Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Síða 34
42 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Afmæli______________________ Eiður Helgi Einarsson Eiður Helgi Einarsson, viðskipta- fræðingur við Seðlabankann, Tryggvagötu 6, Reykjavík, er sex- tugur i dag. Starfsferill Eiður lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1958 og við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1967. Hann stundaði námskeið í ensku hjá Ber- litz School of Language í Was- hington DC í Bandaríkjunum 1970, hagfræðinámskeið hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum í Washington DC 1970 og hefur sótt ýmis önnur námskeið og námstefnur vegna starfa síns, einkum er lúta að tölvunotkun. Eiður var við nám í biblíuskólan- um Ungdom í Oppdrag í Noregi í hálft ár 1979 og dvaldist í Uppsala í Svíþjóð 1988-90 við nám hjá Livets Ord Bibelcenter. Eiður var aðstoðar- maður á rannsóknar- stofu Sementverksmiðju ríkisins á Akranesi 1958-61 og síðan í sumar- vinnu þar frá 1962-66. Hann hefur verið við- skiptafræðingur við Seðlabankann frá 1967, fyrst í hagdeild en siðan á tölfræðisviði. Eiður starfaði í barna- og unglingastarfi KFUM og K 1968-74, starfaði í kristniboðsfélagi ungs fólks i nokk- ur ár, sat í stjórn Kristilegs stúd- entafélags 1971-75, var virkur með- limur í Gideonfélaginu í Reykjavík nr. 1 og sat i stjóm þess um skeið, var einn af stofnendum og forystu- mönnum samtakanna Ungt fólk með hlutverk 1976-82, var forstöðumaður trúfélags- ins Vegurinn, kristið samfélag, 1994-95 og hefur verið aðstoðarforstöðu- maður þar eftir það. Hann hefur farið einn og með öðmm í kristniboðs- ferðir, t.d. til Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna, Norðurlandanna og til Mexíkó. Fjölskylda Systkini Eiðs em Óttar Símon Einarsson, f. 11.10. 1943, bílstjóri á Laugarvatni, og á hann fimm upp- komin böm; Herdis Ingveldur Ein- arsdóttir, f. 26.3. 1946, húsmóðir í Danmörku, gift séra Birgi Ásgeirs- syni og eiga þau þrjú uppkomin börn. ForeldrEU- Eiðs vom Einar Þórður Helgason, f. 24.1. 1901, d. 18.7. 1995, bílasmiður og húsasmíðameistari á Akranesi, og Þórunn Símonardóttir, f. 8.1. 1903, d. 6.6. 1989, kennari. Ætt Einar Þórður var sonur Helga Einarssonar, b. og smiðs í Litla- Botni í Hvalfirði, á Hlíðarfæti og Hóli í Svínadal, í Skarðskoti og á Vestra-Súlunesi í Melasveit, og k.h., Sigríðar Guðnadóttur húsfreyju. Þórunn var dóttir Símonar Sím- onarsonar, b. að Bárustöðum í Andakílshreppi, og k.h., Herdísar Jónsdóttur húsfreyju. Gestum og vinum er boðið til fagnaðar i Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi í kvöld kl. 20.00-22.00. Eiður Helgi Einarsson. Auður Jónasdóttir Auður Jónasdóttir framhalds- skólakennari, Ránarslóð 4, Höfn í Homafirði, er sjötug í dag. Starfsferill Auður fæddist á Bakka í Reyðar- firði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við KÍ og lauk þaðan kennara- prófi 1949, stundaði nám við íþrótta- kennaraskóla íslands og lauk þaðan íþróttakennaraprófi 1950, stundaði nám í bókasafnsfræði við HÍ 1981-82, stundaði leiðsögunám við Farskóla Austurlands 1991-92 og hefur sótt fjölda námskeiða á vegum endurmenntunardeiidar KHÍ og víð- ar. Auður kenndi sjúkraleikfimi við íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu 7 og hefur verið kennari á Ólafsfirði, Selfossi og á Höfn i Homafirði. Auður sat í stjóm Kennarasam- bands Austurlands í mörg ár, í stjóm Orlofssjóðs Kennarasam- bands íslands í mörg ár, hefur verið trúnaðarmaður í Hafhcnskóla um árabil, sat í stjóm Golfklúbbs Hornafjarðar og Bridgefélags Hornafjaröar og verið virk í ýmsum fleiri félögum. Fjölskylda Eiginmaður Auðar er Björn Karl Gíslason, f. 8.2. 1925, rafvirkjameist- ari. Hann er sonur Gísla Bjömsson- ar, rafveitustjóra á Höfn, og Arn- bjargar Arngrímsdóttur húsmóður. Sonur Auðar og Bjöms Karls er Geir Bjömsson, f. 25.2. 1957, tölvun- arfræðingur, kvæntur Hlíf Guð- mundsdóttur hjúkmnarfræðingi og em böm þeirra Ýrr Geirsdóttir, f. 31.5. 1979, Auður Geirsdóttir, f. 10.2. 1985, Amar Geirsson, f. 13.5. 1996 og Bjöm Geirsson, f. 13.5. 1996. Systkini Auðar: Guðrún Sigur- björg Jónasdóttir, f. 28.12. 1916; Jó- hann Hallgrímur Jónasson, f. 28.4. 1918; Kristín Jónasdóttir, f. 12.8. 1919; Bóas Jónasson, f. 17.7. 1921, d. 23.8. 1992; Bjami Jónasson, f. 10.12. 1922, d. 6.12.1995; Lára Guðlaug Jón- asdóttir, f. 25.3. 1924, d. 11.9. 1977. Foreldrar Auðar vom Jónas Pét- ur Bóasson, f. 18.5.1891, d. 27.2.1960, bóndi og verkamaður, og Valgerður Bjamadóttir, f. 14.10. 1885, d. 21.8. 1974, húsmóðir. Auður tekur á móti gestum að Engjateigi 11 í dag, milli kl. 17 og 20. Jón Pétursson Jón Pétursson, tæknimaður við Sjúkrahús Suðurlands, Engjavegi 59, Selfossi, er sextugur i dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Vatnsstíginn. Hann lauk gagnfræðaprófi við Gagnfræða- skóla Austurbæjar, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk prófi sem rafvirki og rafvélavirki hjá Volta hf í Reykjavík. Jón flutti með fjölskyldu sinni til Selfoss 1965 og vann þar við sína iðngrein auk þess sem hann sér- hæfði sig á ýmsum sviðmn tækni- mála. Hann sérhæfði sig í rafeinda- fræðum flugvéla og vann um þriggja ára skeið hjá Cargolux í Lúxemborg 1975-78 en hefur verið tæknimaður Sjúkrahúss Suður- lands á Selfossi frá 1979. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Sigríður J. Guðmundsdóttir, f. 19.10. 1942, um- boðsmaður Samvinnu- ferða- Landsýnar á Sel- fossi. Hún er dóttir Guð- mundár Jóhannssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra, og Ólafar Maríu Guð- mundsdóttur húsmóður. Böm Jóns og Sigríðar eru Guðmundur P. Jóns- son, búsettur í Reykjavík; Hanna Björk Jónsdóttir, búsett í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er EgUl Egilsson og eru böm Jón Pétursson. þeirra Jón Anton og Rakel Björk auk þess sem sonur Hönnu Bjark- ar og fóstursonur Jóns og Sigríðar er Viktor Ingi Jónsson. Foreldrar Jóns vom Pét- ur Brandsson, f. 29.3. 1902, d. 1986, loftskeyta- maður í Reykjavík, og Hanna Jónsdóttir, f. 7.3. 1904, d. 1985, húsmóðir. Jón er í útlöndum á af- mælisdaginn. Fréttir Bæjarstjórn Húsavíkur: Staða meirihlutans DV, Akureyri: „Við eigum eftir að fara yfir stöð- una sem er óljós sem stendur," sagði Stefán Haraldsson, oddviti framsókn- armanna i bæjarstjóm Húsavíkur, í gær. Meirihlutasamstarf Framsóknar og Alþýðubandalags og Óháðra í bæj- arstjóm er því enn í óvissu en Stefán segir mál munu skýrast á næstunni. Á miðvikudag verða fundir hluthafa í Fiskiðjusamlaginu og útgerðarfýr- irtækinu Höfða þar sem endanlega verður gengið frá sameiningu fyrir- tækjanna og segir Stefán að eftir það muni áframhaldandi samstarf meiri- hlutaflokkanna eða slit á samstarfi þeirra verða rætt. „Það er í sjálfú sér ekkert sem rekur á eftir okkur að hraða þessu,“ segir Stefán. Hann sagði í grein í Víkurblaðinu um ásakanir Kristjáns Ásgeirssonar, oddvita Alþýðubandalags og Óháðra, þess efhis að framsóknarmenn hefðu fyrst og fremst gætt hagsmuna ann- arra aðila en bæjarbúa við ákvörðun óljós um sameiningu fyrirtækjanna í bæj- arstjórn, að því máli væri ólokið sem bendir til að framsóknarmenn hyggi varla á frekara samstarf meirihluta- flokkanna og lægi þá fyrir að Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn sem stóðu að því sam- komulagi myndi nýjan meirihluta. -gk DV Til hamingju með afmælið 4. nóvember 90 ára Pétur Guðmundsson, Hólmgarði 31, Reykjavík. 85 ára Helgi Hallgrimsson, Hvassaleiti 56, Reykjavík. 80 ára Erlendur Snæbjörnsson, Byggðavegi 138A, Akureyri. Kristin V. Kristinsdóttir, Tjamargötu 40, Keflavík. 75 ára Anna Einarsdóttir Kiðafelli, Kjósarhreppi. Jón Alexandersson, Skeljagranda 2, Reykjavik. Hann er að heiman. 70 ára Magnea Jónsdóttir, Ásgarði 3, Keflavík. Þorsteinn Skúlason, Fellsmúla 16, Reykjavík. 60 ára Stefán Friðriksson, Hólmagrund 14, Sauðárkróki. Hólmfríður S. ólafsdóttir, Túngötu 21, Vestmannaeyjum. Sesselja H. Jónsdóttir, Desjarmýri, Borgaifjarðar- hreppi. Svava Ágústsdóttir, Hjallabrekku, Mosfellsbæ. Ingrid María Paulsen, Móaflöt 25, Garðabæ. 50 ára Guðrún Björk Jóhannesdótt- ir, Smáratúni 24, Keflavík. Jón Snorrason, Huldugili 10, Akureyri. Bjöm H. Árnason, Hringbraut 86, Reykjavík. Guðrún Valgerður Ámadótt- ir, Brekkuseli 4, Reykjavík. 40 ára Þorsteinn G. Eggertsson, Kvíum II, Þverárhlíðarhreppi. Gunnar Öm Guðmundsson, Hraunbæ 198, Reykjavík. Brynja Þorvaldsdóttir, Fagrahvammi 6, Hafnarfirði. Gyða Hafdís Margeirsdóttir, Fögruhæð 4, Garðabæ. Helga Þórólfsdóttir, Laufásvegi 10, Reykjavík. Sigrún Málfríður Árnadótt- ir, Háholti 9, Hafnarfirði. Sæmundur Gunnar Jónsson, Tjamargötu 10B, Reykjavík. Grímsí v/Bústaðaveg Skreytingar við öll tœkifœrL Frí heimsending fyrir sendingar yfir 2.000 kr. Sími 588-1230 Akureyri: Atlantavélin lenti á öryggissvæðinu DV, Akureyri: Tristarþota flugfélagsins Atlanta lenti á ómalbikuðu öryggissvæði við syðri enda flugbrautarinnar á Akureyri sl. miðvikudag er vélin kom þangað til að sækja farþega í flug til írlands. Þótt bremsuskilyrði væru ágæt ákváðu flugmenn vélarinnar að „undirskjóta" brautina sem kallað er, en það er að lenda nákvæmlega á enda brautarinnar til að nýta lengd hennar sem best. Heimir Gunnarsson, umdæmisstjóri Flug- málastjómar á Akureyri, sagði í samtali við DV að ekkert hefði ver- ið athugavert við lendingu vélarinn- ar sem hefði verið um 200 metra inni á flugbrautinni en öruggar heimildir DV segja að vélin hafi lent á öryggissvæðinu sem er ómalbikað sem fyrr sagði og rótað þar upp möl og snjó. Mikið högg kom á vélina sem stöðvaðist þegar hún var kom- in inn á miðja braut en vélin, sem er stærsta vél sem lendir á Akureyr- arflugvelli, var síðan keyrð út á enda til að snúa við þar sem braut- in er breiðari. Tjakkur i hægra hjóli brotnaði við lendinguna og starfsmenn Loft- ferðaeftirlitsins voru kallaðir á vett- vang en gerðu engar athugasemdir við lendinguna. í vélinni var ein- ungis áhöfn hennar. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.