Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 *2L ★ * - fpenmng 11 PS... Sögulegar kvikmyndir - hve raunsæjar eru þær? Bretar velta vöngum yfir sögu- legum kvikmyndum um þessar mundir, enda spæna kvikmynda- gerðarmenn bókmenntaarfinn upp á tjald og skjá. Jane Austen, Joseph Conrad, Thomas Hardy og Bronté- systur eru bara frægustu höfundamir sem þeir nýta sér Gwyneth Paltrow í hlutverki Emmu I samnefndri kvikmynd eftir skáldsögu Jane Austen. þessi misserin. í Sunday Times var fyrir skömmu spurt í grein hversu raunsanna mynd sögu- legu kvikmyndimar gæfu af tím- anum sem þær ættu að gerast á. Leikkona sem leikur kurteisa söguhetju úr bók eftir Jane Aust- en þyrfti, ef vel ætti að vera, að láta slá úr sér nokkrar tennur og lita þær sem eftir eru soldiö blakkar, því ekkert var tann- kremið á þeim tímum. Klæði vora ekki skjannahvít, og menn voru ekki alltaf að baða sig. Þyrftu ekki að sjást opin klóök og almenn fátækt til aö myndin nálgaðist raunveruieikann? spyr blaðið. En þvert á móti minna nýjar bíómyndir um „gamla daga“, einkum amerískar, einna mest á þvottaefnisauglýsingar. Skyldu þeir hjá Sunday Times hafa séð myndir Hrafns Gunn- laugssonar. Engin nagdýr? Friðrik Þór okkar þykir ná raunsannri mynd af braggahverf- um sjötta áratugarins í Djöfla- eynni, en þyrfti kannski meira? Veggjalús var algeng, segir gam- all braggabúi. „Maður strauk Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir stjórnbúnaður Þú finnur f varla betri j lausn. í HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 vegginn á morgnana og það kom rautt strik.“ Rottur stukku líka oft yfir gólf að kvöldlagi. Sáum við slíkt í myndinni? Og hefði hún grætt á meira raunsæi? gefendur heimsins í biðröð við bás norska Cappelen- forlagsins, að sögn Politiken, þegar kynnt var ný bók sem lyktaði af metsölu. Hún heitir Rándýr og er eftir Ragnhildi N. Gredal sem fléttar saman á 400 blaðsíðum spennandi glæpasögu og sögu sálfræðinnar. Þetta minnti útgefendur á uppskrift Jósteins Gaarder að Ver- öld Soffíu, sem nú hefur selst í á annan tug milljóna eintaka! Þess vegna stóðu þeir í biðröð. Að vísu hafa Rándýr aðeins selst í um 4000 eintökum í Noregi, en Veröld Soffiu fór heldur ekki að seljast þar fyrr en hún varð fræg erlendis. Sjálf segist Ragnhild ekki hafa fengið hugmyndina frá Jósteini heldur Robert M. Pirzig og sígildu riti hans um Zen og listina að viðhalda mótórhjóli, sem ’68 kyn- slóðin þekkir vel. Hún er uppeldisfræðingur og vann viö að leiðbeina um mannleg samskipti og komst þá að því hvað fólk vissi lítið um sálfræði og sögu hennar. Samt tók það ekki fúslega við fræðslunni um Jimg og Freud og þá félaga, þess vegna datt henni í hug að flétta hana inn í glæpasögu. Meðalið rennur framvegis ljúf- lega niður með skeið af sykri, eins og fóstran góða söng um árið. Möenuð eddukvæði Umsjónarmáour er ekki tónlistargagnrýnandi en get- ur þó ekki stillt sig um að lýsa yfir hrifningu sinni á mögnuðum flutningi tónlistarhópsins Sequentia á eddukvæðum í forskála Þjóðminjasafnsins í gær. Dvergatalið varð að sannkölluðum galdri, Ragnarök sendu hroll niöur hrygginn og maður grét af feginleik þegar jörðin reis aftur og gullnar töflur fundust í grasi. En skemmtilegast var að horfa og hlýða á Benjamín Bagby flytja Þrymskviðu með rödd, látbragði og leik á miðaldahörpu. Hann dró með örfáum dráttum persón- ur kvæðisins, Þór sjálfan, Freyju sem ekki vildi giftast í Jötunheima, Loka sem hefði kannski verið til í það og jötnana Þrym og systur hans. Ógleymanleg stund. BAENASTIGUR BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SlMI 552 1461 J :',kíWj svjmxt £3 iérJsllikun á Sigurför PlayStation-leikjatölvunnar hefur verið ósiitin Engin leikjatölva stendur PlayStation á sporðí þegar kemur að hraða og hágæðagrafík Tugir leikja fyrir PlayStation eru komnir á markaðinn og von er á fjölda nýrra titla á næstu vikum Ein vandaðasta og vinsælasta leikjatölva heims á aðeins 22.930 Fkr. stgr. (AGV: 25.500 kr.) PlayStation fæst m.a. hjá eftirtöldum söluaðilum: Reykjavík: Megabúðin, Laugavegi 96 Skífan, Kringlunni Sktfan, Laugavegi 26 Tölvukjör, Faxafeni 5 Akranes: Hljómsýn ísafjörður: Póilinn Sauðárkrókur: Stuðull / Tölvubúnaður Akureyri: Tölvutæki-Bókval Naust Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Vestmannaeyjar: Tölvubær Selfoss: KÁ Kefiavík: Rafhús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.