyma inn og nema þær hátt í I fjórum og hálfum milljarði króna. Fleiri pantanir em í pj samræmi við spár um að flug- I umferð muni þrefaldast á :: næstu tveimur áratugum. Mænusótt Mænusóttarveiru hefur orðið I vart í Albaníu. Alls hafa greinst I 59 tilfelli og 7 hafa látist úr I sjúkdómnum. Sú var tíðin að menn stigu helst ekki fæti inn í borgina Glasgow í Skotlandi nema nauðsyn bæri til. Fyrir fáeinum áratugum var Glas- gow sóðaleg iðnaðarborg sem hafði upp á nánast ekkert að bjóða fyrir ferðamanninn. En á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á og ís- lendingar flykkjast þangað nú í stríðum straumum. Ekki spillir fyr- ir hve ódýrt er orðið að ferðast þangað og ferðir orðnar tíðar. í vetr- aráætiun Flugleiða, sem tekur gildi þann 27. október, hefur ferðum til borgarinnar verið fjölgað úr þremur í sex í hverri viku. Á árunum eftir stríð var Glasgow ekki aðeins þekkt sem iðnaðarborg meö sóðalegt yfirbragð heldur voru vaðandi glæpagengi í borginni. En þetta er nú alit saman breytt, glæp- ir eru að mestu horfnir og mikii áhersla hefur verið lögð á að snyrta borgina. Enda hefur alger bylting orðið og nú streyma erlendir ferða- menn til Glasgow. Það er nokkuð sem fáum ferðamönnum datt í hug fyrir rúmum tveimur áratugum. Gamalt og nýtt Glasgow er einna þekktust fyrir vinalegt viðmót íbúanna og hinar frægu ölkrár sem eru á hverju götu- homi. Þar gefst ágætis tækifæri til að blanda geði við íbúana, enda eru borgarbúar opnir og skemmtilegir. Fjölmargar krár i Glasgow eru landsfrægar orðnar og þær er að finna víða í Glasgow. Einhver elsta krá Bretlandseyja er Horseshoe Bar á Drury Street sem er rétt við jám- brautarstöðina. Hún er skemmti- lega innréttuð með steinda glugga, viðarklædd og jafnan með logandi við í ami. Þar er virkilega heimilis- legur bragur og hægt að hitta borg- arbúa úr öllum aldurshópum. Miklar breytingar hafa orðið á tíðni flugs til og frá íslandi á undan- fömum árum. í vetraráætlun Flug- leiða, sem tekiu- gildi þann 27. októ- ber næstkomandi, er gert ráð fyrir 9 ferðum á viku frá Keflavík til London og hefur tíðni ferða til Lon- don aldrei verið jafnmikil. Þannig Á Fleet Street er kráin The Press Bar sem er mikið sótt af fjölmiðla- fólki og þar er alltaf mikið um að vera. í nágrenni hennar er Babbity Bowster í húsi sem byggt var á 19. öld og endurbyggt i gamla stílnum. Það var áður fyrr mjög vafasamt hverfi en er talið öraggt í dag. Þar geta menn, ef þeir eru á þeim bux- unum, fengið skoska þjóðréttinn haggis og jafnvel grænmetisútgáfu af honum. Enn eldri krá er The Saracen Head við Gallowgate í göngufæri frá Barrowlands-markaðnum. Sú krá á að baki langa starfsemi því hún var opnuð áriö 1755. í henni er lítið sagnfræðilegt safn. Fyrir þá sem sækja menningarviöburði eins og leikhús er upplagt að skella sér á eftir á The Tron Bar við Chisholm- stræti. Fótboltakrár Jinty McGuinty’s kráin við Ashton Lane þykir vera með þeim líflegri í Glasgow og í Maxalunas við Sachiehall-stræti er nútímaleg krá þar sem ekki er ólíklegt að heyra tónlist Bjarkar óma. Maxa- lunas er sennilega meira fyrir yngri kynslóðina og sama má segja um The Branswick Cellars við sömu götu. Þar er hávaðinn mikill, nóg af spilakössum og fiskabúr með suð- rænum fiskum á milli sófanna. Fótboltinn á sér ríka hefð í Glas- gow og fíklarnir úr þeirri íþrótt sækja mikið á McNeill’s við Torris- dale-stræti, ekki langt frá Hampden- garðinum. Sá sem ræður ríkjum þar á bæ er Billy McNeill, fyrrum fyrir- liði knattspymuliðsins Celtic. Ann- ar frægur skoskur knattspymumað- ur, Charlie Nicholas (sem gerði garðinnn frægan meðal annars með Arsenal), rekur krána Café Cini við eru tvö flug á dag á fimmtudögum og sunnudögum, morgunflug og síð- degisflug. Einnig fjölgar ferðum til Glasgow um helming á vetraráætlun, úr þremur í sex á viku hverri. í tilefni af þessari auknu tíðni veröa sérstök tilboð á ferðum til London og einnig London og Glasgow: Alrirei tíðari ferðir 25 Glasgow er t dag fögur á að líta þótt ekki séu nema tveir áratugir síöan hún var talin vera sóöaleg iönaöarborg. í Glasgow Kráin The Saracan Head í Glasgow er ein elsta sinnar tegundar á Bret- landseyjum. Renfield-stræti í miðhluta borgar- innar. Þar er vissara að vera finn í tauinu því kröfur eru gerðar um klæðaburð. Að síðustu má fyrir viskíaðdá- endur minnast á Rogano í Exchange Place þar sem er eitthvert mesta úr- val landsins. Þar er hægt að fá snafs fyrir allt að 10 þúsund krónur. Þýtt og endursagt úr Business Traveler. -ÍS frá Bretlandi hingað til lands í haust og vefiu-. London á kostakjörum í gær hófst sala á tilboðum til London en frá og með 31. október fram til 12. desember verður boðið upp á nýtt helgarfargjald til London á 18 þúsund krónur en verðið er 19.900 með flugvallarskatti. Tilboðið miðast við að farið sé á fimmtudegi og komið til baka á sunnudegi. Flug- leiðir bjóða einnig þriggja nátta gistingu með morgunmat fyrir þá sem vilja á 9.070 krónur á Hótel Blegemore í tengslum við tilboðið. Stutt ferð til London er tilvalin fýrir alla sem kjósa að fara í langa helgarferö til heimsborgarinnar, heimsækja vini og ættingja eða skreppa á fótboltaleik. Af gnægta- borði menningar- og skemmtanalífs- ins er af nógu að taka, enda hafa vinsældir Lundúna farið ört vax- andi með íslendinga á síðastliðnum árum. Um leið og vetraráætlun tekur gildi flytur afgreiðsla og aðstaða Flugleiða á Heathrowflugvelli við London milli stöðvarbygginga úr númer þrjú í eitt (Terminal 1). Frá skiptistöð 1 og 2 eru langflestar brottfarir til áfangastaða í Evrópu afgreiddar en á milli þeirra hefur verið innréttuð skiptistöð sem auð- veldar tengiflug til muna. -ÍS heimur FYRIR ALLA Verð kr* tvíbýli 7. des. 1 2 vikur á Jardin E1 Atlantico Takmarkað sætaframboð! Meö flugvallarsköttum og 3% afslætti ef greitt er með reiðufé minnst 4 vikum fyrir brottför eða VISA/Euro greiðslukorti minnst 6 vikum fyrir brottför. Nanari upplysingar fást a söluskrifstofum Flugleiöa, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100, virka daga. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferdafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.