Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Page 9
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996
9
DV Sandkorn
Vettlingar með
Landsmenn eru nú í óðaönn að
„koma í lóg“ f]árhagslega batanum
1 þjóðfelaginu
sem svo mik-
ið er rætt um
en fáir þykj-
ast sjá í
buddunum
sinum. Ein-
hverjir eru
eflaust líka
aö taka for-
skot á sæl-
una, td. með
kaupum á
nýjum bílum
sem koma nú
til landsins i hundraðatali. Bila-
umboðin keppast við að ná athygli
þeirra sem vÚja fjárfesta í nýju
bilunum og bjóða eitt og annað.
Sumir bjóða fullan bensíntank,
rúðusköfur og fleira þess háttar.
Frumlegasta boðið var þó það sem
gerði ráð fyrir ýmsum af þessum
aukahlutum í kaupbæti, auk þess
sem boðið var upp á vandaða vett-
linga fyrir veturinn. Það er nú
ekki amalegt að kaupa sér nýjan
bíl fyrir t.d. eina og hálfa milljón
króna og fá svo ókeypis vettlinga í
kaupbæti.
Gengið olræt?
Húsvíkingar fylgdust með af
miklum áhuga þegar bæjarfulltrú-
ar þeirra
deildu um
verðmæti
hlutabréfa
bæjarins i
Fiskiðjusam-
lagi Húsavík-
ur á bæjar-
stjómaifundi
á dögunum.
Þingeyingar
eru sagðir
hagyrðingar
upp til hópa
og á áheyr-
endabekknum á umræddum bæj-
arstjórnarfundi sat einn sem
missti þetta út úr sér:
Ef gengið er út frá þvf,
að gengið sé tveir,
eða gengið sé örlítið
minna eða jafnvel meir.
Þá gengur ei lengur að
ganga að því sem vísu,
að gengið sé olræt hjá
meirihluta i krisu.
Illur fyrirboði?
Þá segir hið „alræmda" Vikur-
blaö á Húsavík frá því að þegar
togarinn Kol-
beinsey.kom
til ha&ar eft-
ir langa úti-
vist á fjar-
lægum mið-
um hafi eig-
inkonur skip-
vetja tendrað
friðarljós á
bryggjunni
skömmu fyr-
ir komu
skipsins. Svo
illa fór hins
vegar að eldamir dóu út áður en
skipið lagðist að og segir blaðið að
hjátrúarfullir á bryggjunni hafl
talið þetta illan fyrirboða um frið-
samlegar samfarir í hjónaböndum
skipveija. Ja, það sem þeim dettur
ekki í hug, Þingeyingunum.
Málinu ólokið
Enn frá Húsavík. Stefán Har-
aldsson, oddviti framsóknarmanna
í meirihluta
bæjarstjóm-
ar, skrifaði
grein í Vík-
urblaðið sem
bar yfirskrift-
ina „Kjami
málsins" og
var greinar-
gerð Stefáns
um deilumar
í bæjarstjóm
vegna „sam-
einingarmáls-
ins“ og sölu
á hlutabréfum bæjarins í sjávarút-
vegsfyrirtækjum bæjarins. Eins og
fram hefur komið vom framsókn-
armenn bomir þeim sökum af
oddvita Alþýðubandalagsins og
Óháðra, sem er samstarfsflokkur
framsóknarmanna í bæjarstjóm,
að gæta hagsmuna annarra en
bæjarbúa í málinu. Grein Stefáns
í Víkurblaðinu sl. fimmtudag lauk
með orðunum: „Því máli er ólok-
ið.“ Menn sem leggja saman tvo
og tvo þykjast sjá úr þessum orð-
um að hið Hfseiga meirihlutasam-
starf sem sagt er hafa níu líf sé nú
loksins að lognast út af.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
Fréttir
Fálki stal bráð af rjúpnaskyttu:
Hvæsti á mig og flaug
með rjúpuna í klónum
- segir Einar Haraldsson
„Eg var að klöngrast í klettunum
þegar ég sá tvo hvíta fugla koma
fljúgandi úr þokunni. Ég sá að fyrri
fuglinn var ijúpa en var ekki viss
með þann seinni því hann virkaði
svo stór. Ég skaut á þann fyrri og
hann féll til jarðar. Sá síðari kom og
stakk sér á eftir honum. Þegar ég
kom nær og gáði betur að sá ég að
stóri fuglinn var hvítur fálki og
hann var að éta rjúpuna," segir Ein-
ar Haraldsson, rjúpnaskytta og
varaformaður Skotveiðifélags ís-
lands, við DV en hann var á rjúpna-
veiðum þegar hann lenti í þessu
skondna atviki.
„Fálkinn hvæsti á mig, setti síðan
klæmar utan um ijúpuna og flaug
með hana burt. Hann var stór og
fallegur og mér kom aldrei til hugar
að skjóta hann, enda dái ég þennan
fugl. Ég var fyrst dálítið fúll yfir að
hann skyldi stela af mér bráðinni
en svo fannst mér þetta skondið að
hann skyldi vinna þessa baráttu um
bráðina," segir Einar. -RR
MHC-771 SONY
Hljómtækjasamstæða af bestu qerð. Maqnari 2x70
músíkvött, útvarp, tvöfalt sequlband, 3 diska qeislaspilari,
tónjafnari, karaoke o.fl. o.fl.
CCD-TR340 SOííY
Fullkomin og þægileg 8mm
myndbandstökuvél með fjarstýringu.
SL-S138 Panasonic
Nettur og léttur ferðageislaspilari
CDP-CE405 SONY
Fjöldiskaspilari fyrir 5 diska með fjarstýringu.
sc-ch64 Panasomc
Hljómtækjasamstæða. Magnari 2x40 músíkvött,
útvarp, segulband, 60 diska geislaspilari, tónjafnari,
hátalarar og fjarstýring.
CFD-6 SONY
Vandað ferðatæki með geislaspilara.
KV-29X1 SONY
Hágæða 29" SuperTrinitron sjónvarp með
Nicam Stereo, textavarpi, allar aðgerðir á skjá.
SL-PG480 Technics
Technics geislaspilari 1 bita með fjarstýringu.
T-28NE50 TATUNG
28" Sjónvarp með Black Planigon myndlampa, Nicam
stereo, íslenskt textavarp, tengi fyrir aukahátalara.
RX-DS22 Panasonic
Ferðatæki með geislaspilara, 20w
magnara, útvarpi, segulbandi,
qeislaspilara, X.B.S. Bass Reflex,
fjarstýringu og tengi fyrir heyrnatól.
NV-A3 Panasonic
Nett, einföld og meöfærileg VHS-C
myndbandstökuvél. 1 lux liósnæmi.
Fylgihlutir: Taska, auka rafhlaða,
þrífótur og 3 spólur.
NV-HD600 Panasomc
Nicam HI-FI Stereo myndbandstæki. Long Play, Super Drive gangverk,
Clear View Control ásamt fjarstýringu f. fjölda sjónvarpstækja.
Þetta er
aðeins brot
af úrvaiinu.
Sjón er
BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI SÍMI 562 5200
afsláttur
af öllum
geisladiskum
VERIÐ HAGSÝN OG GERIÐ JÓLAINNKAUPIN Á NÓVEMBERTILBOÐIJAPIS