Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Page 8
Ikerinn LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Heimir Hafsteinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, er sælkeri vikunnar: Kartöflusúpa mömmu og kartöfluréttur Særúnar „Þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili, enda bæði ódýr og góður,“ segir Heimir Hafsteinsson, kartöflubóndi i Þykkvabæ, og bætir við að kartöflur jafngildi hinu ítalska pasta fyrir íbúa á norður- slóðum. Hinar norrænu þjóðir hafi dregið íram lífiö á kartöflum gegn- um tíðina. Hann mælir með þeim í alls kyns rétti, til dæmis súpur, og ráðleggur lesendum hvemig nota megi þær í snakk á góðu kvöldi. Heimir gefur hér uppskrift að at- hyglisverðum kartöfluréttum sem full ástæða er til að prófa. Kartöfluráttur Særúnar 1- 1,5 kg kartöflur 200 g skinka 2 laukar 2- 3 hvítlauksrif 2-3 gulrætur 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 dl sýrður rjómi 2 egg salt pipar blómkál eða brokkoli smjörlíki eða matarolía ostur Sjóðið kartöflumar í 30 mínútur. Hreinsið lauk, gulrætur og hvítlauk og saxið niður. Hreinsið paprikur og skerið í bita. Skerið skinku í litla bita. Kraumið lauk, hvítlauk, gul- rætur og papriku í matarolíunni - athugið að paprikur þurfa ekki að krauma eins lengi og hitt grænmet- ið. Setjið blómkálið í sjóðandi vatn og sjóðið í 3 mínútur. Hrærið sam- an sýrðum rjóma og eggjum, krydd- ið með salti og pipar. Smyrjið eldfast mót. Flysjið kartöfl- urnar, skerið í sneiðar og setjið neðst i mótið. Setj- ið kraumaða græn- metið þar ofan á ásamt skink- unni og blómkál- inu. Hellið eggjahrærunni jafnt yfir og raðið ostsneiðum yfir. Bakist við 200 gráður í 20 mínútur. í staðinn fyrir skinkuna má nota túnfisk eða halda sig eingöngu við grænmetið. Kartöflusúp- an hennar mömmu 114 1 vatn 8 meðalstórar Heimir Hafsteins- son kart- öflubóndi gefur upp- skrift aö kartöflu- réttum. Meö hon- um á myndinni eru Haf- steinn Már, Hrafndís Brá og Heimir Smári. DV-mynd Jón Þórö- arson kartöflur, skornar smátt eöa tættar í grænmetiskvöm 2-3 saxaðir laukar 1 msk. ólífuolía 1 msk. smjör 5 söxuð hvítlauksrif 5 gulrætur, púrrulaukur eða vor- laukur sellerí, blómkál og hvítkál ef vill rjómaostur Laukurinn og hvítlaukurinn eru látnir krauma í smjörinu og ólífuol- íunni. Smátt skorið sefleri og saxað- ar gulrætur sett saman við og látið krauma þar til það er glært. Vatn- inu bætt út í ásamt kartöflum, púrrulauk, blómkáli og hvítkáli. Bragðbætt með 2 grænmetistening- um og 1 uxahalateningi. Soðið í 20 mínútur. Súpan er þykkt með rjómaosti. „Þessi súpa er afskaplega góð og matarmikil. Hún hentar sem sér- stæð máltíð með t.d. hvítlauks- brauði,“ segir Heimir og segist hafa notað kartöflur meðal annars í lasagne-rétti í staðinn fyrir lasagne- plötur. Sem snakk segir hann snið- ugt að skera stórar gullaugakartöfl- ur í smáa teninga eða báta og steikja i jurtaolíu á pönnu eða í djúpsteikingarpotti og krydda eftir smekk. Einnig að skera þær í flögur eða þunnar sneiðar og steikja á pönnu eða í djúpsteikingarpotti. -GHS matgæðingur vikunnar Steikt grænmeti. Léttur og gómsætur grænmetis- réttur Margir hafa tamið sér að nota fitandi hráefni í matargerðina og halda að ekki verði hjá því komist en það er mesti misskiln- ingur. Með útsjónarsemi og örlítið breyttu mat- aræði má mjög auðveld- lega búa til léttan mat og aö sjálfsögðu er hann bragðgóður. 'A tsk. sykur '/4 bolli vatn 1 msk. edik 2 tsk. sojasósa Grænmeti að eigin vali, til dæmis brokkolí, sell- eri, paprika, belgbaunir, laukur, gulrætur, allt skoriö smátt. Olía til að steikja grænmetið upp úr og Vt til 14 tsk. rauöur pip- ar. Efni í sósuna er hellt í skál og hrært þar til syk- urinn er leystur upp. Olía er hituð á pönnu, græn- meti og rauður pipar sett út í. Steikt á góöum hita í 3 mín., hrært stöðugt í á meðan. Sósunni er blandað saman við. Lokið sett á og hrært í öðru hvoru þang- að til grænmetið er orðið mátulegt eftir 3-5 min. Rétturinn dugar fyrir sex. -GHS Ingibjörg Árnadóttir er matgæðingur vikunnar: Sítrónumarineruð lúða og léttsteiktur lambahryggur „Þessa rétti hef ég gjarnan til há- tíðarbrigða, því þeir eru mjög góðir og í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Ég hef mjög gaman að prófa hina ýmsu rétti og næli mér oft í upp- skriftir hjá tengdamömmu sem er mikill listakokkur," segir Hvergerð- ingurinn Ingibjörg Árnadóttir en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Ingibjörg gefur hér uppskrift að marineraðri lúðu, léttsteiktum lambahrygg með gráðostasósu og góðum ís í eftirrétt. Marineruð lúða 500 gr. lúða eru skorin í litla ten- inga, 6 sítrónur, sem skomar em í þunnar sneiðar, em settar í botninn á skál. Fiskurinn er settur yfir og þaktur með sítrónum. Ágætt er að pressa sítrónu yfir. Fiskurinn er lát- inn standa í ca. 6 klst. 1 stk. saxaöur laukur 1 tsk. oregon 2-4 stk. tómatar 1 stk. paprika V2 tsk. salt og pipar % bolli olía 1 lítil krukka sveet pickles, smátt saxað Vj tsk. sykur 2-3 dropar tabasco 10 svartar olífur /: Saxa aflt vel niður og látið bíða í 1 klst. Sítrónurnar eru teknar frá, vökvan- um hellt yfir fiskinn og látið standa i 1-2 tíma. Rétturinn er borið fram m/rist- uöu brauði eða fersku hrásalati. Léttsteiktur lambahryggur - með gráðostasósu Fjarlægið alla himnu og fitu af hryggnum. Núið kjötið með ólívuolíu og þurrkuðum jurtum, t.d. timjan, savory, majoram og oregano. Saltið og piprið. Setjiö hrygginn inn í 225° heitan ofn. Lækkið hitann í 175° eftir 10 mín. Steikið hann í 20 mín. í við- bót, ausið einu sinni eða tvisvar með kjötsafanum. Meyrt kjötið á hryggn- um verður ofsteikt og þurrt, ef hann er steiktur lengur. Sneiðið hrygginn eftir endilöngu í 6-8 lengjur. Borið fram með soðn- um kartöflu, brokkolí og gráð- ostasósu. Gráðostasósa Góður ís y2 lítið lauf gráðostur 3 stórar eða 4 litlar eggjarauður 1 msk. ferskur sítrónusafi ferskmalaður pipar á hnífsoddi 200 g smjör, brætt rúmlega 14 dl rjómi við stofuhita Einfaldast er að laga þessa sósu i rafmagnsblandara. Setjið stálhnífinn í vélina og þeytið saman gráðostinn, eggjarauðurnar, sítrónusafann og piparinn þar til blandan er ljós. Bræðið smjörið við vægan hita og fleytið hvítu froðuna ofan af. Lækkið hraðann á vélinni og hellið smjörinu saman við í mjórri bunu en skiljið eftir hvíta botnfaflið. Bætið rjóman- um saman við og hrærið vel. Haldið sósunni heitri í vatnsbaði. - fyrir einn 1 kúla vanillu Kjörís í skál 1/4 banani í sneiðar yfir Þeyttur rjómi sprautaður yfir Þurrristuðum möndlum stráð yfir Heitri karamellusósu hellt yfir. Ingibjörg skorar á Júlíönu S. Hilm- arsdóttur, leikskólakennara í Hvera- gerði. -GHS Ingibjörg gefur upp- skrift að marineraöri lúöu, létt- steiktum lambahrygg meö gráö- ostasósu og góöum ís. DV-mynd Sigrún Lovísa Fljótlegir og auðveldir í gestaboðið Nauðsynlegt er aö eiga í eld- hússkápnum uppskriftir að fljót- legum réttum sem auðvelt er að grípa til þegar gestir koma í heimsókn. Svínakjöt og rækjur - fyrir tvo 100 g kínverskar núólur eða spaghettí olía til steikingar 150 g niðurskorið svínakjöt 1 gulrót, skorin í þunnar sneióar 1 lítil rauö paprika, skorin í ræmur 50 g baunaspírur 60 gferskar (sœtar) baunir 2 msk. þurrt sérrí salt og pipar 100 g rœkjur Núðlumar eru soðnar í létt- söltuðu vatni. Olía er hituð á wok eða steikingarpönnu og kjöt- ið er snöggsteikt á báðum hlið- um. Gulrætur em settar út í og steiktar í nokkrar mínútur. Paprika, baunaspírur og baun- ir eru settar út á pönnuna og steikt þar til þetta er orðið heitt allt í gegn. Saltið og piprið og hellið víni og sojasósu út á og lát- ið sjóða í nokkrar mínútur áður en rækjum og núðlum er bætt út í. Kjúklingabitar á spjóti með hnetusmjörssósu - fyrir tvo 2 kjúklingabringur 1 msk. ólífuolía 1 msk. sojasósa 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. púöursykur 1 skalotlaukur salt og pipar smjör Sósa 3 msk. hnetusmjör 1 hvítlauksrif 1 msk. sojasósa 1 msk. sítrónusafi 12 msk. flnt rifin fersk engiferrót salt og chilipipar salatblaö, agúrka, sellerí Kjúklingurinn er skorinn í teninga og velt upp úr mariner- ingu með ólífuolíu, sojasósu, sítrónusafa, sykri, lauk, salati og pipar. Látið standa í fimm mín. Efnið í sósuna er hrært saman og bragðbætt eftir smekk. Kjúklingamir era steiktir upp úr smjöri í fimm mínútur. Bitamir era svo þræddir upp á pinna og lagt á salat úr agúrku, sellerí og salatblaði. Rétturinn er borinn fram með sósunni. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.