Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Page 58
66 kvikmyndir LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 33V Bruce Willis í aðalhlutverki í Síðasta manninum: \'4 Klæðum okkur ekki upp heima hjá okkur „Hjónaband okkar Demi á sínar góðu og slæmu hliðar eins og hjá öllum öðrum. Það er eins og garður sem þarf að gæta að á hverjum degi. Við klæðum okkur ekki upp heima hjá okkur þó við séum fræg. Ég skipti um bleiur og þríf af böm- unum okkar kúkinn," segir leik- arinn Bruce Wiilis sem leik- ur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Síðasti maðurinn sem Laugcirásbió frumsýndi í gær. Kvikmynd- in hefur slegið í gegn vestanhafs og WUlis mætir þar ferskur til leiks. Myndin er kröftug og seiðandi einfaramynd. Bruce Willis er fæddur 19. mars árið 1955 í Idar-Oberstein í Westur- Þýska- landi og er þvi 41 árs. Hann gekk í skóla í Montclair State College, í leiklistardeild. Að námi loknu lék hann í nokkrum leik- ritum off- Broadway og í sjónvarpsauglýs- ingum. Eiginkona Willis er leikkonan Demi Moore og eiga þau saman dæturnar Rumer, Scout og Tallulah. Mörg andlit Willis Willis hefur leikið mjög ólík hlutverk á leikferlinum, meðal annars leigumorð- ingjann í Pulp Fiction, lögreglumanninn John McClane í Die Hard og fleiri. Frá árinu 1988 hafa kvikmyndir sem Willis hefur leikið aðalhlutverkið í halað inn 520 milljónir dala í Bandaríkjunum ein- göngu. Willis hefur fengið nokkur verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal Emmy-verð- launin og Golden Globe verðlaunin fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Moonlightning. Á sama tíma lék hann í fyrstu bíómyndinni sinni, Blind Date, og stuttu síðar í Sunset. Frægastur fyrir Die Hard Árið 1988 skapaði Willis persónuna John McClane í kvikmyndinni Die Hard og á eftir henni komu tvær aðrar Die Hard myndir. Hann hefur leikið í kvik- myndum eins og The Color of Night, The Bonfire of the Vanities, Billy Bathgate, The Last Boy Scout, Mortal Thoughts, Death Becomes Her, Striking Distance, The Player, röddina í Look Who’s Talking, Four Rooms og 12 Monkeys. Willis þótti einnig liðtækur tónlist- armaður en hann gaf út plötu árið 1986 sem nefndist The Return of Bruno sem fór í platínuplötu. Þremur árum síðar gaf hann út aðra plötu If It Don’t Kill You, It just Makes You Stronger. Hann er einn þeirra sem eiga vinsælu veitingahúsa- keðjuna Planet Hollywood. -em LA CASA di VANNA PAOLI „Kvenleikstjórinn Vanna Paoli sjaimerar okkur með „Bleika húsið" sitt þar sem hin undurfríða Giulia Boschi leikur aðalhlutverkið. Besta „Panorama italiano" kvikmyndin á Feneyjahátíðinni. Innileg og hjart- næm kvikmynd sem gefur okkur innsýn í horfna fortíð sem að lok- um verður að verða hluti af framtíðinni.“ (II Tempo) „Bleika húsið er uppfull af einhverjum göfugleika sem þar að auki lætur okkur skynja tilfmningar í hverju einasta myndskeiði myndarinnar.” (L’Opinone) „Bleika húsið hefur stíl og býður upp á mikla tilfinningaæmi.1 (L’Unita) Gegn framvísun stúdentaskírteinis fá nemendur miOann á kr. 300 á „Bleika húsið“ Tll síðasta manns í Regnboganum og Háskólabíói: Chicago-glæponar í Texas Til síðasta manns (Last Man Standing), sem frumsýnd var í gær, er endurgerð hinnar frægu japönsku kvikmyndar, Yojimbi, sem Akira Kurosawa gerði á sínum tima. Yojimbo, sem mundi þýða Lif- vörðurinn á íslensku, fjallar um nítjándu aldar samúræja sem sér at- vinnugrein sina deyja hægt út en stríðsmaður þessi tekur til sinna ráða í borg þar sem spilling ræður ríkjum. ! Last Man Standing er sögusvið- ið fært yfír á fjórða áratuginn á þessari öld. Myndin gerist í smá- bænum Jericho í Texas sem er frek- ar ólíklegur viðkomustaður mafíu- glæpamanna frá Chicago. En þetta er á bannárunum og þessi borg er tilvalinn staður fyrir ólöglega starf- semi og mafian er fljót að taka lögin í sínar hendur. Inn í bæinn kemur dularfullur einfari, sem kallar sig Smith, til að dvelja þar eina nótt. Hann er alls ekki velkominn í bæ- inn og spilltur lögreglustjóri segir honum að hypja sig en þetta líkar einfaranum ekki. Hann kemur glæpalýðnum á óvart með beinni árás og drepur bestu skyttu þeirra. í stað þess að hefna ófaranna bjóða þeir þessum dularfulla manni vinnu. Smith, sem eingöngu hugsar um sjálfan sig, tekur boðinu en leik- ur tveimur skjöldum eins og brátt kemur í ljós. Það er Bruce Willis sem leikur einfarann. í öðrum hlutverkum eru Christopher Walken, Bruce Dern, William Sanderson og Karina Lomb- ard. Leikstjóri og handritshöfundur er hinn reyndi spennumyndaleik- sfjóri, Walter Hill, sem hefur átt misgóða daga í sinni kvikmynda- gerð. En þegar honum tekst vel upp þá hefur hann skilað frá sér mynd- um á borð við The Long Riders, The Warriors og 48th Hours. -HK 50.000 búnir að sjá Djöflaeyjuna Aðsókn á Djöflaeyjuna hefur farið fram úr vonum bjartsýn- ustu manna og virðist ekkert lát á aðsókninni. Um miðja viku voru gesti númer 50.000 veitt vegleg verðlaun. Á mið- vikudagskvöldið var Djöflaeyj- an síðan frumsýnd með við- höfh á Akureyri og voru við- staddir leikarar og aðstandend- ur myndarinnar. Síðasta ís- lenska kvikmyndin, sem fór yfir 50.000 áhorfendur, var Karlakórinn Hekla en áhorfend- ur að henni urðu 60.000 þúsund. Kvikmyndahátíð áfram Kvikmyndahátíð í Reykjavík lauk síðastliðinn sunnudag og var þá ákveðið að framlengja sýningum á nokkrum myndum. Áhugamenn um kvikmyndir geta því áfram verið á kvik- myndahátíð. Háskólabíó sýnir Dauður, Shanghai- gengið og Brimbrot. Regnboginn heldur áfram að sýna Emmu, Chabert ofursta, Elísu, Einstimi, Stjömufangarann, Reyk og Hel- bláan. Stjörnubíó sýnir Amer- íku og Bleika húsið. Sam-bíóin sýna Fortölur og fullvissu og Ríharð m og Laugarásbíó sýnir Kristin Lavransdóttur. Önnur Vatnaveröld? Þrátt fyrir öll ósköpin sem gengu á við gerð Waterworld ætlar MGM að fara út í að gera rándýra kvikmynd sem gerist að mestu neðansjávar. Myndin á að heita Submerged og á hún að gerast eftir tuttugu ár þegar stóri skjálftinn i Los Angeles er búinn að færa borgina á kaf. Gerist myndin að mestu í neð- ansjávarskemmtigarði sem búið er að koma upp í rústum borgarinnar. Framleiðandi myndarinnar er Gale Anne Hurd sem meðal annars var einn framleiðenda The Abyss, sem einnig var neðansávar- mynd, en hún hefúr komið ná- lægt framleiðslu á mörgum stórmyndum í- samvinnu við James Cameron. í Last Man Standing hreiöra mafíuglæpamenn um sig í smábæ í Texas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.