Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 ijV stuttar fréttir Finni fagnar Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, fagnar áform- um NATO um að taka sem flest- 1 ar þjóðir inn í friðarsamstarf I sitt. Bildt aftur heim Carl Bildt, fyrrum for- sætisráðherra Svíþjóðar, hefur í hyggju að snúa sér aftur að sænskum stjómmálum I á næsta ári, að sögn blaðsins | Göteborgs Posten. Bildt hefur að 1 undanfómu verið sáttasemjari í ■ Bosníu. Mafíufjársjóður Lögreglan á Sikiley hefur I grafið upp mikinn fjársjóð gulls og gersema í eigu mafíuforingj- ans Salvatores Riinas sem situr I inni. Skoskur tígur Leiðtogi flokks skoskra þjóð- ernissinna sagði í gær að sjálf- stætt Skotland gæti orðið efna- hagstigur Evrópu og vísaði í því { sambandi á hagvöxt á írlandi. Ekki tilbúin í NATO Eystrasaltslöndin eru ekki til- búin til að gerast aðilar að Atl- antshafsbandalaginu, að sögn Perrys, landvarnaráðherra Bandaríkjanna. FFH á leiðinni Erich von Daeniken, sem er þekktur fyrir bækur sínar um heimsóknir geimvera fyrir þús- undum ára, sagði að stórir fljúg- andi furðuhlutir væru væntan- legir til jarðar á næsta áratug. Níu fórust Níu manns, þar af fimm börn, fórast þegar skriður féllu úr kletti einum í vesturhluta Ástr- alíu. Hópurinn sem varð fyrir grjótinu var að horfa á brim- brettakeppni. Pakistan viðurkennir Stjórnvöld i Pakistan voru ein um aö viðurkenna nýja stjórn íslamskra uppreisnarmanna á sem tóku völdin í Afganistan i I gaer. Stöndum saman Alain Juppé, for- sætisráð- herra Frakk- lands, hvatti samsteypu- stjórn sína til að snúa nú bökum sam- I an á sama tíma og upplýst var að atvinnuleysi væri meira en I nokkra sinni fyrr. Ekki talið aftur Yfirumsjónarmenn kosning- anna i Bosníu höfnuðu í gær meðmælum um að atkvæði yrðu talin aftur. Reuter Kauphallir erlendis: Met í Frankfurt og Hong Kong Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllum heims komust á skrið í vik- unni og í þremur þeirra voru sögu- leg met slegin. Dow Jones í New York fór í 5894 stig sl. mánudag og núna á fimmtudaginn fuku met í Frankfurt og Hong Kong. DAX-30 vísitalan í Frankfurt skaust í 2666 stig einkum vegna já- kvæðra afkomufrétta af stóram fyr- irtækjum og væntinga af markaðn- um næstu vikur. Hang Seng vísital- an í Hong Kong fór í 11636 stig á fimmtudag. Bensínverð á heimsmarkaði hef- ur sveiflast upp og niður í vikunni eftir að ró komst á ástandið í írak. Verð á kafii og sykri á heims- markaði hefur hríðlækkað að und- anfomu vegna offramboðs. -Reuter Heimsbyggðin hefur áhyggjur af átökum ísraela og Palestínumanna: Þjóðaleiðtogar hvetja til friðar Leiðtogar þjóða heimsins fóru fram á það við oddvita fsraels og Palestínumanna í gær að þeir hitt- ust til að binda enda á blóðbaðið sem varð vegna fomleifauppgraftar ísraelsmanna í gamla hverfinu í Jerúsalem. Sumir embættismenn létu jafnvel í það skína að þeir ótt- uöust að styrjöld brytist út. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sentu nær samhljóða bréf til Benjamins Netanyahus, for- sætisráðherra ísraels, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, þar sem þeir voru hvattir til að reyna að stilla til friðar á Vestur- bakkanum og Gaza. Bandarísk stjórnvöld sögðu ísra- elum og Palestínumönnum að of- beldinu yrði að linna. Bill Clinton forseti kom sér hjá því að fordæma ísraelsmenn beint út en hvatti deiluaðila til að stöðva ofbeldið og „forðast óþarfa ögrandi aðgerðir". Heimildarmenn meðal stjómarer- indreka sögðu að Netanyahu hefði hafnað beiðni Warrens Christoph- ers, utanrikisráðherra Bandaríkj- cmna, um að loka umdeildu jarð- göngunum nærri Al-Aqsa mosk- unni, einu helgasta véi múslíma, sem urðu kveikjan að verstu bar- dögum milli Palestínumanna og fsraela frá því friðarsamningarnir voru gerðir árið 1993. ísraelskar hersveitir drápu þrjá Palestínumenn og særðu fimmtíu við moskuna í gær, á þriðja degi óeirðanna. Á Vesturbakkanum og Gaza var skotið úr byssum og grjóti kastað, þrátt fyrir að palestínska lögreglan reyndi að hafa hemil á mótmælend- um og ísraelsmenn væru með skrið- dreka og aukinn liðsafla. -Reuter mwi ísraelskir hermenn taka sér stöðu í átökunum við palestínska mótmælendur á Vesturbakkanum í gær. Tugir manna hafa fallið í átökum síðustu daga. Símamynd Reuter Fjórar þýskar stúlkur struku að heiman: Voru orðnar hundleiðar á tiltektinni og skólanum Fjórar þýskar stúlkur, sem ákaft hafði verið leitað að eftir að þær hurfu að heiman, sögðu lögreglu í gær að þær hefðu beðið karlmann um að aka sér á brott þar sem þær hefðu verið orðnar leiðar á að taka til og fara í skólann. Stúlkurnar hurfu síðastliðinn mið- vikudag, aðeins tæpri viku eftir að sjö ára stúlku var misþyrmt kynferð- islega og hún síðan myrt í þorpi einu í Bæjaralandi. Óttast var að bama- níðingar hefðu rænt stúlkunum. Rúmlega eitt hundrað lögreglu- þjónar, bæði í Þýskalandi og Holl- andi, leituðu stúlknanna og höfðu þyrlur sér til aðstoðar. Hollenska lögreglan hafði síðan upp á þeim í bænum Oostburg í gær og handtók 45 ára gamlan Þjóðverja vegna grans um að hann hefði numið þær á brott. En stúlkumar, tólf ára tvíburar og vinkonur þeima, tíu og ellefu ára, sögðu rannsóknarlögreglu- manni að þær hefðu beðið manninn um að fara með sig í burtu af því að þær voru orðnar hundleiðar á til- tekt og skólagöngu. Lögregla fann klámblöð og nektar- myndir af börnum í hjólhýsi manns- ins nærri Köln. Maðurinn, sem eitt sinn bjó með móður tvíburanna, sætti rannsókn árið 1994 vegna gruns um kynmök við böm en hann var ekki ákærður. -Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis I Dow Jones 560cjr' 1 5400 5868,85 J J A S 200 \yv-/ 150 $/t 216 J J A S 11600m Hang Seng [J 11200 y losocí/ 11636,13 j J A S =rmi=! Rússar meta hreinskilni Jeltsíns mikils Flestir Rússar styðja þá ákvörðun Borísar j| Jeltsíns for- seta að segja hreinskilnis- lega frá ' heilsufari sinu og viðurkenna að hann þurfi að gangast undir hjartaaðgerð. [Skoðanakönnun sem virt stofn- un á þvi sviði stóð fyrir leiddi í Ijós að 60 prósent kjósenda báru lof á ákvörðun Jeltsíns en sautján prósent voru henni ekki fylgj- 1 andi. Aðrir höfðu ekki afgerandi skoðun á málinu eða stóð á sama, Iað sögn Interfax fréttastofunnar. Áformað er að gera aðgerðina á Jeltsin eftir sex til tíu vikur. Ofbeldisglæpir á uppleið í Eng- landi og Wales Glæpum hefur fjölgað í Englandi og Wales í fyrsta sinn í I tvö ár og er mesta aukningin í of- I beldisglæpum eins og líkams- Íárásum og nauðgunum. Innan- ríkisráðuneytið segir að glæpum hafi í heild fjölgað um 0,4 prósent á tólf mánaða tímabili sem lauk í júní í sumar. Ofbeldisglæpum fjölgaði um tíu prósent. Á næsta tólf mánaða tímabili á undan fækkaði glæpum hins veg- ar um fimm prósent og fimm og hálft prósent þar á undan. Næsta víst þykir að þessi tíð- indi muni koma ríkisstjórn Johns Majors illa en stjórnmála- menn hafa mjög verið uppteknir af baráttunni gegn glæpum að undanförnu og ætla má að hún verði ofarlega í huga kjósenda f þegar kosið verður til þings á jnæsta ári. Danir ekki fylgj- andi sameigin- legri mynt ESB DV, Kaupmannahöfn: Riflega 62 prósent dönsku i þjóðarinnar vilja halda því til streitu að taka ekki þátt í sam- | eiginlegri mynt Evrópusam- bandsins. Þetta kemur fram í nýrri Sonar-könnun fyrir Jyllands-Posten. Niðurstaðan j kemur nokkuð á óvart en að und- jj anfómu hafa þekktir stjórnmála- ; menn eins og Uffe Ellemann-Jen- sen og Ritt Bjerregaard barist fyrir þátttöku Dana og nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Margir telja að sfjórnmála- menn hafi svikið kjósendur þeg- ar við efndum til nýrrar þjóðar- Iatkvæðagreiðslu árið eftir hið fræga „nei“ 1992,“ segir efna- hagsmálaráðherrann Marianne Jelved og segir könnunina sýna klárt að málið sé ekki á dagskrá í bráð. Danir hafi i engu breytt afstöðu sinni frá síðustu þjóðar- atkvæðagreiðslu. -pj Fyrrum njósnari sver af sér morðið á Palme Craig Willi- ; amson, fyrr- um njósnari kynþáttaað- skilnaðar- stjómarinnar í Suður-Afr- íku, vísaði í gær á bug fúllyrðingum fyrram félaga síns um að hann hefði lagt á ráðin um morðið á Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, árið 1986. „Þetta er algjör klikkun. Það er nóg að svara til saka fyrir það sem við gerðum en þetta er fá- ránlegt. Það var talað um þetta í I sænsku blaði fyrir sex árum en | ég neitaði því þá og geri enn,“ i sagði Williamson. -Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.