Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 J3"V Ekki ekki á Deilt um veislu í Straumi á vegum bæjarins - vegum staðarhaldara - kemur engum við, segir formaður menningarmálanefndar „Ég hef þegar svarað þessu, þetta var ekkert á vegum bæjarins, það er löngu ljóst,“ segir Ingvar Viktors- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, þegar DV.spurði hann um móttöku sem haláin var fyrir Starfsmannafélag Hrafnistu í Listamiðstöðinni í Straumi í Hafnarfirði 6. september sl. en áhöld hafa verið um það í valdastofnunum Hafnarfjarðarbæj- ar á hvers vegum veislan var hald- in og hver ætti að borga fyrir hana. Á fundi bæjarstjórnar 12. sept. lét Lúðvík Geirsson bóka fyrirspurn til bæjarstjóra um hver heföi haldið móttökuna í Straumi sem formaður menningarmálanefndar stýrði, hvert hefði verið tilefni móttökunn- ar, hver hefði tekið ákvörðun um hana og hver kostnaður af henni hefði verið. í svari bæjarstjóra 17. sept. segir að móttakan hafi ekki verið á veg- um bæjarins en þess getið að for- menn nefnda og forstöðumenn hinna ýmsu stofnana hæjarins hafi stöku sinnum heimilað mannfagn- aði í. húsakynnum sem undir þá heyra en eru i eigu bæjarins. Bæjar- stjóri taldi að formaður menningar- málanefndar í samráði við staðar- haldara hefði tekið ákvörðunina um veisluna. Þessu neitar Sverrir Ólafsson staðarhaldari staðfastlega í bréfi til bæjarfulltrúa Hafnarfjarðar og segir að formaður staifsmannafélags Hrafnistu í Reykjavík og Hafnar- firði hafi aðeins beðið um að félags- menn fengju að koma og skoða Listamiðstöðina í Straumi og kynn- ast starfseminni. Á morgni heimsóknardagsins hafi Magnús Kjartansson, formaður menningamálanefndar, hins vegar tilkynnt sér að menningarmála- nefndin hefði ákveðið að veita gest- unum, á annað hundrað talsins, mat og vínfong. Magnús hefði svo, þegar fólkið kom, tekið sjálfur á móti því með ræðu þar sem meðal annars hefði komið fram að hann sem for- maður menningarmálanefndar Hafnarfjarðar byði gesti velkomna í nafni menningarmálanefndar sem hefði ákveðið að bjóða til þessa fagnaðar. í bréfinu segir Sverrir að framtak Magnúsar hafi komiö sér í opna skjöldu og veislan ekki verið haldin með sínu samþykki og verið án hans afskipta. Hún hafi hins vegar valdið sér verulegum vandræðum þar sem umgengni gestanna hafi verið slæm og veruleg fyrirhöfn að hreinsa húsakynnin eftir veisluna og gera viö það sem úr lagi gekk þannig að allt yrði tilbúið fyrir fjöl- mennt myndlistamámskeið sem hefjast átti tveimur dögum síðar. Sverrir vísar allri ábyrgð á þessari uppákomu til Magnúsar og þeirra aðila sem kunna að hafa veitt heim- ild fyrir henni. „Ég ætla ekkert að svara þessu,“ sagði Magnús Kjartansson, formað- ur menningarmálanefndar Hafnar- fjarðar, þegar DV spurði hann um þetta mál. Um það hvort hann sjálf- ur hefði greitt fyrir veitingar í veisl- unni eða bærinn, sagði Magnús: „Það kemur bara engum við.“ Hann bætti við að menningarmálanefnd hefði ekki haldið veisluna. -SÁ Albertína Elfasdóttir f ræðustól á ráðstefnu um bætta samkeppnisstöðu fslands sem haldin var sl. fimmtudag á Scandic Hótel Loftleiöum. DV-mynd ÞÖK Ráðstefna um bætta samkeppnisstöðu íslands: Frægari karlar en venjulega - segir Albertína Elíasdóttir, 16 ára ísfirðingur „Þetta var bara mjög gaman, svipað og venjulega þegar maður er að tala yfir fólki. Sennilega hafa þetta verið frægari karlar en venju- lega en þeir voru bara eðlilegir og skemmtilegir," sagði Albertína El- íasdóttir, 16 ára framhaldsskóla- nemi á ísafirði, í samtali við DV en hún, að öðrum ólöstuðum, flutti líklega athyglisverðustu ræðuna á ráðstefnu um bætta samkeppnis- stöðu íslands sem haldin var á Loft- leiðum sl. fimmtudag. Áður en Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra tók til máls fengu ráðstefnugestir að heyra framtíðar- sýn Albertínu, hvernig hún vildi að íslenskt þjóðfélag yrði þegar gengið yrði inn í nýja öld. „Mín kynslóð er að fara að taka við landinu. Við stöndum frammi fyrir því að það er ekki nóg að veiða fískinn heldur verðum við að vinna meira úr honum í landi. Einnig verðum við að hætta að hugsa um hvern landshluta fyrir sig og fara að hugsa um þetta sem eitt land. Vestlendingar, Vestfirð- ingar, Norðlendingar, Austfirðing- ar og Sunnlendingar verða að standa saman sem ein heild,“ sagði Albertína við DV. Hún er á fyrsta ári í Framhalds- skóla Vestfjarða á ísafirði. Hún sagðist ætla að verða kennari og mannfræðingur þegar hún yrði „stærri". „Hver veit hvað gerist meö þessu áframhaldi. Draumurinn er auðvit- að að verða frægur fyrirlesari. Stefnan er að fara í háskóla og það verðlrr frábært að byrja i honum árið 2000.“ Hvatning frá forsetanum Albertína fékk á dögunum hvatn- ingarskjal frá forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir vel unnin störf. Albertína var formað- ur nemendaráðs Grunnskólans á ísafirði og vann ötullega að hags- muna- og velferðarmálum jafnaldra sinna. Hún hefur unnið með flótta- mönnum á ísafirði og barist gegn flkniefnaneyslu unglinga. Þá hefur hún stundað píanónám á ísafirði í tíu ár. Grípum að lokum niður í einn kafla ræðunnar um framtíðarsýn- ina: „Verður vinnan þannig að mað- ur gengur inn í herbergi, sest fyrir framan skjá og stjórnar þar vél- menni sem vinnur alla þá líkam- legu vinnu sem maður þyrfti ann- ars að vinna? Eða kannski að mað- ur ýti bara á gulan takka þegar maður vaknar, fer síðan í skvass eftir morgunmat, kemur heim aft- ur, ýtir þá á rauðan takka, borðar hádegismat, ýtir aftur á takka, í þetta sinn grænan, gerir það sem maður vill, ýtir síðan á bláan takka klukkan fimm, slappar síðan af og er þá búin í vinnunni?" -bjb Veislan í Straumi: Enginn veit hver veitti leyfið - segir Lúðvík Geirsson bæjarfulltrúi „Það sem vekur undrun og furðu er að eftir því sem fram hefur kom- ið í þessu máli þá virðist það hvergi liggja ljóst fyrir hver hefur veitt heimild fyrir þessu boði formanns menningarmálanefndar," segir Lúð- vik Geirsson, bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði, um veisluna í Straumi. Lúðvík segir þó ljóst að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir veislunni sam- kvæmt þeim reglum sem viðgengist hafa hingað til. „Þá er það ófært með öllu að einstakir nefndafor- menn eða einstakir starfsmenn bæj- arins geti sett í gang veislur af þessu tagi upp á sitt eindæmi, eins og kom fram hjá bæjarstjóra á bæj- arstjórnarfundi þar sem þetta mál var til urnræðu," segir Lúðvík Geirsson enn fremur. -SÁ Héraðsdómur Reykjavíkur: Ríkið dæmt bótaskylt vegna skerðingar á eignarréttindum Ríkið hefur verið dæmt bótaskylt í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna skerðingar á eignarréttindum jarö- arinnar Hofsstaða í Skútustaða- hreppi í Suöur-Þingeyjarsýslu. Stefnendur í málinu eru eigendur jarðarinnar Hofsstaða. Jörðin ligg- ur að Laxá á löngum kafla og fylgja jörðinni að lögum vatnsréttindi, þar með talin veiðiréttindi í ánni. Stefndi, þ.e. ríkið, er dæmt vegna banns þess að laxi yrði hleypt í efri hluta Laxár í Þingeyjarsýslu. Ríkiö staöfesti ákvörðun Náttúruvemdar- ráðs sem gekk út á að hindra aö stefnendur, þ.e. eigendur jarðarinn- ar, fengju að hleypa laxi í ána. í niöurstööu dómsins kom fram að stefnendur þurfi ekki bótalaust að þola fyrrgreindar skerðingar á réttindum sínum til veiðiréttinda sinna í efri hluta Laxár. Dómsorð eru þau að viðurkennd- ur er bótaréttur stefnenda, eiganda jarðarinnar Hofsstaða, úr hendi stefnda, umhverfisráðherra f.h. ís- lenska ríksins, vegna skerðingar jarðarinnar Hofsstaða sem leitt hef- ur af þeirri ákvörðun Náttúru- verndarráðs frá 14. júní 1990, stað- festri af umhverfisráðherra þann 31. október 1991, að leggjast gegn áform- um Veiðifélags Laxár og Krakár um að gera laxi kleift að ganga í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, ofan Brúar- fossa. Með þessu hafi verið komið í veg fyrir að stefnendur sem eigend- ur jarðarinnar fengju notið arðs og um leið verðauka af jörðinni hefðu áform þessi náð fram að ganga. Ríkinu er gert að greiða stefnend- um kr. 800 þúsund í málskostnað. Jónatan Sveinsson hrl. sótti mál- ið fyrir hönd stefnenda. Sigurjóna Símonardóttir, settur héraðsdóm- ari, Arngrímur ísberg og Ingibjörg Benediktsdóttir, héraðsdómarar, kváðu upp dóminn. -RR Steinbítur hækkar: Kílóið í kringum 140 krónur Verð á steinbít hefur verið að hækka á fiskmörkuðum innan- lands að undanfómu. Þannig var meðalverð á Fiskmarkaði Suður- nesja tæpar 140 krónur í gær- morgun og hefur ekki verið hærra í langan tíma. Ástæða verðhækkunar er fyrst og fremst aukin eftirspurn á mörkuöum í Evrópu en helstu kaupendur á fiskmörkuðunum eru útflytjendur á Suðurnesjum sem flytja beint út ferskt til Belg- íu, Hollands og Þýskalands. Verð á skarkola og skötusel hefur sömuleiðis veriö að hækka síðustu daga og vikur. Meðalverð á skarkola var 125 krónur fyrir kílóið á Fiskmarkaði Suðumesja í gærmorgun. Starfs- maður markaöarins sagðist við DV aldrei hafa séð svona háa tölu yfir skarkola. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.