Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 8
Ikerinn LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Heimir Hafsteinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, er sælkeri vikunnar: Kartöflusúpa mömmu og kartöfluréttur Særúnar „Þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili, enda bæði ódýr og góður,“ segir Heimir Hafsteinsson, kartöflubóndi i Þykkvabæ, og bætir við að kartöflur jafngildi hinu ítalska pasta fyrir íbúa á norður- slóðum. Hinar norrænu þjóðir hafi dregið íram lífiö á kartöflum gegn- um tíðina. Hann mælir með þeim í alls kyns rétti, til dæmis súpur, og ráðleggur lesendum hvemig nota megi þær í snakk á góðu kvöldi. Heimir gefur hér uppskrift að at- hyglisverðum kartöfluréttum sem full ástæða er til að prófa. Kartöfluráttur Særúnar 1- 1,5 kg kartöflur 200 g skinka 2 laukar 2- 3 hvítlauksrif 2-3 gulrætur 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 dl sýrður rjómi 2 egg salt pipar blómkál eða brokkoli smjörlíki eða matarolía ostur Sjóðið kartöflumar í 30 mínútur. Hreinsið lauk, gulrætur og hvítlauk og saxið niður. Hreinsið paprikur og skerið í bita. Skerið skinku í litla bita. Kraumið lauk, hvítlauk, gul- rætur og papriku í matarolíunni - athugið að paprikur þurfa ekki að krauma eins lengi og hitt grænmet- ið. Setjið blómkálið í sjóðandi vatn og sjóðið í 3 mínútur. Hrærið sam- an sýrðum rjóma og eggjum, krydd- ið með salti og pipar. Smyrjið eldfast mót. Flysjið kartöfl- urnar, skerið í sneiðar og setjið neðst i mótið. Setj- ið kraumaða græn- metið þar ofan á ásamt skink- unni og blómkál- inu. Hellið eggjahrærunni jafnt yfir og raðið ostsneiðum yfir. Bakist við 200 gráður í 20 mínútur. í staðinn fyrir skinkuna má nota túnfisk eða halda sig eingöngu við grænmetið. Kartöflusúp- an hennar mömmu 114 1 vatn 8 meðalstórar Heimir Hafsteins- son kart- öflubóndi gefur upp- skrift aö kartöflu- réttum. Meö hon- um á myndinni eru Haf- steinn Már, Hrafndís Brá og Heimir Smári. DV-mynd Jón Þórö- arson kartöflur, skornar smátt eöa tættar í grænmetiskvöm 2-3 saxaðir laukar 1 msk. ólífuolía 1 msk. smjör 5 söxuð hvítlauksrif 5 gulrætur, púrrulaukur eða vor- laukur sellerí, blómkál og hvítkál ef vill rjómaostur Laukurinn og hvítlaukurinn eru látnir krauma í smjörinu og ólífuol- íunni. Smátt skorið sefleri og saxað- ar gulrætur sett saman við og látið krauma þar til það er glært. Vatn- inu bætt út í ásamt kartöflum, púrrulauk, blómkáli og hvítkáli. Bragðbætt með 2 grænmetistening- um og 1 uxahalateningi. Soðið í 20 mínútur. Súpan er þykkt með rjómaosti. „Þessi súpa er afskaplega góð og matarmikil. Hún hentar sem sér- stæð máltíð með t.d. hvítlauks- brauði,“ segir Heimir og segist hafa notað kartöflur meðal annars í lasagne-rétti í staðinn fyrir lasagne- plötur. Sem snakk segir hann snið- ugt að skera stórar gullaugakartöfl- ur í smáa teninga eða báta og steikja i jurtaolíu á pönnu eða í djúpsteikingarpotti og krydda eftir smekk. Einnig að skera þær í flögur eða þunnar sneiðar og steikja á pönnu eða í djúpsteikingarpotti. -GHS matgæðingur vikunnar Steikt grænmeti. Léttur og gómsætur grænmetis- réttur Margir hafa tamið sér að nota fitandi hráefni í matargerðina og halda að ekki verði hjá því komist en það er mesti misskiln- ingur. Með útsjónarsemi og örlítið breyttu mat- aræði má mjög auðveld- lega búa til léttan mat og aö sjálfsögðu er hann bragðgóður. 'A tsk. sykur '/4 bolli vatn 1 msk. edik 2 tsk. sojasósa Grænmeti að eigin vali, til dæmis brokkolí, sell- eri, paprika, belgbaunir, laukur, gulrætur, allt skoriö smátt. Olía til að steikja grænmetið upp úr og Vt til 14 tsk. rauöur pip- ar. Efni í sósuna er hellt í skál og hrært þar til syk- urinn er leystur upp. Olía er hituð á pönnu, græn- meti og rauður pipar sett út í. Steikt á góöum hita í 3 mín., hrært stöðugt í á meðan. Sósunni er blandað saman við. Lokið sett á og hrært í öðru hvoru þang- að til grænmetið er orðið mátulegt eftir 3-5 min. Rétturinn dugar fyrir sex. -GHS Ingibjörg Árnadóttir er matgæðingur vikunnar: Sítrónumarineruð lúða og léttsteiktur lambahryggur „Þessa rétti hef ég gjarnan til há- tíðarbrigða, því þeir eru mjög góðir og í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Ég hef mjög gaman að prófa hina ýmsu rétti og næli mér oft í upp- skriftir hjá tengdamömmu sem er mikill listakokkur," segir Hvergerð- ingurinn Ingibjörg Árnadóttir en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Ingibjörg gefur hér uppskrift að marineraðri lúðu, léttsteiktum lambahrygg með gráðostasósu og góðum ís í eftirrétt. Marineruð lúða 500 gr. lúða eru skorin í litla ten- inga, 6 sítrónur, sem skomar em í þunnar sneiðar, em settar í botninn á skál. Fiskurinn er settur yfir og þaktur með sítrónum. Ágætt er að pressa sítrónu yfir. Fiskurinn er lát- inn standa í ca. 6 klst. 1 stk. saxaöur laukur 1 tsk. oregon 2-4 stk. tómatar 1 stk. paprika V2 tsk. salt og pipar % bolli olía 1 lítil krukka sveet pickles, smátt saxað Vj tsk. sykur 2-3 dropar tabasco 10 svartar olífur /: Saxa aflt vel niður og látið bíða í 1 klst. Sítrónurnar eru teknar frá, vökvan- um hellt yfir fiskinn og látið standa i 1-2 tíma. Rétturinn er borið fram m/rist- uöu brauði eða fersku hrásalati. Léttsteiktur lambahryggur - með gráðostasósu Fjarlægið alla himnu og fitu af hryggnum. Núið kjötið með ólívuolíu og þurrkuðum jurtum, t.d. timjan, savory, majoram og oregano. Saltið og piprið. Setjiö hrygginn inn í 225° heitan ofn. Lækkið hitann í 175° eftir 10 mín. Steikið hann í 20 mín. í við- bót, ausið einu sinni eða tvisvar með kjötsafanum. Meyrt kjötið á hryggn- um verður ofsteikt og þurrt, ef hann er steiktur lengur. Sneiðið hrygginn eftir endilöngu í 6-8 lengjur. Borið fram með soðn- um kartöflu, brokkolí og gráð- ostasósu. Gráðostasósa Góður ís y2 lítið lauf gráðostur 3 stórar eða 4 litlar eggjarauður 1 msk. ferskur sítrónusafi ferskmalaður pipar á hnífsoddi 200 g smjör, brætt rúmlega 14 dl rjómi við stofuhita Einfaldast er að laga þessa sósu i rafmagnsblandara. Setjið stálhnífinn í vélina og þeytið saman gráðostinn, eggjarauðurnar, sítrónusafann og piparinn þar til blandan er ljós. Bræðið smjörið við vægan hita og fleytið hvítu froðuna ofan af. Lækkið hraðann á vélinni og hellið smjörinu saman við í mjórri bunu en skiljið eftir hvíta botnfaflið. Bætið rjóman- um saman við og hrærið vel. Haldið sósunni heitri í vatnsbaði. - fyrir einn 1 kúla vanillu Kjörís í skál 1/4 banani í sneiðar yfir Þeyttur rjómi sprautaður yfir Þurrristuðum möndlum stráð yfir Heitri karamellusósu hellt yfir. Ingibjörg skorar á Júlíönu S. Hilm- arsdóttur, leikskólakennara í Hvera- gerði. -GHS Ingibjörg gefur upp- skrift að marineraöri lúöu, létt- steiktum lambahrygg meö gráö- ostasósu og góöum ís. DV-mynd Sigrún Lovísa Fljótlegir og auðveldir í gestaboðið Nauðsynlegt er aö eiga í eld- hússkápnum uppskriftir að fljót- legum réttum sem auðvelt er að grípa til þegar gestir koma í heimsókn. Svínakjöt og rækjur - fyrir tvo 100 g kínverskar núólur eða spaghettí olía til steikingar 150 g niðurskorið svínakjöt 1 gulrót, skorin í þunnar sneióar 1 lítil rauö paprika, skorin í ræmur 50 g baunaspírur 60 gferskar (sœtar) baunir 2 msk. þurrt sérrí salt og pipar 100 g rœkjur Núðlumar eru soðnar í létt- söltuðu vatni. Olía er hituð á wok eða steikingarpönnu og kjöt- ið er snöggsteikt á báðum hlið- um. Gulrætur em settar út í og steiktar í nokkrar mínútur. Paprika, baunaspírur og baun- ir eru settar út á pönnuna og steikt þar til þetta er orðið heitt allt í gegn. Saltið og piprið og hellið víni og sojasósu út á og lát- ið sjóða í nokkrar mínútur áður en rækjum og núðlum er bætt út í. Kjúklingabitar á spjóti með hnetusmjörssósu - fyrir tvo 2 kjúklingabringur 1 msk. ólífuolía 1 msk. sojasósa 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. púöursykur 1 skalotlaukur salt og pipar smjör Sósa 3 msk. hnetusmjör 1 hvítlauksrif 1 msk. sojasósa 1 msk. sítrónusafi 12 msk. flnt rifin fersk engiferrót salt og chilipipar salatblaö, agúrka, sellerí Kjúklingurinn er skorinn í teninga og velt upp úr mariner- ingu með ólífuolíu, sojasósu, sítrónusafa, sykri, lauk, salati og pipar. Látið standa í fimm mín. Efnið í sósuna er hrært saman og bragðbætt eftir smekk. Kjúklingamir era steiktir upp úr smjöri í fimm mínútur. Bitamir era svo þræddir upp á pinna og lagt á salat úr agúrku, sellerí og salatblaði. Rétturinn er borinn fram með sósunni. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.