Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1996, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996
Fréttir
Átökin innan meirihluta bæjarstjórnar Húsavíkur:
Tel ekki ad málið muni
„sprengja" meirihlutann
- segir Sigurjón Benediktsson, oddviti sjálfstæöismanna
DV, Akureyri:
Sigurjón Benediktsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins I bæjarstjórn
Húsavíkur, segist ekki sjá fyrir sér
að meirihluti framsóknar- og al-
þýðubandalagsmanna í bæjarstjórn
falli vegna fyrirhugaðrar sölu á
hluta af eignarhluta bæjarsins í
sameinuðu fyrirtæki Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur og útgerðarfyrir-
tækisins Höfða.
Eins og fram kom í DV sl. laugar-
dag er fyrirhugað að selja 13% af
eignarhluta bæjarins eftir samein-
inguna þannig að bærinn verði ekki
meirihlutaeigandi í fyrirtækinu.
Stjórn Fiskiðjusamlagsins vill
kaupa hlutabréf af bænum á geng-
inu 1,71 sem þýðir söluverð á bilinu
115-120 milljónir króna. Framsókn-
armenn munu tilbúnir að taka þessu
tilboði en Kristján Ásgeirsson, odd-
viti Alþýðubandalagsins, segir slíkt
ekki koma til greina, miklu nær
væri að selja bréfin á genginu 3,0 og
söluverðmætið yrði þá um 200 millj-
ónir króna. Einar Njálsson bæjar-
stjóri sagði við DV að þetta mál gæti
orðið banabiti meirihlutans og
Kristján Ásgeirsson sagði að þá yrði
bara svo að fara.
„Það vekur auðvitað mikla undr-
un og furðu að oddviti annars
meirihlutaflokksins, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Höfða, sem hefur
verið á móti sameiningu Höfða og
Fiskiðjusamlagsins alla tíð, skuli
vera að hafa miklar áhyggjur af því
Hafin er jarövinna viö byggingu safnaðarheimilis í Keflavík.
DV-mynd ÆMK
Keflavík:
Bygging safnaðarheim-
ilis við kirkjuna hafin
DV, Suðurnesjum:
„Það er mikil þörf fyrir safnaðar-
heimilið og við erum mjög ánægðir
með að málið skuli vera komið í
höfn, allir sáttir við þessa fram-
kvæmd,“ sagði Birgir Guðnason,
formaður byggingarnefndar, en
fyrsta skóflustungan að hinu nýja
safnaðarheimili var tekin í síðustu
viku.
Framkvæmdir eru hafnar og á að
vera lokið innnan tveggja ára.
Margbúið er að breyta teikningum
að heimilinu en sem kunnugt er
mótmæltu íbúar i nágrenni kirkj-
unnar og fleiri íbúar í Keflavík stað-
setningu byggingarinnar sem verð-
ur á kirkjulóðinni.
Endanleg niðurstaða er að bygg-
ingin verður eitt þúsund fermetrar
að stærð. Alls bárust sjö tilboð í
jarðvinnslu og undirstöður og voru
þau öll undir kostnaðaráætlun. Hún
var tæpar 22,5 milljónir króna.
Húsanes í Keflavík, sem var með
lægsta tilboðið, 17,9 milljónir, fékk
verkið og á að skila því í febrúar
næstkomandi.
-ÆMK
Akureyringar meganú
kaupa hlutabréf í ÚA
DV, Akureyri:
Öllum íbúum á Akureyri, svo og
öllum starfsmönnum Útgerðarfélags
Akureyringa, var í gær sent form-
legt tilboð um kaup á hlutabréfum í
Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
Hverjum einstökum aðila stendur
til boða að kaupa hlutabréf fyrir 131
þúsund krónur á genginu 4,98 og
þeir sem nýta rétt sinn að fullu
greiða því rúmlega 625 þúsund
krónur fyrir bréfin.
Bæjarstjórn Akureyrar ákvað í
haust að selja hlutabréf í ÚA sem
eru í eigu bæjarins, að nafnverði
131,2 milljónir króna. Um leið var
ákveðið að bæjarbúar hefðu for-
kaupsrétt að þessum hlut og Kaup-
þingi Norðurlands var falið að ann-
ast söluna.
í bréfi Kaupþings til bæjarbúa
býðst Kaupþing Norðurlands til að
lána 70% af kaupverði hlutabréf-
anna til allt að þriggja ára með
EURO-raðgreiðslusamningi eða
skuldabréfi og til allt að tveggja ára
ef greitt er með VISA-raðgreiðslu-
samningi.
Þá er í bréfinu einnig vakin at-
hygli á að kaup á hlutabréfunum
veita skattaafslátt.
Einstaklingur sem kaupir fyrir
130 þúsund krónur getur lækkað
skatta sína um allt að 44 þúsund
krónur og sú upphæð er tvöföld fyr-
ir hjón eða sambýlisfólk.
í bréfinu kemur einnig fram að
þeir sem hafa áhuga á að taka þessu
tilboði Akureyrarbæjar og Kaup-
þings Norðurlands, þurfa að fyfla út
eyðublað þar að lútandi og koma
því til Kaupþings Norðurlands eigi
síðar en föstudaginn 1. nóvember.
-gk
hvað þetta geri gott fyrir fyrirtæk-
ið,“ segir Sigurjón Benediktsson. En
telur hann að þetta mál muni
„sprengja" meirihlutann?
„Nei, nei, það held ég ekki. Völd-
in eru sæt en sætindi eru óholl. Það
sem ég held að muni gerast er að
meirihluti bæjarstjómarinnar setj-
ist niður og búi til eitthvert tilboð
sem verði sent stjórn nýja fyrirtæk-
isins, það kæmi mér ekki á óvart. Ef
eitthvað væri að marka tal manna
um að láta brjóta á málum í þessum
meirihluta þá væri kominn nýr
meirihluti í bæjarstjóm Húsavík-
ur,“ segir Sigurjón.
Hann segir að bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins muni styðja
það að hlutabréf í eigu Húsavíkur-
bæjar verði seld og fyrirtækið verði
ekki meirihlutaeigandi áfram.
„Hvaða gengi selt verður á er svo
framkvæmdaatriði," segir Sigurjón.
-gk
Sigurjón Benediktsson, oddviti
Sjálfstæöisflokksins í bæjarstjórn
Húsavíkur
MTV evrópsku tónlistarverölaunin:
Björk tilnefnd
sem ein af
fimm bestu
söngkonunum
DV, Akranesi:
Þann 14. nóvember næstkomandi
verður tilkynnt í London hverjir
hafa hlotið MTV evrópsku tónlistar-
verðlaunin í hinum ýmsu flokkum,
svo sem besta hljómsveitin, besta
lagið, besta dansatriðið, besti nýlið-
inn, besti söngvarinn og besta söng-
konan. í hverjum flokkanna em
fimm tilnefningar og sem besta
söngkonan er Björk Guðmundsdótt-
ir ein af þeim sem tilnefndar em,
aðrar sem keppa við Björk em Joan
Osborne, Neneh Chery, Tori
Braxton og Alanis Morissette.
Reiknað er með því að 123 mifljónir
áhorfenda víðs vegar um heim
muni sjá afhendingu verðlaunana í
beinni útsendingu og ættu sigurlík-
ur Bjarkar að vera nokkrar.
-DVÓ
Strand
fyrir aðstoð hafnsögubátrsins, en togarinn losnaöi af strandstaö skömmu
fyrir kl. 17 þegar byrjaö var aö falla aö. Ekki er vitað um skemmdir á skipinu,
en nokkuö algengt er aö skip taki niöri viö innsiglingarrennuna sem er mjög
þföng. Ljósmynd: Höröur
Tölvubúnaði
stolið ú bíl
Brotist var inn í bíl frá fyrir-
tækinu Nýherja á sunnudags-
morgun og stolið þaðan ýmsum
tölvubúnaði.
Hluti þýfisins fannst síðan í
gróðri við hliðina á Hlíðarbakarí í
gærdag. Málið er í rannsókn hjá
lögreglu. -RR