Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 58 kvikmyndir K M Y Stjörnubíó - Svaðilförin: Reynsla sem aldrei gleymist Sjálfsagt eru fáir leikstjórar jafn mistækir og Ridley Scott, það er ótrúlega mikill munur á miili hans bestu mynda; Alien, Blade Runner og Thelma and Louise, og þeirra verstu; Black Rain og 1492: Conquest of Paradise. Eitt eiga þó myndir hans sameiginlegt, það býr mikill metnaður að baki þeim öllum og Svaðilforin (White Squ- all) er engin undantekning að því leytinu. Hún verður þó aldrei talin meðal betri mynda Scotts. En myndin hef- ur samt yfir sér stórmyndarbrag og þegar hvirfilbylur- inn skellur á seglskipið er um að ræða kvikmyndagerð af bestu gerð, aðdragandinn er bara alltof langur. í Svaðilförinni er sögð sönn saga um örlagríka ferð skútunnar Albatross í byrjun sjöunda áratugarins. Albatross var skólaskip sem lagði upp í ársferðalag með þrettán nemendur og íjóra í áhöfn. Siglt var vítt og breitt um Kyrrahafið. í lok ferðarinnar skellur á hvirfil- bylur og fiórir nemar og tveir áhafnarmeðlimir farast. Þetta er mikil örlagasaga og tilvalið efni í kvikmynd en Ridley Scott hefur kannski verið í byrjun með of háleitar hugmyndir um að sem flestar persónurnar fengju að njóta sin. Úr verður allt of langur aðdragandi og svo sannarlega er Svaðilforin ein af „löngu“ mynd- unum sem hæglega hefði getað verið styttri. Oflengd myndarinnar felst fyrst og fremst í fyrri hlutanum. Lokaatriðið, réttarhöldin yfir skipstjóranum, hefði mátt vinna betur, gera mun beinskeyttari i stað þess að halla sér að melódramanu sem verður sykurhúðað í lok- in. Jeff Bridges hefur oft verið talinn vanmetinn leikari og satt er það að hann hefur verið góður á annarri fiðlu í mörgum myndum. En hann er ekki rétti leikarinn í hlutverk skip- stjórans, skipstórinn er hörkutól sem nemarnir virða og hræðast. Bridges nær aldrei að sýna hörkuna á sannfærandi hátt en nær mun betri tökum á persónunni þegar innri maðurinn kemur í ljós. I heild er Svaðilfórin einstaklega áferðarfalleg kvikmynd, stórfengleg á köflum, kvik- myndataka og tónlist góð og ferð Albatross er mikið drama. En það vantar snerpu í at- burðarásina, allt of oft spyr maður sjálfan sig hvort eitthvað fari ekki að gerast. Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: Todd Robinson. Kvikmyndun: Hugh Johnson. Tónlist: Jeff Rona. Aðalleikarar: Jeff Bridges, Caroline Goodall, John Savage, Scott Wolf, Jeremy Sisto og Balthazar Getty. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Karlsson Regnboginn - Hestamaðurinn á þakinu: Vondir menn og kólera Franski kvikmyndaleikstjórinn Jean-Paul Rappeneau sækir enn efnivið til vinsælla franskra skáldverka. Sið- ast var það Cyrano de Bergerac, sem úr var einstaklega vel heppnuð mynd, hrífandi og skemmtileg, en nú er það saga Jeans Gionos um riddarann á þakinu. Það hefði vart verið á færi nema ofurmenna að jafna metin við Cyrano, hvað þá að gera betur. Og það er allnokkur veg- ur frá því að Rappenau takist það hér þótt myndin sé hin vandaðasta í alla staði. Það sem vantar er neistinn eða bálið sem þeim frábæra Gérard Depardieu tókst að kveikja í Cyrano, sællar minningar. Efniviður þessarar myndar er svosem nógu dramatísk- ur. Ungur ítalskur uppreisnarmaður, Angelo, (Martinez), alinn upp i byltingaranda og góðum siðum af móður sinni, aðalskonunni, svo formfastur að stappar nærri fá- ránleika, er á flótta undan flugumönnum Austurríkis- keisara sem ræður öllu á Ítalíu norðanverðri. Þetta ger- ist skömmu eftir 1830. Sögusviðið er suðaustanvert Frakkland þar sem kólerufaraldur geisar og hefur kollvarpað tilverunni með tilheyrandi nomaveiðum og aftökum á blóra- bögglum. Á flóttanum kynnist Angelo imgri konu, Pauline (Binoche), sem bíður vel mið- aldra eiginmanns síns í húsi frænkna sinna en verður að yfirgefa bæinn vegna kóleru- faraldursins. Saman halda ungmennin út á þjóðvegina þar sem þau lenda í miklum hrakningum og mannraunum og með þeim kviknar eins konar ást áður en yfir lýkur. Mynd þessi er fyrst og fremst stórkostleg umgjörð, hvort sem það er leikmyndin og bún- ingamir og annað þeim tengt eða ægifagurt landslagið i Provence og við rætur Alpanna, utan um sögu sem hafði alla burði til að verða hádramatísk en varð það ekki. Persónum- ar, eins og þær em hér upp dregnar, eru ekki nóp spennandi til þess, meiri dýpt skort- ir og það vantar neistann milli þeirra. Þar er sjálfsagt um að kenna bæði leikurum og efninu sem þeir hafa milli handanna. Þetta er þó hin áferðarfallegasta mynd og tímanum allvel varið við að horfa á hana. Leikstjóri: Jean-Paul Rappeneau. Handrit: Rappeneau, Nlna Companeez og Jean-Claude Carriere. Kvikmyndataka: Thierry Arbogast. Leikendur: Olivier Martinez, Juliette Blnoche, Jean Yanne, Francois Cluzet, Pierre Arditi. Guölaugur Bergmundsson Háskólabíó - Keðjuverkun: Áflótta Leikstjórinn Andrew Davius vann sér virðingu allra spennumyndafíkla þegar hann gerði The Fugitive, einkar útsjónarsama og góða mynd sem hélt áhorfandanum í spennu allan tímann. Davis tók sér smáhvíld frá spennu- myndunum og gerði litla mynd á eigin vegum, Steal Big, Steal Little, sem fór nánast beint á myndbandamarkað- inn og þótti ekki merkileg smíði. Davis hefúr því sjálf- sagt þótt öruggast að róa á örugg mið og virðist Keðju- verkun (Chain Reaction) vera tilraun til að endurgera The Fugitive, alla vega er aðalpersónan á flótta alla myndina en nú bregður svo við að Davis nær ekki upp sömu spennu aúk þess sem handritið að Keðjuverkun er langt í frá að vera eins gott og í The Fugitive. Hugmyndin um þann fjarlæga draum að vinna orku úr vatni er góðra gjalda verð en þvi miður er sagan í kringum hugmyndina ekki nógu sterk, hvort sem litið er á hana frá vísindalegu sjónarmiði eða mannlegu. Eftir að ungu vísindamennirnir, sem Keanu Reeves og Rachel Weisz leika, eru orðin að skotmarki hjá bæði FBI og leynilegri sveit á vegum CIA og eru lögð á flótta fara að myndast lausir endar í framvindu mála sem erfitt er að sauma í eftir því sem liður á myndina. Það vantar ekki að nóg er um að vera og myndin heldur uppi miklum hraða, þá eru einstaka atriði vel gerð og sýna að Davis er góður fagmaður, en honum vantar getuna til að ná miklu úr litlu. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Keanu Reeves er mjög svo ofmetinn leik- ari. í hlutverki hins verklagna Eddie Kasalivich er hann nánast eins og belja á svelli í öllum áhættuatriðum og leikur hans er i heild bragðdaufur. Hin unga leikkona Rachel Weisz kemst mun betur frá sínu og Morgan Freeman á ekki i erfiðleikum með að skyggja á alla aðra í þeim atriðum sem hann leikur í þótt persónan sé ekki mjög sann- færandi. Leikstjóri: Andrew Davls. Handril: J.F.Lawlon og Michael Bortman. Kvikmyndataka: Frank Tidy. Tónlist: Jerry Goldsmlth. Aðallleikarar: Keanu Reeves, Morgan Freeman, Rachel Weisz og Fred Ward. Hilmar Karlsson Rhea Perlman í hlutverki körfuboltaþjálfarans segir liðsmönnum sínum hvernig spila skal. Sunset Park í Stjörnnubíói: Hvernig búa á til gott körfuboltalið Sunset Park, sem Stjömubíó hóf sýningar á í gær, er um hressa stráka sem kunna að spila körfubolta. Alla dreymir þá stóra drauma um frægð og frama sem atvinnumenn. Strákamir eru allir nemendur við Sunset Park High og eru síður en svo ánægðir þegar það kemur í ljós að þjálfari þeima er kona og það algjör trít- ill. Það kemur þó í ljós að Phyllis Saroka, en svo nefnist þjálfari þeirra, kann ýmislegt fyrir sér og hún veit að það er ekki snilli einstak- lingsins sem gildir í skólakeppninni sem framundan er heldur er það liðið í heild. I hlutverki Phyllis Saroka er Rhea Perlman sem margir kannast við úr Staupasteini en þar lék hún hina smávöxnu en kjaftforu þjónustu- stúlku. Þá má geta þess að hún er einnig eigin- kona Dannys DeVito. í hlutverkum strákanna eru nýliðar í kvikmyndaleik er voru meðal annars valdir vegna þess hversu snjallir þeir em í körfuboltanmn. Perlman, sem segist lítið vita um körfubolta, sagði að það hefði samt verið auðvelt fyrir hana að leika Sardoka þar sem hún veit heldur ekki mikið um körfubolta. „Hún er eins og ég, veit að boltinn á að fara í körfuna og að fyrir það fást tvö stig.“ Leikstjóri Sunset Park er Steve Gomer sem á rætur sínar að rekja til leikhússins og starfaði í mörg ár í New York og kenndi leik og leik- stjóm í Princeton háskólanum áður en hann hóf að leikstýra kvikmyndum. Fyrir kvikmynd sína Fly by Night fékk hann verðlaun kvik- myndagerðarmanna á Sundance- kvikmynda- hátíðinni árið 1994. -HK ItTakesTwo í Bíóhöllinni: í hamingjuleit Steve Guttenberg og Kirstie Alley í hlutverkum sínum. í bakgrunninum eru Olsen tvíburarnir. It Takes Two er gam- ansöm fjölskyldumynd sem Sam-bíóin frum- sýna í dag. Fjallar myndin um fóstruna Diane Barrows sem þráir ekkert heitar en að koma sér upp fjöl- skyldu. Meðan hún bíður eftir þeim eina rétta vinnur hún á munaðarley singj ahæli í New York og hefur tekið sérstöku ástfóstri við hina níu ára gömlu Amöndu. Hún vill ætt- leiða hana og Amanda vill einnig ólm verða ættleidd af Diane en þeir sem ráða segja að hún verði að vera ætt- leidd af fjölskyldu. Þeg- ar Diane er eitt sinn á ferðalagi með börnin sín hittir Amanda óvænt Alyssu og þeim til mikillar undrunar taka þær eftir þvi að þær eru nákvæmlega eins. í ljós kemur að faðir Alyssu, Roger Callaway, er forríkur ekkjumað- ur sem býr einn og það hafði verið draumur Alyssu eins og Amöndu að eignast fjölskyldu. Þær stöllur sjá sér nú leik á borði að eignast sömu foreldra. Þær skipta með sér hlutverkum og byrja að undirbúa jarðveginn. í hlutverkum Diane og Rogers eru Kirstie Alley og Steve Guttenberg en í hlutverki stelpn- anna eru tvíburamir Mary-Kate og Ashley 01- sen en þær léku í mörg ár í einum vinsælasta sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum, Full House. Þar léku þær til skiptis sama hlutverkið. Tví- burarnir voru aðeins níu mánaða þegar þær hófu leik í seríunni en voru orðnar níu ára þegar serian endaði sitt skeið i fyrra. Gerðir hafa verið sérstakir sjónvai-psþættir um tví- burana og auk þess hafa þær leikið í mörgum sjónvarpsmyndum. Tviburarnir hafa gefið út tvær geislaplötur sem báðar hafa komist inn á vinsældalista. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.