Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 „Ég uppgötvaði að leikræn tján- ing þjálfar öll þau svið þar sem böm með dyslexíu eru veik fyrir,“ segir Björg Ámadóttir, leikari og sér- kennari bama með dyslexíu, í sam- tali við DV. Björg kenndi leikræna tjáningu í litlum heimavistarskóla fyrir böm með dyslexíu í Keffolds Farm í Haslemere í Bretlandi og starfaði við það í sjö ár. Síðan fór hún í nám og læröi að kenna börnum með dys- lexíu og starfar við það í dag. Heilafrumur raða sér öðravísi Dyslexía stafar af taugafræðUeg- um orsökum. Svo virðist sem heUa- frumur í fólki með dyslexíu raði sér ekki eins upp og þær gera í öðru fólki. Lestrarstöð hjá því er ekki samansöfnuð á einum stað í öðra heilahveli heldur er dreifð um bæði heilahvel. Dyslexía er oft ættgeng. Dyslexía er heiti yfir marga ólíka hluti en það hefur verið þýtt sem sértækir námsörðugleikar. Engir tveir einstaklingar eru með sams konar dyslexíu. Hún getur verið sjónræn, heymræn eða hluti af hvora tveggja. Þetta blandast á mis- munandi hátt hjá einstaklingum. Sameiginlegt er með þessu fólki að það á erfitt með að læra. „Dyslexía íjallar um margt annað en erfiðleika við lestur og skrift. Börnin eiga erfitt með að ná áttum og þekkja muninn á hægri og vinstri. Þau eiga erfitt með að skUja hugtök eins og fram og aftur, fyrst og síðast. Þeim gengur einnig oft Ula að samhæfa sjón og hendur. Bömin eiga erfitt með að muna fyr- irmæli sem sögð eru við þau. Ef þú biður bam með dyslexíu að fara upp, hátta sig, fara í inniskóna, loka glugganum og koma niður með bók man það kannski aöeins eitt af þess- um atriðum," segir Björg. Atvinnuleikhús „Skólastjórinn í Hasslemere, Jim- my Foord, var sjálfur með dyslexiu en lauk samt háskólanámi og starf- aöi í fjármálaheiminum I átján ár. Þá ákvað hann að venda um og gera eitthvað til að hjálpa bömum með dyslexíu og stofnaöi skóla á heimUi sínu fyrir böm á aldrinum átta tU tíu ára sem voru meðalgreind og yfir. Markmiðið var að hjálpa þess- um bömum svo þau gætu aftur far- iö í almenna skóla, byggja þau upp og auka sjálfstraust þeirra. Skólinn var óvenjulegur að því leyti að ekkert bóknám fór fram á miðvikudögum. Þá var eingöngu reiðmennska, myndmennt og leik- ræn tjáning á stundaskránni. TU að sitja hest vel og stjóma honum þarf að samhæfa sjón og hendur, dæma fjarlægöir og hafa visst sjálfstraust. Myndmennt er ekki síður gagnleg en þar er lika verið að samhæfa sjón og hendur, dæma íjarlægðir og þjálfa formskyn. Mér var uppálagt að standa fyrir leiksýningu síðasta dag skólans og fékk skýr fyrirmæli um að sú sýn- ing mætti ekki standa atvinnuleik- sýningum að baki hvað gæði snerti. Við yrðum að sýna foreldrunum hvað bömin þeirra væra stórkost- leg og gUti þá einu hvórt þau hefðu einhverja leikhæfileika eða ekki. Foreldrar þessara barna vora svo vanir að sjá bömin sín í neikvæðu ljósi - börn sem ekkert gátu. Þessi afstaða þeirra litaði auövitað fram- eða stama og lesa vitiaust. Þeim þarf ekki að mistakast oft tU þess aö fá á sig heimskingjastimpUinn. Skólastofan er þeim martröð. Heymarminnið er oft slæmt og þau bera orð oft vitiaust fram. Þau víxla stöfúm og skrifa tU dæmis frækna í staðinn fyrir frænka. í námi í leikrænni tjáningu þjálfar maður þessi atriði,“ segir Björg. Að sögn Bjargar eiga böm með dyslexíu oft erfitt með að einbeita sér en það er þjálfaö i leiklistinni með einbeitingaræfingum. Þau eiga erfitt með að tjá sig í máli og muna oft ekki orðin yfir það sem þau ætia að tjá. Stundum muna þau ekki merkingu orðanna," segir Björg. Þjálfað eftir fyrirmælum Dyslexíu er ekki hægt að lækna en í gegnum leiklistina eru veikleik- ar barnanna þjálfaðir. í leikrænu tjáningunni era bömin þjálfuð tU þess að fara eftir fyrirmælum eins og: „Komdu upp á sviðið vinstra megin, labbaðu að stólnum sem er framsviðs hægra megin, sestu, taktu upp bókina sem er á borðinu og byrjaðu að lesa þegar þú heyrir stikkorðið." „Þetta eru mjög löng fyrirmæli sem barnið þarf að muna. Við för- um í leiki sem byggjast á því að vita hvað hægri og vinstri er. Við geram tal- og öndunaræfingar. Talæfing- arnar byggjast á því að hlusta á flóknar setningar og endurtaka þær. Þetta þjálfar heyrnarminnið," segir Björg. Böm meö dyslexíu eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar þau eru í tíma og rúmi. Þau geta ekki lært á klukku og rekast oft á hluti sem era fyrir þeim. Þau eiga erfitt með að túlka líkamsmál og svipbrigði ann- arra og hætta sér oft of langt. Þau gera sér ekki grein fyrir hvar mörk- in era. Á leiksviðinu er líkamsmál eitt af því sem þau læra. Þegar böm- in læra að túlka reiðan mann á leik- sviðinu og gera sér grein fyrir því hvemig hann er á svipinn og hreyf- ir sig er von til þess að þau þekki reiðan mann þegar þau sjá hann. Eins og hrætt dýr „Einn nemenda minna ætiaði ekki að láta hafa sig út í að taka þátt í leiksýningu. Hann féllst að lokum á að vera með í sýningunni ef hann fengi að vera í rifnum leðurjakka og segði ekkert. Ég leysti það með því að skrifa leikrit sem ég samdi utan um Öskubusku. í okkar útgáfu var prinsinn vandræðaunglingur í rifn- um leðurjakka með vasadiskó og sagði aldrei orö. Strákurinn varð miðpunktur athyglinnar en þurfti ekki að segja neitt í leikritinu. Þeg- ar hann yfirgaf skólann tveimur árum síðar lék hann aðalhlutverkiö í sýningunni og haföi heilmikinn texta. Það er yndislegt og ég sá hvert bamiö á fætur öðru rétta úr kútnum," segir Björg. Að sögn Bjargar var einn nem- endanna með 137 í greindarvísitölu en hagaði sér eins og hrætt dýr. Börnin eiga oft tilfinningalega erfitt því þau geta ekki alltaf tjáð sig al- mennilega. Dyslexíu er hægt að greina þegar bömin koma í skólann og þá má spara bömunum sársauk- ann og niöurlæginguna sem þau verða annars fyrir í skólanum þeg- ar þeim fer að ganga illa. -em Björg Árnadóttir hefur þjálfaö dyslexísk börn meö leiklist. komu þeirra gagnvart bömunum, sem spegluðu sig sífellt í neikvæðu ljósi, í vonbrigðum foreldra sinna," segir Björg. Meðalgreind en mis- skilin „Börnin vora yfirleitt meðal- greind og yfir en voru á botninum í skólakerfinu. Það var hægara sagt en gert að leysa þetta verkefni en ég var með krakka sem vildu ekki vera uppi á leiksviði og höföu ekki öll neina sérstaka leikhæfileika. Ég ákvað að líta á þessi böm sem leik- listamema og kenna þeim það sem ég haföi sjálf lært í Þjóðleikhússkó- lanum. Það leið ekki á löngu áöur en ég fór að fá heilmikið hrós fyrir það sem ég var aö gera,“ segir Björg. Jimmy bauð Björgu að kosta hana til náms til þess.að hún gæti kennt fleira en leikræna tjáningu. Greind og frammistaða „Fólk með dyslexíu er oft vel gef- ið en þetta misræmi á milli greind- ar og frammistöðu gerir það að verkum að greindin nýtist ekki,“ segir Björg. Að sögn Bjargar var lengi vel álit- ið að miðstéttarfólk, sem ekki gat horfst í augu við greindarskort barna sinna, segði þau vera með dyslexíu. Sumir skólar neita ennþá að viöurkenna að dyslexía sé til. Taugasálfræðingar meta hvar bam- ið er sterkt og hvar veikt fyrir og DV-mynd BG sérkennarinn reynir aö nota styrk bamsins til þess að kenna því og þjálfa veikleikann. Það er léttir fyr- ir bamið að fá greiningu og upp- götva að það era orsakir fyrir námsöröugleikunum. Skólinn í Hasselmere var lagður niður þegar Jimmy, skólastjórinn, lést. Nú kennir Björg tvo daga í viku í einkaskóla ásamt kennslu við dyslexíu-stofnun og í einkatímum. Hún vinnur að því hörðum höndum að koma leiklistinni aö en árangurs- laust fram að þessu. Heimskingjastimpillinn „Bömin hafa mjög lítið sjálfs- traust sem skapast af því að mis- takast stöðugt. Þau geta ekki lesið einföldustu orð án þess að hiksta - segir Björg Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.