Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Framundan... Öskjuhlíðarhlaup ÍR 28. september Hefst kl. 14.00 við Perluna. j Flokkaskipting, bæði kyn: 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ; ára 15-16 ára, 17-39 ára, 40-49 í ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. i Skráning frá kl. 12.30 13.30. Sparisjóðshlaup UMSB 5. október s 30 km boðhlaup. Hver sveit s skal skipuð 10 hlaupurum og þar af a.m.k. 4 konum. Hver ; hlaupari hleypur 3 x 1 km (1 km í senn þrisvar sinnum). i Skráningar berist til skrifstofu UMSB, Borgarbraut 61, Borgar- ; nesi, sími 437 1411. Víðayangshlaup íslands 12. október IKeppnin fer fram í Mosfells- bæ og hefst kl. 14.00 í yngstu j aldursflokkunum. Vegalengdir j og flokkaskipting: Strákar og stelpur, 12 ára og yngri, piltar og telpur, 13-14 ára, meyjar 15-16 ára hlaupa 1,5 km. Svein- ar 15-16 ára, drengir 17-18 ára, i konur 17 ára og eldri hlaupa 3 km. Karlar 19-39 ára, öldunga- j flokkur 40 ára og eldri hlaupa 8 ; km. Keppt er jafnframt í 4 manna sveitum í öllum flokk- um nema öldungaflokki þar sem keppt er í 3 manna sveit- um. Skráning og greiðsla þátt- j tökugjalds berist skrifstofu Aft- j ureldingar fyrir 9. okt. nk„ simi ; 566 7089. { SRI Chinmoy friðar- keppnishlaup 13. október Hefst kl. 14.00 við Ráðhús j Reykjavíkur. Vegalengd 2 míl- ; ur (3,2 km). Flokkaskipting j ákveðin síðar. Verðlaun fyrir ; fyrstu i mark, einnig verðlaun til þeirra sem ná bestum ár- ; angri á heimsvísu en þetta er alþjóðlegt hlaup. Upplýsingar ; hjá Sri Chinmoy maraþonliði í j síma 553 9282. Torfæruhlaup UMF Heklu 19. október Hefst kl. 14.00 við sundlaug- ina á Hellu. Vegalengdir og j flokkaskipting, bæði kyn: 10 j ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára hlaupa 3 km, . 17-34 ára, 35 ára og eldri hlaupa I 6 km. Upplýsingar hjá Guð- « bjögu ísleifsdóttur í sima 487 j 5917. Stjörnuhlaup FH 16. nóvember Hefst kl. 13.00 við íþrótthúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði. Vega- lengdir og flokkaskipting, bæði [ kyn: 10 ára og yngri hlaupa 600 í m, 11-12 ára hlaupa 1 km, 13-14 ára hlaupa 1,5 km, 15- 18 ára hlaupa 3 km, 19-39 ára og 40 ára og eldri hlaupa 5 km. Allir sem ljúka hlaupi fá verðlaun. Upp- lýsingar hjá Sigurði Haralds- syni í síma 565 1114 og Rögnu Jónu í síma 555 2899. ■ Að halda líkamsræktina út: Sláðu afsakanirnar niður fyrirfram Við vitum langflest að við þurfum að hreyfa okkur meira en við gerum. Oft telj- um við að vandamálið sé að finna tíma til þess. Þá er rétt að gera sér grein fyrir því að alltaf er erfitt að taka upp nýja siði og til þess að ná því þarf að gera sérstakar ráðstaf- anir. Líkamsræktarstöðin Máttur og Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur hafa gefið út lítinn bækling þar sem ráð eru gefin mn hvernig best sé að byrja i líkamsrækt. Þar er fólki m.a. ráðlagt að gera áætí\ im, leita stuðnings og setja sér markmið. Þar er einnig listi yflr aðferðir tii að halda lík- amsræktina út til frambúðar. Hvaða afsakanir gætir þú notað til að sleppa líkams- ræktinni? Punktaðu niður á blað allar mögulegar afsakanir sem þú gætir notað þegar þú vilt sleppa því að fara í líkams- rækt. Ákveddu núna hvemig þú ætlar að sigrast á þeim hindnm- um sem verða á vegi þínum. Þú gæt- ir til dæmis ákveðið að nota hádeg- ið til að æfa. Útbúðu nesti að heim- an, farðu út að ganga í hádeginu og borðaðu síðan nestið á eftir. Finndu þér fyrirmynd Þegar þú ert byrjaður/byrjuð í líkamsræktinni er líldegt að þú náir góðu sambandi við einhvem þjálf- ara. Þú skalt komast að því hvað hann hefur gert til að ná árangri. Notaðu vasadiskó ef þú æfir einn Það er mjög hvetjandi að hlusta á uppáhaldstónlistina sína eða lestur góörar bókar af hljóðsnældu þegar maður æfir einn. Settu íþrótta- töskuna við úti- dymar kvöldið áður Þá er ömggt að þú tekur hana með þér í vinnuna en það er auð- veldast að fara beint í líkamsrækt eftir vinnu. Mæltu þér mót við vin eða kimningja í likamsræktinni Það hvetur þig áfram ef þú ert að fara að hitta ein- hvern sem þú þekk- ir um leið og þú æfir. Það em einnig minni likur á að þú Umsjón Ólafur Geirsson hættir við að fara ef þú átt þar stefnumót. Notfærðu þér fjölbreytn- ina sem í boði er Það má æfa sig með ýmsu móti, ganga, hlaupa, synda, fara í þolfimi, pallapuð, tækja- sal, vaxtarmót eða út að hjóla. Ekki reyna of mikið á þig Það er lítill ávinningur að reyna of mikið á sig. Þú mátt taka á en ekki þannig að það verði óþægilegt því þá gefstu upp. Verðlaunaðu þig Lofaðu sjálfum þér verðlaun- um eftir ákveðinn dagafjölda í likamsrækt. Kauptu þér geisla- disk, farðu í nudd, fáðu þér uppáhaldsmatinn þinn eða sjáðu góða bíómynd eða farðu í leikhús. Gerðu eitthvað þér til ánægju. Merktu við þann tíma sem þú hefur þjálfað Ef þú sérð það svart á hvítu á dagatalinu fyllistu stolti og líkumar aukast á að þú haldir áfram á hinni góðu braut. Viðaðu að þér upplýsingum um heilsu og líkamsrækt Því upplýstari sem þú ert því bet- ur gengur þér að aðlagast þessum nýja lífsstíl. Þú getur lesið þér til og rætt við þjálfara um allt sem að gagni kemur. Þetta era aðeins nokkur þau at- riði sem fólki er ráðlagt í bæklingn- um frá Mætti og Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Sunddeild KR með trimmhóp fyrir 25 ára og eldri Þeir sem eldri eru en 25 ára og hafa áhuga á að læra að synda eða bæta við sundkunnáttu sína eiga þess nú kost að ganga í trimmhóp Sunddeildar KR sem verið er að koma á fót. Þar verður einnig leið- beint hvernig best verður trimmað til árangurs með sundi. Þetta er hluti af Sundskóla KR sem nú er að hefja sitt þriðja starfsár. Trimmhóp- arnir eiga að vera í Sundhöll Reykjavíkur og Sundlaug vestur- bæjar. Upplýsingar og innritun er hjá Óla Þór þjálfara í síma 587 5277 og á sundstöðunum. í fréttabréfi Sunddeildar KR segir m.a. að lögð sé mikil áhersla á sam- starf og samveru foreldra, barna og unglinga og að allir þessir aðilar geti sameinast í sundi. Pabbi og mamma geti tekið þátt í sundi með hinum yngstu (3-6 ára) og síðan ef þau kjósa einnig tekið þátt í sundtrimmi og notið þar leiðsagnar sérhæfðs starfsfólks og þjálfara deildarinnar. Hjóladagur fjölskyldunnar var í Reykjavík á sunnudaginn var. Samtökin íþróttir fyrir alla stóöu fyrir 20 km hjólreiðahring um hjola- og göngustíga borgarinnar og fengu þeir sem honum luku sérstaka viöurkenningu. Hjólreiðamenn fjölmenntu og mátti sjá marga fjölskylduna á ferö saman. í Elliöaárdalnum mættum viö þessari fjölskyldu sem var aö leggja í hringinn. Fremst sjáum viö Söru Björk og síðan er þaö Sindri Lárusson, sem hefur yfirumsjón meö hjóli sem faðir hans, Lárus Guömundsson, ekur og aftast er móöirin Kolbrún Sig Valtýsdóttir. DV-mynd S oll og góð íþrótt fyrir alla Fullorðnir __ m Listgrein Barnaflokkar Unglingaflokkar Sjálfsvörn Líkamsrækt Sensei KAWASOE 7.dan Yfirþjálfari Shotokan á Islandi. Brautarholti 22 http://www.itn.is/thorshamar Sensei Yflrþjálfari Þórshamars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.