Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 49
JOV LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Nútímaverk á sex tónleikum Þaö verða haldnir sex tónleik- ar á tónlistarhátíðinni Norrænir músíkdagar um helgina. í dag eru fyrstu tónleikamir í Nor- ræna húsinu kl. 12.30. Þar koma fram Bryndís Halla Gylfadóttir, Signý Sæmundsdóttir og Matti Rantanen. Rantanen er talinn einn af færustu harmoníkuleik- urum heims og hefur unnið til margra viðurkenninga og verð- launa fyrir leik sinn. Hann hefur unnið náið meö finnskum tón- skáldum. Sinfónían í Langholtskirkju Sinfóníuhljómsveit tslands heldur tónleika í Langholts- kirkju í dag kl. 14.00. Stjómandi er Anne Manson. Flutt verður verk eftir Karin Rehnqviat, Solsangen, fyrir sinfóníuhljóm- sveit, sópran og tvo lesara. Verk- ið er byggt á hinum fomíslensku Sólarljóðum. Einsöngvari í verk- inu er Lena Willemark sem er ein skærasta stjama Svía á sviði þjóðlagatónlistar. Einnig verður frumflutt hér á landi verk eftir Þorstein Hauksson, Bells of Earth, fyrir hljómsveit og tölvu- hljóð. Avanti í Listasafninu Síðustu tónleikar dagsins verða í Listasafni íslands. Þar mun Avanti strengjakvartettinn leika dönsk, flnnsk og sænsk verk. Avanti kvartettinn er hluti af Avanti kammersveitinni sem er í fremstu röð hljómsveita sem leika nútímatónlist. Saxófónar í Rauðagerði Fyrstu tónleikarnir á sunnu- daginn em í FÍH-salnum í Rauða- gerði og hefjast þeir kl. 14.00. Þar mun saxófónkvartettinn Saxop- hone Concentus leika. Kvartett- inn var stofnaður árið 1990. Með- limir hans vom fyrstu saxófón- leikararnir sem útskrifuðust með mastersgráðu í kamm- ermúsík frá norska ríkistónlist- arskólanum. Kvartettinn hefur leikið víða um lönd og hlotið góöa dóma fyrir leik sinn. Á þessum tónleikum kemur einnig fram Corretto kvintettinn sem skipaður er fimm íslenskum blásuram. Hljómeyki í Vídalínskirkju KI. 17.00 á morgun verða tón- leikar í Vídalínskirkju i Garöa- bæ þar sem Hljómeyki leikur undir stjóm Bernharðs Wilkins- sonar. Verða flutt verk eftir Hen- rik Gdegaard, Noregi, Peter Lindroth, Svíþjóð, Sunleif Rasmussen, Færeyjum, og Hjálmar H. Ragnarsson. Síðustu tónleikamir á sunnudag- inn verða í íslensku óperunni kl. 21.00. Þar leikur Kammer- sveit Reykja- víkur undir stjóm Silviu Massarelli frá Italíu. Rannveig Fríða Braga- dóttir, messósópran er einsöngv- ari með Kammersveitinni í verki Páls Pampichlers Pálssonar, Morgen. Á tónleikunum verða einnig flutt verk eftir tónskáldin Reine Jönsson og Göran Gam- storp frá Svíþjóð, Norðmanninn Dagfinn Koch og Einojuhani Rautavaara frá Finnlandi. Rannveig Fríða Bragadóttir syng- ur með Kammer- sveit Reykjavíkur í íslensku óper- unni. Súld eða rigning austanlands Það veröa litlar breytingar á veðr- inu i dag frá því sem verið hefur síð- ustu daga. Þó kólnar aðeins í veðri. Það er af sem áður var fyrir rúmri Veðrið í dag viku þegar sól og blíða var fyrir austan og norðan. Austan til á land- inu verður súld eða rigning og það sama gildir um Norðausturlandið. Á Vestfjörðum verður norðaustan- stinningskaldi en breytileg átt, gola eða kaldi, annars staðar. Vestan til verða skúrir. Þótt rigni fyrir austan verður hlýjast þar og gæti hitinn farið upp í 12 stig. Kaldast verður á Vestfjörðum, um 5 stig yfir miðjan daginn. Sólarlag í Reykjavik: 19.54 Sólarupprás á morgun: 07.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.10. Árdegisflóð á morgun: 07.30 Vedrið kl. 12 á hádegi i gœr: Akureyri þoka í grennd 8 Akurnes rigning 9 Bergstaðir súld 8 Bolungarvík alskýjaó 7 Egilsstaóir alskýjaö 9 Keflavíkurflugv. súld 9 Kirkjubkl. skýjaö 10 Raufarhöfn súld 8 Reykjavík úrkoma í grennd 10 Stórhöföi súld 9 Helsinki Kaupmannah. skýjaö 13 Ósló rigning 9 Stokkhólmur skýjaó 13 Þórshöfn skýjaö 11 Amsterdam hálfskýjaó 16 Barcelona léttskýjaö 23 Chicago alskýjaó 13 Frankfurt rigning á síö. kls. 13 Glasgow hálfskýjaö 15 Hamborg rigning og súld 13 London léttskýjaö 20 Los Angeles þokumóöa 18 Madrid léttskýjaö 26 Malaga heiöskírt 23 Mallorca léttskýjaö 24 París skýjað 19 Róm léttskýjaö 21 Valencia heiðskirt 28 New York alskýjaó 16 Nuuk léttskýjaö -1 Vín léttskýjaó 15 Washington alskýjaö 19 Winnipeg alskýjaó 9 IÚtvarpshúsið og Hótel Borg: Stórsveitin og Frumskógarkvartettinn RúRek djasshátíðinni lýkur í s; dag. Mikið hefúr verið um skemmtilega og áhugaverða tón- 6 leika alla vikrnia en allt tekur enda og verða lokatónleikamir í Ikvöld. Áður en þeir hefjast er upp- lagt fyrir djassáhugamenn að leggja leiö sína í útvarpshúsið í Efstaleiti en þar mun Stórsveit Reykjavíkur leika imdir sfjórn Sæbjörns Jónssonar. Stórsveitin gaf út plötu fyrir jól sem fékk góð- I ar viðtökur og á henni söng meöal annars Egill Ólafsson og verður hann sérstakur gestur sveitarinn- ar i dag og tekur lagið með henni. Frítt er inn á þessa tónleika. Frítt er einnig inn á tónleika Tríós Óskars Guðjónssonar á smurbrauðsstofunnni Jómfrúin en þar hefur alla dagana sem hátíðin hefúr staðið yfir verið djass kl. 17. Lokatónleikamir verða síðan á Hótel Borg í kvöld kl. 22. Þar leik- ur kvartett danska gítarleikarans Pierre Derge, kvartett sem hann Stórsveit Reykjavíkur leikur í Útvarpshúsinu f dag. kallar New Jungle kvartettinn. fjölbreytt blanda af ýmsum teg- Prógrammið hjá kvartettinum er undum djass. Myndgátan Tölumar tala sínu máli Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi gsönn 57 Guffi og sonur við veiöar á feröa- lagi sfnu. I Guffagrín Bíóhöllin hefur sýnt að undan- fomu nýja teiknimynd frá Disn- ey, Guffagrín (The Goofý Movie). í myndinni á Guffi soninn Max sem orðinn er unglingur og er hræddastur um að hann muni verða eins og faðir hans. Max er því ekkert sérstaklega hrifinn j þegar faðir hans tilkynnir honum að hann sé búinn að plana ferða- lag þvert yfir Bandaríkin. Max líst ekkert á þetta og vill miklu : frekar vera heima enda hafði hin : fallega Roxanne loks samþykkt að : fara út með honum. En Guffi hef- ur sitt fram og saman leggja þeir feðgar í ferðina og lenda að sjálf- sögðu í miklum ævintýrum. Kvikmyndir Þetta er fyrsta teiknimyndin í fúllri lengd um Guffa en 63 ár eru frá því hann kom fyrst til sögunn- ar. Á undan Guffagríni er sýnd ný teiknimynd um Mikka mús en 40 ár em síðan gerð var síðast mynd um þessa fyrstu teikni- myndapersónu sem Walt Disney skapaði. | Nýjar myndir Háskólabíó: Keðjuverkun Laugarásbió: Crying Freeman Saga-bíó: Það þarf tvo til Bíóhöllin: Guffagrín Bíóborgin: Fyrirbærið Regnbog- inn: Hæpið Stjörnubíó: Svaðilförin Fótbolti og hlaup Aðalviðburður helgarinnar í íþróttum er að sjálfsögðu hreinn úrslitaleikur í 1. deildinni í fót- boltanum milli ÍA og KR, sem fram fer á Akranesi á sunnudag- inn kl. 14. Það má búast við met- aðsókn á hinn glæsilega völl á Akranesi enda spenningur mik- ill fyrir leiknum. t dag fæst aftur á móti úr því skorið hvaða lið falla niður í 2. deild en þá verð- ur leikin síðasta umferðin í 1. deild að undanskildum leik ÍA og KR. Iþróttir Almenningshlaup hafa verið reglulega í sumar og nánast um hverja helgi hefur einhvers stað- ar á landinu verið boðiö upp á hlaup. Þeim fer að fækka en hið árlega Öskjuhlíðarhlaup, sem alltaf er á haustin, verður í dag kl. 14. Ný hlaupaleið verður far- in: frá Perlunni og hlaupið niður að Nauthólsvík, veginn að Hótel Loftleiðum, til baka eftir skógar- stígum Öskjuhlíðar og endað við Perluna. Hlaupið er um fimm kílómetrar. Skráning er í Perlunni frá kl. 12.30. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 213 27.09.1996 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollaenni Dollar 67,000 67,340 66,380 Pund 104,550 105,080 103,350 Kan. dollar 48,940 49,250 48,600 Dönsk kr. 11,4450 11,5060 11,6090 Norsk kr 10,3040 10,3610 10,3430 Sænsk kr. 10,0700 10,1260 10,0220 Fi. mark 14,6410 14,7270 14,7810 Fra. franki 12,9990 13,0730 13,0980 Belg. franki 2,1348 2,1476 2,1795 Sviss. franki 53,3900 53,6800 55,4900 Holl. gyllini 39,1700 39,4000 40,0300 Þýskt mark 43,9700 44,2000 44,8700 ít. lira 0,04413 0,04441 0,04384 Aust. sch. 6,2470 6,2860 6,3790 Port. escudo 0,4318 0,4344 0,4377 Spá. peseti 0,5228 0,5260 0,5308 Jap. yen 0,60500 0,60860 0,61270 írskt pund 107,160 107,830 107,600 SDR 96,34000 96,92000 96,83000 ECU 83,8700 84,3700 84,4200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.