Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 30
30 Náttúruöflin minna á sig LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 •éttir Náttúruöflin hafa undanfarnar vikur minnt rækilega á sig með gos- inu i Vatnajökli og Grímsvatna- hlaupinu niður á Skeiðarársand en þessar hamfarir hafa gefið jarðvís- indafólki alls staðar í veröldinni einstakt tækifæri til að fylgjast með eldsumbrotum undir jökli og afleið- ingum þess. Aldrei fyrr hefur tæknibúnaður verið jafn góður til að fylgjast með jarðhræringum og atburðum á jökl- inum og undir honum og atburðum undir jarðskorpunni og nú. Ljóst er orðið að fræðimenn hafa bætt um- talsvert við þekkingarforða sinn og alþjóðasamfélag jarðvísindamanna er ríkara að þekkingu á eldvirkni og hegðan jökulhlaupa en áður og eru þó langt í frá öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Heitur reitur og flekahreyfingar Varla líður sá dagur að ekki séu jarðhræringar undir Vatnajökli, ekki síst í grennd við Bárðarbungu og Grímsvötn, enda um að ræða eitt virkasta eldsumbrotasvæði lands- ins. Svokallaður heitur reitur er undir svæðinu en þar sem hann er undir er jarðskorpan óvenju þunn yfír möttlinum í iðrum jarðarinnar. Þar við bætist að N-Atlantshafs- hryggurinn, sem kemur inn yfír landið úr suðvestri, um Surtsey og Vestmannaeyjar, tekur bókstaflega krappa hægri beygju inn í heita reitinn og síðan aftur vinstri beygju út úr honum til norðvesturs áður en hann réttir sig af á stefnuna til norðausturs aftur. Þarna undir Vatnajökli er því nánast tvöfóld ástæða til tíðra um- brota, annars vegar þeirra sem verða vegna þess að Ameríkufleki og Evrópufleki jarðskorpunnar eru að færast í sundur um eina tvo sentímetra á ári hvor fleki og því til viðbótar koma svo áhrif heita reits- ins. Gliðnunin milli flekanna sem verður um N-Atlantshafshrygginn er í sjálfu sér ærin ástæða eldsum- brota, eins og sannast hefur með Surtseyjargosinu, Vestmannaeyja- gosinu og Kötlugosum, svo aðeins fátt sé nefnt, en þegar áhrifa frá heita reitnum tekur að gæta til við- bótar má segja að hætta magnist á því að skrattinn verði laus - einmitt undir Vatnajökli. Og það má segja að skrattinn sé svo sannarlega laus þarna niðri því að á sögulegum tíma hafa orðið 64 gos í Vatnajökli sem þangað verða rakin með vissu, 13 eru óviss og frá 1700 hafa trúlega 54 gos orðið í jöklinum. Sjö megin- eldstöðvar Undir Vatnajökli leynast sjö meg- ineldstöðvar sem hafa verið nafn- greindar, en þær eru Bárðarbunga, Grímsvötn, Þórðarhyrna, Kverk- fjöll, Breiðabunga, Esjufjöll og Ör- æfajökull. Mörg gosanna sem orðið hafa á sögulegum tíma eiga sér óvissan uppruna og í sjálfu sér mætti segja það um gosið sem skaut koilinum upp úr íshellunni norðan við Grímsvötn snemma morguns 2. október sl. Efnagreiningar á gosefn- um úr þvi benda þó til þess að það sé tengt megineldstöðinni Bárðar- bungu. - ómetanlegar upplýsingar hafa fengist í umbrotunum íVatnajökli Ógnvaldurinn Bárðarbunga Grímsvatnaketillinn tómur og ísinn yfir vötnunum hefur sigið mikiö. Hrika- legur sprungusveipur umlykur ketilinn og þyrla Gæslunnar sýnist eins og lítil fluga. DV-mynd ÞÖK Plötumót í gegn um ísland Ameríku Evrópuplata =®H Bárðarbunga er megineldstöð sem fyrr segir. Undir henni er gríð- armikið kvikuhólf og þykir jarðeðl- isfræðingum ekki ósennilegt að kvikuinnskot sem ættir eiga að rekja þangað hafi verið á flakki í sprungum og rásum undir yfírborði jarðskorpunnar lengi áður en þessir slattar fundu sér loks leið upp úr yf- irborði jarðar. Þetta gos ruddi sér síðan leið upp í gegnum 200 metra þykka íshelluna að morgni 2. októb- er. Sé þessi hugmynd rétt þá er ekki um „beintengingu" gosstöðvanna nú og Bárðarbungu að ræða, sem betur fer kannski, og gosið þar með tæpast undanfari goss i Bárðar- bungu. Gos í Bárðarbungu er tals- vert ógnvekjandi tilhugsun. Flestar líkur eru á að gos þar yrði mjög stórt og mikiö öskufall fylgdi í kjöl- farið, ásamt mögnuðum jökulhlaup- um og eyðileggingu af völdum hvors tveggja. Fréttaljós á laugardegi Stefán Ásgrímsson Slíkt gos myndi stefna í voða mannvirkjum vestur af Bárðar- bungu sem tengjast virkjunum og áformum um frekari uppbyggingu þeirra og það myndi hafa í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir raforkubúskap landsmanna og efna- hag. Auk þess mætti í kjölfar slíks stórgoss búast við hlaupi ofan í Skjálfandafljót, Jökulsá á Fjöllum og jafnvel í fljót sem koma undan bæði vestan- og sunnanverðum jökl- inum, auk þess sem gosefni sem mikið bærist af upp í loftið myndu breyta veðurfari tímabundið og mjög til hins verra, eins og gerðist í móðuharðindunum þegar gaus í Lakagígum. Vissulega er það ekki ætlunin hér að mála skrattann á vegginn en á eins eldvirku svæði og Vatnajökull er þá er möguleikinn alltaf fyrir hendi fyrir hamförum, og hann er ekki sérlega fjarlægur, því miður. Hin óblíða hlið á náttúru íslands hefur minnt óþyrmilega á sig með gosinu í Vatnajökli og hinu nýaf- staðna hamfarahlaupi niður á Skeiðarársand. Slíkt getur endur- tekið sig.. Á áttunda tug eldgosa A áttunda tug eldgosa hafa senni- lega orðið í Vatnajökli frá land- námstíð sem fyrr segir og má rekja meginhlutá þeirra með vissu til jök- ulsins. Eldvirknin hefur að mestu verið bundin við eldstöðvakerfi Grímsvatna og Bárðarbungu. í grein sem jarðeðlisfræðingarnir Helgi Bjömsson og Páll Einarsson rituðu í timaritið Jökul árið 1990 segir að eldvirknin í báðum eld- stöðvakerfunum hafi verið mjög sveiflukennd á sögulegum tíma en þau hafi haft óvenju kyrrt um sig undanfarna áratugi. Eftir mjög virkt tímabil frá 1823 til 1939, með gosum á 7-8 ára fresti að meðaltali, hafi ekkert verulegt gos orðið í Grimsvötnum eftir goshrinu á árun- um 1934-1939. í fyrrnefndri grein þeirra jarðeðl- isfræðinganna Helga og Páls segir að við eldgos í Vatnajökli hafi flest jökulhlaup fallið í Skeiðará og Súlu en þessar ár fái bræðsluvatn frá Grímsvatnaöskjunni og svæðinu suðvestan við hana, allt að Þórðar- hymu. Djúpá fái vatn frá vestan- verðri Þórðarhyrnu, Geirvörtum og Hágöngum og jökulhlaup í Hverfis- fljóti geti átt upptök sín við Páls- fjall. Ef gos verði í Bárðarbungu, í Hamrinum og vestasta hluta Loka- eldstöðvarinnar, sem er gossprunga sem liggur í austur- vestur frá Grímsvötnum að Hamrinum, þá gæti komið hlaup í Þjórsá. Verði jökulhlaup í Skjálfanda- fljóti vegna eldgoss þá hljóti slíkt gos að verða I norðanverðri Bárðar- bungu, en hlaup í Jökulsá á Fjöllum gæti stafað af eldsumbrotum í sprungusveimum sem liggja um Bárðarbungu, frá Öskju og um Kverkfjöll. Þar með séu taldar ís- fylltar öskjur í Bárðarbungu og Kverkfjöllum en einnig geti eldgos í norðanverðum Grímsvötnum valdið hlaupi í Jökulsá á Fjöllum. Eldgos á vatnaskilum Eldgosið í Vatnajökli á dögunum var nánast á vatnaskilum þannig að hefði það komið upp litlu norðar eru líkur á að bræðsluvatnið frá því hefði leitað niður í Jökulsá á Fjöll- um. Það gerði það hins vegar ekki nema að litlu leyti en Hrefna Krist- mannsdóttir, deildarstjóri hjá Orku- stofnun, fylgdist með ánni eftir að gosið hófst og í ljós kom talsverður vöxtur í henni og sýndu efnagrein- ingar á vatninu að það var ættað frá gosinu. Þá virtist radarmynd sem tekin var úr gervihnetti og birt í DV 9. október sýna nokkurt sig á jökul- hellunni til norðurs, í framhaldi af gosstöðvunum, sem gat þýtt að eld- virkni undir ísnum teygði sig lengra til norðurs en ætlað hafði verið til þess tima og norður fyrir vatnaskil sem þarna eru. Vöxturinn í Jökulsá á Fjöllum, sem um þetta leyti var ámóta vatnsmikil og á heit- um sumardegi, virtist staðfesta að þessi gæti verið raunin. Beðið eftir hlaupi Strax og eldsumbrotin hófust var ljóst að bræðsluvatn frá gosinu sjálfu streymdi að stærstum hluta í Grímsvötn sem voru nánast tóm þegar gosið hófst, eftir hlaupið í aprílmánuði sl., en Grímsvatnapott- urinn fylltist mjög hratt. Við venjulegar aðstæður rennur bræðsluvatn frá jarðhitanum undir jöklinum rólega í vötnin þar til að því kemur að vötnin tæma sig út um eins konar frárennsli eða niður- fall. Eftir að vötnin hafa tæmt sig og vatnið hlaupið niður á Skeiðarár- sand hrynur frárennslisopið saman og fyllist af ís og stíflast. Síðan end- urtekur sagan sig á nokkrum árum ef ekkert óvenjulegt gerist. Það sem gerist síðan er það að jarðhitinn undir Grímsvötnum hitar vatnið sem berst inn í forða- búrið og þegar vatnsstaðan er orðin nægilega há í vötnunum og hitastig vatnsins jafnframt orðið nægilega hátt til að bræða ístappann úr nið- urfallinu þá brestur ísstíflan og hlaup hefst. Að þessu sinni gerðist allt annað: Vatn streymdi inn í tómt forðabúrið með miklum krafti á sama tíma og hlaup var nýafstaðið og frárennslið gersamlega fallið saman og stíflað. Því hlaut þessi þróun að taka lengri tíma og gamlir fræðaþulir í Öræfum bjuggust ekkert frekar við hlaupi fyrr en í vor jafnvel. En eftir því sem vatnsstaða Grímsvatna steig umfram venjulega hlauphæð var ljóst að því lengur sem hlaupið drægist þeim mun meiri hamfarir yrðu, sem og kom á daginn. Það sem ef til vill kom mest á óvart í sambandi við hlaupið, fyr- ir utan hve snögglega það óx og hversu fljótt Grímsvötn tæmdust, er hversu brýmar, ekki síst Skeiðarár- brú, stóðu sig vel miðað við hamfar- imar sem yfir þær dundu. Flestir ættu að geta verið sammála um að hönnun þeirra, ekki síst stöplanna undir þeim, hafi sýnt sig að hafa á sínum tíma verið unnin af verulegri skynsemi og hugviti. -SÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.