Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 15 Ni&urstaöan er því sú aö meö síöustu breytingum á sjávarútvegsstefnunni hafi Vestfiröingar stigiö hægt og hljótt fram af bjargbrúninni undir handleiöslu leiötoga sinna og endanlega inn í kvótakerfiö. Eftir standa nýir jeppar á suöurleiö, byggöir í rúst og fólk sem veit ekki sitt rjúkandi ráö. DV-mynd Brynjar Gauti Vestfiröingar standa nú and- spænis þeim mesta vanda sem steðjað hefur að byggð þeirra á síðustu öldum. Þegar hefur átt sér stað meiri fólksflótti af svæðinu en dæmi eru um áður og ekki verður séð að bjartara sé fram undan. Atvinnulíf stendur á brauðfótum þegar á heildina er lit- ið og aðeins örfá fyrirtæki sem halda haus. Spurt er hvað í ósköp- unum hafi orðið til þess að koma þessum landshluta í þessa stöðu og svörin eru mörg. Hræðileg snjó- flóð sem tortímdu hátt í 40 manns er ein skýringanna, önnur er sú að kvótakerfið hafi haft sitt að segja til að veikja byggðina svo sem raun ber vitni. Sterkar byggðir í kringum 1980 voru byggðir á Vestfjörðum tiltölulega sterkar og atvinna næg. Ekki var til það byggðarlag sem ekki réð yfir tog- ara eða togurum sem báru af í aflabrögðum. Bjartsýni var nokk- ur og í raun óraði engan fyrir því að möguleikar væru til þess að nú- verandi staða kæmi upp. Eini skugginn sem bar á mannlífið var erfið staða einstakra frystihúsa. Ský dró þó fijótt frá sólu því erf- iðri stöðu var hægt að bjarga með nokkrum símtölum í Byggðastofn- un og til þingmanna. í framhald- inu var málum kippt í lag og við- komandi fyrirtæki fékk vænan tékk til að bjarga rekstrinum í hom. Tryggingar á lánum þessum voru gjaman aukaatriði og töfðu ekki fyrir bjargræðinu. Síðan var haldið áfram að vinna í blindni þann fisk sem mokað var á land. Stórveldisdraumar Sagán geymir dæmi frá þessum tíma um frystihúsabyggingar sem slógu allt annað út. Ágætt dæmi um slíkt er Þingeyri þar sem byggt var hús sem gat afkastaö 15 þús- undum tonna af þorski á ári. Plássið hafði yfir að ráða einum togara og lét smíða annan. Saman- lagt höfðu þessi skip möguleika á ársafla sem nam aðeins 7 til 10 þúsundum tonna. Það er þó óhætt að fullyrða að sjaldnast hafi verið nýttur nema þriðjungur afkasta- getu hússins og stjómendur þess hafa nú afrekað það að losa fýrir- tækið við allan kvótann og bæði skipin. Örfáir Rússaþorskar hafa undanförnu runnið í gegnum mannvirkið. Eftir stendur minnis- varði um stórveldisdraum sem breyttist í martröð, byggðinni til stórskaða. Þegar kvótakei-fið var sett á 1983 var svo komið að meiri- hluti fyrirtækja gekk til móts viö nýja tíma stórskuldugur og í mörgum tilvikum með menn við stjómvölinn sem höfðu tileinkað sér þann sama hugsunarhátt og stjómvöld í bananalýðveldum. Þeir kunnu helst að kalla á hjálp og gerðu það óspart. Kallað á hjálp Vestfirðingar mótmæltu frá upphafi kvótakerfinu og fólk skynjaði að í því fólst meiri ógn en í samanlögðum snjóflóðum, hafis og norðaustanáttinni. Samtök Vestfirðinga börðust mörg hver hatrammri baráttu gegn kerfinu og bentu á skaðsemi þess en það sama er ekki hægt að segja um at- vinnurekendur og nokkra þeirra þingmanna sem sátu á Alþingi fyr- ir fjóröunginn. Sumir þeirra létu sem þeir vildu ekkert með kerfið hafa en voru ekki heilir í afstöðu sinni og studdu það í laumi. í skúmaskotum hvísluðust þeir á, sögðu ekkert vit í aö hverfa frá kerfinu, nær væri að sníða af van- kantana. Eftir því sem árin liðu var fólki það ljóst að ekki var ætl- unin að farga óvættinum sem var að naga sig inn i kviku vestfirsks mannlifs. Sægreifarnir, sem fengu L augardagspistill Reynir Traustason úthlutað veiðiheimiidum, komust innra með sér að þeirri niðurstöðu að við afnám kerfisins yrði fjárhag þeirra stefht í voða. Þess vegna sat allt fast og kerfið fékk átakalítið að þróast til þeirrar myndar sem nú blasir við. Fársjúk fyrirtæki Eftir 1990 tóku stjómvöld upp þá stefnu að sértækri aðstoð við fyrirtæki yrði að ljúka. Byggða- stofhun var gerð ábyrg fyrir útlán- um sínum og skomar niður fjár- veitingar til hennar. Þar með dugði ekki lengur gamla aðferðin að kalla á hjálp með árangri. Síð- asta neyðarkallinu svaraði ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar með þvi að samþykkja lög um sértæka að- stoð við vestfirsk brauðfótafyrir- tæki. Þetta var þó með þeim skil- yrðum að þau sameinuðust og sýndu fram á rekstrargrundvöll. Mönnum var gert ljóst áð ekki yrði um frekari aðstoð að ræða og þar eftir yrðu þau að lifa og deyja eftir sömu lögmálum og önnur fyr- irtæki í landinu. Afleiðingamar létu ekki á á sér standa, hvert af öðru fóm fársjúk fyrirtæki á haus- inn. Bíldudalur, Patreksfjörður, Suðureyri og Bolungarvík vora meðal þeirra sem þannig fór fyrir. Á uppboðin mætti fólk sem álpast hafði til að breyta skipum sinum í frystitogara og hirti kvóta íbú- anna og þar með möguleikana til að komast af. Stöku fyrirtæki lifðu á mörkum lífs og dauða og seldu veiðiheimildir sínar til að komast af. Blómi íslenskrar sjómanna- stéttar, sem í áratug hafði verið með mestan afrakstur á hvem sjó- mann, mátti sæta því að sjá á eftir skipum sínum til annarra lands- hluta. Næsta bjargráð í hnignunarsögu Vestfjarða var næsta bjargráð fólgið í því að róa á línu þar sem aðeins þurfti helm- ingskvóta á móti þeim þorskafla sem borinn var að landi. Þá var steinbíturinn enn utan kvóta og þannig mögulegt að sækja hann með litlum tilkostnaði og án kvótakaupa. Loks var krókaleyfið við lýði þar sem kvóti kom ekki við sögu. Alla þessa möguleika nýttu Vestfirðingar sér til að halda uppi atvinnustigi sem var hið hæsta í landinu. Hægt og hljótt Nokkur fyrirtæki sem enn lifðu kreppuna, á því herrans ári 1996, komust að þeirri niðurstöðu að þeirra eina von fælist í þvi að selja þetta frelsi sem enn var við lýði. Með því að afnema línutvöföldun- ina, setja steinbítinn undir kvóta og koma smábátunum undir kvótakerfi mætti enn auka veð- hæfni fyrirtækjanna. Þeir gengu þegar tfl þeirra verka að fá í lið með sér þingmenn til að útrýma frelsinu og leggja af krókaleyfi, tvöföldun og fijálsa sókn. Breyt- ingin gekk í gegn átakalaust og vart er hægt að segja að heyrst hafi hósti né stuna. Vandséð er í dag hvað er tfl ráða en bersýnflega dugir ekki að kalla á hjálp. Flutn- ing ríkisstofnana hefur borið á góma en þar er sjaldnast rætt um Vestfirði. Einhver minntist ein- hvem tíma á það að mögulegt væri að flytja Landhelgisgæsluna tfl ísafjarðar en slíkar raddir era þagnaðar. Byggðastefna stjóm- valda rís hæst í því að flytja örfá störf Landmælinga tfl Akraness. Það læðist að sú tilfinning að næsta tillaga felist í því að flytja einhveija örstofhunina i Kópavog eða Mosfellsbæ, annað er varla á dagskrá. Niðurstaðan er því sú að með síðustu breytingum á sjávar- útvegsstefnunni hafi Vestfirðingar stigið hægt og hljótt fram af bjarg- brúninni undir handleiðslu leið- toga sinna og endanlega inn í kvótakerfið. Eftir standa nýir jeppar á suðurleið, byggðir í rúst og fólk sem veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.